Þjóðviljinn - 19.08.1979, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 19.08.1979, Blaðsíða 17
Sunnudagur 19. ágúst 1979 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17 Þýski spunablásarinn Peter Brötzmann hélt tvenna einleikstónleika hér á iandi um síöustu helgi. Kom hann hingaö á vegum Gallerísins Suður- götu 7. Peter Brötzmann er einn sérstæöasti saxófón- leikari Evrópu í dag. Brötzmann hefur stund- um verið nefndur //óláta- belgurinn" fyrir ofsa- fenginn blástur sinn. Hann er aö jafnaði ofar- lega á blaði í kosningum evrópskra djassblaða og 1978 voru honum veitt tónlistarverðlaun Ber- linarborgar. Peter Brötzmann tilheyrir hópi spunamanna sem sifellt reyna að feta sig lengra og lengra i tækni og þróun hljóma og tóna. Gera þeir sifelldar til- raunir á sjálfum sér og hljóö- færum sinum. Fremur fámennur hópur manna i Norður-Evrópu starfar við að fremja spunatónlist (improvisation), einsog fyrir- bærið hefur verið kallaö á Is- lensku. Þessi hópur er nokkuð samstilltur þótt þeir tónlistar- menn sem skipa hann komi frá ólikum löndum og starfi jafnvel ekki saman. Þeir sem stunda þessa tónlist koma aðallega frá Bretlandi, Þýskalandi, Póllandi og Hol- landi. Peter Brötzmann er Þjóðverji en starfar mestmegnis i Hol- landi ásamt þarlendum trommuleikara, Han Bennink, og belgiska pianistanum Fred Van Hove. Að auki hefur Brötz- mann starfað með þýsku hljóm- sveitinni Globe Unity, sem er mjög opin hljómsveit, skipuð mismunandi mannskap eftir að- stæðum, og núna nýlega hefur hann verið að starfa meö breska trommuleikaranum Louis Mo- holo. Sjálflærður Brötzmann tjáði Fingrarimi að hann hefði hafið feril sinn á nokkuð hefðbundinn máta. Brötzmann, sem er 38 ára gamall, er sjálflærður tónlistar- maður sem hlotið hefur þjálfun sina i þeim hljómsveitum sem hann hefur starfað með. ,,Ég byrjaði i dixieland djass- hljómsveit”, sagöi Brötzmann, og fetaði mig siðan áfram i djasshljómsveitum ýmiskonar. Seinna starfaði ég með Cörlu Bley og Michael Mantler og enn siðar með Alexander Von Schlippenbach.” Brötzmann segist hafa verið farinn að leita fyrir sér með spunatónlist strax uppur 1960, þegar hann var að fást við „free-jazz”. Þegar Fingrarim spuröi hann hvað hefði valdið, hvort menn einsog Eric Dolphy eða Ornette Coleman hefðu haft á- hrif á þessa leit hans, svaraði Brötzmann: ,,Ég veit ekki með áhrifin. Ég hitti Eric Dolphy i Þýska- landi árið 1964 rétt áður en hann dó. Ég var að fást við eitt- hvað nýtt og þegar ég heyrði i Dolphy i fyrsta skipti vissi ég, að þarna var það komið sem ég leitaði að. Auðvitað hafa Dolphy og Coleman haft hvetjandi áhrif á mig likt og Charlie Parker gerði. En ég get alveg eins talið upp Albert Ayier, Johnny Hod- ges, Coleman Hawkins, Lester Young og enn eldri saxófón- leikara. Já, og að sjálfsögðu fólk einsog Billie Holliday og Sonny Hollins. Svo að þú sérð að þetta er erfitt. Ég hlaut mikla skólun á þessum árum, en helstu áhrifa- valda mina tel ég Misha Mengelberg, Don Cherry og þá sem ég hef verið að vinna mest með að undanförnu, svo sem Han Bennink, Fred Van Hove, Alexander Von Schlippenbach, Evan Parker, Derek Bailey o.fl. Umsjón: Jónatan Garðarsson # fingrarím Oft notast ég við fyrirfram f margreynda hiuti, byggi á I reynslunni, en þessir hlutir eru s sjaldnast endurteknir nákvæm- | lega á sama hátt.” Kröftugur blásari Brötzmann er að mörgu leyti óiikur Evan Parker, sem kom hingað til lands á vegum Gallerisins i fyrra. Til dæmis mátti stundum greina hjá Brötzmann alþekkt djass stef sem hann kom inná’og notfæröi sér til að spinna sérkennileg sóló sin útfrá. Þetta geröi Parker hinsvegar ekki þegar hann lék hér. Brötzmann lék t.a.m. „Song for Che” eftir bassaleikarann Charlie Haden, á bassaklari- nettu. Hann hóf lagið á mjög heföbundinn máta, en fljótlega tók hann að spinna úr laginu og lék ýmist stutta háa yfirblásna tóna eöa djúpa ruddafengna og rymjandi bassatóna af miklum hávaða og krafti. Iðulega þegar fólk taldi sig vera farið að finna einhverja linu, brá Brötzmann á leik af mikilli kunnáttu. Tækni hans er mjög mikil og leikur hann til jafns á sópran-saxófón, tenór-saxó- fón, es-klarinett, b-klarinett og bassa-klarinett. Tónleikar Brötzmanns eru að mati undirritaðs mun aðgengi- legri en tónlist Evans Parker sem heimsótti okkur i fyrra. Parker lék af mikilli tækni með svokallaöri hringöndun, þ.e. með þvi að draga andann sifellt meö nefinu, fylla munninn af lofti og þrýsta þvi siðan út með kinn-og háls-vöðvum. Parker dróg ýmist langa yfirblásna tóna eða hélt óslitnum djúpum tónum. Brötzmann, sem er góð- kunningi og samstarfsmaður Parkers, sýndi stundum svipuð tilþrif, en þó var leikur hans annars eðlis. Ofsafenginn kraftur og hröð, skemmtileg tónuppbygging Brötzmanns einkenndi leik hans öðru fremur. Óháð útgáfa Greinilegt var á þvi fólki,sem sótti þessa tónleika sl. sunnu- dagskvöld, að ekki kunnu allir að meta það sem fram fór. Framanaf sat fólk hljótt og hlustaði en hló vandræðalega þegar Brötzmann framdi hávær og sérkennileg hljóð. En þegar á leið jókst þvi kjarkur (enda hægt að fá keypt létt vin á staðn- um) og tóku sumir til að ræða mál sin ákaft á meðan Brötz- mann framdi spilverk sitt. En það sem blaöamanni Fingrarims þótti verst var, þegar hópur menningarvita kom i salinn, sem greinilega hafði ekki mikið álit á tónlist Brötzmanns. Þetta fólk talaði hátt, hló og lét Brötzmann engan veginn trufla sig. Þetta fólk hefði trúlega ekki verið svona upprifið á viöur- kenndum, klassiskum tónleik- um. Peter Brötzmann rekur eigið útgáfufyrirtæki, „Free Musik Produktion”,likt og aðrir spuna menn gera. Erfitt er fyrir spunamenn að fá tónlist sina út- gefna hjá stórum fjölþjóðafyrir- tækjum þar eð þeir fylgja ekki dægurstefnum markaösins. Vinna þeir þvi sinar plöt- ur sjálfir taka þær oftast upp á tónleikum eða i mjög þröngum og ófullkomnum stúdióum sem þeir reka sjálfir, og gefa plöturnar siðan sjálfir út. Sala og dreifing er einnig i þeirra höndum. Engir óþarfa milliliðir. Þessi útgáfa skilar ekki miklum hagnaði, en hún borgar sig samt sem áður. Koma Peters Brötzmann til Is- lands er sannarlega ánægjuefni. Það er einstakt að fá tækifæri hér heima til að fylgjast með þróun nýrrar tónlistarsköpunar, og á „Galleri Suðurgata 7” þakkir skildar fyrir frumkvæð- iö. —jg Ólátabelgurinn Peter Brötzmann Tónskáldið er óþarfur milli- liður að mati spunamanna, hljóðfæraleikarinn verður sjáf- ur tónskáld við spunann. Spunamenn leitast við að þróa sjálfa sig, tækni sina, kynnin við hljóðfærið og ööru fremur að þróa tónlistina um leið og hún er spunnin. Og oft gerist eitthvað nýtt sem kemur tónlistarmann- inum jafn mikið á óvart og þeim sem á hann hlýðir. Spuninn er þvi spennandi við- fangsefni fyrir hljóðfæraleikar- ann þvi að hann getur átt von á nýrri reynslu i hvert skipti sem hann spinnur tónlist sina. Brötzmann tjáði Fingrarimi að einleikstónleikar kreföust meiri einbeitingar og undir- búnings en hóptónleikar. „Það er ómögulegt að halda einleiks- tónleika án þess aö hafa lagt einhver drög að dagskrá. Það er hinsvegar algerlega tilviljun háð hvort nokkuð af þvi sem maður hefur lagt niður fyrir sér gerist. Stund og staður geta breytt öllum drögum og áætlun- um og það er einmitt mergurinn málsins. Braxton íhaldssamur Varðandi Anthony Braxton sagði Brötzmann að sér leiddist tónlist hans. „Braxton er mjög ihalds- samur. Hann skrifar alla sina tónlist þó svo að hann sé oft að starfa með mjög færum spuna- mönnum. Þetta er hrein og klár ihaldssemi. Tónlist hans er, hvað er það nú kallað, steingeld. Hann hefur ekki áhuga á minni tónlist og ég hef ekki áhuga á hans tónlist.” Brötzmann sagði, að oft hefði verið erfitt að koma fram með spunatónlist á fyrstu árum hennar. Viðbrögð fólks hefðu verið með ýmsu móti. Þjóð- verjar og Hollendingar hefðu oftast verið nokkuð umburðar- lyndir en þó hefði gengið á ýmsu eftir þvi hvar þeir komu fram. Einu sinni bar það meira að segja við eftir tónleika að nokkrir óánægðir áheyrendur króuðu tónlistarmennina af og börðu þá til óbóta. Nú á seinni árum veit fólk i flestum tilfellum að hverju það gengur. Spunatónlistin er orðin nokkuö þekkt viöast hvar eftir 15 ára þróun u.þ.b. og þeir sem koma á tónleika gera sér flestir grein fyrir hvað um er að vera. Spuni Peter Brötzmann segist kjósa að kalla tónlist sina spunatónlist (improvisation) frekar en frjálsan djass (free-jazz) eða eitthvað annað. I grundvallaratriðum gengur spunatónlistin útá það að tón- listarmaðurinn/mennirnir hefur hafnað hinum hefðbundnu djass- og dægurstraumum, þarsem tónlistin er fyrirfram samin. 1 staðinn fyrir að leika fyrirfram samin tónverk, er leikiö af fingrum fram, tónlistin spunnin á staðnum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.