Þjóðviljinn - 28.08.1979, Page 7

Þjóðviljinn - 28.08.1979, Page 7
Þriðjudagur 28. ágúst 1979. ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 7 Goðsögnin um hin hlutlausu og ópólitísku vísindi er sannarlega mál, sem sérhver sósíalisti þatf að taka afstöðu tiL Gylfi Páll Hersir Vísindi, auðmagn og NATO-styrkir Þann 1. júni siðast liðinn birti Þjóðviljinn athugasemd Leós Kristjánssonar jarðeðlisfræð- ings og fyrrverandi læriföður mins við dagskrárgrein, sem ég skrifaði um NATÓ-styrki og NATÓ-ráöstefnur þann 22. mai. Þá skrifaði Garðar Mýrdal dag- skrárgrein 15. júni, sem hét: „Visindafjármagn NATÓ er i þágu vigbúnaðar”. 1 fyrstu fannst mér athuga- semd Leós þess eðlis, að hún væri alls ekki svaraverð. Þegar ég rakst á þessar greinar tveim- ur mánuðum seinna ákvað ég þó að setjast niður og freista þess að svara Leó og útskýra skoðun mina enn frekar. Enda tel ég afar mikilvægt að staða þess fólks, sem fæst við rannsóknir og vísindi, sé rædd. Grein þessi er þvi fyr-st og fremst vanga- veltur um mál, sem nær ekkert hefur verið skrifað um áður hér á landi. Ég geri mér vonir um, að hún hvetji einhvern til um- hugsunar, og jafnvel að einhver finni hjá sér þörf til að leggja orð i belg. Um tæknimenntað vinnuaf I í kapitalisku hagkerfi, eins og á Islandi, sem og raunar öðrum rikjum Atlantshafsbanda- lagsins, leitast auðmagnið si- fellt við að ná hámarksgróða. Til að ná honum tekur auð- magnið ekkert tillit til óska eða þarfa hins vinnandi fólks. Rétt- indi þess fást einungis vegna baráttu þess sjálfs. Þarfir auðmagnsins falla semsé alls ekki saman við þarfir almenn- ings og koma raunar aldrei til með að gera það meðan núver- andi samfélagsskipan helst. Tæknimenntað vinnuafl er ein af mörgum mikilvægum nauðsynjum auðmagnsins. Menntun þess verður auðvitað að haldast í hendur við þróun framleiðsluháttanna á hverjum tima. Þróun, er felst i gróöasókn fámenns hóps samfélagsins. Menntun tæknimenntaðs vinnu- afls hefur á seinni árum orðið æ sérhæfðari. Jafnframt þvi sem lögð er mikil áhersla á að námiö taki sem allra skemmstan tima (fyrir þvi er séð með lögum lánasjóðs m.aJ.Gefur þvi auga leið að þetta fólk fær mjög tak- markaða yfirsýn svo og að nánast enginn timi gefst til að sinna öðru en náminu þau ár, sem það stendur yfir. Þetta ömurlega ástand hefur aðallega skapast vegna núverandi nauðsynjar auðmagnsins á sér- hæfðu vinnuafli. Hvort þaö sé æskilegt fyrir meiri hluta sam- félagsins, svo að ekki sé nú minnst á þá veslinga, sem námið stunda (þeir fá alltént ekki tima til að setja námið sitt i viðara samhengi á meðan), er annar og ómerkilegri hand- leggur. NATÓ og samfélagið //Okkar" Hlutverk NATÓ var frá stofn- un og er enn i dag að halda verndarvæng yfir þá sam- félagsskipan, sem rikir á Vesturlöndum. Styrkja hana og efla. Þar sem NATÓ er ekki jafnvinsælt og það kysi að vera, reynir það að bregða yfir sig hjúpi visindalegs og menn- ingarlegs áhuga. Þessi áhugi birtist aðallega i styrkjaút- hlutunum og ráðstefnuhaldi. En það er önnur og jafnvel mikil- vægari ástæða fyrir þessum fjáraustri NATÓ. Auðmagnið er bundið alþjóðlegum böndum sem og þróun framleiðslutækja þess. Þess vegna er þvi mikil- vægt að hafa áhrif á þróun vis- indanna. Hvað visindamennirnir fást við á hverjum tima og hvað þeir hafa i hyggju i framtiöinni. Þekkt er, hvernig hin og þessi fyrirtæki styrkja fólk til náms, enda verði það auðmjúkir þræl- ar þess að námi loknu. Svipað er með NATÓ-styrkina / ráðstefn- urnar, þótt ekki séu þeir bein- linis bindandi. Þeim er ætlað það eðla hlutverk, að beina rannsóknunum i ákveðinn far- veg. Farveg, sem fyrst og fremst miðast við þarfir fá- menns hóps ríkja Atlantshafs- bandalagsins. Þá hefur NATÓ auðvitað mikinn áhuga á sem mestri framþróun hinna ýmsu morð- tóla. En að gerð þeirra vinna „hlutlausir og ópólitiskir” visindamenn. Þessi göfuga vinna mun ganga allvel, enda þiggur rúmur helmingur allra starfandi eðlisfræðinga lifi- brauð úr sjóðum herforingja, samkvæmt dagskrárgrein Garðars Mýrdals. Athugasemd Leós Kristjánssonar Athugasemd Leós við dag- skrárgrein mina tók þvi miöur nær eingöngu til NATÓ-ráð- stefnu um jarðeðlisfræði frá sumrinu 1974. Hún breytti þvi harla lftiö þeim skoðunum, sem ég setti fram. Enda, hvaða máli skiptir, hvort NATO hefur haldið fimm, en ekki tvær ráð- stefnur á Islandi, eins og Leó benti réttilega á. 1 athugasemd Leós stendur orðrétt: „t þeim barnalega slagorðastil um „NATÓ-dindla” i visindum, sem Gylfi velur sér að nota, er hann einnig sjálfur réttnefndur Essó-dindill: hann er nefnilega einn örfárra is- lenskra meðlima i bandarisku félagi, sem hvert ár fær rifleg og vel auglýst bein fjárframlög til allrar starfsemi sinnar frá þarlendum oliu- og stóriðju- fyrirtækjum. Gylfi hefur meira að segja nýverið haft „dug i sér” til að skrifa greinarkorn i félagsblaðið, og fjallar greinin um tæknilegar endurbætur á oliuleitaraðferð.” Félag það sem Leó á hér væntanlega við nefnist: „Society of Exploration Geo- physists” (Félag rannsóknar- jarðeðlisfræðinga). Það hefur aðsetur sitt i Bandarikjunum. Félagið gefur út timarit (að margra mati besta timaritið innan hagnýtrar jarðeðlisfræði) og heldur eina ráðstefnu á ári. Hin og þessi oliu- og stóriðju- fyrirtæki auglýsa i timaritinu á svipaðan hátt og þau auglýsa i t.a.m. Visi, Jökli (timarit Jökla- rannsóknafélgs tslands og Jarð- fræðifélags Islands), að ógleymdum Þjóðviljanum. Leó hefur ritað i tvö siöast töldu ritin „g er a.m.k. áskrifandi að Jökli. Er hann, samkvæmt rökvisi hans sjálfs, sannkallaður Jökuls-dindill, nú eða jafnvel Þjóðvilja-dindill. Þokkaleg nafngift eða hitt þó heldur. Fyrir rúmu ári skrifaði ég greinarkorn i margnefnt tima- rit. Fjallaði hún um tæknilegar endurbætur á túlkun bergganga útfrá segul og/eöa þyngdar- mælingum. Ekki er ég vel að mér i oliuleitaraðferöum (efast raunar um, að Leó sé það), en fremur óliklegt finnst mér, að samband sé milli greinar minnar og oliuleitar. Lokaorö Ég hafði upphaflega gert mér vonir um að einhver hinna mörgu NATÓ-andstæðinga, sem þegið hafa NATÓ-styrk, myndi svara fyrir sig. Það hefur enn reynst borin von. Það er ótalmargt i sambandi viö stöðu visindanna og tengsl þeirra við sósialiska baráttu, sem nauðsynlegt væri ab ræða. Þá á ég ekki bara við niður- stöður visindanna sjálfra, hvernig þær eru notaöar og i hvers þágu, heidur lika hvernig visindamenn komast að þessum niðurstöðum (aðferöafræði visindanna). Goðsögnin um hin hlutlausu og ópólitisku visindi er sannarlega mál, sem sérhver sósialisti þarf að taka afstöðu til. Hvernig hinir ýmsu náttúru- visindamenn, sem telja sig sósialista, geta unnið saman. Notfært og samhæft faglega þekkingu sina á annan hátt en venja er til. Sú samvinna mætti gjarnan ná til annarra hópa s.s. þeirra sem starfa viö sam- félagsvisindi, svo að ekki sé minnst á verkalýðshreyfinguna. Gaman væri, ef einhver eða einhverjir tækju sig til og skrifuðu dagskrárgrein um þaö sem hér hefur verið fjallað um. Eða eru kannski allir jafn upp teknir við að leika litla visinda- menn? Arósum, 15. ágúst 1979, GylfiPáll Hersir. „Edlileg hegðun að reykja ekki” segir framkvœmdastjóri Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar Skýrsla alþjóðlegrar sérfræft- inganefndar á vegum Alþjóða- heilbrigftisstofnunarinnar (WHO) um baráttuna gegn reykingum er nýkomin út og endar hún á til- mælum til rikisstjórna og stofn- ana Sameinuftu þjóftanna. Þar er lögðrik áhersla á, aftlitift sé á þaft sem hina eölilegu hegöun manna aft reykja ekki og sé lagt allt kapp á að fá þaft almennt vifturkennt. Halfdan Mahler, framkvæmda- stjóri Alþjóöaheilbrigðis- stofnunarinnar, tók sterklega undir þetta viðhorf i rafeðu, sem hann flutti á fjórðu alþjóölegu ráöstefnunni um reykingar og heilsufar, sem haldin var i Stokk- hólmi 18. — 21. júni s.l., og sagði, að stofnunin tæki æ meiri þátt I baráttunni gegn reykingum. Ráðstefnan samþykkti að lýsa yfir fullum stuöningi við tilmæli sérfræðinganefndarinnar og var forseta ráðstefnunnar sænska lækninum Olle Hillerdahl frá Uppsölum, falið að koma þeirri samþykkt á framfæri viö heil- birgöisyfirvöld í öllum aðildar- rlkjum Sameinuðu þjóðanna. Hefur það verið gert með bréfi dagsettu 7 . júll s.l. Stokkhólmsráðstefnuna sóttu um 600 fulltrúar frá um 70 löndum I öllum heimsálfum, læknar, visindamenn, forystumenn og starfsmenn fjölmargra félaga- samtaka og stofnana og aðrir áhugamenn um reykingavarnir. Meðal fulltrúanna voru fram- kvæmdastjóri og fleiri framá- menn Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar, nokkrir ráð- herrar og margir háttsettir em- bættismenn, m.a. frá þróunar- löndunum, en þátttakendur frá þeim löndum settu mikiu meiri svip á þessa ráðstefnu en hinar * fyrri. Tilgangur ráðstefnunnar var einkum þríþættur. 1 fyrsta lagi að skýra og meta áhrif reykinga á heilsufar og fleira og gera grein fyrir umfangi þessa vandamáls i ýmsum heimshlutum, i öðru lagi aö fá yfirlit yfir tiltæk ráð til að minnka og koma i veg fyrir hinar óheillavænlegu afleiöingar reyk- inga, og i þriðja lagi að hvetja til aukins alþjóðasamstarfs til að stuðla að þróun áhrifamikilla að- ferða I reykingavörnum og hag- nýtingu þeirra um allan heim. 200 erindi Um þetta allt og fleiri hliðar reykingavandamálsins voru flutt meira en tvö hundruð erindi, þar á meöal fjöldi greinargerða um nýjustu rannsóknir á áhrifum reykinga á starfsemi likamans, heilsufar og dánartiðni, um kannanir á reykingavenjum og reykingatlðni og um leiðir sem reyndar hafa verið I baráttunni gegn reykingum I fræðslu, löggjöf og aðstoð við fólk sem vill hætta að reykja. I hópi ræðumanna voru heimsfrægir vlsindamenn á sviði læknisfræði, sálarfræði, uppeldis- mála og félagsvisinda, þar á meðal helstu frömuðir um rann- sóknir á eðli reykinga og sam- bandi reykinga og ýmissa sjúk- dóma. Framkvæmdastjóri WHO dr. Halfdan Mahler og fleiri af æðstu starfsmönnum stofnunar- innar fluttu erindi sem vöktu mikla athygli, svo og heilbrigðis- ráðherrarnir Joseph A. Califano frá Bandaríkjunum og Sir Georg Young frá Bretlandi. Allir voru þeir á einu máli um mikilvægi reykingavarna i heilbrigðismála- stefnu þjóöa og alþjóöasamtaka. Joseph Califano greindi m .a. frá nýjustu skýrslunni frá landlækni Bandarlkjanna um reykingar og heilsufar, 1200 blaðsíðna riti, sem út kom snemma á þessu ár, en landlæknirinn Julius B. Rich- mond var meðal þeirra sem sóttu ráðstefnuna. Fékk hver þátttakandi eintak af þessari viðamiklu skýrslu. Joseph A. Califano, fyrrverandi heilbrigðisráðherra Bandarikjanna I ræftustól á 4. aiþjóftlegu ráftstefnunni um reykingar og heilsufar. Þrir íslendingar Þrír fulltrúar frá íslandi sóttu 4. alþjóðaráðstefnuna um reyk- ingar og heilsufar, þau Asgeir Guðmundsson skólastjóri, Esther R. Guðmundsdóttir fram- kvæmdastjóri Samstarfsnefndar um reykingavarnir og Þorvaröur örnólfsson framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Reykjavikur. Lagður var fram upplýsinga- bæklingur um Samstarfsnefnd um reykingavarnir og starfsemi hennar, svo og skýrsla um fræðslustarf Krabbameinsfélags- ins i grunnskólum landsins ásamt sýnishornum af fræösluefni. e^&fij é>ogj Sáluhjálp 'i viólögum Ný þjónusta — Símaþjónusta frá kl. 17-23 alla daga vikunnar. SIMI 81515 Þjáist þú af áfengis- vandamáli? Er áfengisvandamál einhvers náins aö eyðaleggja þitt lif? Hringdu - og ræddu málið OfrfiJ SAMTÖK AHUGAFOLKS UM ÁFENGÍSVANQAMÁUÐ

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.