Þjóðviljinn - 01.09.1979, Síða 13
Laugardagur 1. september 1979. ÞJÓDVILJINN — SIÐA 13
Lýdrædisleg spilling
therine Hepburn, Spencer Tracy, Van Johnson og Angela Lansbury I
myndinni „Forsetaefniö”.
Laugardagsmynd
sjónvarpsinsað þessu sinni
heitir Forsetaefnið (State
oftheUnion) ogvargerði
Bandaríkjunum árið 1948.
Leikstjóri er Frank Capra,
einn af þessum gömlu og
góðu iðnaðarmönnum i
Hollywood.
ÞýBandi myndarinnar, Bogi
Arnar Finnbogason, haföi þetta
um hana aö segja:
— I þessari mynd teflir Holly-
wood fram nokkrum af sinum
sterkustu liösoddum, svo sem
Spencer Tracy, Katherine Hep-
burn, Angela Lansbury, Van
Johnson og Adolphe Menjou.
Enda veitir ekki af, þegar flett
skal ofan af þeirri spillingu og
hrossakaupum sem viröast all-
lifseigur fylgifiskur pólitiskra
kosninga.
Brugöiö er upp mynd, og þaö
ekki fagurri, af þvi hvernig staö-
iö er aö forsetaframboöi i stærsta
lýöræöisriki heims. Svo er þaö
annaö mál hvort myndin er raun
sönn. A þaö er aö sjálfsögöu eng-
inn dómur lagöur hér. Þaö gefur
okkur nokkra von um framvindu
mála aö myndin er frá þeim árum
þegar allar sögur enduöu vel þar
vestra.
Svo mörg voru þau orö Boga
Arnars. Sýning myndarinnar
hefst kl. 21.55 i kvöld.
— ih
7.25 Ljósaskipti: Tónlistar-
þáttur i umsjá Guömundar
Jónssonar pianóleikara
(endurtekinn frá sunnu-
dagsmorgni).
8.00 Fréttir. Tónleikar.
8.15 Veöurfr. Forustugr.
dagbl. (útdr.) Dagskrá.
Tónleikar.
9.00 Fréttir. Tilkynningar.
Tónleikar.
9.30 Óskalög sjúklinga: Asa
Finnsdóttir kynnir. (10.00
Fréttir. 10.10. Veöurfregn-
ir).
11.20 Viö og barnaárið. Jakob
S. Jónsson stjórnar barna-
tima.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veöur-
fregnir. Tilkynningar. Tón-
leikar.
13.30 1 vikulokin. Umsjónar-
menn: Edda Andrésdóttir,
Guöjón Friöriksson,
Kristján E. Guömundsson
og Olafur Hauksson.
16.00 Fréttir.
16.15 Veöurfregnir.
16.20 Vinsælustu popplögin.
Vignir Sveinsson kynnir.
17.20 Tónhornið. Guörún
Birna Hannesdóttir stjórnar
þættinum.
17.50 Söngvar i léttum dúr.
Tilkynningar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kvifldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 „Góði dátinn Svejk”.
Saga eftir Jaroslav Hasek I
þýöingu Karls tsfelds. GIsli
Halldórsson leikari les (29).
20.00 Gleðistund. Umsjónar-
menn: Guöni Einarsson og
Sam Daniel Glad.
20.45 A laugardagskvöldi.
Blandaöur dagskrárþáttur i
samantekt Hjálmars Arna-
sonar og Guömundar Arna
Stefánssonar.
21.20 Hlööuball. Jónatan
Garöarsson kynnir
ameriska kúreka- og sveita-
söngva,
22.05 Kvöldsagan: „Grjót og
gróöur” eftir óskar Aöal-
stein. Steindór Hjörleifsson
leikari les (8).
22.50 Danslög. (23.35 Fréttir).
01.00 Dagskrárlok.
16.30 Iþróttir, Umsjónar-
maöur Bjarni Felixson.
18.30 Heiða . Atjándi þáttur.
Þýöandi Eirikur Haralds-
son.
18.55 Enska knattspyrnan
Hlé
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.30 Svifið yfir ölpunum
Bresk mynd um svifdreka-
flug I svissnesku ölpunum.
Þýöandi og þulur Krist-
mann Eiösson.
20.55 Steve Hackett.Rokk-
þáttur meö gitarleikaran-
um Steve Hackett og
hljómsveit hans.
I.........
21.55 Forsetaefnið,s/h (State
of the Union). Bandarlsk
biómynd frá árinu 1948.
Leikstjóri Frank Capra.
Aöalhlutverk Spencer
Tracy, Katharine Hepurn,
Adolphe Menjou og Van
Johnson. Iönrekandinn
Grant Matthews fellst á aö
bjóöa sig fram til forseta-
kjörs. Hann segir hvers
kyns spillingu og baktjalda-
makki striö á hendur, og
ljóst er aö hann muni hljóta
mikiö fylgi. Þýöandi Bogi
Arnar Finnbogason.
23.35 Dagskrárlok
J
Hvar er
súperman nú
að slæpast?
A morgun, sunnudag,
verður á dagskrá hljóð-
varps þáttur er nefnist:
„Hvar er súperman nú að
slæpast?".Þetta er 25 mín-
útna Ijóða- og tónlistar-
þáttur, og höfundur hans
er Kristján Jóhann Jóns-
son. Flytjendur ásamt hon-
um eru Hjördís Bergs-
dóttir, Jakob S. Jónsson og
Olga Guðrún Árnadóttir.
Kristján hefur um árabil
fengist viö ljóöagerö og einkum
þó viö gerö söngtexta, sem kyrj-
aöir hafa veriö vitt og breitt á
samkomum baráttuglaöra vinstri
manna. Hann hefur einnig þýtt og
staöfært marga erlenda texta, og
má t.d. minna á texta sem hann
samdi fyrir kvennaplötuna viö-
frægu Afram stelpur.
Einnig er Kristján lesendum
Þjóöviljans aö góöu kunnur fyrir
bókmenntaskrif i blaöiö.
Kristján Jóhann Jónsson, höfund-
ur ljóða og Ijóöaþýðinga sem flutt
verða í útvarpinu annaö kvöld.
Þátturinn Hvar er súperman nú
aö slæpast?er á dagskrá kl. 21.15
annaö kvöld. — ih
PÉTUR OG VÉLMENNIÐ Eftir Kjartan Arnórsson
Umsjón: Helgi ólafsson
Eitraö
ped
Það gáfulegasta sem sagt
hefur verið um peðin á b2 og
b7, kemur sennilega frá
Gligoric: „Þau skalt þú
aldrei drepa, jafnvel þegar
það er gott”. I gegnum árin
hefur verið einhver sér-
stakur leyndarkraftur yfir
þessum peðum. Hver man
ekki eftir 11. einvígisskák
Spasskis og Fischers?
Menn hafa lagt miklar
rannsóknir i afbrigöi þar
sem þessi peö eru fjarlægö
miskunnarlaust. Einhver
frægasta eitraöa-peös-skák,
sem tefld hefur veriö, var á
milli Botvinniks og Spiel-
mans á alþjóölegu móti i
Moskvu 1935. Botvinnik
fullyröir aö lokastaöan hafi
veriö sér fyrirfram kunn úr
heimarannsóknum:
Hvítt: M. Botvinnik
Svart: R. Spielmann
Caro-Kann
1. C4-C6
2. e4-d5
3. cxd5-cxd5
4. d4
(Panov-afbrigöiö
svokallaöa.)
4. .. Rf6
5. Rc3-Rc6
(Nú er vinsælla og um leiö
taliö betra aö leika 5. — g6,
eða 5.-e6.)
6. Bg5-Db6
(Uppástunga tékkneska
meistarans G. Reifir. Ég
vissi um tilvist þessa leiks og
haföi rannsakaö hann náiö
heima. Allt i allt notaöi ég
ekkinema 20 minútur á alla
skákina, og þær aöeins til að
yfirfara athuganir mfnar.
Leikur svarts er rangur,
fyrst og fremst vegna þess,
að istaö þess aö koma manni
á framfæri lætur hann
drottninguna vaöafram eina
;sér.” — Botvinnik.)
7. cxd5-Dxb2
8. Hcl!
. („Spielmann haföi einungis
reiknaö meö 8. Ra4 ,Db4+ 9.
Bd2 Dxd4 10. dxc6 Re4 11.
Be3 Db4+ 12. Ke2 bxc6!
o.s.frv. Nú á svartur fjóra
reiti fyrir riddarann en alla
slæma: 1. 8. — Rb8 9. Ra4
Db4 10. Bd2 o.s.frv. 2. 8. —
Ra5 10. Da4+ o.sfrv. 3. 8. —
Rd8 9. Bxf6 exf6 10. Bb5+
Bd7 11. Hc2 Db4 12. De2+!
Be7 13. Bxd7+ Kxd7 14.
Dg4+ o.s.frv.” — Bot-
vinnik.)
8. .. Rb4
9. Ra+Dxa2
10. Bc+Bg4
11. Rf3-Bxf3
12. gxf3!
— Svartur gafst upp. Hann
verður að gefa mann til aö
forða drottningunni (12. —
Da3 13. Hc3 Rc2 — )