Þjóðviljinn - 15.09.1979, Síða 12

Þjóðviljinn - 15.09.1979, Síða 12
12 SIÐA — ÞJ6ÐVILJINN Laugardagur 15. september 1979 vor. Umsjón: Magnús H. Gislason Torfi Steinþórsson skrifar: Heyönnum lok ið í Suðursveit Frá Bolungarvik. Hafnaraðstaðan erfid en batnandi Rætt við Guðmund Kristjánsson, bœjarstjóra í Bolungarvík Um þaö leyti sem útkoma blaö- anna stöðvaðist vegna verkfalls grafikmanna barst Landpósti eftirfarnadi bréf frá Torfa Stein- þórssyni, Hala i Suöursveit. Er bað dagsett 28. ágúst. Enda þótt Torfi Steinþórsson. nokkuð sé um liðið siðan bréfiö var skrifað heldurþað gildi sínu i einu og öliu og mun þvi ,,á þrykk út ganga” svo sem það barst frá hendi höfundarins, að öðru leyti en þvi, að Landpóstur ber ábyrgð á millifyrirsögnum: Aldrei meiri hey t Suðursveit byrjaði sláttur á nokkrum bæjum 13. júli, en á öðr- um skömmu siðar. Aöeins á ein- um bæ lauk heyskap 17. ágúst en á flestum bæjum i lok siðustu viku, og þeir siðustu luku við heyskapinn i gær eða fyrradag. A fáum bæjum var heyfengur i sumar meðmesta móti en á lang- flestum bæjum var hann langt yfir það, sem áður hefur þekkst hér. Svo segja má, að sé miðað við mesta ársheyfeng áöur, þá er stökkið nú i sumar stærra en dæmi eru um áður i Suðursveit. Grasspretta á öllum túnum var hér i hámarki, jafnt á sandatún- um sem moldartúnum. Ef til vill stafar þessi góða spretta af þvi, að bændur hafi borið með meira móti á túnin I vor vegna vorharð- indanna. Þá gáfust hey viðast upp i sveit- inni i vor og bændur þvi, sumir hverjir, borið á til slægna ýmsa túnskika, sem þeir um arabil hafa aðeins notað til beitar. Lengst af linir þurrkar Annars hefur veðráttan hér i sumar verið að mörgu leyti mjög þægfleg, nema til að þurrka töðu, alltaf logn að heita mátti og rign- ingar mjög litlar en þó nóg væta til þess að gras sprytti vel og seint gengi að þurrka heyið. Verulegir sumarhitar hafa sjaldan komið héri sumar, enláta mun nærri að hiti hafi veriö hér 12-14 stig dag hvern. Sólskinsdagar voru fáir og þvi linir þurrkar, nema i siðustu viku kom ágæturþurrkur,sem þó varð fullskarpur um austanverða sveitina svo við lá að heyskaðar yrðu vegna vinds þar. Hey hefur legið flatt, stundum allt að þvi hálfan mánuö. Má þvi segja að hey séu dálitið hrakin hér, að hluta. A sandatúnunum tókst þó yfir leitt allvel að þurrka, þvi mun auðveldara er að þurrka á þeim en moldartúnum. TorB Steinþórsson. Þann 31. ágúst átti Landpóstur tal við Guðmund Kristjánsson bæjarstjóra i Boiungarvik og fékk hjá honum ýmsar upplýsingar um framkvæmdir bæjarins á yfirstandandi ári. Rabb okkkar Guðmundar náði ekki að birtast i blaðinu fyrir verkfall og hefur þvi nokkuð mátt biða sins „vitjunar- tima”. Naumast mun það þó úrelt orðið þó að einhver þau verkefni, sem voru á iokastigi, kunni nú að vera komin I höfn. Hafnarframkvæmdir. Það er þá fyrst að nefna, sagði Guðmundur Kristjánsson, að unniö er hér að byggingu á viðlegu og löndunarkanti, sem er ætlaður fyrir togara og loðnuskip. Þetta er að visu framkvæmd, sem var hafin á síöasta ári, en þá var unniö aö dýpkun og auk þess keypt efni. Núna er veriö að reka niður stál- þil og er gert ráð fyrir að hægt verði að ganga þannig frá þvl i haust, að unnt reynist að taka það i notkun. Þó verður það ekki full- frágengiö. Eftir verður að ganga frá þekju, lögnum og festingum en komið verður fyrir bráða- birgðafestingum, þannig að hægt verði að athafna sig þarna i haust. Framkvæmdafé til þessa i ár er um 65 milj. Samkvæmt áætlun er svo gert ráð fyrir að ljúka verkinu á næsta ári. Hafnaraðstaðan hjá okkur hefur alltaf verið erfið. Að visu höfum við orðið góða höfn fyrir smærri bátana en aftur á móti er brimbrjóturinn, það fræga mann- virki, hann er eini löndunar- og viðlegukanturinn fyrir togarana og stærri skipin. Auk þess er hann afgreiðslukantur fyrir vöru- flutningaskip og svo þessu til viðbótar- er hann varnargaröur fyrir höfnina. Þarna vilja auðvitað verða árekstrar þvi þegar hann þjónar sinum tilgangi sem varnargarður þá er hann næsta ónothæfur sem athafna- svæði. Það er þvi aökallandi, að gera frekari úrbætur til þess að hann nýtist. Þetta eru nú, að ég held, aðal- atriöin i sambandi við höfnina en að visu stöndum við einnig I þvi, að gera við skemmdir á brim- brjótnum. Er það verk upp á einar 10-15 miljónir. Varanleg gatnagerð. Nú, annað verkefni, sem einnig er nokkuð stórt I sniöum á okkar mælikvaröa, sagöi Guðmundur Kristjánsson, er gatnaframkvæmdir. Við erum núna að leggja oliumöl á 6 götur, um 1700 lengdarmetra. Það verk er langt komið. Til þessa voru áætlaðar um 80 milj. kr. Otlögn á oliumölinni er unnin af verk- takanum Miðfelli h.f. i Reykja- vík, en oliumölin sjálf er keypt af fyrirtækinu Oiiumöi hf. framleidd suöur á Reykjanesi og flutt hingað með skipi. Er allt þetta býsna kostnaðarsamt. Það þykir nú kannski skritið að vera að flytja grjót frá Reykjavik og hingað til Vestfjarða en á það er hinsvegar að lita, að við höfum ekki efni hér, sem talið er nothæft til oliumalargerðar. Ég hef nú ekki nákvæmar tölur á takteinum uin hvar við erum á vegi staddir með varanlega gatnagerð þegar þessum áfanga er lokið en gæti trúað, að þá værum við búnir með 80-90% af gatnakerfinu. Hinsvegar er eftir að ganga frá gangstéttum við þessar götur, sem verið er að vinna viö og raunar einnig við sumar þeirra, sem áður voru búnar. Þá hefur verið lögö oliumöl á gangstiga, sem nokkuð er hér um. Svo er unnið að frágangi og snyrtingu á „opnu”' svæöi, meö þvi aö leggja á það þökur og þvi um likt. Ibúðir fyrir aldraða og leikskóli. Ef við snúum okkur þá að byggingaframkvæmdum þá erum við með i smiðum 6 ibúðir fyrir aldraða. Framgangur þess verks fer að sjálfsögðu eftir þvi hvernig okkur tekst að fjármagna það, en íbúðirnar eru nú orðnar fokheldar. Við erum og með i smlðum hús fyrir leikskóla. Aðilar að þeirri byggingu eru, auk bæjarfélags- ins, kvenfélagið og Lionsklúbbur- inn. Þessi bygging er teiknuð af þeim Guðmundi Kr. Guðmunds- syni og Olafi Sigurðssyni og er 264 ferm að grunnfleti. Húsið er nú að verða fokhelt. Aðrar ibúðabyggingar. Hinn 1. ágúst voru afhentar og teknar I notkun fjórar ibúðir, sem byggðar voru samkvæmt lögum um leigu og söluíbúöir. Höfum við fullan hug á að hefja byggingu á fleiri slikum ibúöum, þegar Húsnæðismálastjórn veitir okkur heimild til þess. Hér er og I smiðum fjölbýlishús með 20 Ibúðum. Er veriö að ljúka við að steypa það upp. Þaö er Jón Friöjón Einarsson, sem byggir þetta sem söluibúðir. Enn má nefna, að i smiðum eru 20 einbýlishús á vegum einstak- linga. Eru þau á ýmsum byggingarstigum. Ibúum hefur fjölgað hér undan- farin ár en þá hægar en oröið hefði ef húsnæði hefði verið fyrir hendi. Fólksfjölgun hefur þó verið hér yfir landsmeðaltali og nam hún 4% árið sem leiö. Ibúar eru hér um 1230. Áhaldahús. Nefna má að á framkvæmdar- áætlun er bygging áhaldahúss fyrir bæinn. Er þar um að ræða 2000 rúmm. byggingu. Vonir standa tii að það verði fokhelt orðið fyrir næstu áramót. Viö höfum búið við það að vera algjörlega húsnæðislausir fyrir okkar tæki og þvi var brýnt orðið að koma upp svona húsi. Gott atvinnuástand. Atvinnuástand hefur veriö gott og er gott. En eins og i öörum útgerðarbæjum þá er atvinnulifið einhæft, byggist fyrst og fremst á fiskveiðum og fiskvinnslu. Þvl er það, að allar takmarkanir á veiðum hafa bein og afgerandi áhrif á atvinnulif og afkomu á þessum stöðum. Það verður þvi að ætlast til að tillit sé tekið til þessa við ákvarðanir um veiði- takmarkanir ella er hætt við að Bolungarvik og aðrir þeir staöir, sem likt er ástatt um, verði illa úti. Kyndingarkostnaðurinn. Ég held, að við séum nú búnir aö minnast á það helsta, sem ástæöa er til að drepa á. Þó mætti náttúrlega minnast á eitt atriði enn þótt annars eðlis sé, en það er upphitunarkostnaðurinn. Hann er orðinn geigvænlegur. En I þeim efnum höfum við i ekkert hús að venda því takmarkarnir eru hér á Framhald á 14. siðu List- sýning 1 Bolung- arvík Það er ekki á hverjum degi, sem listsýningar eru opnaðar I litlu sjávarplássi á Islandi. Þó kemur þaö fyrir og er fagnaöar- efni i hvert sinn, þvl llfið er ekki bara fiskur. Sunnudaginn 26. ágúst s.l. opnaði Sigrún Jónsdóttir batik- listamaður sýningu á verkum sinum I ráðhúsinu I Bolungar- vfk. Sigrún, sem rekur verslun- ina og verkstæðið Kirkjumuni I Kirkjustræti i Reykjavik j er löngu orðin þekkt bæði hér á landi og ekki slður erlendis fyrir batlk-verk sln. Það er þvl mikið gleðiefni að hún skuli hafa séð sér fært að koma með sýningu hingað vestur. A sýningunni eru margskonar verk: myndir, lampaskermar, dúkar, kjólar, prestshöklar o.fl. Kvenfélag Bolungarvíkur á heiðurinn af því að hafa fengiö Sigrúnu vestur og uppsetningu sýningarinnar. Ofanrituð frétt barst okkur I þann mund er útkoma dagblaö- anna stöövaðist. — mhg Þetta verk sittnefnir Sigrún Jónsdóttir „Bæn fyrir friöl”.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.