Þjóðviljinn - 15.09.1979, Page 3
Laugardagur 15. september 1979 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 3
Frá Gisla Gunnarssyni,
fréttaritara Þjóðviljans i Lundi:
Tvísýnar horfur eru í
sænsku kosningunum
Þorbjörn F’JUdin, leiðtogi sænska miöflokksins, á hér I erfiðum sam-
ræðum við verkamenn í Volvoverksmiðjunum.
Olíubirgdir
í N-íshafinu
VÍNARBORG 14/9
(Reuter) — A olíumálaráö-
stefnunni í Vínarborg lýsti
kanadískur sérfræöingur
því yfir að svo miklar
birgðir af olíu væru i Norö-
ur-ishafi að menn þyrftu
engar áhyggjur að hafa af
olíuskorti í marga áratugi.
Með nýjustu tæknifram-
förum gætu Kanadamenn
sennilega farið að vinna
olíuna um 1985.
Kanadiski sérfræðingurinn
G.K. Harrison, sagði á ráðstefn-
unni að oliumagnið fyrir norðan
heimskautsbaug kynni að nema
um einni triljón oliutunna, en það
er jafn mikið og allar þær oliu-
birgöir sem þegar hafa fundist i
öðrum heimshlutum. Ný borun-
artækni og rannsóknir á hegðun
issins gætu gert það kleift að
vinna oliu allt árið um kring á öll-
um svæðum tshafsins nema þeim
allra nyrstu. Þó er enn eftir að
finna upp tækni til að hreinsa
oliumengun undir ishellunni. 5000
menn hafa tekið þátt I ráðstefn-
unni, en henni lýkur i dag.
LUNDI14/9 — Þingkosningar fara fram i Sviþjóð á
sunnudag, og eru horfur ákaflega tvisýnar. Sam-
kvæmt skoðanakönnunum, sem birtar voru i gær,
hafa vinstri flokkarnir tveir, sósialdemókratar og
vinstri flokkurinn kommmúnistar fylgi 48,1 kjós-
enda, en borgaraflokkarnir þrir fylgi 48,4%. Munur-
inn er þvi aðeins 0,3%, en það er minna en eðlilegt
skekkjufrávik við skoðanakannanir, svo að heita
má að fylkingarnar séu hnifjafnar. Kosningabar-
áttan hefur verið fremur dauf og hefur hún snúist
mest um persónur, þvi að ekkert sérstakt mál hefur
komist á dagskrá.
Samkvæmt þeim skoöanakönnunum, sem birtar voru i gær, hafa só-
sialdemókratar stuöning 42,4% kjósenda og vinstri flokkurinn
kommúnistar stuðning 5,7% og er það nokkur aukning frá siðustu
kosningum. Þjóðarflokkurinn, sem nú hefur setið einn i stjórn i ár með
stuðningi sósialdemókrata (en reyndar stutt sig viö báöar fylkingarnar
til skiptis) hefur nú stuðning 11% kjósenda en þaö er jafn mikið og
flokkurinn hafði við siðustu kosningar. Miðflokkurinn, flokkur FSlldins
fyrrverandi forsætísráðherra, hefur tapað miklu fylgi, þvi að hann hef-
ur nústuðning 18,1% kjósenda en fékk 24% i siðustu kosningum. Ihalds-
flokkurinn hefur hins vegar unniö á og hefur hann nú stuðning 19,2% en
þaö er aukning sem nemur 3,6 prósentustigum.
Dauf kosningabarátta
Kosningabaráttan hefur verið með afbrigðum dauf að þessu sinni.
Eins og menn muna snerist kosningabaráttan fyrir þremur árum aö
verulegu leyti um notkun kjarnorku i Sviþjóö, og var ósigur sósial-
demókrata einkum að kenna stefnu þeirra i kjarnorkumálum. Nú hefur
sósialdemókrötum hins vegar tekist aö koma þessum málum út úr
kosningabaráttunni með þvi að faliast á þjóðaratkvæðagreiöslu um
vjarnorkuverin eftir kosningarnar og á hún aö fara fram i mars. Hvor-
ugum hefur siðan tekist aö koma neinu sérstöku máli á dagskrá.
Einvigi tveggja flokka
Fyrir þremur árum héldu sósialdemókratar þvi fram að velferðar-
rikið sænska myndi hrynja ef þeir töpuðu kosningunum. Þeir töpuöu
þeim, en velferðarrikið beið þó engan hnekki við það heldur tóku
borgaraflokkarnir upp svipaða stefnu i þeim málum eins og stjórn só-
sialdemókrata haföi áður fylgt. Þess vegna litur nú út fyrir að kjósend-
ur hafi misst áhuga á þessu atriöi og telji að það skipti engu máli.
Þannig hafa sósialdemókratar misst sitt sterkasta vopn, en hinir
flokkarnir —nema ihaldsflokkurinn einn — hafa þá heldur ekkert bar-
áttumál gegn þeim. Afleiðingin hefur þvi orðiö sú að þjóðarflokkurinn,
miðflokkurinn og sósialdemókratar hafa reynt aö likjast hver öðrum
eftir megni, en sósialdemókratar og ihaldsmenn hafa jafnframt reynt
að gera kostningabaráttuna aö einvigi sin á milli. A þessu hefur ihalds-
flokkurinn hagnast fyrst og fremst, þvi aö hann hefur þá náð fylgi allra
þeirra sem eru raunverulega andvigir sænska velferöarrikinu, en só-
sialdemókrötum viröist hins vegar ekki hafa tekist aö ná til vinstri
arma miöflokksins og þjóöarflokksins. En of hröö fylgisaukning ihalds-
flokksins getur einnig snúist gegn flokknum sjálfum, þvi að sænskir
kjósendur eru mjög hræddir við skarpar andstæður I-stjórnmálum og
forðast þá flokka sem standa yst á stjórnmálasviðinu ef þeir halda að
andstæðurnar séu að skerpast um of.
Grænfriðungar höfða mál
LONDON 14/9 (Reuter) — Peter Wilkinson, leið-
angursstjóri Grænfriðunga i íslandshöfum, til-
kynnti blaðamönnum i London i dag að Grænfrið-
ungar ætluðu að höfða mál fyrir islenskum dómstól-
um gegn islenskum yfirvöldum fyrir að þau hefðu
lagt hald á skip þeirra Regnbogagarpinn og gert
búnað þess upptækan.
Peter Wilkinson sagði að
íslendingar hefðu tekið skipið
„Regnbogagarpinn” þrisvar
sinnum þegar það var að angra
hvalveiðimenn i júli, og hefðu
þeir að þvi er virtist brotið
alþjóöalög, þar sem skipiö hefði
verið utan 12 milna markanna.
Hann sagði aö islenska land-
helgisgæslan heiði einmg gert
upptækan ýmsan útbúnað eins og
senditæki, gúmmibáta o.þ.h.,
sem væri 20.000 sterlingspunda
virði. Menn úr áhöfn skipsins
heföu komið fyrir sjórétt i
Reykjavik en engar formlegar á-
kærur hefðu verið bornar fram
gegn þeim, sagði Wilkinson.
Hörö gagnrýni eftir slysiö yid Etnu
CATANIA, Sikiley, 14/9
(Reuter) — Yfirstjórn
ítalskra ferðamála hefur
oröiö fyrir harðri gagnrýni
fyrir aö auglýsa Etnu sem
ferðamannastað eftir að
einn af gígum eldfjallsins
sprakk meðan ferða-
mannahópur var nær-
stakkur og níu menn biðu
bana en 23 særðust.
ttalska stjórnin gekkst fyrir
fundi i Cataniu til þess að ræða
um eldfjallið, en á sama tima
gagnrýndi einn af helstu eld-
fjallafræðingum landsins, pró-
fessor Letterio Villairi, yfirvöldin
harðlega fyrir að reyna að
hagnast á Etnu án þess að gefa
nokkurn gaum að þeim hættum,
sem af eldfjallinu stafa,,Slysið á
miðvikudaginn er verðið sem við
höfum borgiaðfyrirað nota Etnu
sem ferðamannastað” sagöi
hann. A hverjum degi fara um 800
ferðamenn upp að gigum Etnu i
sérstakri strengjalyftu og borga
um 5000 isl. krónur fyrir.
Agostinho Neto.
Þjóðarsorg!
I i Angóla I
ILONDON 14/9 (Reuter) — ■
tbúar Lúanda, höfuðborgar 1
a Angóla, tóku sér stöðu á göt- J
l um borgarinnar i dag tfl að I
I heiðra minningu hins ný- I
| látna forseta landsins Agost- '
■ inho Neto, þegar lik hans var .
l flutt til Lúanda frá Moskvu I
I þar sem hann lést f fyrradag. I
I Svartir sorgarfánar voru við 1
i hún um alla borgina.
| Samkvæmt fréttum, sem
I fréttastofa Angóla sendi
| Reuter, var likkistan flutt I '
• sérstakri flugvél til flug- ,
I vallar Lúanda og þaðan til
I stjórnarskrifstofubyggingar- |
| innar, þar sem Agostinho \
• Netó sór embættiseið sem !
I fyrsti forseti landsins 11.
I nóvember 1975.
j Spellvirki i
! Friðriks :
I MOBILE, Alabama, 14/9 I
| (Reuter) — Carter *
■ Bandarikjaforseti fór I dag .
I um þau héruö, sem verst I
I hafa orðið úti i fellibylnum I
| Kriðrik, ogsagði hann að það J
■ gæti tekið mörg ár að gera .
I við allar skemmdirnar. |
I Ferðaðist hann um með |
| þyrlu og kannaði hús sem
• höfðu fokiö, bryggjur, sem .
I höfðu hrunið, og slitnar raf- |
I magnsiinur.
Talið er aö þrir menn hafi ,
• beðið bana, þegar fellibylur- ■
I inn Friðrik gekk á land á I
I suðausturströnd Bandarikj- I
I anna i' gær morgun og blés ,
* þar með 200 km hraða á i
| klukkustund. Forsetinn fór |
I lofeorðum um brottflutning j
I hálfrar miljónar manna og .
* sagði að hann hefði komið i |
I veg fyrir að tjónið yröi eins I
I mikiðog af völdum fellibyls- |
I ins Kamillu fýrir tiu árum, ■
J en þá biðu hundruö manna l
[ bana. Menn fóru aö snúa |
| aftur til heimila sinna i dag, |
• um leið og björgunarflokkar .
J byrjuðu aö hreinsa til.
I Kökukefli gegn I
j verðhækkunum
I NÝJUDELHI 14/9 (Reuter) I
, — Hundruö húsmæðra fóru i J
■ mótmæla göngu i Nýju Delhi I
| I dag og veifuðu kökukeflum |
| til að mótmæla veröhækkun- I
, um.
■ Pramila Dandavate, sem |
| stóð fyrir þessari mótmæla- j
| göngu, sagði aö verðhækkan- '
, irnar væru Charan Singh J
| bráðabirgðaforsætisráð-
| herra að kenna, en hann |
| samdi núgildandi fjárlög i '
, febrúar, þegar hann gegndi J
| embætti fjármálaráöherra. |
| Verðlag hefur hækkað um
| 20% á siðustu sex mánuðum, 1
■ en á mánudaginn fyrirskip- J
I aði stjórnin verölækkanir á J
| nauðsynjavörum til að |
| berjast gegn verðbólgunni. J
• Húsmæðurnar kröfðust þess .
I að allar birgðir af korni, |
| sykri og oliu yrðu settar á |
| markaðnn á vægu verði inn- J
■ an tveggja vikna.