Þjóðviljinn - 01.09.1979, Side 9

Þjóðviljinn - 01.09.1979, Side 9
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 1. september 1979. Laugardagur 1. september 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Viðtal við Svavar Gestsson á eins árs afinæli ríkisstjómarinnar f dag er liðið eitt ár frá því núverandi ríkisstjórn tók formlega við völdum. Á vinstri vængnum náðist ekki ein- hugur um þátttöku Alþýðubandalagsins í stjórninni og menn voru ekki á eitt sáttir um þá ávinninga sem mætti vænta af henni fyrir verkalýðshreyfinguna og fyrir vinstri stefnu í landinu. Á þessum af mælisdegi stjórnar- innar fékk Þjóðviljinn Svavar Gestsson viðskiptaráð- herra til að ræða um ýmis grundvallarsjónarmið sem þarf að taka mið af þegar sósíalískur flokkur gengur inn í samsteypustjórn af tagi núverandi ríkisstjórnar, þá ávinninga sem hlotist hafa af henni og það sem ef til vill hef ur farið miður. Auk þess er drepið á ýmsa mikil- vægustu málaflokkana sem heyra undir starf Svavars. Stjórnaraöild er sífellt matsatriði I ríkisstjórn siöasta áriö hafi þá fært launafólki einhverja ávinn- inga? „Tvimælalaust. Þaö má nefna að viö höfum náö fram marg- faldri hækkun framlaga til starf- semi verkalýðshreyfingarinnar. Hvað viðvikur kjörunum sjálfum er ekki vafamál að þar hefur orð- ið ávinningur frá þvl sem annars hefði oröið, ef ihaldið hefði setiö áfram. — Vinstri sinnar halda þvl oft fram, aö þegar kreppt er aö auö- stéttinni, sé henni akkur I aö fá verkalýösflokka I stjórn, hrein- lega til aö slæva kröfugerö verka- lýöshreyfingarinnar. Hefur viö- nám verkalýöshreyfingarinnar minnkaö vegna þátttöku Alþb. I stjórninni? ,,Það sem þú segir i aödrag- anda spurningarinnar er hárrétt. Borgaralegir flokkar sækiast eftir aöild sósialistaflokka aö stjórnum til aö slæva stéttarvit- und fólks og vilja þess til þjóðfé- lagsbreytinga. Viö sáum þaö eftir kosningarnar. Allir flokkarnir vildu fá okkur i stjórn, meira aö segja Sjálfstæðisflokkurinn, sem viðurkenndi með þvi ákveðnar stéttaafstæður sem hann hefur áður neitað. Viö kusum að fara i þessa vinstri stjórn. Öflugra viðnám verkalýðshreyfingar Hvort viðnám verkalýöshreyf- ingarinnarsé minna af þeim sök- um er svo annað mál. A það ber að lfta að með þátttöku okkar bægðum við á brottu yfirvofandi árásum á kjör launafólks. Gleymum því ekki, að hefði rikis- stjórn Geirs haldið velli, væri kaupmáttur núna stórlega skert- ur vegna kaupránslaganna. Heföu þau lög gilt áfram væri til aö mynda ekki lengur greitt meira fyrir eftir- og næturvinnu, en dagvinnu. Þetta hefði gerst hefðum við staöið utan stjórnar, og það hefði vissulega kallað á harðar aðgerðir. I heild má segja, að viðnám verkalýðshreyfingarinnar gegn ásælni auöstéttanna sé öflugra þegar Alþb. er innan ríkisstjórn- ar. Það kemur ma. fram I þvi aö viö sitjum þó sem fulltrúar launa- fólks i stjórninni.” — Felst viönámiö þá aö mikiu leyti i þvi, aö nú hefur verkalýös- hreyfingin fulltrúa slna I stjórn- inni? „Já, en einsog ég sagði fyrr, þá dugar það ef til vill til varnar, en tæDlega til róttækra brevtinga á þjóöfélagsskipaninni. Til slfkra breytinga þarfaö koma miklu öfl- ugra frumkvæði.” — En telur þú aö þátttaka Alþb. Margháttaður ávinningur Það hafa einnig náðst fram ávinningar sem telja kannski ekki mikiö ikrónum og aurum, en verða verkalýöshreyfingunni við- spyrna til sóknar ef rétt er á hald- ið. Þar má nefna til að mynda rannsóknina á innflutningsversl- uninni sem ég nefndi áðan. Hún skapar hreyfingunni skilyrði til að gera kröfur um upptöku brask- gróðans. Þá má nefna að siöast- liöin tuttugu ár hafa verið i gildi lögsem heimila frjálsa álagningu og eitt af siöustu verkum rikis- stjórnar Geirs Hallgrimssonar var að festa þessa reglu enn frek- ar i lögum og kveða á um hagn- aðarforsendur álagningar. Þessi lög eru ekki lengur i gildi, fyrst og fremst fyrir frumkvæði okkar. Halda menn að þaö sé ekki ávinn- ingur að hefta þannig þá óhófsálagningu, sem ella mætti búast viö? Betra eftirlit með gjaldeyris- skilum og innflutningi i heild skil- ar sér lika þegar fram i sækir. Fjölmargt mætti nefna I viöbót, svo sem tslandsvirkjun sem Hjörleifur Guttormsson hefur unnið að,samræmdan framhalds- skóla sem ihaldiö kom i veg fyrir aö Alþingi samþykkti i fyrra en veröur væntanlega að veruleika áöur en allt of langt um líður.” — En þó hafa ekki verið gerðar neinar breytingar sem breyta grundvelli þjóöfélagskerfisins? „Nei, þaö er rétt aö slikar breytingar hafa ekki orðið. En ég tel samt möguleika á breytingum sem skipta miklu fyrir okkur vinstri menn til frambúðar, en þær fara fyrst og fremst eftir at- fylgi flokks okkar og verkalýðs- hreyfingar. Ég nefni sem dæmi einföldun bankakerfisins, og þaö er þó altént staðreynd að útþenslu þess höfum við hindrað. Það yrði stórt skref fram á við ef tækist að koma oliuversluninni á félags- legan grunn, svo viö nefnum nú ekki stóru fyrirtækin i samgöngu- kerfinu. Slikar breytingar myndu ekki skapa þjóðfélag jafnréttis, en að minnsta kosti myndu þær hag- ræða hlutföllum i efnahagslifinu verkalýðshreyfingunni i hag. En til þess blæs ekki byrlega nú, og það er mér fullljóst.” Stjórnaraðild ekki sjálfsögð — Aö lokum, Svavar, hcfur þú sem sósiaiisti haft erindi sem erfiöi I þessari stjórn? „Það er kannski fremur ann- arra aö dæma en min.Aðiidin að þessari stjórn var áhorfsmál og það er sifellt matsatriði hversu lengi hún á aö vara. Hreyfing okkar hefur ákveðin grundvallar- sjónarmiö/Og hvert fótmál veröur að skoöast út frá þeim. Viö horf- umst I augu við það, að stór hluti þjóðarinnar veitti okkur brautar- gengi og ætlaðist til þess að Alþb. yröi haft með i ráðum. Við verö- um hins vegar að gera okkur ljóst, að styrkur flokks og hreyf- ingar fer ekki einungis eftir fylgi á tilteknum kjördegi, heldur lika eftir stéttarvitund og stéttar- þroska fólksins hverju sinni. Séu þessir þættir I réttu hlutfalli við fylgið þá getum við komið miklu meiru áleiðis en þegar er oröiö. Hreyfing okkar hefur ákveðin grundvallarsjónarmið og hvert fótmál okkar verður að skoöast út frá þeim. Meðan við töpum ekki sjónar á þeim og getum samþætt þau I baráttunni frá degi til dags, hljótum við að koma einhverju til leiðar.” —ÖS — Svavar, þú hefur oftar en einu sinni lýst þvl yfir aö rikis- valdiö sé stjórnartæki auöstéttar- innar, en samt tekur þú sæti I rikisstjórn. Er ekki þverstæöa þarna á milli — ert þú ekki þar- meö oröinn þjónn þessarar sömu auðstéttar? „Það er rétt að rikisvaldið er stjórntæki valdastéttarinnar. Ég lagði einmitt mikla áherslu á þetta atriði þegár ég tók sæti i stjórninni. Og ég dreg ekki dul á það, að okkar hlutverk I þeirri stjórn er fyrst og fremst að freista þess aö hindra nýja land- vinninga peningavaldsins, að koma i veg fyrir að rikisvaldiö sé notað til að skerða hlut verka- lýðshreyfingarinnar af þjóðar- auðnum. Samstarf með borg- aralegum flokkum En ég iegg lika áherslu á, aö okkar flokkur og forveri hans, Sósialistaflokkurinn, hefur litið svo á, að með þvi aö seilast til áhirfa I hinu borgaralega stjórn- kerfi sé unnt að knýja fram póli- tiskar breytingar á þjóðfélaginu. Af þessari ástæðu hafa sósialistar starfað um langan aldur i stjórn- um bæjar- og sveitafélaga og af sömu ástæðu getur þaö talist rétt- lætanlegt aö taka þátt i rikis- stjórn meö borgaralegum flokk- um. Án efa má segja að það sé þverstæðukennt að ganga á þenn- an hátt inn I stjórnkerfi sem við viljum breyta i grundvallarátrið- um, en við skulum horfast i augu við að hið borgaralega þjóðfélág haslar vigvöllinn, og ef við ætlum að breyta þvi, veröum viö að berjast á honum. Þetta ásamt öðru gerði það að verkum, aö ég taldi ekki i blóra við mina sósialisku sannfæringu að taka þátt i myndun stjórnar- innar”. — Hvaöa aörir þættir studdu þaö? „Mig minnir aö i höfuðriti sósialdemókratismans megi finna, að hreyfingin sé allt, en markmiðaö harla litið. Ég tel þetta ekki rétt, en ég er held- ur ekki á þveröfugri skoðun. Hreyfingin er mikils virði. Okkar flokkur hefur vissar hug- sjónir og til aö tryggja fram- gang þeirra, veröur flokkur- inn að hafa fylgi. Það má öðrum þræði lita á stjórnarþátttökuna sem liö i þvi að sýna fólki — okkar fylgismönnum sem öðrum — fram á það, að við erum færir um að takast á við praktisk verkefni benda á að samhliöa er lánstim- inn lengdur og það dregur auövit- að úr þunga afborgana. Vaxtalœkkunar þötf Á hitt ber svo aö lita, að lunginn úr mikilvægustu atvinnugreinum okkar er rekinn beinlinis fyrir lánsfé, og ef vextir eru látnir elta verðbólguna uppi, þá þýöir þaö einfaldlega stóraukinn kostn- að fyrir atvinnulifiö. Viö vit- um ósköp vel. hvernig þvi er mætt: meö gengisbreyting- um eða verðhækkunum sem aftur spana verðbólguna enn lengra. Þessvegna undirstrika ég þá skoöun mina, að til að ná verð- bólgunni niöur, verður aö lækka vextina, en það verður aö gera samhliða öðrum efnahagsráð- stöfunum.” — Hvaöa tökum hefur þú tekiö oliuvandann sem viröist á ágætri leiö meö aö brjóta undirstööur at- vinnugreinanna? „Ég hef látið vinna að heildar- úttekt á oliumálunum eins og hef- ur margoft verið greint frá i fjöl- miölum. Þegar er búið að safna óhemjulegu magni af upplýsing- um um olfukaup erlendis og hvaöa verðviðmiðanir tiðkast með öðrum þjóöum. Þetta mun gera ómælt gagn þegar gengiö er til oliukaupasamninga á næst- unni. Siðar verður svo rekstur oliufélaganna settur undir smá- sjá o'g tekju- og fasteignamyndun þeirra könnuð rækilega.” Rikisrekið oliufyrirtæki — Má búast viö þvl aö ndver- andi stjórn reyni aö koma ollu- verslun landsmanna á félagsleg- an grunn? „Ég veit ekki hvort hún hefur pólitiskt bolmagn til slikra hluta. En ég dreg ekki dul á að ég tel það æskilegt Og eftir þær áþreifingar sem hafa fariö fram um oliukaup er alveg ljóst, að við hreyfum ekki oliuframleiðslurikin eina spönn nema viö getum beitt fyrir okkur oliufyrirtæki i eigu rlkisins Þau hafa engan áhuga á að ræða við fulltrúa Shell, BP og Essó á Islandi. Hvort sem svo slikt fyrir- tæki færi alfarið með oliumál Islendinga eða stæði til hliðar viö þau oliufyrirtæki sem þegar eru fyrir hendi hér.” sem aö höndum bera, að I veru- leikanum hafa hugsjónir okkar ávinninga i för með sér, þó ekki takist að hrinda nema broti þeirra I framkvæmd.” Skortir á tvíhliða samráð — Þvi var lýst yfir viö upphaf stjórnarinnar, aö haft yröi sterkt samráö viö verkalýöshreyfing- una. Þó orkar varla tvlmælis aö ýmsar aögeröir stjórnarinnar hafa ekki notiö vinsælda lág- launafólks. Bendir þaö til þess aö verkalýöshreyfingin hafi ekki veriö höfö nægilega meö I ráöum ? „Aö þvi er lýtur að rikisstjórn- inni er þetta rétt. Tvíhliða sam- ráð hefur ekki verið nógu liflegt. En það stafar fyrst og fremst af þvi, aö það hefur ekki fundist tæknilegur farvegur fyrir árang- ursrikt samráð, en siöur stafar þetta af óvilja samstarfsflokk- anna. Það kemur oft upp tilhneiging hjá borgaralegum flokkum til að beina sliku samráöi inni nefndir og ráö þar sem fulltrúar stétt- anna eiga að ráðslaga um skipt- ingu þjóöarteknanna. Okkar stefna i þeim málum er skýr — þeir sem skapa auöævin eiga að fá þau! Viö höfum þvi barist gegn hugmyndum um slik stéttaþing, og viljaö frjórra tvihliöa sam- starf. Viö höfum veriö að kljást um þetta i stjórninni undanfarið en erum ekki komnir að landi. Sem flokksmaður i Alþb. get ég hins vegar sagt, aö við ráðherr- arnir þrir höfum töluvert stift samráð viö þá félaga okkar, sem eru i forystu i stéttarfélögum. Við höfum sérstakt verkalýðsráö þar sem málin eru skoöuö, og margir þeirra sitja einnig i miðstjórn og framkvæmdastjórn flokksins. A öllum þessum stöðum eru fjöl- margir fundir þar sem viö grein- um frá ástandinu og stefnan er stungin út. Þær ákvaröanir sem þar eru teknar eru að jafnmiklu leyti á ábyrgö þeirra sem okkar. Þar hefur þvl ekki skort samráð. Á hinn bóginn mætti spyrja, hvernig samráði er svo háttað við hina almennu félaga I stéttarfé- lögunum. Ég veit ekki um það I smáatriðum en þó nægilegæ mikið til aö mér býöu.r I grun að bað mætti oft vera betra.” Vantar frumkvœði — Hefur ef til vill skort á nægi- legt frumkvæði verkalýösforyst- unnar við stefnumótun þessarar „Það er að minnsta kosti alveg ljóst, að eigi einhver árangur að nást af þessari rikisstjórn, þá er ekki nóg að samráösaðilar sendi frá sér yfirlýsingar um hluti sem búið er að afgreiða i stjórninni. Frá þeim þarf lika að koma frum- kvæði að aögerðum.” — Hvers konar aðgerðum? „Hvernig á að tryggja kaup- máttinn til dæmis. Og hvaða að- gerðum teija þeir að þurfi að beita til að breyta skiptingu þjóð- arteknanna verkalýðsstéttinni i hag. Ef slikar tillögur kæmu frá verkaiýöshreyfingunni og ef hún beitti styrk sinum til aö knýja á um framkvæmd þeirra, þá mætti ná verulegum árangri með þess- ari rikisstjórn.” Bætt kjör láglaunafólks — Þú telur þá að kaup og kjör láglaunapianna I dag réttlæti þátttöku Alþb. I þessari rlkis- stjórn? „Kjör hinna lægst launuðu hafa I mörgum tilvikum batnað vegna ýmissa félagslegra ráðstafana sem við höfum komið gegnum þingið. Og það veröur að skoða margt fremur en kaupiö, þegar lifskjör eru metin. Til dæmis ætt- um við aö gefa þvi meiri gaum, að verkafólk i framleiðslu hefur um langan aldur haft gifurlega strangan vinnudag. Og einmitt þessi mikla vinnuáþján hefur gert það móttækilegt fyrir þeirri neysluhyggju sem sifellt er verið að troða uppá okkurj þvi er kerf- isbundið talin trú um að það geti keypt hamingjuna i formi stein- steypu og litasjónvarps. Gegn þessu brenglaða gildismati þurf- um við og viljum ráðast. Að sjálf- sögðu þarf að hækka launin hjá þessu fólki, en einhliða taxta- hækkun er ekki nóg. Við þurfum að stytta vinnutimann, tryggja betur ýmis réttindi þess og gegn- um félagslegu ráðstafanirnar sem ég minntist á höfum við reynt þetta. Við höfum tryggt or- lofsgreiðslur og við höfum reist skorður við of mikilli eftirvinnu. Fleirra mætti nefna sem hefur veriö gert eða er á döfinni. Að sjálfsögðu þarf að vinna aö þvi að hækka laun einmitt lág- launafólks, en i þvi sambandi langar mig aö leggja á það áherslu, að það er harla skitt, að þegar kaupmætti þess er tosað uppá við, þá eykst kaupmátturinn hjá hinum sem eru ofan við með- allagið bara miklu meir. Það er fráleitt fyrirkomulag að ekki sé meira sagt”. — Rikisstjórnin ætlaði I upphafi ferils slns að draga markvisst úr verðbólgunni. Hvers vegna hefur það ekki tekist? „Þegar stjórnin tók við, voru þegar I staö gerðar ákveönar ráð- stafanir gegn veröþenslunni. A fyrstu sex mánuðunum komum viö henni niður I 20% úr 55% og annan ársfjórðung rikisstjórnar- innar var veröbólgan lægst frá upphafi þessa áratugs. Siðan seig heldur á ógæfuhliðina og ástæð- urnar eru fyrst og fremst tvær: Átök um leiðir — I fyrsta lagi reyndu sam- starfsflokkarnir að knýja fram kjaraskerðingu til aö minnka verðbólguna. Með þvi efndu þeir til átaka um leiöir I baráttunni gegn henni. Það náöist ekki sam- staöa um úrræöi og aðiokum var gripið til heföbundinna ráða, gengið látið siga, en þá óx verð- bólgan einungis meira, einsog hver maöur sér. — í ööru lagi hafa oliuhækkan- irnar aukið skriö verðbólgunnar mjög. Ef við reynum að meta óbein áhrif þeirra kemur i ljós, að þær eiga sök á um sjöttungi verð- bólguspansins. Að þeim frá- dregnum hefði dýrtiðin aukist um það bil 35% frá 1. sept. I fyrra eða veriö I þvi þrepi sem við gerðum ráð fyrir. — Hvernig eru horfurnar i baráttunni gegn verðbólgunni? „Afar slæmar, nema gripið verði til sérstakra róttækra ráða. Baráttan gegn veröþenslunni á aö vera pólitiskt forgangsmál aö minum dómi. Hún brenglar allt verðmætamat og i skjóli hennar sprettur upp hvers kyns villi- mennska. Það eru allir að bjarga sér á flótta undan henni og þar- með hrifsar hver til sin einsog hægt er, öllu er eytt og helst meiru til, svo það brenni ekki á báli veröbólgunnar. Verðbólgan ásamt vinnuþrælk- uninni eru i dag helstu óvinir allr- ar menningarlegrar viðleitni og niðurlögum þeirra verður að ráöa.” Innflutningur undir „Slæmar horfur i baráttunni gegn verðbólgunni, nema gripið verði til róttækra ráða” (Myndir: Leifur) smásjá — Þú lofaðir I upphafi ráö- herraferils þins að taka innflutn- ingsverslunina til rækiiegrar rannsóknar. Hvernig miðar þvl máli? „Ég setti rannsóknarnefnd i málið og um sl. áramót skilaði hún af sér. Eftirgrennslan hennar leiddi m.a. I ljós, að verð á inn- flutningi var hvorki meira né minna en 20 miljöröum of hátt miöað við verölagiö I nágranna- löndunum. Siðan hefur veriö unn- ið að þvi að stemma stigu viö þessari ósvinnu meö tvennum hætti. Annars vegar er unniö að þvi aö undirbúa eftirlitskerfi með erlendum vörum, til aö hægt sé aö fylgjast með þvi, hvaö sé eðlilegt verö á innfluttum varningi til landsins. Hms vegar á að koma upp kerfi til að reikna út heildsöluverð á vörum sem hingað koma strax við tollafgreiðslu. Þannig eiga i rauninni opinberir aðilar aö reikna það út en ekki heildsalarn-. ir einir. Þetta kerfi yröi tölvuvætt og helst tengt tölvum tollsins og gjaldeyriseftirlitsins. Þannig yrði aðgangur að griðarmiklum upp- lýsingaforða um verölag á inn- flutningi og hver álagningin væri. Þetta gæfi einnig möguleika á aö breyta álagningunni þannig aö ekki yröi lengur notast við pró- sentukerfiö, heldur fengju menn bara að leggja vissa krónutölu á innflutta vöru. Með þvi er komiö i , veg fyrir að menn gætu rakaö saman gróða af þvi að flytja fá en dýr tæki til landsins. Samhliða bessu er verið að setja á fót kerfi sem á að gera kleift að fvleiast mUn betur meö umboöslaunaskilum en veriö hef- ur. Ekki má heldur gleyma þvi, að á haustdögum taka gildi lög um innflutning og gjaldeyrismál, sem skapa möguleika á mun virkara eftirliti á gjaldeyrisskil- um.” — t vaxtamálum er stefna Alþb. að hafa lága vexti. Nú er þé búið að hækka vexti mjög mikið og tam. er greiðslubyrði af llf- eyrissjóðsiánum almennings orð- in mjög þung. Hvernig finnsl Svavari Gestssyni bankamála- ráðherra hafa tekist til á þessu sviöi? „Eins og sakir standa eru i gildi lög, sem heimila verötryggingu fjárskuldbindinga. Aöur var það hins vegar fortakslaust bannað. Þetta hefur ýmsa kosti. A þaö verður að lita, að frumhlutverk lifeyrissjóöanna til dæmis er að tryggja meðlimum sinum lifeyri og þeir geta vart haidiö sinu fé óskertu nema með einhvers kon- ar verðtryggingu. En varðandi verðtryggingu einmitt þessara lána sem þú nefnir, þá vil ég — Fáir andæfðu EFTA jafn mikið og þú á sinum tima. Mörg- um kemur þvi spánskt fyrir sjónir að nú ertu skyndilega orðinn for- seti EFTA. Hvernig skýrirðu þaö? „Þaöer rétt, að ég skrifaði leið- ara i Þjóðviljann gegn EFTA, sennilega i tugatali. Sú staðreynd að ég hef lent i að stýra þar tveimur fundum er einmitt ein af þeim þverstæðum sem koma óhjákvæmilega upp, þegar sósial- istar taka þátt i rfkisstjórnum af þessu tæi. A sinum tima töldum viö að afnám tolla á innflutningi, sem átti að fylgja EFTA-aöild- inni, myndi fella meginstoðirnar undan islenskum iðnaði. Siðan hefur það gerst aö þau riki sem höföu friverslun að hreinu trúar- atriði, Danmörk og Bretland, eru gengin úr EFTA og inni Efna- hagsbandalagið. Þau riki sem eftir eru, lögðu á það þunga áherslu á siðasta þingi samtak- anna i Bodö i Danmörku, aö ekk- ert yröi aöhafst af hálfu EFTA sem gæti skaðaö fullveldi aöildar- rikjanna. Efta er breytt Við Islendingar höfum meira að segja fengið þvi framgengt að að- lögunartimi fyrir iðnaðinn var lengdur, þráttfyrir það aðafnám tolla stæöi fyrir dyrum þegar nú- verandi stjórn tók við. Sú stað- reynd að okkur tókst aö koma á 3% jöfnunargjaldi og 3% aðlögun- argjaldi án þess að EFTA beröi I borðið sýnir einfaldlega að EFTA er ekki lengur þaö samfélag heitt- trúaðra sem það var áður.” — Þú átt við aö það EFTA sem þú barðist á móti sé I rauninni annað en hið núverandi EFTA og þvi sé ekki frágangssök þó is- lenskur sósialisti sitji þar [ for- sæti um stundarsakir? „Viö getum sagtþað já. Að öðru leyti vil ég benda á, að undir mitt ráöuneyti heyra nú þessi mál einu sinni og þeim verður aö sinna, al- veg á sama hátt og tengsl við Kaupmannasamtökin heyra undir það. Annað hvort erum við I stjórninni eða ekki. Þar fyrir utan tilheyrir þessu forsetaembætti ekkert nema fundastjórn á tveim fundum, þannig að i þessu felast engin völd, sem hægt er að nota ellegar misnota.” „í skjóli veröbólgunnar sprettur upp hvers kyns villimennska. Þad eru allir ad bjarga sér á flótta undan henni og þar með hrifsar hver til sín einsog hægt er „... það er harla skítt, að þegar kaupmáttur láglaunafólks þokast upp á við, eykst kaupmáttur hjá hinum sem eru ofan við meðallagið bara miklu meir „... mikil vinnuáþján hefur gert fólk móttækilegt fyrir þeirri neysluhyggju sem er troðið kerfisbundið upp á að'ráða^d af aietii".Frumkvæði verkalýðshreyfingarinmr getur skapað grundvöll fyrir róttœkum aðgerðum „Við höfum litið svo á, að með því að seilast til áhrifa í hinu borgaralega stjórnkerfi sé unnt að knýja firam pólitískar breytingaráþjóðfélaginu...”

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.