Þjóðviljinn - 19.08.1979, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 19.08.1979, Blaðsíða 16
16 S>tÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 19. ágúst 1979 Eftir fall fjórmenninganna í Kína: Aukið frelsi í listsköpun ,,An lýðræöis þrifst engin list,” segir Zhang. „Listamaður getur ekki stundað iðju svo vel sé, ef hann verður að hlýða skipunum ofan frá. Lenin sagði, að list- sköpun væri óframkvæmanleg án persónulegs sjálfstæðis.” Ding sagði, að ákveðin vand- kvæði væru á þvi nii að leggja grunninn að tjáningarfrelsi i list- sköpun vegna þess að enn eimdi eftir af þeim menningarfasisma, sem fjórmenningarnir voru full- triiar fyrir. Situ Huimin lagði áherslu á það, að umræðurnar um hlutverk kvi kmynda- kompa Menningarlifið i Al- þýðulýðveldinu Kína hefur tekið miklum stakkaskiptum siðan f j ór men ninga klikan svonefnda var upprætt. Reyndar á þetta við um önnur svið þjóðlifsins, en er eigi að siður mest áberandi hvað varðar menntun og listir al- mennt, því fjór- menningaklikan réði hvað mestu um stefnuna á þvi sviði, enda var Chiang Ching, fyrrum eiginkona Maós for- manns, menntamála- ráðherra Kína um skeið. Umsjón: Sigurður Jón Ólafsson MÁNUDAGSMYND HÁSKÓLABÍOS: Hvað varðar hinar ýmsu greinar listarinnar eiga fram- farirnar ekki einungis rót sina að rekja til vandaðri framleiðslu er. áður, heldur gætir nú meira við- sýnis af hálfu yfirvalda en þegar frú Chiang réði ferðinni. Um tima rikti stöönun i þessum efnum i Kina; listaverk, sem ekki hlutu náð fyrir augum fjórmenning- anna, voru annað hvort brenni- merkt sem endurskoðunarsinnuð eða afturhaldssöm. Og ekki létu þau þar við sitja. Sumir lista- menn voru fangelsaðir fyrir „villutrú” sina og urðu að þola pyntingar. En nú er sem sagt runnið upp nýtt timabil I sögu kinverskrar menningar og kjörorð Maós, „Látum hundrað blóm blómstra”, hefur verið endurvak- ið. 1 þessari grein verður að sjálf- sögðu aðeins gert grein fyrir nýjum og breyttum viðhorfum varðandi kvikmyndagerð i kin- verska alþýðulýðveldinu, en heimildirnar byggja á viðtölum, sem þau Uwe Krauter (frá V-Þýskalandi) ogPatricia Wilson (frá Skotlandi) áttu við ýmsa for- ystumenn i kvikmyndaiðnaðin- um. Þau Krauter og Wilson vinna hjá erlendu fréttastofunni i Pek- ing. Kvikmyndastofnunin i Kina heyrir undir menntamálaráðu- neytið, en hún hefur það erfiða verkefni fyrir höndum að endur- skipuleggja kvikmyndaiðnaðinn þar i landi. Yfirmaður hennar er Situ Huimin, 69 ára að aldri, sem jafnframter einn af sjö aðstoðar- menntamálaráðherrum kin- versku stjórnarinnar; hann starf- aöi áður sem kvikmyndaleik- stjóri. Honum til aðstoðar eru þeir Zhang Junxiang og Ding Qiao, en þeir hafa báðir fengist við kvikmyndagerð. Allir eiga þeir það sameiginlegt að hafa orðið að þola grimmilegar of- sóknir af hálfu fjórmenningaklik- Kvikmyndagerð i Kina hefur tekið miklu stakkaskiptum siðan fjórmenningaklikan var svipt völdum. unnar á meðan menningar- byltingin stóð sem hæst. ,,A meðan menningarbyltingin var við lýði beið kvikmyndaiðnað- urinn mikið tjón vegna aðgerða fjórmenninganna,” segir Situ Huimin. „Margir ágætir einstak- lingar voru flæmdir burt frá störfum sinum, þannig að nú verðum viðaðskipuleggja starfs- liðið á ný jan leik og koma á aftur eðlilegu ástandi.” „Það verður að breyta skipu- laginu frá grunni,” segir Zhang. „Vinnuaðferð okkar mótaðist mjög af sovéska kvikmyndaskól- anum á fyrstu árunum eftir frels- unina. Þar áöur hafði Hollywood verið fyrirmyndin. Hvorugvinnu- aðferðin hentar hlutverki okkar i dag, þannig að við erum neyddir til að gera ýmsar breytingar. Það er einnig til umræðu hjá okkur, hvernig beri að efla Kvikmynda- stofnunina og haga tengslum hennar við kvikmyndaverin og deildirnar i hinum ýmsu lands- hlutum. 011 þessi vandamál verð- ur að leysa til að unnt sé að koma kvikmyndamálum okkar i betra horf.” Ding lýsir hinum fjóru megin- vandamálum, sem Kvikmynda- stofnunin á við aö etja, á þennan hátt: 1. Hin listræna gerö. Stofnunin verður að framfylgja linu flokks ins i þessum efnum og gera Til vinstri er Situ Huimin.yfirmaður Kvikmyndastofnunarinnar I Kfna, en hægra megin er einn af aðstoðarmönnum hans, Ding Qiao. I myndir um margbreytileg efni, jafnt frá nútimanum sem sögu þjóðarinnar 2. Þjálfun einstaklinga. tvalda- tið f jórmenninganna höfðu margir kvikmyndastjórar ekkert fyrir stafni. Afleiðingin er sú, aö kvikmyndagerðarmenn af yngri kynslóðinni eru litt þjálfaðir. Þetta bil verður að brúa á þann hátt, að þeir eldri i faginu kenni þeim, sem hafa i hyggju að læra eitthvaö á þessu sviði og að auki þeim, sem litla eöa enga reynslu hafa hlotið i kvikmyndagerð. 3. Allshorjaráætlun. í dag eru 11 kvikmyndaver i Kina, sem framleiða kvikmyndir i fullri lengd. Það er hlutverk Kvik- myndastofnunarinnar að hafa yfirumsjónmeð starfsemi þeirra. 4. Kvikmyndastofnunin hefur tekiðtilumfjöllunar,hvernig best sé að færa kvikmyndaiðnaðinn i nútimalegt horf. Akafar umræður hafa átt sér stað um frelsi á sviöi listrænnar tjáningar. Þetta varðar einnig hlutverk leikstjórans i gerð kvik- mynda, en áður haföi verið litið á hann sem valdalausan aðila. leikstjórans sem þess aðila, er rasður ferðinni i gerð einstakra kvikmynda, væru ekki slitnar úr tengslum við umræðurnar um frelsi i listum almennt. Zhang, sem áður starfaði sem kvikmyndastjóri, sagði, að ekki bæri að skilja þetta á þann hátt, að leikstjórinn ætti að vera ein- hvers konar einvaldur. „Hann á að útskýra hugmyndir sinar fyrir samstarfsfólkinu og leita eftir á- liti þess. Lýðræðið felst i þvi að skiptast á skoðunum, en lokaá- kvörðunin er leikstjórans. I tið fjórmenninganna var það ekki einungis þannig, að leikstjórinn hefði ekkert ákvörðunarvald, heldur voru menn bókstaflega hættir að hlusta á hver annan.” Ding kvað ástandið hafa verið þannig i menningarbyltingunni, að starfsmenn kvikmyndaver- anna hefðu haldið fundi til að gagnrýna valdsvið leikstjórans og það var ekki fyrr en allar hug- myndir hans höfðu verið kveðnar i kútinn, að myndatakan gat haf- ist. „Þetta er liðin tið. Nú berum við virðingu fyrir starfi leikstjór- ans.” A meðan fjórmenningaklikan réði hvað mestu i menningarmál- unum var ekki óalgengt, að kvik- myndir, sem gerðar voru fyrir 10—15 árum, hafi nú fyrst á allra siðustu árum komið fyrir al- menningssjónir. Nú er ekki lengur litið svo á, að forsvars- menn Kvikmyndastofnunarinnar séu einhverjir dómarar i hásæti, sem fyrirskipi hvaðfjöldinn megi sjá og hvað ekki. Ding lýsir ástandinu með svo- felldum orðum: „Chiang Ching hafði úrslita- valdið i þessum efnum. Ef henni likaði ekki ákveðin kvikmynd var hún bönnuð, jafnvel þó áhorf- endur kynnu að meta hana. Þessar hugmyndir eru að nokkru leyti enn við lýði. Auðvitað hafa allir leiðtogar sina persónulegu skoðun á kvikmyndum, en þeir verða lika að muna það, að þeir eru Hluti af fjöldanum. Við verð- um að efla gagnrýni meðal fjöld- ans. Reynslan er besti kennarinn til að leita sannleikans. Við verðum þvi að láta fjöldann skoða myndirnar og dæma þær.” Og vissulega hefur fjöldinn reynst vera óvæginn gagn- rýnandi. Það sannast af þvi', að margir áhorfendur hafa verið ó- sparir á að setja út á þær kvik- myndir, sem gerðar hafa verið eftir að fjórmenningarnir voru sviptir völdum og sem þeim hefur ekki likað allskostar. Þess eru jafnvel dæmi, að sumir kvik- myndaunnendur i Kina hafi endursent forsvarsmönnum kvik- myndaiðnaðarins aðgöngumið- ann og krafist þess, að fá hann að mestu leyti endurgreiddan vegna þess að myndin, sem þeir sáu, hafi ekki verið þess virði, að þeir eyddu svo miklum peningum til að sjá hana! (Heimild: ChinaReconstructs, ágúst '79) Um áhnf kvennahreyfingarinnar Mánudagsmynd Háskólabiós aö þessu sinni heitirEins dauði er annars brauð (L’une chante, l’autre pas) og er gerð af frönsku kvikmyndaleikstýrunni Agnesi Varda. Varda var ein af þeim, sem ruddu brautina fyrir nýsköp- un kvikmyndagerðar i Frakk- landi fyrir u.þ.b. 20 árum og gengið hefur undir nafninu „nýja franska bylgjan”, þó varla sé hægt að segja, að hún sé lengur ný af nálinni. Tvær myndir hennar frá þessum tima hafa hlotið lof- samlega dóma: Cleo miili 5 og 7(Cleode5á 7, 1962) og Hamingja (Le Bonheur, 1965). Báðar þessar myndir hafa verið sýndar hér á landij sú fyrrnefnda i sjónvarp- inu, en hin i Háskólabiói. Fátt markvert hefur komið frá henni siðan—eftir þvi sem kunnugir segja—eða þar til Eins dauði er; annars brauð kom á markaðinn fyrir þremur árum. Þessi mynd greinir frá vináttu tveggja kvenna, sem að mörgu leyti eru ólikar að skapferli, en hafa þó átt við þau vandkvæði að striða sem leitt hafa til náinna samskipta þeirra i millum. Efni myndarinnar tekur yfir 14 ára timabil i ævi þeirra. Þegar myndin byrjar er önnur þeirra, Pauline, 22ja ára, einstæð móðir með tvö börnj stúlku 4ra ára og dreng á fyrsta ári. Hún á von á þriðja barninu og sér fyrir sér óyfirstiganlega erfiðleika þar eð hún treystir sér ekki til að ala önn ívrir þeim öllum. Faðirinn er ljósmyndari. en hefur litlar sem engar tekjur af iðju sinni. Þá er það sem Suzanne, 17 ára, kemur til skjalanna og útvegar henni peninga til að láta eyða fóstrinu. Stuttuseinna fremur ljósmynd- arinn sjálfsmorö. Það verður til þessaðleiðirvinkvennanna skilja um sinn. Pauline hverfur til for- eldrasinna uppfsveit, en Suzanne leggur leið sina til Parisar. Þetta er árið 1962 og þegar þær hittast næst, að tiu árum liðnum, hafa ýmsar þær hræringar átt sér stað i þjóðfélaginu, sem mótað hafa skoðanir þeirra og afstöðu til samfélagsins. A þetta einkum við um Suzanne, enda hefur hún verið virkur þátttakandi i þeirri kvennahreyfingu, sem mótaðist i lok sjöunda áratugsins eða uppúr stúdentaóeirðunum svonefndu i Frakklandi 1968. Þegar vinkonurnarhittast aftur fara þær að rifja upp fyrir sér það sem á dagana hefur drifið frá þvi leiðir þeirra skildu. Þegar hér er komið sögu breytir Varda skyndi- lega um frásagnaraðferð. Hún verður eins konar skýrslugjörð um lif þessara kvenna þar sem þær rifja upp minningar liðinna ára, jafnframt þvi sem þulur út- skýrir atburöina. Þó myndin greini að vissu marki frá baráttu hinnar nýju kvennahreyfingar, sérstaklega þvi baráttumáli, er snertir kröf- una um frjálsar fóstureyðingar, og konum, sem tekið hafa virkan þátt i henni, þá ber ekki að skilja það á þann hátt, að þessi kvik- mynd sé upplýsandi um hlutverk og markmið kvennahreyfingar- innar i dag og þaðan af siður á- róður fyrir baráttuna um jafn- rétti kynjanna. Vissuiega kemur myndin inn á þau vandamál, er snerta stöðu konunnar i dag, en Agnes Varda er ekki að predika eitt eða annað. Hún veitir okkur innsýn i vandamál tveggja kvenna, sem hún lýsir á einkar nærfærinn og sannan hátt, en lætur áhorfandann um að taka af- stöðu. Kvikmyndin endar á eftirmála þar sem vinkonurnar koma saman ásamt núverandi eigin- manni Pauline, börnum hennar og vinum Suzanne. Þulurinn dregur ákveðnar ályktanir af lifs- reynslu kvennanna, en að siðustu nemur kvikmyndavélin staðar við dóttur Pauline, sem nú er orð- in 18 ára. í framtiðinni mun hún byggjaá reynslu móður sinnar og Suzanne.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.