Þjóðviljinn - 01.09.1979, Page 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 1. september 1979.
DIOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýös-
hreyfingar og þjóðfrelsis
tHgefmndi: Otgáfufélag ÞjéBviljans
Framkvæmdastjóri: EiBur Bergmann
Ritatjdrar: Arni Bérgmann, Einar Karl Haraldsson.
FrétUstjdrl: Vilborg HarBardóttir
UmsjdnarmaBur SunnudagsblaBs: Ingólfur Margeirsson.
Kekstrarstjdri: Olfar ÞormóBsson
Auglýsingastjdri: Rúnar SkarphéBinsson
AfgreiBslustjdri: Valþór HlöBversson
BlaBamenn: AlfheiBur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, GuBjón
FriBriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór
Sigurdórsson.
Erlendar fréttir: Halidór GuBmundsson.
lþrdttafréttamaöur.Ingólfur Hannesson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson.
Otlit og hönnun: GuBjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson.
Handrita- og prdfarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar.
SafnvörBur: Eyjólfur Arnason
Auglýsin'gar: SigrlBur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Olafsson.
Skrifstofa: GuBrún GuBvarBardóttir, Jón Asgeir SigurBsson.
AfgreiBsla: GuBmundur Steinsson, Kristfn PétUrsdóttir.
Sfmavarsla: Olöf Halldórsdóttir, SigrfBur Kristjánsdóttir.
Bflstjdri: Sigrún BárBardóttir
HúsmdBir: Jóna SigurBardóttir
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Páisdóttir, Karen Jónadóttir.
Otkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn GuBmundsson.
Ritstjdrn, afgreiBsla og auglýsingar: SIBumúla 6, Reykjavik, sfmi 8 1331.
Prentun: BlaBaprent hf.
Hún á afincdi í dag
• Hún á afmæli í dag, ríkisstjórnin sem ekkert viður-
nefni hefur enn festst við og er mörgum jafn óráðin
gáta nú sem f yrir ári síðan. Ríkisstjórnin sem tók að sér
bæði stjórn og stjórnarandstöðu fyrir ári og hefur sinnt
báðum hlutverkum af þvílíkri atorku að hin formlega
stjórnarandstaða hefur verið eins og utangarðs allan
tímann. Ríkisstjórnin sem engst hefur í daglegri tog-
streitu þriggja stjórnarf lokka er eins árs í dag. Fyrir
löngu eru átökin innan stjórnarinnar og stjórnarflokk-
anna orðin daglegt brauð^þótt enn þyki þau f réttaef ni, en
æfleiri spyrja hvaða árangri streðiðog þref ið skilar.
• Sósíalistar fóru í ríkisstjórn fyrir ári í þeim tilgangi
að verja kjör verkalýðsstéttarinnar og forða henni frá
afleiðingum þjóðargjaldþrots sem við blasti eftir
strandsiglingu Geirs Hallgrfmssonar. Hugmyndin að
baki stjórnarþátttökunni var að takast mætti að fá
Alþýðuf lokkinn og Framsóknarf lokkinn til að gera til-
raun til þess að stjórna landinu í samvinnu og með til-
styrk verkalýðshreyfingarinnar. Eins og reyndar við
mátti búast hef ur vörnin haldið áfram,því Framsóknar-
f lokkurinn og Alþýðuf lokkurinn hafa ekki séð aðrar leið-
ir út úr efnahagsöngþveitinu en að sækja gegn kjörum
iaunastéttanna. Átökin um kaupið og kjörin hafa því að-
eins f lust til í þjóðfélaginu,inn í rikisstjórn og á Alþingi,
en á þeim hefur ekki orðið neitt hlé til sóknar á öðrum
sviðum fyrir baráttumálum verkalýðshreyfingarinnar.
• I þessu sambandi er vert að vekja athygli á því
hversu blendnar hugmyndir sósíalistar gera sér um eðli
og tilgang ríkisvaldsins. Þær eru allt f rá því að líta á rík-
ið alfarið sem tæki auðstéttarinnar og til þess að skoða
ríkisvaldið sem tæki til að endurbæta þjóðfélagið. Flestir
marxistar eru þeirrar skoðunar að ríkisvaldið mótist af
þjóðfélagsátökunum og fáist við þau í samræmi við þau
valdahlutföll sem ríkjandi eru milli stéttanna á hverjum
tíma. Þess vegna verður að lita svo á að aðgerðir ríkis-
valdsins endurspegli valdaskiptinguna milli stærstu
hagsmunahópanna eða stéttanna í landinu. I þeirri
valdastreitu takast á þegar grannt er skoðað þeir sem
ráða f jármagni og framleiðslutækjum annarsvegar og
hinsvegar fagleg og pólitísk samtök launafólks.
• Enginn ef i er á því að fræðilegir möguleikar verka-
lýðsstéttarinnar til þess að breyta valdahlutföllum þjóð-
félagsins sér í hag hafa stórum aukist hér sem annars-
staðar. Það er einnig mjög útbreidd skoðun meðal um-
bótasinnaðra sósíalista að séu breytingar á valdahlutföll-
um nægilega stórar í sniðum geti ríkisvaldið þjónað sem
tæki til þjóðfélagsbreytinga. Sú staðreynd að embættis-
mannavaldið í stofnunum ríkisvaldsins er sterkt og í-
haldssamt á ekki að breyta þar neinu, sé valdastaða
verkalýðsstéttarinnar nægilega tryggð, því endanlega
hlýtur það að lúta í lægra haldi.
• Hér verður að vísu að gera greinarmun á þeim ríkis-
afskiptum sem eingöngu miða að því að viðhalda
kapítalísku framleiðslukerfi og hinum sem beinast í átt
til breytinga á því. Sem mest umfang ríkisafskipta er
ekkert kappsmál fyrir sósialista/ enda alkunna að
áætlanagerð og víðtæk ríkisafskipti eru forsenda kapít-
alísks viðgangs á Vesturlöndum. Hinsvegar er það á-
hugamál þeirra að skapa verkalýðsstéttinni það sterka
valdastöðu að Alþingi, ríkisstjórnir, dómstólar og sveita-
stjórnir nýtist henni til þjóðfélagsbreytinga er stefna í
átt til þess jafnréttisþjóðfélags er frumherja verkalýðs-
hreyfingarinnar dreymdi um.
_# í því skipulega valdi sem felst í samtökum launafólks
og samstöðu launamanna er geymdur lykillinn að betra
og réttlátara þjóðfélagi. Hreyfing íslenskra launa-
manna er sjálf um sér sundurþykk um margt og þar ber
mjög á skipulagsleysi og flokkadráttum. Forsendur til
þess að beita valdi hreyf ingarinnar eru ekki góðar eins
og best sést á starfi þeirra Trjóuhesta stéttarand-
stæðingsins sem launafólk kýs yfir sig í verkalýðsfélög-
unum. Samt sem áður er það á vettvangi verkalýðs-
hreyf ingarinnar sem það ræðst hvort núverandi
stjórnarsamstarfi verður haldið áfram eða ekki.
• Náist nægilega víðtæk samstaða innan verkalýðs-
hreyfingarinnar um kröfur til breytinga á efnahags-
skipulaginu sem eru verkalýðsstéttinni í hag mun reyn-
ast unnt að beygja ríkisvaldið inn á réttar brautir. Að
öðrum kosti mun tækið sem nota átti til þjóðfélagsbreyt-
inga reynast annaðtveggja haldlaust eða hættulegt.
—ekh
Húir vextir eða
verðtrygging
I Formælendur hávaxtastefn-
■ unnar eru nú flestir farnir aö
■ átta sig á þvi hverskonar en r-
■ demis vitleysa hún er, — nema
m þá helst Vilmundur Gylfason,
I sem telur það jaðra viö lögbrot
■ ef menn svo mikið sem efast um
| að rétt hafi verið að hækka vexti
■ l.september.
■ í forystugrein I Dagblaöinu I
J gær er enn einn hávaxtasinninn,
■ Jónas Kristjánsson, farinn að
I draga allverulega I land:
,,Gera veröur greinarmun á
|. háum vöxtum annars vegar og
■ hækkun höfuðstóls hins vegar. 1
I fyrra tilvikinu má segja, að
■ skuldarinn greiöi verðbólguna
■ strax, en fái hana jafnaöa út i
* siðara tilvikinu.
Það er veruiegur munur á þvi
I að greiða hverju sinni ársvexti
n af heiiu láni eða greiöa aðeins
I heildarvexti af hinni árlegu af-
' ■ borgun. t síðara tilvikinu eru
| greiðsiur samræmdar greiðslu-
" getu.
Raunvaxtastefnan var alltaf
1 vandræðaleg, meðan hún mið-
■ aði við hækkun vaxta. Það lá
2 alltaf i augum uppi, að I 50%
■ veröbólgu mundu margir skuld-
I arar kikna undan vaxtagreiðsl-
J um fyrsta árs.”
| Það var mikið aö menn áttuðu
■ sig á þvi að það gæti orðið al-
I menningi ofviða að greiða
B meira en mánaðarlaun I vexti af
■ lánum sem rétt duga fyrir kaup-
■ um á tveggja herbergja íbúð.
_ Og þaö er einnig gleðilegt aö
1 fylgjendur hávaxtastefnunnar
■ eru farnir að átta sig á þvi aö
| hávextir og verðtrygging höfuð-
■ stóls eru ekki einn og sami hlut-
■ ur, því það hefur litið farið fyrir
2 slíku.
j Ölafslögin fegruð
■ En þótt sá allajafna heldur
1 skynsami hægri maöur Jónas
2 Kristjánsson sé nú farinn aö
■ átta sig á vanda hávaxtastefn-
unnar, getur hann ekki stillt sig
. um að snúa út úr stefnu Alþýðu-
1 bandalagsins I þeim málum:
2 ,,Með ólafslögum var stefnt
| að höfuðstólsleiðinni. Þá leið
■ hafa nokkrir lifeyrissjóðir farið
I og virðist hún óilkt manneskju-
I legri. Hún er llka rökréttari, þvi
I að markmið verötryggingar er
I ekki vaxtaokur, heldur verndun
2 gildis höfuöstólsins.
Rikisstjórn, Seöiabanki og
■ bankar skirrast enn við að fara
I úr okurlánum yfir I hækkun höf-
B uðstóls. Þar með fá Lóðvikar
_ landsins tækifæri til að rægja
I hugsjón verötryggingar.
t broddi Lúðvikanna, vernd-
| ara peningagæðinga rikis og
■ lánastofnana, er Alþýðubanda-
■ lagið. Ráðherrar þess hafa að
| undanförnu barist með nokkr-
I um árangri gegn þvi, að vextir
I verði minna neikvæöir en áður.
2 Þeir geta og hafa bent á, að
I fyrsta ársgreiösla af tveggja
■ miljóna króna vaxtaaukaláni til
I fjögurra ára nemi 1,2 miljón
B króna. Þannig geta þeir grafið
| undan trú almennings á nota-
gildi verðtryggingar.
Það er bara skripaleikur,
1 þegar Seðlabankinn skiptir
■ vöxtum I eiginlega vexti og
| veröbótaþátt. Menn verða
B nefnilega að greiöa verðbóta-
■ þáttinn eins og hverja aðra
2 vexti.”
Það er full ástæða til að undir-
I strika og taka undir þá skoðun
| Dagblaðsins aö það sé skrlpa-
| leikur að skipta vöxtunum upp i
■ grunnvexti og verðbótaþátt. Og
1 allt hjaliö um að veröbótaþátt-
2 urinn leggist við höfuðstól, eins
L.________________________________
og fram kemur I tilkynningu
Seðlabankans, er bara bull,
allavega enn sem komið er.
Misskilningur
leiðréttur
Hinsvegar verðum við að leið-
rétta þann misskilning að Al-
þýðubandalagið leggi að jöfnu
hávextina og verötryggingu
höfuðstóls. Hinsvegar leysir þaö
engan vanda að taka upp verð-
tryggingu án ýmissa hliðarráð-
stafána i peningamálum. Það
þarf t.d. að lengja lánstimann
og tryggja að greiöslubyrði af
eölilegri fjárfestingu almenn-
ings sé ekki þyngri en svo, að
undir henni sé hægt að standa
með þokkalegu móti.
Við bendum á að verulegur
hluti af kaupverði íbúðarhús-
næðis er fjármagnaður með
skammtímalánum á okurkjör-
um, vlxlum og vaxtaaukalán-
um, og það eru þau sem al-
menningur kiknar undan, á-
samt eftirstöðvalánum af kaup-
verði, sem einnig eru til alltof
skamms tlma. Húsnæðismála-
stjórnarlánin eru að fullu verð-
tryggð, en þau eru til það langs
tima, og með jafngreiðslufyrir-
komulagi þannig, aö þau eru
mjög skapleg.
Verötryggingu á skynsamleg-
um grunni, tengdum þeim hlið-
arráðstöfunum sem nauösyn-
legar eru, er hvenær sem er
hægt að ræða við okkur.
Arðsemi
palisanderhallar
En tökum upp annað vaxtatal.
Framkvæmdastofnun rikisins
ætlar aö fara að byggja yfir
kommisarana slna kontórhús-
næöí. Þykir mörgum aö margt
mætti þarfara við peningana
gera en að henda þeim i enn
eina kortórhöllina i Reykjavik. 1
viðtali við Morgunblaðið I gær
segir Sighvatur Björgvinsson,
kommissar hjá Framkvæmda-
stofnun, að ekkert sé viö þessa
framkvæmd að athuga, þvi
stofnunin eigi fyrir fram-
kvæmdinni:
,,Þá finnst mér það skipta
miklu máli i þessu sambandi,
hvort slikar byggingar séu
reistar af fé sem stofnanirnar
eiga og hafa safnað saman I
þessum ákveðna tilgangi, eða
hvort það er reist fyrir lánsfé
eða með hækkunum á þjónustu-
gjöldum við skattborgara.”
Þetta er auövitaö hreinn útúr-
snúningur. Það fé sem þarna er
um að ræöa hefði stofnunin auð-
vitaö getað látið ganga út til
landsbyggðarinnar, t.d. með 2
hagkvæmari lánakjörum,|
vaxtalækkun, eða auknum út- B
lánum. Röksemd af þessu tagi ■
er „möppudýrsháttur”, svo not- •
aö sé innanflokkstungutak úr !
Alþýðuflokknum.
Það má kannski einnig benda ■
á að flokkur Sighvats, Alþýðu-1
flokkurinn, hefur hampað mjög 2
þvi sjónarmiði að arðsemissjón-1
armið eigi aö ráða þvi i hverju ■
sé fjárfest. Mættum vér biðja I
um arðsemisútreikninga fyrir 2
fyrrnefnda byggingarfjárfest- ■
ingu?
Sjafnar yndi \
Moggans
Mikill hamagangur hefur ver- ■
ið i Morgunblaðinu um imynd- ■
aðan klofning meirihluta borg- 2
arstjórnar og þau miklu átök ■
sem þar eigi sér stað milli Guö- 1
rúnar Helgadóttur og Sjafnar 2
Sigurbjörnsdóttur. Guðrún seg- |
ir þannig frá i yfirheyrslu i ■
Helgarpóstinum i gær:
„Er vinstra meirihlutastarfið ■
i Reykjavik að bresta?
„Nei, þaö vona ég ekki. Það er 2
ekki svo aö ég viti neinn sá á- ■
greiningur um þau stórmái, I
sem I deiglunni eru, aö ég hafi 2
ástæöu til aö halda þaö.”
En gæti púöurtunnan ekki ■
veriö þú og Sjöfn Sigurbjörns- I
dóttir?
„Þiö iesiö ekki önnur blöö en ■
Morgunblaöiö. Viö Sjöfn Sigur- ■
björnsdóttir höfum aöeins deilt "
um eitt mál sem einhverju I
skipti, og þaö var hvort lista- ■
menn sitja I stjórn Kjarvals- ■
staöa eöa ekki. Niöurstaöa varö 2
sú aö þeir sitja þar, og aliir geta ■
séö aö samstarf okkar um stjórn I
staðarins er meö ágætum slö- 2
an. Ég vil taka fram, aö allir |
fulltrúar Alþýðubandalagsins ■
voru á sömu skoöun og ég, svo I
aö þetta var ekkert einkamái B
okkar Sjafnar Sigurbjörnsdótt- ■
ur, auk þess sem listamanna- ■
samtökin studdu okkar málstaö. _
En þaö er sem sagt löngu |
afgreitt má.”
Þiö taiist viö og önnur boö- I
skipti eru meö eölilegum hætti? a
„Vitaskuld tölumst viö viö á |
fundum. Hún hefur hins vegar 2
ekki tekið þátt i meirihlutasam- m
starfi milli funda, sem viö hin I
gerum, í þeim nefndum, sem ég 2
á sæti meö henni i. Morgunblaö- |
inu hefur hins vegar tekist svo ■
upp i skrifum um okkur Sjöfn |
Sigurbjörnsdóttur, aö nokkrar 2
rosknar konur, sem sátu yfir ■
kaffiboila á Kjarvalsstööum I I
gær þegar viö komum til fund- í
ar, uröu i framan eins og skæru- |
liöahópur heföi ruöst inn”..!’ ■