Þjóðviljinn - 30.08.1979, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 30. ágúst 1979. ÞJóÐVILJINN — SIÐA 7
Er ekki hégómagirni unglinga ein af auðlindum
viðskiptaaðalsins? Er ekki i framhaldi af þvi rétt að
setja auðlindaskatt á tískuvöruverslanir
— en láta þorskinn bíða?
Magni
Kristjánsson
skipstjóri
Auðlindaskattur — hag-
keðja — reiknilíkön
og nokkur orð um nýtingu loðnunnar
Auðlindaskattur, hagkeöja og
reiknilikön eru tiltölulega ný orð
i málinu. Alls konar verðbólgu-
braskaralýð virðast orðin eink-
ar töm þegar um fiskveiðar er
fjallaö. NU risa upp menn lir
hinum ýmsu skúmaskotum
þjóðfélagsins og segja, að sá
hluti þjóðarinnar sem við fisk-
veiðar fæst sé á villigötum.
„Leyfiö okkur aö möndla
þetta til meö auölindaskatti,
hagkeöjum og ööru þviumliku
og troöa þessu siöan öllu I
reiknilikön. Þá mun allt ganga
tii betri vegar”, segir þessi
hópur.
En hvað kemur til að ýmsir á-
hrifamenn úr svokölluðu við-
skiptalifi eru einkar hallir undir
kenninguna, gott ef <ekki frum-
kvöðlar fyrirbærisins'
Jú brellan er meistaraleg:
1. Athygli þjóðarinnar er
a.m.k. um stundarsakir dregin
frá innflutningsbraskinu og
taumlausu verðbólgusukkinu
(„þjóðfélagsfárið” er vitlaust
reknum sjávarútvegi að
kenna).
2. Sá hluti þjóðarinnar sem
iðkar það sem um getur í lið eitt
þarf meira. Að mati hans þarf
að mjólka undirstööuatvinnu-
vegina betur. Helreið hins
„frjálsa” viðskiptalifs skal
fram haldiö. Innflutningsbruðl-
inu má ekki linna.
3. Þessi brask- og veröbólgu
náttúraði aðall þarf slfellt eitt-
hvað nýtt að fást viö. Þvi kynni
að vera gaman að hvlla sig eilit-
ið á kexinu og gardinutauinu og
braska nú með veiðileyfi.
Við þetta bætist svo að liklega
er búið að mennta of marga i
reiknikúnstum á háskólastigi.
Of margir lita á tölvuna eins og
biskupinn á trúarjátninguna. Er
raunhæft að gera ráð fyrir að
t.d. 2 — 3% af þjóöinni geti verið
biskupar?
1 alvöru talað, ætlar þessi
litla þjóð endalaust að gangast
sjálfviljug undir vöndinn? Er
ekki mál að linni og jafnframt
að hin sjálfskipaði aðall veröí
tekinn á beinið?
Reiknilíkön
viðskiptanna
Er ekki mál að nota hin ágætu
reiknilikön t.d. á verslunina?
Hvaö var til mikiö verslunar-
húsnæöi áöur (rúmm. á íbúa)?
Hvaöer þaö nú, og hvaö er þörf-
in mikil? a) miöaö viö núver-
andi kaupgetu, b.) miöaö viö
æskilega kaupgetu, c) miðaö viö
kaupgetu eins og Vinnuveit-
endasamband islands vill aö
hún sé?
Hvaö þarf tvöhundruö þiisund
manna hópur mörg bflaumboö
til aö fullnægja þörfinni? i
reiknilikan meö allt bilarall
landsins: Innflutning, viöhald,
vegi, mannafla, tryggingar, ör-
kuml, dauöa, auglýsingar og aö
sjálfsögöu allar bifreiöa„iþrótt-
irnar”. Hraust sál I hraustum
likama.
Er ekki hégómagirni unglinga
ein af auðlindum viðskiptaað-
alsins? Er ekki i framhaldi af
þvi rétt að setja auðlindaskatt á
tiskuvöruverslanir — en láta
þorskinn biða?
Ég efa stórlega, að rétt sé að
þiggja ráð þessara sjálfum-
glöðu tölvuspekúlanta og fjár-
málasnillinga varðandi fisk-
veiðarnar. Kannski vilja þeir
vel blessaðir, en er ekki rétt að
þeir tilkeyri fræðin á eigin at-
höfnum og ráðslagi fyrst á
heimavelli? Það væri meira
traustvekjandi.
Vandi
göngumannsins
Með þessu er ég á engan hátt
að gera lítið úr vanda sjávarút-
vegsins. Sá vandi er vissulega
fyrirhendi og kannski stærri en
oft áður. Ég er á móti harkaleg-
um samdrætti fiskiskiþaflotans.
Þó er ég þeirrar skoðunar að
komast mætti af með minni
flota við rfkjandi ástand fiski-
stofna. En það er einfaldlega
ekki meginmálið. Hin alvarlega
meinsemd sem kemur I veg
fyrir að lifskjör almennings
batni liggur annarsstaðar.
Hugsum okkur göngumann
sem gerist vegamóður. Byrjar
hann á að kasta frá sér öðru
skóparinu þó hann eigi tvenn?
Eða hendir hann úr mal sinum
ýmiss konar glitsteinum, sem
hann hefur tlnt úr götu sinni á
langri leið, tii þess að létta sér
gönguna og komast á leiðar-
enda?
Veiðifloti landsmanná er
þjóðinni það sem skæðin eru
göngumanninum. Fiskveiðar
eru lifakkeri landsiijs. I þetta
lifakker duga hvorki hagkeðjur
né ávisanakeðjur. Aðeins
traustir hlekkir duga.
Örþrifaráð?
Nú er rétt að skipta um
tempó.
Vaxandi erfiðleikar loðnu-
veiða og vinnslu sýnast fram-
undan. Fiskifræðingar áætla
veiðiþol hins Islenska loðnu-
stofns nú mun minna en áður
var talið. Auk þess eru Norð-
menn komnir með klærnar i
þann hluta stofnsins sem fer I
Norðurhöf á ætisieit stuttan
tima ársins.
Af mikilli óskammfeilni halda
þeir fram rétti sinum til veiöa
úr þessum alislenska stofni.
Vonandi hafa islensk stjórnvöld
þá staðfestu og þann kjark, sem
þarf til að mæta þessum kröfum
Norðmanna á viðeigandi hátt.
Illa launa f rændur vorir lifgjafir
undanfarinna ára, þúsundir
tonna af bolfiski hafa þeir þegið
af okkur árlega og sýnist mál að
linni.
Reynist ekki unnt að fá Norð-
menn ofan af þeirri firru, að
þeir eigi rétt til veiða á umtals-
verðum hluta hins islenska
lo&iustofns, kann að verða að
gripa til örþrifaráða. Það er
mér ekki geðfelld hugsun. En
svo kann aö fara að skásti kost-
urinn verði sá, að ofveiða stofn-
inn á kaldrifjaðan hátt og
freista þess aö halda honum
innan vissra stærðarmarka,
þannig að veiðar við Jan Mayen
yrðu óraunhæfar en stofninn
nýttist okkur að nokkru, þó litill
væri, á vetrarvertið.
Ég gerimérljóstaðslikt væru
örþrifaráð. Ekki sist vegna
fæðugildis loðnunnar fyrir
þorskinn og fleiri tegundir.
Hvað um það, samdráttur i
loðnuveiðum virðist óumflýjan-
legur og timabært að hugleiða
hvernig breöast skal við.
Óbreytt
framleiðslu verðmœti?
Trúlega er hægt að halda
framleiðsluverðmæti ioðnuaf-
urða i þvi hámarki sem það var
s.l. ár, þrátt fyrir verulegan
samdrátt veiðanna:
1 fyrsta lagi með aukinni
nýtingu og vinnslu loðnuhrogna.
I öðru lagi með aukinni fryst-
ingu.
I þriðja lagi með þvi að veiða
að öðru levti aðeins til mjöl- og
lýsisvinnslu þegar hráefnið er
afurðamest.
1 fjórða lagi með bættri nýt-
ingu við lýsis- og mjölvinnslu,
svo og bættum löndunarbúnaði.
Til að þetta megi takast þarf
að skipuleggja vinnsluna sem
fram til þessa hefur verið eins
handahófskennd og verða má.
Forsenda skipulegrar vinnslu
hlýtur að vera aukin stjórnun
veiðanna með tilliti til þarfa
vinnslunnar á hverjum tima.
Með þetta tvennt i huga, þ.e.
minnkandi loðnustofn og nauð-
syn skipulegrar vinnslu til að
auka verðmætasköpun, ber að
leita úrræða.
Einhverskonar kvótaskipting
aflans verður að koma til. En
hvernig skipting? Hætt er viö aö
sitt sýnist hverjum i þeim efn-
um. Með hliðsjón af þvi, sem ég
hef hér lýst, er ég þeirrar skoö-
unar, aö heildarafla hverrar
vertiðar og þó kannski frekar
hvers árs verði með einhverjum
hættiað skipta á milli skipanna.
Þetta þykir mörgum afleit hug-
mynd, en litum nánar á.
Kvótaskipting
Áðurnefndum aðgerðum til
aukinnar verðmætasköpunar
verðurbest komið við með þess-
um hætti. Það er vart umdeilan-
legt o g ætti að kom a s jómönnum
til góða. Veiðarnar verða
kostnaðarminni á ýmsan hátt,
oliunotkun minnkar, svo og
veiöarfærakostnaður, auk þess
sem allskonar breytingar á
skipi og veiðibúnaði „til að
halda I við hina” minnkar.
Þessi kvótaskipting leiðir til
þess að auðveldar mun reynast
að skipuleggja veiðar annarra
fisktegunda og áætla tima til
þess. Það slðastnefnda er mikil-
vægt til að tryggja áframhald-
andi arðsemi þessara skipa, og
afkomu áhafnar á komandi
árum. Loðnuskip eru fyrst og
fremst skip og ágætlega nothæf
til ýmiss konar fiskveiða, þó aö
sjálfsögðu með þeim breyting-
um sem við eiga.
Snúum
við blaðinu
Vissulega yrði afar viðkvæmt
og erfitt mál að skipta aflanum
á milli einstakra skipa. Sumir
halda aö minnkandi spenna og
óvissa, sem fylgja myndi þessu
fyrirkomulagi, yröu til að gera
veiðarnar leiðinlegar, drepa
veiðigleðina, auk þess sem stóri
vinningurinn yrði aflagður.
Þetta er auðvitað einstaklings-
bundið en á móti þróuninni
verður ekki staðið. Óheftar
veiðar, sem taka ekki mið af
nema liðandi stund, hljóta brátt
að heyra til liðinni tið.
Ég álit að kraftar og hæfileik-
ar sjómanna geti vel notið sín,
þó að á þá séu lagðar nokkrar
hömlur. Brýnaster nú að þessir
eiginleikar séu nýttir til að tak-
ast á við ný verkefni á sviði fisk-
veiða, þegar ljóst er að flotinn
hefur ekki verkefni nema part
úr árinu við hefðbundnar veiðar
á loðnu. Með svo kostnaðar-
sömum og skipulagslausum
veiðum sem nú eru stundaðar er
ekki búið í haginn fyrir framtið-
ina. Snúum við blaðinu áður en
loðnuveiðarnar svo og vinnslan
komast i þrot.
Greitt fyrir ginning
GESTUR A ÞJÓÐLEGU
VÖRUSÝNINGUNNI SKRIFAR:
Nú er verið aö gera okkur
Islendinga að fiflum með þvi að
selja okkur inn á vörusýningu.
Rétt einu sinni. Og það ber ekki á
öðru en við viljum fúslega
gangast undir það að vera fifl.
Liklega liggur engin þjóð I
veröldinni eins hundflöt fyrir
auglýsinga- og fjölmiðlunar-
fargani nútimans og einmitt við.
Nema ef vera skyldi að I Suður-
höfum fyndust einhverjar álika
vanþróaðar þjóöir sem vantar
menningalega döngun til að veita
vörudýrkuninni viðnám.
Þvi þetta er auðvitað ekkert
annaö en vanþróun og skortur á
menningu, eins og Halldór
Laxness hefur svo ágætlega sýnt
fram á meðsjónleikjum slnum og
sögubókum, einkum siðasta
aldarfjórðunginn. En að
slepptum bókmenntunum, sem
þvi miður eru hættar að hafa
nokkur siðbætandi áhrif á okkur
fákæna eyjarskeggja: Litum
bara á naktar krónustaðreyndir,
þann eina mælikvarða sem vöru-
sýningarhugarfarið skilur. Við
skulum ekki láta hvarfla að okkur
að erlendu vöruframleiöendurnir
og -seljendurnir, sem á annað
borð vilja „sýna” okkur ger-
semar sinar, búist við þvi að fá
kostnað sinn uppiborinn af að-
göngugjaldi sýningargesta. Cti i
hinum stóra heimi væri slikt
alveg fráleitt ,enda lita auðhring-
arnir á þátttöku i vörusýningum
sem kostnaðarþátt en,ekkiisem
tekjupóst.
Vörusýning er ósköp einfald-
lega auglýsing, og auglýsingin
kostar sitt, hvert sem form
hennar er. Stundum er það sjón-
varpsauglýsing, stundum herferð
I blöðunum, stundum vörusýning,
og fyrir allt þetta þarf hringurinn
að borga. Þolandinn (sjónvarps-
glápandinn, blaðalesandinn,
sýningargesturinn) borgar ekki
neitt— nema náttúrlega i eigin
velferö, en það er önnur saga.
Auglýsingakostnaöurinn er
reyndar eini kostnaðarþáttur
framleiðslunnar sem ekki lýtur
sparnaðarreglunni um lág-
mörkun kostnaðar. Fé sem variö
er í auglýsingar borgar sig nefni-
lega alltaf, og þeim eru aðeins
sett takmörk af fjárráöum fyrir-
tækisins.
Auglýsingin er sölutæki,
sérstaklega áhrifamikið gagn-
vart þvi fólki sem nærist á menn-
ingarlegri örbirgð, svo aö aftur sé
nú komið heim á hólmann kæra.
Auövaldið hefur margar aðferðir
til að arðræna og kúga hinn vinn-
andi mann, og ein þeirra er að
gera hann að ginningarfifli vöru-
framboðsins. Þvi allt á að seljast.
Framleiðslunni er ekki lokiö fyrr
en varan er komin á markað og
býður sig kaupendum með
lokkandi og tælandi hætti. Salan
er hiö endanlega takmark, meira
og meira snýst i kringum fram-
leiðsluna en hinir þættir
framleiðslunnar hverfa i
skuggann.
Við söluna er allur kostnaður
dreginn á þurrt, einnig
auglýsinga- og útbreiðslukostn-
aður. Erum við eina þjóöin i
öllum auðvaldsheiminum sem
ekki veit þetta? Fyrir hvað erum
við að borga við innganginn á
þjóðlegu vörusýninguna ? Og
hverjum? Auðhringunum sem
sýna þarna vörur sinar? Buli og
vitleysa! við borgum þeim þegar
við kaupum af þeim, fyrr ekki.
Það eru þeir, auðhringarnir, sem
borgafyrir aðfáaðsýna okkuröll
herlegheitin. Meira en það:
skipuleggjendur fá vitanlega
þeim mun meira frá sýnendum
sem aðsóknin er meiri. Fjölsótt
vörusýning er betri auglýsing en
sýning sem fáir sjá, er það ekki
deginum ljósara? Fyrir góða
auglýsingu er borgaö betur en
fyrir lélega, þó þaö nú væri!
Eigum viö kannski að vorkenna
innlendu sýnendunum, þeir hafi
ekki bolmagn á við stórauðvaldið?
0 jæja, ætli þeir verði ekki aö
borga fyrir sitt rými á borð við
aðra, og engin hætta á þvi að
peningar okkar gestanna skoppi
sérstaklega til þeirra. Þeir veröa
að semja sig að almennri venju
viöskiptalifsins en vera afskiptir
ella, en það kemur þá á móti að
flestir eru þeir,,Islensku” aðeins
ómyndugir agentar fyrir dýrð
heimsins (mín upphefð kemur aö
utan, sagði Kúnstner Hansen).
Aðalatriði málsins er þetta aö
þjóðlega vörusýningin er fyrir-
tæki sem stendur á sléttu þann
dagsemhúnhefst,enlita má svo
á að fyrir hvern sýningargest
borgi sýnendur ákveðna þóknun.
Svo látum við okkur hafa það að
borga til viöbótar aðgangseyri
inn áþennansirkus. Fyrstlátum
við selja vörusýninguna inn á
okkur, og siðan kaupum viö okkur
sjálf inn á sýninguna. Og eigum
þá reyndar eftir að borga fyrir
allt saman aftur i vöruverðinu.
Þvilikur blindingsleikur.
Þessar tekjur af aðgangseyri
ættu i rauninni að flokkast undir
gustukagjafir eða góðgerðastarf-
semi, svipað og ýmsar fjár-
safnanir til almannaheilla. Allt
fer þetta i' góðan stað, enda er
einkagróðinn sú sanna almanna-
heill, að þvi er „frjálshyggjan”
telur. Var svo einhver kratinn að
tala um spillingu? Það er svo
mörg spillingin sem fram fer
fyrir augunum á okkur og
vilmundarnir minnast aldrei á.
Auglýsinga- og fjölmiölunar-
svindlið er þar einna fyrirferöar-
Framhald á 14. siðu