Þjóðviljinn - 10.08.1979, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 10.08.1979, Blaðsíða 11
Föstudagur 10. ágúst 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 „Ég stekk 5m eftír tvö ár” „Ég bjóst ekki við að fara þetta,” sagði stangarstökkv- arinn úr KR, Siguröur T. Sig- urðsson eftir að hann hafði sett glæsilegt tslandsmet I stangarstökkinu I gærkvöldi, 4.60 m. Sigurður, sem er 22 ára margfaldur fimleikameist- ari.byrjaði að æfa stangar- stökk f fyrravor og síöan hafa framfarirnar verið stórstigar. Hann var spurður um framtíðina. — Ég fer 4.90 m næsta ár og yfir 5 m eftir tvö ár ef maður æfir vel og fær góða stöng. Það er takmarkið. — IngH i ———y Currie til QPR lögðum grunninn að f fyrrasumar hefur skilaðsér i góöum árangri i ár. Nú erum við með frábært lið, liðsem hefur ekki margar veikar hliðar. Vilmundur i tugþrautina Fróðir menn i heimi fslenskra frjálsiþróttasegja, aö Vilmundur VÚhjálmsson spretthlaupari sé örugglega mesta efni I tugþraut- armann siðan Clausen-bræðurnir voruoghétu. Vilmundur hefur þó ekki viljaö æfa þrautina hingað til, þvf hann hefur einbeitt sér aö spretthlaupunum. Hinir sömu frjálsiþróttafróðu menn hafa fullyrt, að Vilmundur muni æfa tugþrautina eftir 2-3 ár og þá sé hann 8 þUs. stiga maöur, eins og þaö heitir á Iþróttamáli. Við biöum og sjáum hvað setur. Fjör i ameriska fótboltanum Það er ætfö mikið um að vera i knattspyrnunni vestanhafs hjá Bandarikjamönnum. Þeir hafa komið sér upp alls kyns breyting- um frá reglum þess fótbolta sem við þekkjum og mikiö er um „show business” i kringum þetta allt saman. Alan Ball skipti snögglega um félag, fór frá Philadelphia Fury til Vancouver Whitecaps. Þetta var einungis vegna harðstjórnar JUgóslavans Valok, þjálfara Fury. Hann vill ráða þvi hvaö leikmenn éta og hvenær þeir éta. Ekki nóg með þaö, þá eiga menn aö fá sér göngutUr þegar þjálfi skipar svo fyrir og hvilast þegar hann segir svo. Ball tók þessari afskiptasemi Valok með jafnaðargeði í upp- hafi, en var ekki til setunnar boð- ið þegar þjálfarinn skipaði mönn- um aðfaraaö hátta og sofa kl. 11 ákvöldin. Ball tók pokann sinn og kvaddi. og Þórdis Gísladóttir stökk 1.78 m í hástökki á Reykjavíkurleikunum í jrjálsum iþróttum Queens Park Rangers, sem leikur i 2. deild undir stjórn Tommy Docherty, festi i gær- kvöld kaup á Tony Currie frá Leeds og var kaupveröiö 400 þús. pund. Currie hefur undanfarin ár ver- iö besti leikmaður Leeds, auk þess sem hann hefur leikiö I enska landsliðinu. Salan á honum kemur þvf mjög á óvart og einnig hversu kaupverðiö er. iágt. QPR seldi fyrir skömmu fyrr- um fyrirliða enska landsliðsins Gerry Francis til Crystal Palace fyrir 465 þús. pund og er Tony Currie nú ætlað að koma i hans staö og verður ekki annað sagt en að það séu góð skipti. Úr þvi að knattspyrna er á dag- skrá má geta þess aö Norðmenn sigruðu Finna i landsleiki gær- kvöld- 1-0 og var leikurinn liður i forkeppni olympiuieikanna. Þá sigraði Glasgow Rangers kin- verska fótboltalandsliðið 6-1 og skoraði Ally McLeod 3 af mörkum Rangers. — IngH Hreinn Halldórsson, Strandamaðurinn sterki, er I góðu formi þessa dagana og virðist öruggur með að kasta yfir 20 m. 1 gærkvöld sigraði hann i kúluvarpinu með 20.22 m varpi. Knapp bjartsýnn á sigur Norska 1. deildin i knattspyrnu er komin af stað á nýjan leik eftir stutt hlé. Vikingarnir hans Tony Knapp eru meö 3 stiga forystu og Knapp var spuröur hvort þeir muni halda toppsætinu og verða Noregsmeistarar. — Við verðum ekki bUnir að sigra i keppninni fyrr en siðasta leiknum er lokið. Við hjá Viking kvörtum ekki, en þaö sem við Glæsilegt islandsmet Sigurðar T. Sigurðssonar KR í stangarstökki/ 4.60 m, bar hæst á seinni degi Reykjavíkurleikanna í frjálsum ígærkvöld ,. Hann átti góðar tilraunir við 4.70 m, en felldi naumlega í öll skiptin. I annarri tilraun- inni var Sigurður kominn yfir rána, en ýtti of seint frá, eins og hann sagði sjálfur eftirá. Hvað um það, hann stekkur 4.70 m einhvern tíma seinna. Þórdís Gisladóttir gerði sér litið fyrir og setti Islandsmet I hástökki, stökk 1.78 m, var vel yfir. HUn lét siðan hækka i 1.81 m, en felldi i öllum 3 tilraununum. Rut ólafsdóttir, FH ; setti meyja- og stúlknamet i 800 m hlaupi er hUn rann skeiðið á 2:09.2 min. og er hún farin að höggva nokkuð nærri Islandsmeti Lilju Guðmundsdóttur,. sem er 2:06.2 min. 1 stangarstökkinu gerðist það, að 6 menn stukku yfir 4 m og virðist sem menn séu farnir að leggja aukna rækt við þessa grein. Þá voru sett mýmörg persónuleg met og sýnir það e.t.v. betur en annaö að framfarirnar i frjálsum eru greinilegar og breiddin sömuleiðis. Helstu Urslit urðu þessi: Stangarstökk: 1. Sigurður T. Sigurðss. KR flslandsm.) 4.60 m 2. Elias Sveinsson FH 4.20 m 3. Kristján Gissurarson Á 4.00 m (Sömu hæð fóru 3 aðrir stökkvarar m.a. tugþrautar- maðurinn Þráinn Hafsteinsson, sem setti þar persónulegt met). Kringlukast karla: 1. FilippoMonforteltaliu 60.82 m 2. MaldiniMorenoltaliu 57.18 m KA-Vikingur i kvöld KA-menn fá Vikinga norður á Akureyri I kvöld, og er þessi leik- ur sérlega mikilvægur fyrir þá norðanmenn, sem standa I harð- vitugri fallbaráttu. Vikingur hef- ur áttgóða leiki upp á siökastið og eru þeir þvi sýnd veiöi en ekki gefin. Leikurinn hefst kl. 20. 1 2. deild verða 2 leikir. UBK leikur gegn Þór á Kópavogsvelli, og Selfyssingar fá FH I heimsókn. Báöir leikirnir hefjast kl. 20. Föngulegur kvenmaður Viö látum fljóta með hér mynd af vinkonu okkar aust- ur-evrópskri, nánar tiltekiö frá Austur-Þýskalandi. HUn er æriö stórkallaleg og ekki beint fyrir augað. 100 m grindahl. kvenna: sek: 1. Lára Sveinsd. A 14.37 2. Helga Halldórsd. KR 14.80 3. Þórdis Gislad. IR 14.82 200 m hlaup karla: sek: l.OddurSigurðssonKA 21.00 2. Frank Foli Danmörku 21.66 3. Hjörtur Gislason KA (persónul.) 22.26 4. Aöalsteinn Bernharðss. (persónul.) 22.29 Hástökk kvenna: 1. Þórdis Gislad. IR (Islandsm.) 1.78 m 2. Ludmila Pudrus USSR 1.78 m 3. Hrafnhildur Valbj. A 1.60 m Spjótkast karla: 1. Ghesini Atostino Ital. 7il.76m 2. Vincenzo Marhetti Ital. 69.64 m 3. Einar Vihhj. UMSB 65.88 m 4. Sigurður Einarsson A (persónul.) 65.24 m Kúluvarpr. karla: 1. Hreinn Halldórss. KR 20.22 m 2. Maldini Moreno ítal. 18.82 m 3. Guðni Halldórsson KR 17.97 m 800 m hlaup kvenna: min. 1. RutÓlafsd.FH 2:09.2 (meyja- og stúlknamet) 2. Ragnheiöur ólafsd. FH (persónul.) 2.10.0 3. Birgitta Guöjónsd. HSK (persónul.) 2:20.3 800 m hlaup karla: 1. AgUst Asgeirsson IR 1:53.6 2. Gunnar P. Jóakimsson IR 1:54.0 3. Steindór Tryggvason KA 1:55.9 200 m hlaup kvenna: sek: 1. Sigriður Kjartansd. KA 24.7 2. Helga Halldórsd. KR 25.1 3. Rut Ólafsd. FH 26.0 —IngH Úr einu í annað Oddur Sigurðsson hljóp i gærkvöld á betri tima Í200 m hlaupi en núgildandi íslandsmet er. Þvi miður reyndist meðvindur of mikill eða 3.9 m/sek. en má vera 2 m/sek. Mönnum þótti nokk- uð undariegt, að i grindarhlaupi kvenna skömmu áður mældist vind- hraðinn 1.9 m/sek. Þá var furðulegt að timi Odds skyldi tekinn á skeiðklukk- ur, en timi hinna hlauparanna á nýje rafmagnstimatækin. vo Sigurdur T setti ^ íslandsmet í stangarstökkinu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.