Þjóðviljinn - 21.10.1979, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 21.10.1979, Blaðsíða 19
Sunnudagur 21. ottdber 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 19 Atriöi úr „DeltaJdíkunni”: Leitaö i rusli aö prófspurningum. Háskólabíó (mánudagsmynd): Frændi ogfrænka Frönsk frá 1975 Handrit og leikstjórn Jean-Charies Tacchella Mynd þessi fjallar I stuttu máli um karl og konu sem veröa ástfangin,en þaö háir þeim þó, aö þau eru bæöi föst I sitt hvoru hjónabandinu. Eiginlega háir þetta þeim þó ekkúþvi rás myndarinnar felur nefni- lega I sér þann yndæla boöskap aö kalli hjartaö skalt þú hlýöa. Inn I söguþráöinn blandast ótal atvik og persónur og þótt umhverfiö og rammi myndar- innar sé Iviö franskur, getur þó meöaljóninn á Is- landi vel skemmt sér við þann létta húmor og gleði- tón sem I myndinni er. Fjölskyldullfiö og hvers- dagslygin er þvi miöur alþjóöleg. Stjörnubíó: Köngulóarmaðurinn Bandarisk 1977 Leikstjórn B.W. Swackhamer Húrra! Þá er komin ný mynd I anda Supermans. Aö þessu sinni er þaö önnur fræg teiknimyndafí- gúra úr bandarísku skrlpópressunni, Kóngulóar- maöurinn svonefndi. Hann hefur alla þræöi I hönd- um sér (og fótum) bókstaflega talað, og ögrar nátt- úrulögmálunum á þann hátt. Eins og fyrirrennaar hans er hann I sólarhringslangri baráttu gegn illum öflum og lætur ekkert tækifæri úr greipum ganga til aö góma hina svörtu sauði. Myndin er góö skemmt- un fyrir dýravini. Tónabíó: Sjómenn á rúmstokknum Danir hafa sem kunnugt er afskaplega gaman af aö gantast á rúmstokkum. Nú eru þaö sjómenn, sem koma viö sögu. Um þessamynder Irauninni ekkert að segja, hún er hvorki betri né verri en aörar „gáskafullar og djarfar danskar rúmstokksmyndir” sem fram- leiddareruáfæribandihjá Palladium. Ung súlka er rekin úr vinnu fyrir aö bregöast illa viö þegar yfir- maður hennar káfar á henni. Hún er I miklu upp- námi yfir þessu, einsog gefur aö skilja, og grípur til þess ráös (?) aö sofa hjá s jómanni, sem hún hittir á förnum vegi. Sjómaöurinn lendir á sjúkrahúsi eftir ástarfundinn, og þá tekur stelpan við starfi hans á skipinu, dulbúin sem karlmaöur. Siöan upphefjast miklar ástarflækjur, misskilningur og fleira skemmtilegt, þangaö til allt fellur l ljúfa löö, „ástin ogsiögæöiö sigra um siðir” einsog segir I sýningar- skránni. Nýja bió: CA.SK Bandarisk frá árinu 1977 Leikstjóri Ted Post Eins og nafniö gefur til kynna, svo og aöalleikar- inn Elliott Gould, þá er þetta tilraun til aö apa eftir hinni ágætu svörtu kómediu M.A.S.H. Bandarlkja- herinn er enn sjónarsviöiö, en I þetta skipti leikur hinn fyrrverandi eiginmaður Barböru Streisand tilraunadýr sem fæst viö efnafræöileg vopn. Vegna ýmissa galla er hann rekinn úr vinnu sinni en reynir siöan ásamt félögum slnum aö notfæra sér fyrri þekkingu á efnafræöilegum drápstækjum til aö komast af I hinni höröu lifsbaráttu bandarisks sam- . félags. Viö segjum ekki meira, en spennan stlgur aö vísu, jafnframt þvl sem boöskapur kvikmyndarinnar versnar. En bandarlskar kvikmyndir sem hér hafa verið á boöstólunum upp á siökastiö hafa ekki bein- linis höföaö til frjórrar hugsunar. Austurbæjarbíó: Dirty Harry beitir hörku Bandarlsk 1977 Leikstjórn James Fargo Drullu-Halli heldur áfram að taka lögin I eigin hendur meö mögnuöum skotvopnum og öörum til- tækum ráöum. Clint Eastwood sýnir ekki beinlinis nýja hliö á sér sem leikari. Hann plrir augun, bitur saman munnvikunum og llöur yfir léreftiö eins og draugur á hjólum. Þegar hann er ekki meö hugann fullan viö aö berja mann og annan, skýtur hann á allt lauslegt sem hann sér og réttlætir þannig kúgun kerfisins á einstaklingsfrelsinu. Fyrir þá, sem fá kikk út úr því aö sjá náungann laminn og skotinn er þetta hin æskilegasta afþrey- ing. Þeim sem gera meiri kröfur til kvikmynda er bent á aö sjá einhverja aöra mynd. Laugarásbíó: Delta-klíkan Bandarisk frá árinu 1978 Leikstjóri John Landis Sjöundi áratugurinn séöur meö geöveikum aug- um ameriskrar menntaskólaæsku. Kannski mætti segja aö þetta væri dæmigerö útvötnun á þeirri frjálslyndis- og baráttubylgju sem gekk yfir bandarlska skóla á tlmum Vletnam-strlösins. Ef maöur leggur hins vegar þjóöfélagslega gagnrýni á hilluna og einbeitir sér aö horfa á hiö farsakennda og klikkaöa I myndinni má hafa af henni allgóða skemmtun. Alla vega kemur hún manni oft á óvart... í rósa Upp/ upp#/, Fundur meö hugarflugssniöi um stjórnarskrána A vegum Sambands ungra framsóknarmanna veröur hald- inn fundur um hugsanlegar breytingar á stjórnarskránni. Fundurinn verður haldinn sunnu- daginn 21. október n.k. og veröur meö svonefndu hugarflugssniöi. Ahugamenn um þetta efni eru hvattir til aö s'krá sig til þátttöku á skrifstofu S.U.F. Auglýsing i Timanum Margt er skrýtið... tslenska dýrasafniö óskar eftir aö kaupa hyrnda kú til uppstoppunar. Auglýsing I Timanum. Vandi framsóknarmanns- ins Viöreisnarfélagiö hefur yfirtek- iö þjóöfélagiö og ætlar aö stjórna þvi lengi. Eitt er ljóst: viö verö- um um sinn aö búa viö þaö aö Alþýöuflokkurinn hafi rikiö, Sjálfstæöisflokkurinn hafi mátt- inn og hvorugur þeirra dýröina. Páll Pétursson I Timanum Notaði hún einkabifreiðina einnig? Jón Sólnes kvaöst ekki geta annaö en svaraö þessum oröum ráöherrans, sem ráöist heföi á sig i útvarpsumræöum, og héldi þar rheö áfram ofsóknarherferö á sig og fjölskyldu slna. Morgunblaöiö. Friðun rjúpunnar? Islenska tikin Tina sýndi listir sinar milli dómatriöa undir stjórn eiganda sins Sigurbjörns Báröar- sonar og Labradorhundurinn Vífils Neró sýndi stökkæfingar og sótti imyndaða veiöibráö fyrir eiganda sinn, Asgeir Einarsson. Morgunblaöiö. Eitthvað handa nýjum orkumálaráðherra? Þaö býr mikill kraftur I fossum landsins en hver einstaklingur býr einnig yfir miklum krafti, sem hægt er að virkja betur. DALE CARNEGIE NAMSKEIÐ- IÐ hefur áratugareynslu I þvl, að hjálpa fólki að virkja sína hæfi- leika betur — koma fram af ÖRYGGI, þjálfa MINNIÐ, veröa hæfari I SAMRÆÐUM, ná betri tökum á MANNLEGUM SAM- SKIPTUM og minni AHYGGJ- UR. Augiýsing. I giftingarhugleiðingum? Sleppa 1000 svínum er prinsess- an kemur Fyrirsögn I Dagblaöinu. visna- mál % Umsjón: Adolf J. Petersen Djásnum faldar fögur sveit Aö undanförnu hefur Kvæöa- mannafélagsins Iöunnar veriö minnst hér I Vlsnamálum. Tilefni þess var 50 ára afmæli félagsins, sem er um þessar mundir. A fimmtíu ára ferli sinum hef- ur Iöunn unniö merkilegt menn- ingarstarf, sem aö llkindum heföi annars veriö vanrækt, ef félagsins heföi ekki notiö viö. Þvl ber aö þakka félaginu fyrir aö hafa varöveiít þennan menn- ingararf og glætt áhuga manna fyrir þessari aldagömlu iþrótt i orðlist, visnageröinni. Oft hafa hagyröingar kveðiö lof til Iöunnar sem veröugt er, þar sem félagiö hefur veriö hlutverki sinu og tilgangi trútt og boriö gæfu til aö auöga vlsna- menningu þjóðarinnar og bókmenntir, ef vel er aö gáö. Þórhildur Sveinsdóttir frá Hóli I Svartárdal kvaö til Iöunn- Og Þórhildur hélt áfram, þvi friösældin hefur gagntekiö hugann: Hér er dýrölegt Ijósaland, leikur blær I greinum. Hér er aldrei uppistand eöa þras ineinum. Allt frá þvi aö Auöur djúpúöga nam Dali, hafa þeir boriö og barnfætt marga ágætis atgjörvis menn, góö skáld og listamenn, sem hafa dáö sitt heimahérað og unnaö þvl öllu sem þeir máttu. Einn af þekktum skáldum Dalamanna var Steinn Steinarr. Hann var alinn upp I Dölum, og þó hann dveldist þar ei nema uppvaxtarárin, þráöi hann Dalina öörum stöðum fremur sem kemur fram I kvæöi hans Dalir, þar sem þessar vísur erú meöal annarra: Iöunn fróö meö félagsglóö fjörgar ljóöamálin. Avallt góö og æskurjóö eins og þjóöar sálin. Magnús Jónsson frá Baröi hefur þetta aö segja um Iöunni: Enginn fær meö oröum lýst yndi góörar stöku. Iöunni mun þaö allra sist efni skorta I vöku. Meöan Iöunn andans lands erjar sálargróöur, ei er hætta óöar strands eöa um braga hróöur. Frá þvi var sagt I tveimur siöustu Vísnamálum aö félags- menn Iöunnar heföu fariö I sumarferö til Hveravalla. Ari slöar var fariö vestur I Dala- sýslu og tjaldaö I Ölafsdal. Þá kvað Ólafur Þorkelsson um Dali: Dali byggöu dáöir menn, dæmin rlkt þaö sanna. Verkin lifa I þeim enn afbragös fræöimanna. Dalir hafa heillaö hug Þórhildar Sveinsdóttur, sem þessi vlsa hennar gefur til kynna: Djásnum faldar fögur sveit, frómar óskir streyma. Aldrei slikum unaösreit ætla ég aö gleyma. Þegar haldiö var heimleiöis frá Ölafsdal, var fariö um Laxárdalsheiöi til Borðeyrar og vestur yfir Holtavöröuheiöi. Vegurinn um Laxárdalsheiöi var greiöfær og gott útsýni af heiöinni. Þórhildur kunni llka aö meta þaö og kvaö: Þessi heiöi er góö og greiö, gæfu vættir dugs. Nú erum viö á noröurleiö, núersólihuga. Er komiö var þaö noröarlega á heiöina, svo aö sá yfir Hrúta- fjöröinn, sagöi Þórhildur kannski meb ofurlitla heimþrá 1 sálinni: Kannast ég viö kvist og iyng, keim af gnægtum jaröar. Þarna heilsar Húnaþing hinumegin fjaröar. Dalir. Heilsa ég yöur, dýru Daiir! Drottins friöur ykkur krýni! Opni hliöin huldu salir! Hækkaö sviö I ljóma skini. Himnafaöir! Hvlllkt yndi! Helgir staöir! minnisvaröar! Kvæöamaöur klökku lyndi kyssir glaöur enni jaröar. Sveitir frlöar saman standa, — sigri i strlöi löngum fagna, fylkja prýöi i frjátsum anda fyrri tlöar helgu ragna. Eins og salur dýrra dóma, drengjum valin fyrirheita, ris úr dvala 1 liönum Ijóma Laxárdalur, frægust sveita. Eyjar greiöa lokka aö landi, — ljóma á þreyöum ástafundum. Vakir heiöur æskuandi yfir Breiöafjaröarsundum. Fjallablær til f jaröa streymir, fegurö hlær um tún og engi, sérhver bær I svipnum geymir sál, er slær á ýmsa strengi. Skin og angar byggöin breiöa, — blika þangaö hvarmar Ijósir. Upp aö fangi hijóöra heiöa halla vanga dalarósir. Fyrst og seinast kjarnans kennir kosta hreinu orös i lagi. — Gulliö ieynist. Timar tvennir titra I einu hjartaslagi. Blessaö veri i iöju og óöi allt, sem ber þinn hróöur viöar. Hlut minn þér ég legg I ljóöi, — launin mér þú greiöir siöar. Þykir mér á þessum sióöum þrengjast hagur. Fáir meta ljóöa lestur, langar mig i Dali vestur. Sama er mér hvaö sagt er hér á Suöurnesjum. Svört þó gleymskan söng minnihiröi senn er vor i Breiöafiröi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.