Þjóðviljinn - 01.09.1979, Page 3
Laugardagur 1. september 1979. ÞJOÐVILJINN — SIÐA 3
Khomeini:
Kúrdar eru
laumukommar
Khomeini trúarleiðtogi sagði i
útvarpsávarpi i gær að uppreisn
Kúrda nyti stuðnings erlendra út-
sendara og gaf I skyn að Sovét-
menn væru þar að verki.
Sama gerði Taleghani trúar-
leiðtogi og samstarfsmaður
Khomeinis I ræöu við bænahald i
Bandaríkjastjórn:
Hefur
áhyggjur
af
sovéskum
her á
Kúbu
Bandaríkjastiórn hefur
lýst því yfir við sovésku
stjórnina að hún hafi
„alvarlegar áhyggjur" af
veru sovéskrar herdeildar
á Kúbu.
Talsmaöur stjórnarinnar sagði
blaðamönnum að þetta væri i
fyrsta skipti sem stjórnin þættist
þess fullviss að sovéskir hermenn
væru á Kúbu, milli 2 og 3 þúsund
talsins.
Ekki taldi talsmaðurinn þetta
lið vera ógnun við öryggi Banda-
rikjanna en stjórnin teldi samt
rétt aö láta I ljós „alvarlegar
áhyggjur” þess vegna, sem mun
ekki vera það sama og krefjast
brottflutnings liðsins.
Ýmsir fréttaskýrendur telja að
Bandarikjamenn séu að vekja at-
hygli á þessu vegna ráðstefnu
rikja utan hernaðarbandalaga,
sem hefst á Havana á mánudag.
Þess má geta að bandarisk her-
stöö er á Kúbu þrátt fyrir ein-
dregna andstöðu stjórnvalda.
McHenry
í staö
Youngs
Donald McHenry heitir
maðurinn sem tekur við
stöðu Andrew Young sem
sendiherra hjá Sameinuðu
Þjóðunum.
McHenry hefur starfað hjá
sendinefnd Bandarikjanna hjá SÞ
og þykir lipur og slunginn dipló-
mat auk þess sem hann hefur ekki
„vafasama pólitiska fortið” á
borö við Andrew Young, sem
barðist fyrir réttindum svert-
ingja.
McHenry varð ekki verulega
kunnur I fjölmiölaheiminum fyrr
en I þes.sari viku það eð hann var
forystumaður Bandarikjanna 1
viðræöunum við Sovétmenn útaf
Vlasovu ballettdansara.
Aöur hefur hann fengist viö
Namibiu- (Suðvestur-Afriku)
málið, svo dæmi sé tekið.
Þess má geta að Andrew Young
fer i ferðalag um Afriku áöur en
hann lætur af störfum sendiherra
hjá S.Þ.
gær. Leiðtogar Kúrda hafa borið
þessar ásakanir til baka.
Fremur kyrrt hefur verið á vig-
stöövunum I Kúrdistan undan-
farna daga, þó friöarsendinefnd
Kúrda hafi ekki haft erindi sem
erfiöi til Teheran.
Deild úr stjórnarhernum biður
þess skammt frá Mahabad að
gera árás á þetta höfuðvigi Kúrda
og öðru hvoru hafa oröiö smá-
skærur auk þess sem Kúrdar hafa
sakað stjórnarherinn um stór-
skotaliðsárásir á óvarin þorp I
grenndinni.
Leiðtogar kúrdneska lýðræðis-
flokksins hafa borið ásakanir
Khomeinis til baka, en Sovét-
menn studdu á slnum tlma lýð-
veldið Kúrdistan, sem stofnað var
á þessum slóðum rétt eftir slðari
heimsstyrjöld. Það hélt ekki lengi
velli.
Qassemlou forystumaður
flokksins sagði að Kúrdar þægju
allan pólitiskan stuðning, þ.á m.
frá Sovétmönnum, en hernaöar-
legan stuðning fengju þeir engan.
Hosseini trúarleiðtogi Kúrda
sagði það alrangt hjá Khomeini
að um „kommúniska baráttu”
væri að ræða. Kúrdar vildu sjálfs-
stjórn. Þá hefði verið ráöist og
þeir þvl orðið að ver ja hendur sin-
ar.
Sem kunnugt er hafa stjórnvöld
I tran gert harða hrlð að vinstri-
mönnum að undanförnu.
Myndin sýnir Kúrda reyna að verjast árás þyrlu stjórnarhersins.
Frakkland:
Vilja
kommún-
istar
YÍnstri-
fylkingu?
L'Humanité, málgagn
franska kommúnista-
flokksins, sagði í fyrradag
að kommúnistar værú
reiðubúnir til viðræðna við
sósíalista um endurreisn
Vinstrifylkingar flokk-
anna.
Vinstrifylkingin leystist upp
fyrir kosningar I fyrra, en fyrir-
fram hafði henni verið spáö sigri.
Að áliti flestra fréttaskýrenda
voru það kommúnistar sem
sprengdu Vinstrifylkinguna þótt
álitamál sé hvað fyrir þeim hafi
vakaö.
Þó aö orðaskipti flokkanna hafi
verið hörö siöan hafa sósialistar
hvað eftir annað látið I ljós vilja
til að endurreisa Vinstrifylking-
una, nú siðast gerði Mitterrand
það fyrir tlu dögum.
Þetta er hins vegar I fyrsta
skipti um nokkurt skeið sem
kommúnistar láta I ljós áhuga á
málinu og lýsti talsmaður
Sósíalistaflokksins, Laurent
Fabius, yfirlýsingu þeirra sem
mjög mikilvægu skrefi.
Hægri stjórnin I Frakklandi
hefur verið iðin við kjaraskerð-
ingar að undanförnu, t.d. heim-
ilaði hún miklar verðhækkanir
meðan sumarleyfin stóðu.
rm
FRÉTTASKYRING
! Flóttamenn frá Vietnam
„Hefnd” viröist vera efst i
huga leiötoga Vesturlanda þeg-
ar Vietnam er annars vegar.
Þriggja áratuga grimmdar-
hernaður gegn þessari þjóð er
gleymdur, sé á hann minnst þá
einatt I sama anda og blaðið
Econmist: Hann var „á-
rangurslaus, en ekki fyrirlitleg-
ur (dishonourable)” stóð I leið-
ara nýlega.
Þess I stað hafa vestrænir
leiötogarsett sigi stöðu vandlæt-
arans. Með tilvlsun til flótta-
mannanna frá Indóklna neita
þeir Vletnam, sem er á barmi
hungursneyðar, um alla efna-
hagsaðstoð. Carter var „djúpt
hrærður” þegar hann sá kvik-
myndina „Dádýraveiðarann”
(hann er nú nú búinn að sjá
hana þrisvar) en hungursneyöin
I þeim löndum sem Bandarlkja-
stjórn skildi eftir flakandi I sár-
um, lætur hann ósnortinn. Það
skiptir miklu að sóslalistar á
Vesturlöndum afhjúpi hræsni
þessara manna og krefjist þess
að matvæli og önnur hjálp verði
send til Vietnam án nokkurra
skilyrða.
Flóttafólkið
Með þvl eru þeir engan veginn
að gerast jábræður stjórnkerf-
isins I Vletnam — ekki frekar en
andúð á Pol Pot og fjöldamorð-
um Rauðra Khmera (Þorsteini
Helgasyni virðist alveg sérstakt
keppikefli að sannfæra ritstjóra
Morgunblaðsins um ágæti þess-
ara manna) hefur sjálfkrafa I
för með sér fögnuð yfir innrás
Vietnama.
Sameinuðu þjóðirnar telja að
um 360 þúsund manns séu nú
landflótta ffá Indókina, þar af
röskur helmingur frá Vietnam.
Stærstur hluti þeirra eru hoa
fólk, Vietnamar af kinverskum
uppruna. Á þvl leikur tæpast
vafi að þetta fólk hefur orðið að
þola ýmsar kárlnur af hálfu
stjórnvalda I Vietnam. Má þó
iM
Klnverskir hermenn halda sigurhrósandi heim frá innrásinni I Vlet-
nam: Einsog 30 ára styrjöld uppskerubrestur og flóð hefðu ekki
valdið Vietnömum nægilegum hörmungum...
ljóst vera að innrás Klnverja
hefur allra slst orðið til að bæta
kjör hoa-fólks. Fjölmennast var
það I verslunarhverfinu Cholon I
Ho Chi Minh borg (áður Sai-
gon) og það hlaut þvl að blða
nokkurt eignatjón við þjóðnýt-
ingarnar I mars á siðasta ári.
t styrjaldarlok 1975 var landið
alveg I rústum, efnahagsleg ein-
angrun, uppskerubrestir 1976/7
og óskapleg flóð I fyrrahaust
juku enn á hörmungarnar.
Varla þurfti að koma á óvart aö
fólk (sumt af þvl haföi áður ver-
ið I hópi velstæðra) reyndi að
flýja land.
Að sjálfsögðu verður að gera
allt til aö bæta neyð þessara
flóttamanna. En leiðtogar
Vesturlanda virðast hafa meiri
áhuga á að nota þessa neyfr I á-
róöursskyni en leggja eitthvað
fram til að bæta úr þvi hungri og
þeirri örbirgð sem rikir I Vlet-
nam og sem þessi lönd með
Bandarikin I broddi fylkingar
eiga stærsta sök á.
Gleymdar staðreyndir
Minnum á nokkrar staðreynd-
ir: Slðustu árin áður en hún féll
naut stjórnin I Saigon meiri
matvælaaðstoðar frá Banda-
rikjunum en nokkurt annað land
I heiminum. 1975 var þeirri að-
stoð hætt með öllu, rétt eins og
Bandarikin hafa neitað að
standa við ákvæði Parisarsam-
komulagsins frá 1972 um aðstoð
við enduruppbyggingu landsins
(hún átti að nema 3,4 miljörðum
dollara).
Þetta var reyndar hugmynd
komin frá Kissinger: Bandarlk-
in skyldu refsa þeim rikjum
sem brytu gegn bandartskum
hagsmunum (t.d. viö atkvæða-
greiðslu hjá SÞ) með þvl að
neita þeim um matvælaaðstoð.
Þá er lika rétt að hafa l huga
aö Vietnamar fóru þess á leit við
Bandarlkjastjórn fyrr á þessu
ári að fá að senda tlu þúsund
flóttamenn mánaðarlega til
Bandarikjannaumsérstaka loft-
brú svipaðri þeirri sem komið
var á milli Miami og Havana á
sjöunda áratugnum. Beiðnin
studdist við þau rök að Banda-
rikin bera nokkra ábyrgð á hlut-
skipti þessa fólks.
Þeirri beiðni var alfarið hafn-
að. Bandarikjamenn hafa ekki
viljaö taka við þessu fólki fyrr
en eftir aö það hefur hrakist um
úthöfin og hírst I flóttamanna-
búðum. Með tilvlsun til dapur-
legra örlaga þeirra þar réttlæta
svo stjórnir Vesturlanda hver á
fætur annarri þá ákvörðun að
hætta efnahagslegum stuðningi
viö Vietnam.
3. júll hætti Efnahagsbanda-
lagiö t.d. við aö senda 100 þús-
und tonn af matvælum til
Vietnam, og visaöi þá til báta-
fólksins. Fyrir þessi matvæli
var mikil þörf I Vletnam, einsog
m.a.s. sendinefnd lækna á veg-
um Edwards Kennedys stað-
hæfir I skýrslu um för sina
þangaö.
Og auðvitað er þaö ekki svo að
hjálp Bandarlkjamanna við
flóttafólkið sé eitthvað til að
hæla sér af. Enn sem komið er
hafa Bandarlkjamenn varið til
hennar minna fé en þeir eyddu á
einum degi I styrjaldarrekstur á
þessum slóðum fyrir tlu árum.
Nú hafa Vietnamar farið eftir
tilmælum ráðstefnunnar um
flóttafólk frá Indókína i Genf I
júli og dregið stórlega úr flótta-
mannastraumnum. Engu að
siður hafa 13 þúsund manns I Ho
Chi Minh borg fengið brottfarar
leyfi. Þeir blða þess nú að eitt-
hvert land sé reiðubúiö að veita
þeim viðtöku. Þaö getur orðið
löng bið. Bandarisk yfirvöld
hafa sett um það flóknar reglur
hverjir fái landvistarleyfi og
biðtimi getur orðið allt að 16
mánuöir skv, timaritinu Time.
Svo löng bið I óvissu getur auð-
vitað oröið til þess aö fólkið
verði sér úti um þó ekki sé
nema leka fleytu og haldi á haf
út. Heima blður hungursneyð
sem enginn virðist hafa áhuga á
að bæta úr.
(heim. New Statesman, Inform-
ation)
—hg