Þjóðviljinn - 15.09.1979, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.09.1979, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 15. september 1979 tJWÐVHMN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir Umsjónarmaður Sunnudagsblaös: Ingólfur Margeirsson. Rekstrarstjóri: Úlfar Þormóösson Auglýsingastjóri: Rúnar Skarphéöinsson Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson Blaðamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar örn Stefánsson, Guöjón Friöriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson. Erlendar fréttir: Halldór Guömundsson. tþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson. útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason Auglýsingar: Sigríöur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Ólafsson. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jón Asgeir Sigurösson. Afgreiösla: Guömundur Steinsson, Kristfn Pétursdóttir. Slmavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6, Reykjavík, sfmi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Málinu er ekki lokið • I fyrradag var tilkynnt veruleg hækkun á verði búvara. Þessi hækkun hefur verið til umræðu i rik- isstjórninni siðast liðnar tvær vikur eða frá þvi að Alþýðubandalagið beitti sér fyrir þvi að tillögur sexmannanefndarinnar yrðu teknar til sérstakrar athugunar i rikisstjórninni, þar eð færi hækkunin ó- breytt út i verðlagið myndi það leiða til nýrrar verð- bólguskriðu. • Ráðherrar Alþýðubandalagsins lögðu til að bændur fengju sams konar hækkun launa sinna og annað launafólk i landinu hefur fengið, en aðrir þættir i verðlagsgrundvelli landbúnaðarvaranna yrðu þegar i stað teknir upp i beinum samningum milli rikis og bænda, en krafa um slika beina samn- inga hefur lengi verið stefnumál Alþýðubandalags- ins. • í viðtali við Þjóðviljann i dag greinir Svavar Gestsson, viðskiptaráðherra frá kjarnanum i tillög- um Alþýðubandalagsins i rikisstjórninni. Þar segir m.a.: • ,, Við lögðum til að hækkunin yrði takmörkuð við það sem dygði til þess að tryggja bændum sömu grunnkaupshækkanir og visitölubætur sem aðrir hafa fengið, en það sem er umfram, yrði sett i beina samninga við bændur. Því var hafnað; annar stjórnarflokkurinn hafnaði þessu vegna þess að hann virtist reiðubúinn til að svipta bændum verð- bótum á laun, hinn vegna þess að hann neitaði að mæta vandanum með setningu sérstakra bráða- birgðalaga eða með auknum niðurgreiðslum. Það var þvi aðeins ein leið fær að sinni, — sú að staðfesta hækkunina alla. Sú ákvörðun jafngildir 3,9% hækk- un á visitölu framfærslukostnaðar. Tillögum Al- þýðuflokksins um að synja alveg um nokkra hækk- un var hafnað bæði af Alþýðubandalagi og Fram- sóknarflokki, enda hefði það skapað tilfinnanlegt vandamál fyrir bændastéttina til viðbótar við þann vanda sem þar er fyrir vegna lélegs árferðis og verðjöfnunargjalds. • Hækkunin nú mun vafalaust hafa i för með sér samdrátt i sölu landbúnaðarafurða og sérfræðingar telja að sá samdráttur muni nema 8-10% á innan- landsmarkaði. Það mun enn auka vanda bænda um 3-4 miljarða króna, sem annað hvort yrði bætt með auknum útflutningsbótum eða með beinni kjara- skerðingu. • Mig undrar mest það skilningsleysi sumra for- ystumanna bændasamtakanna á þessu augljósa samhengi hlutanna, en málinu er ekki lokið. • tferðlagning landbúnaðarafurða kemur til kasta alþingis. Núverandi verðlagningarkerfi er óhafandi með öllu og i staðinn þurfa að koma beinir samning- ar með aðild allra þeirra er málið snertir, þar á meðal sérstakra fulltrúa neytenda. Jafnframt stað- festingu nýja verðsins i rikisstjórn var samþykkt að gerð yrði sérstök athugun á verðákvörðun þessari i tengslum við niðurgreiðslur og útflutningsuppbætur og heildaraðgerðir i efnahagsmálum. • Vonandi liggur það að baki þessarar samþykktar að menn séu nú reiðubúnir til að breyta verðlagn- ingarkerfi landbúnaðarafurða”, sagði Svavar Gestsson. - • Af þessu er ljóst að ráðherrar Alþýðubandalags- ins reyndu að koma i veg fyrir þá hækkunaröldu sem fylgir hækkun búvöruverðsins nú. Þvi miður var þessari miðlunartillögu hafnað af ráðherrum Alþýðuflokks og Framsóknarflokks. Slik neitun sýnir skort á framsýni og ábyrgð i baráttunni gegn verðbólgunni. Sök þeirra er mikil. Betrum bæt Kollegar klipparans, stan ■ andi á rikisútvarpinu, urðu súr- I ir og reiðir þegar þeir höföu les- \ ið Klippiö i gær. Sögðu að það I væri ekki sæmandi sósialista að ■ ráðast að rikisstofnun og taka I þannig undir söng frjálshyggju- ■ manna og rikisrekstrarfjenda ■ um ómögulegheit þess rikis- ■ rekna. Þaö er dulitið til i þessu. Þó er það nú svo, að frjáls- ■ hyggjumennirnir hafa komið | sér fyrir hjá rikisútvarpinu og ■ sitja þar i ýmsum stólum og I stöðum og trúlega það leiöar- m ljósið ekki langt undan þeim, að ■ illt skuli það allt vera sem frá * rikinu sé komið. Þær starfsregl- í ur, sem þessir yfirmenn kollega I klipparans, fréttamannanna, ■ setja þeim, eru þess lags, að I klippari getur viðstööulaust viö- ■ urkennt að þeir eigi mikla sök á | þeirri eymdarfréttamennsku, 1 sem einkennir rikisfjölmiðlana m um of; þeim er ekki ætlað, þeim I er ekki leyft, og þess vegna J gera þeir litið sem ekkert að | eigin frumkvæöi; þess vegna m leita þeir sjaldnast að ástæðu 1 fyrir fréttum, aö fréttinni að 2 baki fréttarinnar. Þetta er ef til vill litið betri ■ einkunn en gefin var hér i Klipp- 1 inu i gær, en ýtarlegri. Að nefna m nöfn þeirra sem i eymdinni ■ hima niður við Skúlagötu og inni " á Laugavegi til þess að skilja 2 hafrana frá sauðunum verður I ekki gert hér; það veit ég að * þeir skilja kollegar minir, sem i | vinnutima og fristundum skrifa ■ nafnlausar slúðurgreinar fyrir ■ siödegisblöö og helgarpósta. En “ láti útvarpsráð verða af hljóð- ■ látri könnun likri þeirri sem hér 1 var tæpt á i gær, sortérast 2 hafrarnir sjálfkrafa frá og ætt- | arböndin skýrast. ■ Hitt er hægt aö fallast á, að I söngur frjálshyggjumannanna B um ómögulegheit rikisútvarps ■ vegna þess eins er órökstuddur * og ósannur; ástæðan er sú aö i Z embættum hjá útvarpi-sjón- I varpi sitja frjálshyggjumenn- ■ irnir syngjandi sönginn þann I sem þeir ætla að eyðileggja ■ megi rikisútvarpið eins og ann- ■ að þaö, sem i rikiseign er. i Kona í i mannsstað Strax i gær varð ljós ástæöan I fyrir þvi, að Jón Baldvin valdi ■ sér ekki að vinna að eyðilegg- | ingu rikisútvarpsins með þvi aö ■ fá sér vinnu þar hjá félögum ■ sinum i frjálshyggjukórnum; * konan hans hafði nefnilega sótt " um vinnu hjá stofnuninni og þaö 1 hefði getaö verið óþægilegt fyrir ■ máginn hans Jóns að greiöa | þeim hjónum atkvæði sitt báö- ■ um i senn. En sjá! Bryndis Schram, eiginkona 2 Jóns Baldvins, var að sjálf- ■ sögöu ráöin til útvarps-sjón- I varps, og með atkvæöi bróður ■ sins, útvarpsráðsmannsins Ell- | erts Schram, alþingismanns, ■ frjálshyggjusöngvara og ,,tog- I arajaxls.” ■ Þau eru flókin islensku ættar- | böndin! I Sljóleikinn Og meðan við erum enn við- ■ loðandi „rikisfyrirtækin” væri ■ ekki úr vegi aö benda á nokkrar J alvarlegar hliöar á hinu annars ■ stórskemmtilega uppátæki I Seðlabankans að gefa út spari- ■ sklrteini fyrir rikissjóö meö | undirskrift Matthiasar Á. ■ Mathiesen. R.. Fyrir rúmu ári var Matthias þessi leystur frá ráöherradómi. Það fór ekkert sérlega leynt. Það hefur meira að segja veriö skýrt frá því bæði i útvarpi og sjónvarpi. Samt höföu þeir ekki fengiö fregnir af þessu ennþá mennirnir i Seðlabankanum. Ætli þetta flokkist undir sljó- leika? Eða héldu þeir þegar þeir sendu bréfin i prentun, að Matthias yrði snúinn aftur i ráð- herrastól þegar þau kæmu úr prentun? Eöa það sem verst er nú fyrir rikisstjórnarstefnuna — hefur fjármálastjórn rikisins ekki breyst um nokkurra þá agnar- ögn að starfsmenn helsta fjár- málastjórnunartækis landsins, Seölabankans, hafi þess vegna i góðri og einlægri trú haldið að Matthias sæti enn sem fastast? Ja, ljótt er það, Tómas minn góður! Glaðir vinnukaupendur Þeir eru kátir mennirnir hjá Vinnuveitendasambandi ís- lands þessa dagana. Málgagnið Bróðirinn þeirra, Morgunblaðið, gat held- ur ekki hamið þessa gleöi sina I gær aö afloknu verkfallsskip- broti Grafiska sveinafélagsins. Það hlýtur aö vera vérulegt á- hyggjuefni innan verkalýös- hreyfingarinnar þessa dagana hvernig einstök félög launa- manna, — sumra að visu býsna vel launaðra — hafa gengið und- ir atvinnurekendasambandið I vor og sumar og fengið þeim vopn I hendur. Vanhugsaðar verkfallsaðgerðir, upphlaup fá- mennra starfshópa, sem ekki geta talist á vonarvöl, undir kjörorðunum „hver fyrir sig”, hljóta að verða til þess eins að slæva vopn verkalýðshreyfing- arinnar, en brýna vopnin hjá fjendum hennar þess i stað. Verði hér ekki rönd við reist á allra næstu vikum eða mánuö- um, getur islenskur verkalýður búið sig undir þrengri tima en nokkru sinni, þvi vinnubrögðin siðustu vikur og mánuði munu verða til þess að söngur auð- valdsins og frjálshyggjunnar um „sterka manninn” i stjórn- arsess mun frá kröftugri undir- tektir og betri hljómgrunn en menn gæti órað fyrir. Tvístolið Helgarpósturinn kom út i gær meö stolna frétt úr verkfallsút- gáfu Þjóðviljamanna, Notuðu og nýju, sem frá var skýrt i Klippinu I gær. Viö klippum það út og telst það ekki þjófnaöur, heldur heimfærsla. Barn ársins Þannig hljóðaði það nú: Guðrún Heigadóttir borgar- fulltrúi Alþýðubandalagsins og Sjöfn Sigurbjörnsdóttir.borgar- fulltrúi Alþýðuflokksins hafa löngum eldað grátt silfur sam- an, svo sem varla hefur farið fram hjá neinum. Nú er sagt að Guðrún Helgadóttir hafi lagt það til að Sjöfn verði kjörin „barn ársins”. Alltaf batnar það!.... Lúðvík Barði Kjartan Loks er hér ein frétt úr Dag- blaðinu: Noröfiröingar telja sér mikla þörf að festa kaup á nýjum skut- togara. Ætla þeir jafnframt að selja nótaveiðiskipið Barðann. Kjartan Jóhannsson sjávarút- vegsráöherra hefur þó veriðj, tregur til og neitar algjörlega að veita Noröfirðingum heimild til togarakaupanna. Þeir hafa brugðist illa við þessu uppátæki Kjartans og eru alls ekkert á þvi að hætta við. Sögur aö austan herma aö Norð firðingar hafi að sjálfsögðu leit- aö ásjár hjá þingmanni sinum, Lúðvik Jósefpssyni.Vill hann allt gera til að togarinn komi sveit- ungum slnum til halds og trausts, hvað sem ráðherrann úr Hafnarfirði segir. Búið er að velja nafn á nýja skuttogarann. A hann að sögn að bera nafn Baröans, sem seld- ur verður og auk þess nöfn þeirra Lúðviks og Kjartans. Veröur það þá Lúðvik Barði Kjartan? — úþ.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.