Þjóðviljinn - 01.09.1979, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 01.09.1979, Qupperneq 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 1. september 1979. Þjónar Framhald af 1 si6u. spursmálib væri kannski ekki það stærsta. Halldór sagði að samninga- nefnd þjónafélagsins hefði halt með þetta mál að gera, en ekkert virtist enn rofa til þótt þrefað hefði veriö um málið í marga mánuði. Það væri von þjóna á Hðtel Sögu að málið leystist áður en til ' vinnustöðvunar kæmi, en ef svo yrði ekki mætti búast viö viðtæk- ari aðgeröum hjá þjónam á öðr-, um veitingastöðum i borginni. -lg Harkalegar Framhald af bls. 1 ályktun félagsfundar í Félagi isíenska prentiðnaðarins frá I fyrradag. Þá samþykktu atvinnu- rekendur jafnframt að heimila framkvæmdastjórn VI að boða það sem þeir kalla „samúðar- verkbann” gagnvart öðrum viðsemjendum þeirra atvinnu- fyrirtækja sem eiga i deilu við Grafiska sveinafélagið ef það á siðari stigum verður, að fengnu áliti samninganefndar, talið nauðsynlegt til þess að treysta hagsmuni aðildarfyrirtækjanna, eins og segir i fréttatilkynningu frá Vinnuveitendasambandinu. Þórður Björnsson sagðist eiga von á að boöað yfirvinnu- og vaktavinnubann kæmi til framkvæmda á mánudag þar sem ekkert lægi i loftinu um sam- komulag. — GFr Bridge Framhald af bls. 10. er i Rafveituheimilinu við Elliðaár. Spilað er annan hvern þriðjudag og öllum heimil þátt- taka. Klúbburinn er opinn fyrir keppnum við önnur félög, sama hvar á landinu er. 1 stjórn eru: Guömundur Malmquist for- maður, Hannes Ingibergsson og Július Snorrason. Skagstrendingar Framhald af bls. 16 þvi hefur orðiö að aka öllum beinagörðum og fiskslógi til Sauðárkróks I bræðslu þar. Hefur sildarverksmiðjan borgaö frysti- húsunum einhvern flutningsstyrk upp í þau ferðalög. Nú er staðan sú eftir ósk sér- fræðinga um aðsókn i loðnuna verið minnkuð til muna, að stjórn S.R. hefur ákveðið að verksmiöj- an á Skagaströnd starfi sem beinamjölsverksmiðja a.m.k. þangað til loðnustofninn hefur náð sér aftur. Ig. Steinunn Framhald af bls. 2 japanskri brennsluaðferð, svo- kallaðri rakubrennslu, sem ekki hefur til þessa verið mikið notuð hérlendis. Rakubrennsla er að þvi leyti sérstök að hlutirnir eru teknir glóandi útúr brennsluofninum og þeir settir I sag þannig aö kvikn- ar 1 þeím. Slöan er eldurinni kæfð- ur með þvi að útiloka súrefni. Þessi aðferð gefur leirskúlptúr- unum sérstaka sviðna áferð. Sýning Steinunnar Þórarins- dóttur I Galleri Suðurgata 7 verð- ur opnuð kl. 16.00 á laugardag og stendur til 16. september. Hún er opin 16.00—22.00 virka daga og 14.00—22.00 um helgar. Útboðslýsing Framhald af bls. 10. Togkraftur á miðja tromlu 2x6.51 Vírahraði á miðja tromlu 115m/min 1 verklok, þann 10. ágúst 1978, fóru fram átaksmælingar á vindubúnaði skipsins, sem fram- kvæmdar voru undir eftirliti Fiskifélags Islands, tæknideiid, að viðstöddum fulltrúum verk- kaupa og verksala. Niðurstöður átaksmælinga þessara reyndust þær, að tog- kraftur stjórnborðsvindu var 6.4 tonn og togkraftur bakborðsvindu 7.3 tonn, en i útboðslýsingu var miðað við að hvor vinda skil- aði 6.5 tonna togkrafti. 1 reynsluför sem farin var 29. ágúst 1978, reyndust allar vindur, sem vélaverkstæði Sigurðar Sveinbjörnssonar h.f. sá um að ganga frá,7 að tölu, standast próf- raun þá, sem útboðslýsing gerði ráð fyrir, að þvi undanskildu, að við prófraun á umræddum tog- vindum eyðilagðist aðaldæla tog- vindu stjórnborðsmegin, og var talið m.a. að hitamyndun i tog- vindukerfi væri höfuðorsök skemmdanna. Var reynt að ráða bót á hita- myndun I kerfinu og að gera fyrirbyggjandi ráðstafanir til þess að koma i veg fyrir að hita- myndun eyöilegði einstaka hluta togvindukerfisins. Þrátt fyrir verulegar endurbætur, sem gerð- ar voru á kerfinu, kom i ljós við itrekaðar prófanir, að hitamynd- un var enn til staðar i kerfinu. Vegna þessa, fóru fram á veg- um verktakans mælingar á af- köstum togvindukerfisins I maí- mánuöi 1979 til þess að leita or- sakanna fyrir hitamyndun I kerf- inu. Var fenginn til verksins sænskur sérfræðingur, sem skil- aði Itarlegri skýrslu um niður- stöður sinar þann 28. mai 1979. Niðurstöður þessara prófana leiddu I ljós, að verktakinn hafði fyllilega staðið við verk sitt skv. útboðslýsingu og aö togvindurnar skiluðu þeim afköstum og þeim togkrafti, sem óskað hafði verið eftir samkvæmt útboðslýsingu. Þannig mældist snúningsvægi vindanna 3.400 kpm., sem sam- svaraði 6.8 tonna togkrafti miðað við 6.5 tonna togkraft skv. útboðs- lýsingu. Hins vegar sýndu niðurstöður mælinganna, að þessar togvindur væru of iitlar fyrir skipiö og var talið aö togkraftur togvindanna þyrfti að vera 9-10 tonn til þess að fullnægja þörfum skipsins. Um afleiðingu þess, að vind- urnar voru of litlar fyrir skipið, segir hinn sænski sérfræöingur i skýrslu sinni (lausl. þýðing): „Þegar varpan er hifð inn með hámarkshraða togvindanna og skipið siglir samtimis hraöar en 2 hnúta, fer þrýstingur i vökva- kerfinu i 230 bar. (miðað viö 210 bar. skv. útboðslýsingu) Sigli skipið þannig hraðar en 2 hnúta streymir olian i kerfinu um framhjáhlaupsloka, sem hefir það I för með sér, að orkan, sem knýja skal mótora spilanna breytist i hita i kerfinu. Til þess að koma í veg fyrir þetta verður að auka togkraft togvindanna.” Þegar þessar niðurstöður lágu fyrir var ljóst, að Vélaverkstæði Sigurðar Sveinbjörnssonar h.f. hafði fyllilega staðið við skuid- bindingar sinar gagnvart verk- kaupa, skv. verklýsingu um verk- ið. Það, að vindurnar skv. útboðs- lýsingu voru of litlar fyrir skipið, var ekki á ábyrgð verktakans (Vélaverkstæði Sigurðar Svein- björnssonar h.f.) heldur á ábyrgð verkkaupans (sjávarútvegsráðu- neytisins) og þeirra, sem verk- kaupi hafði falið hönnun togvind- anna. Þá leyfum við okkur að mót- mæla þvi sem hreinni fjarstæðu, að okkur hafi verið sagt upp störf- um við verkið þann 15. mars sl., vegna tæknilegrar vankunnáttu, eins og segir I fréttinni. Minnum við deildarstjórann á, að þegar ofangreindar niöurstöð- ur lágu fyrir krafðist Vélaverk- stæði Sig. Sveinbjörnssonar h.f. þess með bréfi dags. 5. júni sl„ að verkkaupinn, sjávarútvegsráðu- neytið, tæki við verkinu sem full- búnu og var gert samkomulag við & SKIPAUTGíRB RlKI5IN S M/S Coaster Emmy fer frá Reykjavik föstudag- inn 7. september austur um land til Vopnafjaröar og tek- ur förur á eftirtaldar hafnir: Vestmannaeyjar, Horna- fjörð, Djúpavog, Breiðdals- vlk, Stöðvarfjörð, Fáskrúðs- fjörö, Breiöafjörð, Eskifjörö, Neskaupstað (Mjóafjörð), Seyöisfjörð (Borgarfjörð eystri) og Vopnafjörð. Vörumóttaka alla virka daga til 6. september. Verkafólk Óskum að ráða starfsfóik tii verksmiðju- starfa. Upplýsingar á staðnum hjá verkstjóra, millikl. 1 og3. má/ningh/f Kársnesbraut 32 Kópavogi V erksmið juvinna Viljum ráða nokkra menn til starfa i verk- smiðju vorri nú þegar. Ennfremur vantar vana lyftaramenn. Mötuneyti á staðnum, ódýrt fæði. Talið við Halldór. Fyrirspurn- um ekki svarað i sima. Kassagerð Reykjavíkur Kleppsvegi 33 Skrifstofustarf Hjá Sakadómi Reykjavikur er laust starf skrifstofumanns, við simavörslu og vélrit- un. Umsóknir sendist fyrir 15. september n.k. til sakadóms Borgartúni 7. Reykja- vik. verkkaupann, dags. 23. júli sl., undirritað af deildarstjóranum, Ingimar Einarssyni, f.h. sjávar- útvegsráðuneytisins, þar sem sjávarútvegsráðuneytið tók við verkinu sem fullbúnu af verk- takanum og kemur þar fram, að öll verk verktakans teljist fulllok- in eftir þvi sem fram kemur I út- tekt eftirlitsmanna sjávarútvegs- ráðuneytisins með verkinu, Skipatækni h.f. Um togvindubúnaðinn segir orðrétt i téðu samkomulagi: „3. Verkkaupi tekur við tog- vindum, lögnum að þeim, stjórn- búnaði þeirra og drifi þeirra (dælubúnaði) sem fullbúiö væri”. Hörmum við að deildarstjórinn skuli viðhafa þau ummæli, sem eftir honum eru höfð I umræddri frétt Þjóðviijans gegn betri vit- und, en ummælin eru til þess fall- in að skaða fyrirtæki okkar og flokkast undir hreinan atvinnu- róg. Minnum við deildarstjórann á, að margitrekað varaði Sigurður Sveinbjörnsson verkkaupann meðan á verkframkvæmd stóð við þvi, að togvindurnar myndu ekki duga Hafþóri við þau verk- efni, sem honum væru ætluð og lagði til að breytingar yrðu gerð- ar á togvindunum frá þvi, sem greinir i útboðslýsingu en þvi var jafnoft hafnað af verkkaupa. Við leyfum okkur að benda deiidarstjóranum á, að allar aðrar vindur i skipinu, 7 að tölu, sem gerðar voru skv. fyrirsögn Vélaverkstæöis Sig. Sveinbjörns- sonar h.f. hafa að öllu leyti reynst uppfylla þær kröfur, sem til þeirra voru gerðar. Hins vegar verður sjávarút- vegsráöuneytiö að bera ábyrgð á þvi að hafa ekki i upphafi við gerð útboðslýsingar beðið um togvind- ur, sem eru við hæfi þeirra verk- efna, sem r/s Hafþóri er ætlað að vinna. Komist sjávarútvegsráðuneyt- iðað niðurstöðu um hversu stórar togvindur skipið þarf, getum við fullvissað deildarstjórann um, að tæknileg þekking er til i landinu, m.a. hjá fyrirtæki okkar, til þess að framkvæma óskir ráðuneytis- ins. Reykjavik, 28. ágúst 1979 Vélaverkstæöi Sig. Sveinbjörnssonar hf. íþróttir Framhaid af 11 siðu um þessi 2 sæti á olympiuleikun- um? #ÞJÖÐLEIKHÚSra Sala á aðgangskortum hefst i dag. Frumsýningarkort tilbúin til afhendingar. Miöasala 13.15 — 20. Simi 1- 1200. — Það verða væntanlega bræðurnir Jón og Gottlieb Konráðssynir, Guðmundur Garðarsson, Ingólfur Jónsson og jafnvel Þröstur Jóhannsson auk mln. Við erum allir nokkuð jafnir svo að allt stefnir I hörkukeppni og þetta ræðst væntanlega allt af keppnunum úti. Olympiuleikarnir aðaltakmarkið Að lokum, hvað er takmarkið næsta vetur í göngunni? — Fyrst og fremst að komast á olympiuleikana og ef það tekst, þá aö reyna að standa sig enn betur en Islenskir keppendur hafa gert hingað til. Þá reynir maður að halda i horfinu hér heima þ.e.a.s. að verja tslands- meistaratitlana. - IngH. Afturhvarf Framhald af bls. 7 arofstækismanna, sem I aðferð- um svipar mjög til S.A.-sveita nasista. Sjá þær um að fram- fýlgja kreddunumogrefsa þeim sem vikja út af hinum þrönga vegi islamskra llfshátta. Sem dæmi um öfugþróunina fyrir konur i íran má nefna að öflugustu kvennasamtökin I tran fyrir byltingu, sem starf- ræktu 500 ráðleggingarskrif- stofur og höfðu 3700 konur I sinni þjónustu, eru i dag trúaráróð- ursmiðstöð ofsatrúarkvenna Það er sannarlega ekki nein ástæða til bjartsýni fyrir hönd baráttusystkina okkar I tran um þessar mundir, því allt bendir til slaukinna valda trúar- ofstækismanna. Þar sem landið er i heild mjög vanþróað, ólæsi útbreitt og fátækt mikil, er hætt við mikilH afturför á næstunni. A þetta viö um fleiri islömsk lönd en tran, þvi að þessi bylgja trúarofstækis viröist vera að breiðast út, t.d. til Pakistan. -eg Frá Öskjuhlíðarskóla Skólastarfið hefst mánudaginn 3. septem- ber. Kennarar og annað starfslið mæti kl. 9 árdegis, nemendur mæti kl. 13. Fundur foreldra og kennara verður i skól- anum kl. 20.30. Kennsla hefst i öllum deildum föstudaginn 7. september samkvæmt stundaskrá sem afhent verður á mánudag. Akstur hefst sama dag. Skólastjóri. ..111.. ........ 1111 ........ Þökkum auðsýnda vináttu við fráfall og jarðarför eigin- konu minnar, móður og tengdamóöur Láru Helgadóttur, yfirsimritara . sem jarösett var i Fossvogskirkjugarði 29. þ.m. Steingrimur Pálsson Helgi Steingrlmsson Þórir Steingrimsson Saga Jónsdóttir \mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm—mmmmmmJ alþýöubandalagið Alþýðubandalagið Selfossi Fundur um bæjarmál verður að Kirkjuvegi 7, mánudaginn 3. septem- ber kl. 20.30. Fundarefni: Endurskoðun fjárhagsáætlunar Byggingar fyrir aldraða. Dagvistun. Bæjarmálaráö AB Selfossi

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.