Þjóðviljinn - 15.09.1979, Síða 10

Þjóðviljinn - 15.09.1979, Síða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 15. september 1979 ■ IDAGMA Ég skrifa mest 99 um sjáífan mig segir Færeyingurinn og stórskáldiö, William Heinesen, i Helgarviötali viö Halidór Reynisson, blaöamann. Valdamesta forsetafrú í sögu USA Rosalynn Carter er ekki bara „eiginkona forsetans”. Hún er býsna valdamikil kona, á sæti I nefndum og sendinefndum, sem fulltrúi forsetans. Hún segir: ,,Ég er I kastljósi sögunn- ar. Ég hef mln áhrif og ég veit af þvf”. 99 Mývatn veröi vatn á heimsmælikvaröa99 segir Pétur M. Jóhannsson, forstööumaöur Vatnallffræöi- deildar Kaupmannahafnarháskóla I spjalli viö Kjartan Stefánsson, blaöamann. Surtsey — 16 árum eftir 1 sumar fóru fram umfangsmiklar boranir og rannsóknir I Surtsey. Margt forvitnilegt hefur komiö fram og hafa sumar niöurstööurnar kollvarpaö gömlum og viöurkenndum kenn- ingum. _j...............—..................| — * Noröurhjaratrölliö Kjartan L. Pálsson, iþróttafréttaritari, ræöir viö Arthúr örn Bogason. Arthúr er engin smásmiöi. Vegur meira en 130 klló, en öll þessi kiló eru litið annaö en vöövar og bein. Arthúr er betur þekktur sem Noröurhjaratrölliö. Sjálfsmoröiö” eftir Megas 55 loksins komiö út Tónverkiö „Drög aö sjálfsmoröi” eftir Megas er komiö út á tveimur hljómplötum. Þaö er Iöunn sem gefur hijómplöturnar út. Drög aö sjálfsmoröi voru hljóö- rituö á tvennum hljómleikum i hátiöarsal Menntaskólans viö Hamrahlíö sl. vetur. Engar viöbótarupptökur fóru fram aö þeim hljómleikum loknum. Það er „Sjálfsmorössveitin” sem flytur tónverkiö ásamt höfundi en hljómsveitina skipa hljóðfæraleikarnir Björgvin Glslason, Guðmundur Ingólfsson, Lárus Grimsson, Pálmi Gunnars- son og Siguröur Karlsson. Þaö má þvi segja aö valinn maöur hafi verið i hverju rúmi. Pressun og skurður plötunnar fór fram i Hollandi. Ljósmyndir á umslagi tóku Leifur Rögnvaldsson og Loftur Asgeirsson en Prisma prentaöi. Aliir textarfylgja meöprentaöir i opnu umslagsins. -lo Stórmótíð tókst vel Stórmót Ásanna á 10 ára afmæii félagsins Stórmót Asanna I tilefni 10 ára afmælis félagsins. var haldiö helgina 7. — 9. september s.l. Aðeins 12 sveitir mættu til leiks, sem er snöggtum minna en áætlað var. En hvaö um þaö, mótiö fór hiö besta fram. Spiluð voru 12 spil milli sveita, allir viö alla. Úrslit afmælismótsins uröu þau, aö sveit Jóns Baldurs- sonar, formanns Ásanna, bar sigur úr býtum. Meö honum voru: Jakob R. Möller, óli Már Guömundsson, og Þórarinn Sig- þórsson. t 2. sæti varö sveit Tryggva Bjarnasonar, en meö honum eru: Steinberg Rikharösson, Hermann Lárus- son og ólafur Lárusson. Og I 3. sæti varö sveit Skafta Jónsson- ar, en meö honum voru: Arni Jónsson, Guðmundur Sv. Her- mannsson, Valur Sigurðsson og Viöar Jónsson. Röö efstu sveita var þessi: 1. sv. Jóns Baldurss 185 st 2. sv. Tryggva Baldurss 167 st 3. sv. Skafta Jónss 142 st 4. sv.Óöals 138 st 5. sv. Vigfúsar Pálss 132 st 6. sv. Jóns Andréss 103 st Keppt var um silfurstig. Keppnisstjóri var Vilhjálmur Sigurösson. Spilaö var aö Hamraborg 1, en Kópavogsbær, Félagsmálastofnun, lánaöi þaö húsnæöi, félaginu aö kostnaöar- lausu. Ber það aö þakka. Mánudaginn á eftir var spilaöur eins kvölds tvimenn- ingur. Úrslit hans urðu þessi (efstu pör): 1. Steinberg Rlkharðsson — Rikharöur Steinbergsson 216 st. 2. Sverrir Armannsson — Guðmundur Páll Arnars 186 st st. 3. Haukur Ingason — Runólfur Pálsson 181 st. 4. Armann J. Lárusson — Jón Páll Sigurjónsson 710 st. 5. Guðmundur Þóröarson — Garöar Þóröarson 167 st. Keppnisstjóri var Ólafur Lárusson. Og stigakeppni I sumarbridge er þá lokið hjá Asunum. Sigur- vegari varö Guömundur Páll Arnarson. Hann er góökunnug- ur bridgespilari, þó ungur sé aö árum og hefur spilaö fyrir Islands hönd, oftar en einu sinni, á erlendri grundu. Hann er sonur hins kunna keppnis- manns hér fyrr á árum, Arnar Guömundssonar. Næstur I sumarbridge Ásanna varð annar kunningi okkar, Hrólfur Hjaltason. Hann er óþarfi aö kynna öllu nánar (Viötalstimi milli 3-3.30.) 1 kvennakeppninni varö Esther Jakobsdóttir hlutskörp- ust. Hún hlaut 5 stig, en alls hlutu 10 kvenmenn stig hjá As- unum, sem er nokkuö gott hlut- fall miöaö viö þátttöku kvenna. Alls kepptu 262 pör I sumar- bridge Asanna á 12 keppnis- kvöldum, sem gerir 22 pör aö meöaltali á kvöldi. Keppt var eftir „Mitchell”-fyrirkomulagi, sem gafst nokkuö vel. Stjórn Ásanna stýröi keppniskvöldum. Aðalfundur Asanna 1979, veröur haldinn sunnudaginn 23. september n.k. Þar verða af- hent verölaun fyrir keppnir Ásanna eftir sl. áramót og stjórnarkjör fer fram, auk venjulegra aðalfundarstarfa. Félagar I Ásunum (þeir er greiða ársgjald) eru nú um 60 talsins, en fjöldi þeirra er spil- aöi reglulega sl. keppnisár (meö sumarkeppni) erum 250 manns. Er það nokkuð há tala, fyrir ekki stærra félag en Asarnir eru. Nv. formaöur er Jón Baldursson, en þessi stjórn hef- ur verið aö mestu óbreytt frá 1975, þ.e. sami kjarninn. Upp- gangur félagsins hefur veriö mikill, og er svo komiö, aö al- mennt er taliö aðfélagið sé það annað sterkasta á landinu I dag, þó ekki sé loku fyrir það skotiö að það sé þaö besta, þvi að margir sem spila I BR eru einn- ig félagar I BAK. Ásarnir eru eina félagiö, sem eignast hefur Islandsmeistara I bridge, fyrir utan BR. Félagið á nú 10 ára starfsafmæli um þessar mund- ir. Aðalfundur Breiðfirðinga Bridgedeild Breiöfiröinga heldur aðalfund sinn næsta fimmtudag, i Hreyfils-húsinu. A dagskrá eru venjuleg aðal- fundarstörf. Létt spilamennska verður á eftir. Félagar eru hvattir til að koma. Fundurinn hefst kl. 20.00. Nv. formaöur deildarinnar er óskar Þráins- son. Kvenfélagið að hef ja starfsemi sína sína Bridgefélág kvenna er aö hefja starfsemi sina. Á mánu- daginn hefst hjá félaginu 3 kvölda tvimenningskeppni, sem verður meö Mitchell-sniöi. Keppnisstjóri veröur Ólafur Lárusson. Þeir kvenmenn, sem enn eru óskráðar, geta snúiö sér til Ing- unnar Hoffmann um helgina. Spilamennska hefst kl. 19.30. Spilað er 1 Domus Medica, við Egilsgötu. Úrslit hjá TBK Alls komu 14 pör til leiks sl. fimmtudag hjá TBK. Úrslit uröu þessi: 1. Rafn Kristjánsson — Tryggvi Gislason 185 st. 2. Gissur Ingólfsson — SigtryggurSigurösson 182 st. 3. Sigfús Arnason — OrwelleUtley 177 st. 5. Siguröur Amundason — Jón Ámundason 168 st. Hermann Lárusson var keppnisstjóri. Sigurvegari I sumarbridge hjá TBK varö Valur Sigurðsson, en i 2. sæti varöSigfús O. Árnason. Jafnir i 3. sæti urðu þeir Ingdlfur Böövarsson og Gissur Ingólfs- son. Áætlaö er að spila firma- keppni næsta fimmtudag, og eru menn hvattir til að koma, en þátttökugjald á fyrirtæki er 10.000.00 kr. Frá Bridgefélagi Suðurnesja. Bridgefélagið gefur út ansi skemmtilegan bækling, um starfsemi félagsins. Helstu at- riði hans fyrir áramót eru þessi: 11. og 18. september (núna) eru I gangi undanúrslit i ein- menningi. Laugardaginn 22. sept. veröa svo úrslit spiluö i einum 12 manna riöli. 25. september hefst nýtt mót, sem ákv. er að nefna Skúla Thor-mótiö. Kemur þetta mót I staö DANIVALS-mótsins áöur. Keppni þessi er 4 kvölda Butler- tvimenningur. Sunnudaginn 21. október kl. 14.00 er fyrirhugað að fram fari parakeppni, ef næg þátttaka fæst. Næst veröur svo JGP-mótiö sem er sveitakeppni. Hefst mót- iö 23. október og lýkur fyrir ára- mót. Ef með þarf, veröur bætt við spiladögum svo að takast megi að ljúka mótinu á tilsett- um tima. Siöast i nóvember eða byrjun desember er áætlað að halda tveggja daga boðsmót, meö svipuöu sniöi og afmælismótiö i fyrra. Nánar verður tilkynnt um mótiö siöar. Aætlaö er að halda árshátiö félagsins laugardaginn 27. októ- ber. Félagar eru hvattir til að fjölmenna og taka meö sér gesti. Nánar slöar. Spilaö er i Stapa, litla sal, á hverjum þriðjudegi og hefst keppni kl. 20.00 stundvislega. Stjórn félagsins er skipuö þessum mönnum: Guðmundur Igólfsson formaöur, Jóhannes Sigurösson v-formaöur, Þóröur Kristjánsson gjaldkeri, Karl Hermannsson ritari, Logi Þor- móösson og Einar Jónsson I meöstj. Nánar veröur kynntur þessi bæklingur siöar i þætti blaös- ins.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.