Þjóðviljinn - 15.09.1979, Síða 5
Laugardagur 15. september 1979 ÞJóÐVILJINN — S1ÐA 5
418 hvalir
komnir á land
Mun fleiri en í fyrra
Hvalveiðivertiðinni i ár fer nú
senn að ljúka en þó naumast fyrr
en einhverntima á milli 20. og 30.
september, ef að venju lætur.
Ræður því þó veður og veiði, að
þvi er Hallgrimur Jónsson hjá
Hvalstöðinni sagði okkur. Veiði-
veður hefur verið óhagstætt sið-
ustu tvær vikur en að öðru leyti
gott i sumar.
M jög góð hvalveiði hefur verið i
sumar. Hafa veiðst 418 hvalir frá
vertiðarbyrjun og til dagsins i
gær. Þann 14. sept. i fyrra höfðu
hinsvegar 362 hvalir komið að
landi. Er þar ærinn munur á þeg-
ar þess er þá lika gætt að nú hófst
vertiðin hálfum mánuði seinna en
þá og enn er henni ekki lokið.
Ógerlegt er að giska á verð-
mæti hvalafurðanna i ár en það er
hvað mjöl og lýsi áhrærir háð
heimsmarkaðsverði hverju sinni.
Söluhorfur eru þó sist lakari nú en
oftast áður. — mhg
Alþýðutónlistarmenn bera aö mestu ieyti uppi flutning lifandi tónlistar á skemmtunum og dansleikjum.
Samtök alþýdutónskálda og
tónlistarmanna stofnuö
liuomunaur Agusisson veiur ser iu. nanu uiu uvm ug a pvi
leikinn. Þessi athöfn fór fram á skákmótinu á Lækjartorgi nú I vik-»
unni. — Ljósm, —eik— |
Útvarpsskákin við i
F æreyinga á morgun j
A morgun um hádegi hefst skákkeppni i útvarpi milli Færeyinga ■
og Islendinga. Verða leiknir fimm leikir fyrsta daginn, en siðan einn I
á dag og verða þeir sendir á telex á milli landanna.
Guðmundur Agústsson teflir fyrir hönd íslendinga, en útvarps-«
mönnum var i gær ekki enn kunnugt nafn Færeyingsins sem hann I
keppir við. — vh 5
LlBilHilHIBIIHIBaHaMIBaBIMIMial
Stór hópur ungra tón-
listarmanna/ sem lagt
hafa stund á alþýðutónlist
(popptónlist) hafa stofnað
með sér samtök alþýðutón-
Sjónvarpiö:
Bryndís
Schram
umsjónar-
maður
barnaefnis
Aðeins þris sóttu um stöðu um-
sjónarmanns með barnaefni i
sjónvarpinu, Jón Axel Eyjólfsson,
kvikmyndagerðarmaður. Jón
ósk Guðjónsdótr félags- og sálar-
fræðingur og Bryndis Schram
leikari og iistdansari.
Mælti Hinrik Bjarnason meö
Bryndisi i starfið og ráðning
hennar til eins árs var samþykkt i
útvarpsráði meö fimm at-
kvæðum. Fulltrúar Alþýðubanda-
lagsins sátu hjá þar sem þeir
töldu engan umsækjanda uppfylla
þau skilyrði um menntun og
starfsreynslu sem til þyrfti.
— vh
skálda og tónlistarmanna/
S.A.T.T.
Stofnfundur var haldinn á Hótel
Esju s.l. miðvikudag og var
ástand og horfu i listagrein
ofangreindra aðila til um-
ræðu. I yfirlýsingu sem Þjóð-
viljadum hefur borist frá samtök-
unum segir m.a. að aðstaða
alþýðutónlistarmanna sé léleg og
þeir settir skör lægra en flestir
aðrir listamenn i landinu. Telji
alþýðutónlistarmenn nauðsyn á
að stofna með sér samtök, þótt
þeir séu þegar meðlimir i F.l.H. 1
fundarlok var eftirfarandi álykt-
un samþykkt:
Stærstur hluti tónlistarneyslu
almennings I dag er alþýðutónlist
en hún hefur um árabil verið
flokkúð sem óæöri tónlist af
mörgum þeim sem ráöa og rikja i
tónlistarmálum landsmanna.
Hefur lengi verið skoðun
alþýðutónlistanna að mál væri að
linni, starf þeirra metið að verð-
leikum og þeir fái setið viö sama
borð og aðrir er að tónsköpun og
tónlistarflutningi starfa.
Alþýðutónlistarmenn bera að
mestiu uppi tvær greinar tón-
listarneyslu landsmanna þ.e.
flutning lifandi tónlistar á
skenimtunum og dansleikjum og
svo hljómplötugerö. Lifandi tón-
listatflutningur hefur lengi átt i
vök að verjast: Kemur þar til
mikil skattlagning rikisins á
sjálfstætt dansleikja og tónleikja-
haldsem nemur nú tæpum 50% af
miðaverði.
Framhald á 14. siöu
Stjórn og samninganefnd BSRB:
Afnám vísitölubóta
kemur ekki til greina
„Sameiginlegur fundur
stjórnar og samninganefndar
BSRB skorar á rikið og sveitar-
stjórnir að hefja sem allra fyrst
viðræöur til undirbúnings næstu
samningsgerð”.
Þannig hefst ályktun frá stjórn
og samninganefnd BSRB, sem
samþykkt var nú i vikunni, en
samningar BSRB hafa verið laus-
ir frá þvi i byrjun júllmánaöar. I
júlibyrjun lagði BSRB fram kröf-
ur sinar á hendur viðsemjenda
sinna, en siöan hefur aðeins verið
haldinn einn fundur með
samningsaðiljum og engin svör
borist BSRB vegna krafna þess.
1 fyrrgreindri ályktun segir
ennfremur:
,,AÖ gefnu tilefni itrekar fund-
urinn þá áfstööu samtakanna, að
afnám visitölubóta komi ekki til
greina, enda sýnir reynslan, að
það læknar ekki veröbólgumein-
ið. Er þvi eindregið mótmælt
þeim hugmyndum stjórnmála-
manna, sem fram hafa komiö.
um afnám verðbóta á laun.
Þá mótmælir fundurinn enn
einu sinni þeirri kjaraskerðingu,
Framhaid á 14. siöu
r._. .......-------................-----J
iNeytendasamtökin færa út kviari
Fimm nýjar deildir I Neyt-
endasamtökunum verða stofn-
aöar á næstunni austanlands, að
þvi er Jóhannes Gunnarsson
formaður deildarinnar i Borg-
arfirði sagði Þjóðviljanum.
Það er að frumkvæöi áhuga-
fólks á Austfjöröum sem þessar
deildir eru stofnaðar og mæta
þeir Jóhannes og Reynir
Armannsson, formaður sam-
takanna á fyrsta fundinn I
kvöld, en hann verður I Nes-
kaupstað.
Fimm deildir eru fyrir I sam-
tökunum og er þessi herferö nú
aðeins upphafiö, sagði Jóhann-
es, og stendur til að stofna deild-
ir viðar um landið. Hann sagði,
að þetta hefði þvi aðeins verið
mögulegt af þvi að samtökin
fengu auafjárveitingu frá viö-
skiptaráðuneytinu uppá 2
miljónir króna. —vh
I stuttu máli
Urslit í
Ökuleiknil
í dag
Úrslitakeppni i Okuleikni
’79 verður háð viö Laugar-
nesskólann I dag og hefst
seinni umferð keppninnar kl.
3, en að henni lokinni verður
verðlaunaafhending á Hótel
Esju.
Undankeppnir i ökuleikni
’79 voru alls 14 viða um land-
ið og gefst tveimur hlut-
skörpustu keppendum á
aldrinum 18 — 24 ára frá
hverjum stað kostur á að
taka þátt i úrslitakeppninni.
Hún er byggð upp á svipaðan
hátt og undankeppnirnar
nema þrautaplanið verður
stærra og mun erfiöara og
munu keppendur fara tvær
umferðir I gegnum það.
Þeir tveir keppendur sem
hlutskarpastir verða i úr-
slitakeppninni fá i verðlaun
vikuferð til Englands i nóv-
ember n.k. þar sem þeir
keppa fyrir íslands hönd i
norrænni ökuleikni ásamt
Finnlandi, Noregi og Svi-
þjóð. Sú keppni er hvoru-
tveggja einstaklingskeppni
ogkeppni milli landa. I fyrra
varð island i öðru sæti i
Englandi. I Englandi fæst
einnig úr þvi skorið hver
mun hljóta titilinn „öku-
leiknir tslands ’79”.
Það eru Bindindisfélag
ökumanna og Dagblaöið
sem standa i sameiningu
fyrir ökuleikni.
„I fáum dráttum”
Smá-
sagna-
úrval í
skóla-
útgáfu
Mál og menning hefur ný-
lega gefið út smásagnaúrval
handa framhaldsskólum sem
nefnist 1 fáum dráttum.
Njörður P. Njarðvik sá um
útgáfuna.
1 bókinni eru tólf islenskar
smásögur eftir jafnmarga
höfunda. Sögurnar eru allar
samdar eftir 1930, sumar eru
nýsamdar eða hafa verið
endurunnar fyrir þessa út-
gáfu og höfundar eru i hópi
fremstu smásagnahöfunda á
siðustu áratugum.
Bókinni er ekki fyrst og
femst ætlað að vera sýnisbók
smásagna 1930-1979 heldur
hefur val sagnanna miðast
við að sýna smásagnaformið
i sem fjölbreytilegustum
myndum. Njörður P. Njarð-
vik hefur ritað inngang sem
nefnist Smásaga, þar sem
fjallað er rækilega um smá-
söguformið, einkenni þess og
bjölbreytni, með tilvisun til
einstakra sagna i bókinni.
Hverri sögu fylgja enn-
fremur athugunarefni, auk
skýringa torskilinna oröa.
Eftirtaldir höfundar eiga
smásögu i bókinni: A.sta
Sigurðardóttir, Guðbergur
Bergsson, Halldór Laxness,
Halldór Stefánsson, Hannes
Pétursson, Indriði G.
Þorsteinsson, Jakobina
Sigurðardóttir, Nina Björk
Arnadóttir, Ólafur Jóh.
Sigurðsson, Stefán Jónsson,
Svava Jakobsdóttir og Vé-
steinn Lúðviksson. Bókin er
heitin eftir fyrsta smásagna-
safni Halldórs Stefðnssonar I
minningar- og heiðursskyni
við einn mesta snilling is-
lenskrar smasagnagerðar.