Þjóðviljinn - 15.09.1979, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 15.09.1979, Blaðsíða 11
Laugardagur 15. september 1979 ÞJOÐVILJINN — SIÐA 11 íþróttir ^ íþróttir @ íþróttir J ■ Umsjón: Ingólfur Hannesson ^ -» Vinnubrögð vekja furðu landsliðsnefndar Áhorfendum sem fylgst hafa með leikjum íslenska landsliðsins í sumar dylst vart að við erum á leið i mikinn öldudal og höfum dregist nokkuð afturúr. Sá timi sem Youri llitchev og landsliðsnefnd hans hafa verið með liðið er ein allsherjar sorgarsaga/ og bera úrslit leikjanna því glöggt vitni. Annað mál er að tvi- skinnungsháttur og mótsagnir þeirra manna, sem ferðinni ráða# er með ólíkindum, og verður fjallað nokkuð um þá hlið málsins hér á eftir. Hringlandaháttur með leikkerfi Hringlandaháttur þjálfarans meö leikkerfi er furöulegur. Liðiö lék 4:4:2 gegn Sviss i vor og aftur hér heima gegn Vestur- Þjóðverjum 26. mai. Reyndar var það nú þannig i þeim leik aö strákarnir vissu vart sjálfir hvaða hlutverk þeim var ætlað á vellinum, t.a.m. átti Guömundur Þorbjörnsson að vera miðherji i'lok leiksins, en hann hélt áfram að leika á miðj- unni. Einnig var stórfuröulegt aö sjá 4 „typiska" miðverði inná undir lok leiksins. Hvað um það, þá var skipt yfir i 4:3:3 i leiknum gegn Sviss hér heima. Landsliöiö sem lék gegn Hoilendingum fyrir skömmu. Sá kunni kappi, Skúli Öskarsson, hefur lofaöj landslýö heimsmeti áöur en áriö er úti. E.t.v, stendur hann viö stóru orðin um helgina. Helmsmet í Eftir þann leik sagði landsliðs- þjálfarinn: ,,Við reyndum að leika 4:3:3, en að minu áliti er islenska landsliðið ekki tilbúiö að spila þá aöferð vegna þess að það krefst ákaflega mikils að hafa einungis 3 menn á miðj- unni.” En voru allir á sama máli? Jóhanns Eðvaldsson, fyrirliði landsliðsins, sagöi: „Við getum alveg leikið með 3 menn á miðjunni, eins og kom berlega i ljós i fyrri hálfleiknum þegar aö við pressuðum stift.” Gegn Hollendingum var aftur söðlað yfir og leikið 4:3:3, en þá skeði það gegn Austur-Þjóð- verjum að Ásgeir var látinn leika þaö framarlega að hann er i raun sem þriðji framherjinn og þá erum við aftur komnir aö 4:3:3-kerfinu!! Þreifingarnar meö leikkerfin eru ekki eingöngu bundnar i 4:4:2 eða 4:3:3 kerfunum, heldur hefur veriö hringlaö fram og aftur með suma leik- menn. Glöggt dæmi um þetta er nú gegn Hollendingum þegar Marteinn var látinn leika fyrir framan miðverðina, sem svo- kallaður „anker-man” og sást vart i leiknum. Það er óskiljan- legt hvað hefur gefið Youri til- efni til þess að láta hann leika þá stööu. Föst leikatriði óæfð Sinn litla undirbúningstima viröist þjálfarinn ekki hafa not- að til þess aö æfa föst leikatriði s.s. hornspyrnur innköst og aukaspyrnur, þvi framkvæmd þeirra hefur veriö fumkennd Þetta er ekki gert þrátt fyrir þá staðreynd, að i könnun i Englandi fyrir nokkrum árum hafi veriö komist aö þeirri niðurstööu að 40% allra marka komi upp úr slikum föstum leik- atriðum eða „set-plays”. Það var þvi ekki að undra, að marg- ir brostu i leiknum gegn A-Þjóö- verjum þegar Guögeir var aö taka innköst og aukaspyrnur og Marteinn og Jóhannes brunuöu upp. Þeir voru ekki alveg búnir aö gleyma æfingunum hjá Tony Knapp i gamla daga. Sterkasta liðið og Teitur Landsliösnefndarmenn hafa margsinnis klifaö á þvi aö ætiö eigi aö tefla fram sterkasta liö- inu, sem völ sé á hverju sinni. Þaö kom þvi mörgum spánskt fyrir sjónir aö sjá Guðmund Þorbjörnsson ekki i upphaflega hópnum sem var tilkynntur fyrir leikinn gegn A-Þjóöverj- um. Ástæðan var vist sú að hann gæti ekki farið með liöinu til Póllands i næsta mánuði. Hvað á svona lagað að þýða? Hefur landsliðsnefndin gengið úr skugga um að allir þeir sem léku umræddan leik geti verið með i Póllandi? Þá er það fiflagangur lands- liðsnefndarinnar i kringum Teit Þórðarson. Fyrir leikinn gegn Sviss úti var gefiö i skyn aö hann félli ekki inn i leikaðferð liösins og þvi væri hann ekki meö. Nokkru siöar, eða gegn Sviss hér heima, var hann allt i einu fallinn inn i leikaðferðina. Teitur datt siðan aftur út úr myndinni fyrir leikinn gegn Hollendingum, en viku siðar var hann enn kominn inn i leikaö- ferðina. Þá sagði Teitur hingaö og ekki lengra, og lái honum hver sem vill. Og á meðan eiga sænsku blöðin vart til nógu stór lýsingarorð til þess aö lýsa hæfni Teits, mannsins sem stundum er nógu góður fyrir islenska landsliðiö. Höfðu ekki séð hann leika i nokkur ár Hringlandahátturinn meö leikmenn er öllu meiri en þetta, þvi 25 — 30 leikmenn hafa verið með i þeim leikjum sem af eru þessu ári. Þorsteinn Bjarnason er nógu góöur þegar keppnis- timabil hans er aö byrja, en ekki þegar það er að enda. Guðgeir Leifsson er valinn i liðið án þess að hafa leikið 90 min. leik i meir en mánuð og enginn úr lands- liösnefndinni hefur séð hann leika i nokkur ár. Sigurlás Þor- leifsson er tekinn framfyrir Tómas Pálsson þegar Youri segist þurfa „hard-worker” eða vinnuhest i framlinuna. Viku siðar er Tómas ekki nógu góður til þess að sitja á varamanna- bekknum og Pétur Ormslev fenginn i hans stað. Svona mætti lengi halda áfram. Ýmsar ákvarðanir landsliös- nefndar hafa verið mjög um- deildar og er þaö ekki undar- legt, þvi skoöanir manna á knattspyrnu fara sjaldnast alveg I sama farveginn. En á greiningurinn hefur verið ó venju mikill i sumar og ljóst að einhvers staöar er brotalöm sem veröur að lagfæra. Veilan vinstra megin I landsleiknum gegn Austur Þjóðverjum, þegar Þjóöverj arnir voru aö ryðjast i gegn um islensku vörnina vinstra megin hvað eftir annað, varð undirrit uðum hugsað til ummæla Helga Danielssonar eftir landsleikinn gegn Svissurum úti i vor. Þau voru þannig: „Það komu fram vissar varnarveilur, sem má segja að hafi orðið okkur a falli i leiknum og einkanlega va þetta slæmt vinstra megin.” —IngH Höllinni? Um þessa helgi verður haldið Noröurlandamót I kraftlyftingum f Laugardalshöllinni og hefst keppnin báöa dagana ki. 13. Fyrri daginn verður keppt I þyngdarflokkunum 52, 56, 60, 67.5 og 75 kg. og seinni dag- innf þyngdarflokkunum 82.5,90, 100,110 og 110kg. og þar yfir. Léttur sigur KR t landsliði fslands eru eftirtald- ir keppendur: GIsli Valur Einarsson, KR Daniel Olsen, KR Kristján Kristjánsson, ÍBV HörðurMarkan, A Skúli óskarsson, UIA Sverrir Hjaltason KR Gunnar Steingrimsson, IBV Hörður Magnússon, KR óskarSigurpálsson, IBV Jón Páll Sigmarsson, KR Keppendur frá Noregi, Sviþjóð og Finnlandi koma til mótsins. I þeim hópi eru 5 núverandi Ev- rópumeistarar og tveir heims- methafar. Evrópumeistararnir eru Yrjö Haatanen, Fi., Unto Honkonen, Fi., Ray Yvander, Sv., Hannu Saarelainen, Fi. og Lars Backlund, Sviþjóð, en hann mun keppa i sama flokki og Skúli Osk- arsson. Heimsmethafarnir eru Raimo Valineva, sem á heimsmet í rétt- stöðulyftu i 67,5 kg. fl. 287,5 kg. og Lars Hedlund, Sviþjóð, sem kepp- ir í þyngsta flokki og hefur press- að mest manna I heiminum i bekkpressu 278 kg. Sérstakur gestur L.S.t á mótinu er forseti Alþjóöasambands kraftlyftingamanna, Englend- ingurinn Vic Mercer. Hann mun á föstudagskvöldið standa fyrir dómaraprófi, sem gefur alþjóöleg réttindi', en einungis einn tslend- ingur hefur þau nú, Ölafur Sigur- geirsson. Bikarmeistarar Fram uröu lif- legum KR-ingum auöveld bráö þegar liöin mættust i gærkvöldi. Meö sigrinum hefur KR skotist i efsta sæti deildarinnar, en hætt er viö að það veröi skammgóður vermir þvi 4 leikir fara fram um helgina. Leikurinn i gærkvöldi var nokk- uö jafn framanaf, en brátt náöi KR undirtökunum, sem þeir slepptu ekki. A 26. min. skoraði Jón Oddsson mark, sem var dæmt ólöglegt af einhverjum ó- skiljanlegum orsökum. Jón undi þvi illa og á 37. min. skoraöi hann löglegt mark af stuttu færi. I seinni hálfleiknum áttu Vest- urbæingarnir oft laglegar sóknar- rispur og úr einni slikri skoraði Jón Oddsson sitt annaö mark eftir aö hafa fengiö stungusendingu frá Eliasi, 2-0. I liði Fram stóö enginn uppúr meðalmennskunni, en segja má bað þeim til vorkunnar að þeir höföu aö litlu aö keppa. Stefán, Sæbjörn, Ottó, Elias og Jón voru friskastir i annars jöfnu liði KR. 1 lokin má geta þess aö tslend- KNATTSPYRNA Orslitin i 1. deildarkeppninni ráðast um þessa helgi þegar leikin verður 18. og siðasta um- ferö íslandsmótsins. I dag kl. 14 leikur efsta liðiö, IBV, gegn Vikingum á laugar- dalsvelli og kl. 16 leika IBK og Haukar i Keflavik. A morgun, sunnudag leiða saman hesta sina ingar sigruðu Færeyinga i ung- lingalandsleik i gær meö 3 mörk- um gegn 1. Fyrir Færeyjar skor- aði Birgir Sondrum, en fyrir ts- land skoruöu Ragnar Margeirs- son, Sigurður Grétarsson og Lár- us Guðmundsson. á Laugardalsvelli Þróttur og ÍA og á sama tima keppa Valsmenn viö KA noröur á Akureyri. LYFTINGAR Noröurlandameistaramót i kraftlyftingum veröur I Höllinni i dag og á morgun, og er allt eins liklegt aö nýtt heimsmet liti þar dagsins ljós (sjá nánar hér á sið- unni). — IngH. íþróttir um helgina

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.