Þjóðviljinn - 19.08.1979, Blaðsíða 7
Sunnudagur 19. ágúst 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Jóna Sigurjónsdóttir, skrifar:
NAFNLEYND
og annað brölt
Hafið þið heyrt söguna um
hann Jón þjóf? Lif hans var
mjög litlaust og hversdagslegt
þar til hirðusamur kunningi
hans stal frá honum skóhlífun-
um. Jón tók þetta ákaflega
nærri sér og fjasaði mikið um
þennan skóhlifamissi — hann
hafði ekkert uppúr þvi nema
uppnefnið „þjófur”, sem fylgdi
honum útyfir gröf og dauða.
Lögfræðingur minn segir mér
að ekki séu nein lög I Lýöveldinu
Islandi, sem veiti fólki nafn-
vernd. Þetta finnst mér alveg
afleitt. Núna á dögunum var
ungur maður hnepptur í gæslu-
varðhald vegna andláts vinar
sins og starfsfélaga, þeir höfðu
verið aðgera útum sin mál með
hnefunum eins og algengt er
meðal vor. Dagblöðin birtu
reyndar díki nafn þessa unga
manns, en létu þess getið hvaða
starfi hann gegndi og i hvaða
hljómsveit. Þessar upplýsingar
jafngilda vissulega nafnbirt-
ingu. Hvern fjandann á þetta að
þýða? Var ekki hægt að halda
gæsluvarðhaldsvist mannsins
leyndri þartil úr þvi fengist
skorið hvort hann ætti sök á
andláti vinar sins?
Tilviljanir eða geðþóttaá-
kvarðanir virðast ráða þvi
eftir annað i vinnunni minni að
grandvarir og góðir menn labba
inná skrifstofuna, horfa á mig
og segja: „Er enginn við”.
Það er þó huggun harmi gegn
að málgagnið okkar heldur úti
jafnréttissiðu, sem er alveg
stórskemmtileg, timaritið
Samúel er langt á eftir jafn-
réttissiðunniokkar i fróðleik um
kynlifið. Maður gat svosem séð
það fyrir að einhver óáran hlyt-
ist af þessu jafnréttisbrölti i
okkur kvenfólkinu, en að afleið-
ingarnar yrðu svona hrikalegar
var meira en nokkurn grunaði.
Gestur Guðmundsson upplýsir
það að kvenfólk fái nú kyn-
ferðislega fullnægingu en aum-
ingja strákarnir fái bara sáðlát.
Þetta getur ekki gengið, ég
krefet þess að nú þegar verði
sett nefnd i málið, þetta misrétti
verður að afmá.
Mér fannst líka gaman aö lesa
tilvitnanir úr viðtali við Andreu
Oddsteinsdóttur á sömu siðu, en
það gleymdist partur af þessu
ágæta viðtali, ég vil nota þetta
tækifæri til að bæta úr því, hér
kemur hann: „Þær konur sem i-
mynda sér áð ósnyrtilegur
klæðnaður og kæruleysislegur
kiæöaburður sé tákn um há-
leitar hugsjónir, göfugan mál-
stað og framfarahug, vaða i
villuog svima. Slitnar gallabux-
ur og óhreinar topapeysur eru
ekki einkennisbúningur gáfaðra
baráttukvenna, sem berjast
fyrir auknum mannréttindum
kynsystrum sinum til handa. I
sannleika sagt er slikur klæöa-
burður i minum augum aðeins
tákn um sóðaskap, smekkleysu
og skort á sjálfsvirðingu.” Mér
finnst þetla alveg ljómandi gott
hjá Andreu. Hversvegna
slepptu stelpurnar þessu?
Að lokum vil ég krefjast þess
að pistillinn hans Úlfars frá þvi
á fimmtudaginn verði birtur i
þessu blaði a.m.k. einu sinni i
viku, þartil borgarstjórnar-
meirihlutinn „okkar” er búinn
að sturta útúr ihalds-embættis-
mannahreiðrunum i borginni
„okkar”.
1 kveðjuskyni litil visa — það
skal tekið fram að hún er ekki
eftir Flosa.
„Peysan min er götótt mjög
með hundrað götum mörgum
aldrei skal ég úr henni
fyrr en hún fer i eldinn.”
Jóna
hvaða afbrotamenn eða grunað-
ir fá nöfn sin gerð alþjóð kunn. I
hvert sinn sem farmaður er
gripinn með nokkrar flöskur af
smygluðu áfengi er þvi slegið
upp i blöðunum og þá er til-
greint á h vaða skipi hann er og
hvaða stöðu hann gegnir þar um
borð. öðru hvoru birtast fréttir
frá fikniefnarannsóknarlögregl-
unni — eða hvað það nú heitir —
þeir eru voðalega duglegir og
eru sifellt að yfirheyra sömu
eiturlyfjasalana. Þeir hæla sér
af þvi að vera með gæjana
undir eftirliti jafnvel i heil 4 ár.
Loksins þegar dómur fellur eru
það smásektir og ekki kemur til
mála að birta nöfn þessara
glæpamanna. Hverskonar rugl
er þetta eiginlega? Vita menn-
irnir ekki að eiturlyfjasala er
frábærlega arðbær atvinnuveg-
ur og fjársektir fyrir svona brot
eiga að reiknast með sjöstafa-
tölum a.m.k. Þessir sölumenn
dauðans eru hættulegustu
glæpamennirnir og allstaðar
annarsstaðar en hér eru þeir
meðhöndlaðir sem slikir.
Annars þýðirekkert fyrir mig
að vera að skrifa um eitthvað
sem máli skiptir, það er alls
ekki tekið mark á mér frekar en
öðru kvenfólki. Það skeður hvað
Hraðhentur
hárskeri
Japanski hárskerinn Isao Tsu-
chiya hefur gert heiðariega til-
raun til að komast i heimsmeta-
bók Guiness. Hann rakaði 223
karlmenn á einni klukkustund, og
mun sá timi vera sá besti sem
menn þekkja til i faginu.
Bartskerinn brúkaði sem sagt
16.6 sek. á andlit. Ekki er vitað
um hvort allir hafi verið jafn á-
nægðir með raksturinn eða hvaða
tól Japaninn notaði. Fyrrverandi
met átti Bretinn Gerry Barley, en
hann setti það 20. mai á þessu ári.
Kafnaði
Billy McQuire, annar feitustu
tvibura heims geispaði golunni
fyrir nokkru. Billy vóg 336 kiló og
var nokkru þyngri en bróðir hans,
Bcnny.
Þeir bræður voru heimsfrægir
fyrir offitu sina og ferðuðust um
Bandarikin og viðar og sýndu
likamslýti sin og fitusjúkdóma
fyrir peninga. Billy lést i
sýningarferð, er bræðurnir voru
staddir i borginni Niagara Falls i
Kanada. Dauðaorsökin var and-
nauð. Billy McQuire var 32 ára að
aldri.
TOYOTA
( Bandaríkjunum eru Toyota bílar langmest
seldir innfluttra bíla og eftirspurn eftir þessum
hagkvæmu bílum fer ört vaxandi.
Því getum við sagt:
Það er heppinn maður sem ekur á Toyota
fassw* y
fiff
Toyota er árum á undan örðum í hönnun
vandaðra bifreiða. Allar neytendaskýrslur
staðfesta lága bilanatíðni Toyota — litla
bensíneyðslu — og endingu Toyota bifreiða.
Söluskýrslur taka undir þessar staðreyndir.
TOYOTA
UMBOÐIÐ
NÝBÝLAVEGI8
KÓPAVOGI
SÍMI 44144
Eyðir aðeins
ca. 7 I á 100 km.