Þjóðviljinn - 15.09.1979, Blaðsíða 7
Laugardagur 15. september 1979 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
um helgina
Keramík
Sveppir og
háskóía-
pólitík
A morgun og á miövikudag
heidurMorten Lange (1919), fyrr-
verandi rektor llafnarháskóla,
fyrirlestra i Norræna húsinu.
Hann er fæddur i Odense og tók
þar stúdentspróf, árið 1945 varb
hann cand. mag. og 1952 dr. phil.
frá Hafnarháskóla. Hann varö
prófessor i grasafræði við sama
skóla 1958 og sfðar rektor fram til
1979, mikill eldhugi i starfi. Mort-
en Lange er mikils virtur og vel
þekktur sveppafræðingur og hef-
ur gefið út fjölda rita á þvl sviöi,
bæði vísindaleg og fyrir almcnn-
ing. Auk starfa sins við háskólann
hefur hann tekið virkan þátt I
dönsku stjórnmálalifi. Hann stóð
að stofnun Socialistisk Folkepar-
ti, og sat i miðstjórn og fram-
kvæmdastjórn þess flokks I mörg
ár. Varð þingmaður 1960, en lét af
stjórnmálaafskiptum er hann
varð rektor háskólans.
A fyrirlestrunum i Norræna
húsinu mun Morten Lange fjalla
um tvö gjörólik efni, sem hann er
fróðari um en flestir. Sunnudag-
inn 16. september kl. 16:00 talar
hann um sveppi, en miðvikudag-
inn 19. sept. kl. 20:30.um háskóla-
pólitik vorra tima.
Steinnunn Þórarinsdóttir.
Sýningu
Steinunnar
aö ljúka
A sunnudag lýkur sýningu
Steinunnar Þórarinsdóttur i
Galleri Suðurgötu 7. Sýning-
in verður opin frá kl. 2—10
alla helgina.
Nýjar kirkju-
klukkur
A morgun, sunnudaginn 16.
september, verða nýjar kirkju-
klukkur teknar i notkun i Háteigs-
kirkju við messu, er hefst kl. 11
árdegis. Verður þá flutt ávarp á-
samt viöeigandi athöfn og söng.
Siðan verður klukkunum sam-
hringt.
Kirkjuklukkurnar eru fjórar og
voru þær steyptar af klukkugerð-
armönnum Koninklijke Eijsbout i
Asten á Hollandi, sem steypt
hafa klukkur fyrir kirkjur viða
um heim. Hérlendis eru klukkur
Hallgrimskirkju i Reykjavik og
Kristskirkju i Landakoti frá þess-
ari klukkugerð.
að Kjarvalsstööum
Haustsýning FIM 1979 verður
opnuð að Kjarvalsstöðum I dag.
Þar eru sýnd 133 myndverk eftir
45 höfunda, þaraf eru 81 verk eftir
26 félaga i FIM, en 18 menn utan
félags sýna 54 verk.
Orn Þorsteinsson, formaður
sýningarnefndar, sagði aö nefnd-
inni hefðu borist 258 verk eftir 54
höfunda. Samkvæmt reglunum
eiga félagsmenn sem senda verk
á sýninguna rétt á þvi að a.m.k.
eitt þeirra sé sett upp, en utanfé-
lagsmenn eru alveg upp á náö
nefndarinnar komnir.
— Við erum ekki alveg nógu
ánægð með þátttöku félags-
manna, — sagði Orn, — og okkur
finnst sýningin ekki gefa alveg
nógu góöa heildarmynd af þvi
sem er að gerast i myndlistinni
hér.T.d. söknum viCkonseptlistar
innar svonefndu. Að öðru leyti er-
um við vissulega ánægð með sýn-
inguna.
— Annars hefur komið til tals
að breyta þvi formi sem verið
hefur á þessum haustsýningum
frá upphafi. Þetta form hefur litið
breyst i 20-30 ár. Upphaflega
markmiðið var annarsvegar að
gefa glögga mynd af þvi sem fé -
lagar voru að vinna að hverju
sinni og hinsvegar að gefa utan-
félagsmönnum kost á að vera
með. Nú finnst okkur i sýningar-
nefndinni timi til kominn að
breyta þessu formi, en hvernig
það verður er ekki timabært að
tala um ennþá, máliö er á um-
ræðustigi.
— Er annars eitthvað nýtt að
frétta af FIM?
— Já, nú erum við að koma á
fót styrktarmannakerfi. Við
höfum aldrei reynt þetta áður, en
fjárhagur féiagsins er i þannig
ástandi núna að okkur finnst vert
að reyna þetta. Ahugamönnum
um myndlist er semsé boðið að
gerast styrktarfélagar FIM og
munu nöfn þeirra verða birt i sýn-
ingarskrá haustsýningar fram-
Framhald á 14. siðu
á munum eftir listamennina Guðnýju
Magnúsdóttur, Sigrúnu Guðjónsdóttur og
Gest Þorgrimsson.
Sýning á leirmunum eftir þessa listamenn
verður opnuð kl. 10 laugardaginn 15. sept.
i húsnæði verslunarinnar Epal, Siðumúla
20, Reykjavik. Sýningin verður opin frá kl.
10-18 alla virka daga nema þriðjudaga og
föstudaga frá kl. 10-22 næstu þrjár vikur.
Auglýsið í Þjóðviljanum
CpCll hf.
| Síðumúla 20 — 105 Reykjavik — simi 91-36677
Sýning
Nokkrir úr sýninganefnd FtM stilltu sér upp fyrir Leif Ijósmyndara. Taliö f.v.: Gunnar örn Gunnars-
son, Jónina Guðnadóttir, örn Þorsteinsson, Gunnlaugur Stefán Gislason, Hringur Jóhannesson, Guð-
bergur Auðunsson og Magnds Kjartansson.
Haustsýning FÍM
t dag kl. 10 árdegis verður opn-
uð sýning á leirmunum eftir Guð-
nýju Magnúsdóttur, Sigrúnu Guð-
jónsdóttur og Gest Þorgrimsson i
húsnæði versiunarinnar Epal,
Siðumúla 20 i Reykjavik.
Sýningin verður opin frá kl. 10
til 18 alla virka daga nema þriðju-
daga og föstudaga frá 10—22
næstu þrjár vikur.
Epal verslar með sérhannaðan
húsbúnað af margvislegu tagi, og
er sýningin haldin i tilefni þess að
tvö ár eru nú liðin frá þvi að
verslunin tók til starfa. Ætlunin
er að listsýningar af ýmsu tagi
verði i framtiðinni fastur liður i
starfsemi Epal.
— ih.
Þau voru að hengja upp myndir sinar i Norræna húsinu þegar Leif ljósmyndara bar það ar. Fremri röð
frá vinstri: Ragnheiður, Edda og Sigrid. Aftari röð f.v.: Valgerður, Jónina, Ingunn, Richard og
Þórður.
Afmælissýning í
Norræna húsinu
1 dag opnar félagið tslensk
grafik afmælissýningu i Norræna
húsinu, en félagið er tiu ára um
þessar mundir. Samskonar sýn-
ing hefur verið sett upp i Norræna
myndlistasetrinu I Sveaborg,
skammt fyrir utan Helsinki I
Finnlandi. Norræna félagið hefur
verið tslenskri grafik innan hand-
ar við dreifingu sýningarinnar á
Noröurlöndum, og er ætlunin aö
setja hana upp i 12 borgum á öll-
um Norðurlöndum. Hringferðinni
lýkur i Danmörku I lok ársins
1980.
A sýningunni eru 112 grafik-
myndir eftir 17 listamenn. Þeir
eru: Björg Þorsteinsdóttir, Edda
Jónsdóttir, Ingiberg Magnússon,
Ingunn Eydal, Jenný E. Guö-
mundsdóttir, Jóhanna Bogadótt-
ir, Jónina Lára Einarsdóttir, Jón
Reykdal, Kjartan Guðjónsson,
Lisa K. Guðjónsdóttir, Ragnheið-
ur Jónsdóttir, Richard Valtingoj-
er, Sigrid Valtingojer, Sigrún
Eldjárn, Valgerður Bergsdóttir,
Vignir Jóhannsson og Þóröur
Hall.
Gefin hefur verið út vegleg sýn-
ingarskrá á þremur Norður-
landamálum, og mun hún fylgja
Framhald á 14. siðu