Þjóðviljinn - 24.10.1979, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.10.1979, Blaðsíða 4
4 SIDA — ÞJÓÐVILJINN MiOvikudagur 24. október 1979 DIOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Ctgefandi: Ctgáfufélag ÞjóÖviljans Framkvcmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir Umsjónarmaður Sunnudagsblaös: Ingólfur Margeirsson. Rekstrarstjóri: (Jlfar Þormóösson Auglýsingastjóri: Rúnar Skarphéöinsson Afgreiöslustjóri: Valþór HlöBversson Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón FriÖriks- son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. Erlendar fréttir: Jón Asgeir Sigurösson Iþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Jón Ólafsson Ctlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson Handiita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar. Safnvoröur: Eyjólfur Arnason Auglýaingar: SigriBur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þörgeir Olafsson. Skrifstofa: Gubrtln Gubvarbardóttir. Afgreibsla: Einar Guöjónsson, Guömundur Steinsson, Kristfn Péturs- dóttir. Simavarsla: ölöf Halldórsdóttir, Sigrföur Kristjénsdóttir. Bflstjóri: Sigrún BérBardóttir HósmóBir: Jóna SigurBardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pélsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn GúBmundsson. Ritstjórn, afgreiBsla og auglýslngar: SIBumUla 6, Reykjavfk.slmf 8 13 33. Prentun: BlaBaprent hf. Kaup og kosningar • I gær gerði Þjóðviljinn að umtalsefni þær fimm megintillögur að kaupmætti launa sem Alþýðu- flokkurinn og Framsóknarflokkurinn beittu sér fyrir í tíð síðustu ríkisstjórnar. Alþýðubandalaaið stóð allar þessar lotur af sér í höf uðdráttum, en viðurkennir þó f úslega að nokkuð hallaðist á með kaupmáttinn undir lok hinnar skammlífu vinstri stjórnar. Ástæðan er fyrst og f remst vei;snandi viðskiptakjör þjóðarbúsins. En rétt er að minna á að Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur töldu kaupmátt launa of háan þegar í upphafi stjórnar- samstarfsins áður en viðskiptakjör versnuðu til muna. • Við þær ytri aðstæður í efnahagsmálum sem íslendingar hafa búið við eru milliflokkarnir hikandi og hræddir og vilja sogast fremur að úrræðum afturhalds- aflanna, þeirra sem valdið virðast hafa. Það er og hefur verið skoðun Alþýðubandalagsins að hægt sé að halda uppi því kaupi og þeim lífskjörum sem hér eru nú og gott betur með kjarajöfnun, bættri félagslegri þjónustu, samdrætti i yf irbyggingu þjóðfélagsins og aukinni f ram- leiðslu- og framleiðni atvinnuveganna. Samstarfs- flokkar Alþýðubandalagsins í ríkisstjórn sýndu þessari hlið mála áhuga- og afskiptaleysi. • Hafa ber hugfast að þrátt f yrir að Alþýðubandalagið hafi átt við að etja sameinaðar kröfur Alþýðuflokks, Sjálfstæðisf lokks, Framsóknarf lokks og atvinnurek- enda um kauplækkun lítur kaupmáttardæmið þó út á þennan hátt í dag: 1. Kaupmáttur launa er að meðaltali í ár um 12% hærri en að meðaltali í tíð ríkisstjórnar Geirs Hallgríms- sonar og ólafs Jóhannessonar. 2. Kaupmáttur launa er að meðaltali í ár um 33% hærri en hann var á síðustu þremur árum viðreisnar- stjórnarinnar, draumastjórnar Alþýöuflokksins og Sjá I f stæðisf lokksins. 3. Kaupmáttur launa er nú um 20% hærri en verið hefði að samþykktu frumvarpi því sem birtist sem stefna Alþýðuflokksins í Alþýðublaðinu í desember 1978. • Hér er um að ræða ótvíræðar staðreyndir byggðar á opinberum tölum og myndu þýða þetta í kaupi: 1. Kaup sem nú er 250 þús. kr. á mánuði væri kr. 233 þús. á mánuði miðað við kaupmátt ólafs og Geirs. 2. Kaup sem nú er 250 þúsund kr. á mánuði væri 188 þús. kr. á mánuði eftir kaupmætti launa í draumastjórn Alþýðuflokks og ihaldsins. 3. Kaup sem nú er 250 þúsund kr. á mánuði væri um 208 þús. kr. á mánuði eftir tillögum Alþýðufiokksins í desember 1978. • í Ijósi þessara staðreynda er brýnt að launafólk taki eftir viðvörun Eðvarðs Sigurðssonar, formanns Daqs- brúnar, er hann segir í viðtali við Þjóðviljann: „Ef þau öfl sem nú hafa staðið að þingrofi ná því að koma sterk út úr kosningunum þá er enginn efi að verkalýðshreyfingarinnar og launþega í landinu bíða nýjar árásir á kaup og kjör. Og það er Ijóst að í stjórn- málabaráttunni er Alþýðubandalagið í raun eini val- kosturinn fyrir alþýðuna í landinu. Það er mjög áríðandi að f lokkurinn komi sterkt út úr kosningunum til þess að hann getu eftir þær veitt það viðnám gegn kaupráns- f lokkunum sem nauðsynlegt er. Þar ríður á miklu," seg- ir Eðvarð Sigurðsson. —ekh Raða sér sjálfir • Alþýðuflokksfélagið í Reykjavík lætur fara illa með sig fyrir þessar kosningar. Prófkjörssigurvegararnir frá í fyrra raða sér sjálfir á listann með innbyrðis samningum án þess svo mikið að spyrja flokksfélagið álits. Það er einungis dr. Bragi Jósepsson sem var erlendis meðan á baktjaldamakkinu stóð sem viðheldur margrómuðu prófkjörslýðræði krata í Reykjavík með því að ganga á hólm við f lokksformanninn í fyrsta sætið. Og svo hræðist Benedikt áhugaleysið að hann gerir sér nú upp hræðslu við dr. Braga og biður menn að gera sig ekki atvinnulausan. Ekki vantar glæsibraginn. —ekh Konur i stjómmálum Norræn kvenréttindafélög voru aö þinga i Kaupmanna- höfn. Þau ger&u samþykkt, þar sem segiraö þaö sé blátt áfram „vaxandi ögnun viö frelsi og lýörasði” hve ójafn hlutur karla ogkvenna sé viö ákvaröanatöku alls staöar á Noröurlöndum. Samþykktinni fylgja upplýs- ingar um fjölda kvenna á þing- um og I rikisstjórnum. Þar stendur Svlþjóö best aö vigi — um fjóröungur þingmanna og ráðherra þar f landi eru konur. Finnar og Norömenn eru skammt undan a.m.k. hvaö þingmennsku varöar. Og Sviar hafa veriö aö bæta ráö sitt — I nýafstöönum kosningum geröist þaö aö 38% af öllum nýjum jjingmönnum eru konur. Islendingar eru langsamlega neðstir á blaöi og fyrir neðan Færeyinga. 5% þingmanna eru konur hér á landi. Prófkjörstiö- indi þessa dagana benda ekki til aö þar veröi nein breyting á. Þaö er þá helst aö niöurstööur forvalsins hjá Alþýöubandalag- inu i Reykjavik séu huggun harmi gegn. Helmingur þeirra tólf sem flestar tilnefningar fengu eru konur. Og það sem betra er: hér er ekki um próf- kjörsstjörnukerfi aö ræöa — all- ar eru konurnar sex ágætlega reyndar i pólitiskum og öörum félagslegum störfum. Umhyggja Vísis Viö minntumst i gær á hjart- næma umhyggju Visis fyrir Alþýöuflokkinum — og mun ekki af veita. Visir lætur ekki þar viö sitja: þaö blaö hefur svo stórthjartaaö þar rúmast hvert og eitt viökvæmt blaö af hinni kratisku nelliku Til dæmis hefur blaöiö fundið hjá sér sérstaka hvöt til að verja Sjöfn Sigur- björnsdóttur hnjaski — og hefur þegar skrifaö leiðara, lesenda- bréf og Svarthöföa til aö lofa hana fyrir aö halda rásn sinni og æru og viröingu, hlýöa raust samviskunnar og guö má vita hvaö annað borgarfulltniinn hefur afrekaö. Annað eins hól hefur Visir ekki borið á nokkra pólitiska persónu siöan Vil- mundur var og hét i kerfisstríö- inu. Fjölmiðlaspilið En ,,er það háö en eigi lof” segir Snorri. Sjöfn hjálpaöi Reykjavikurihaldinu til aö fella samning um nýja Landsvirkjun og þar meö stefnumótun i orku- málum til langs tima. Aö baki samningnum lá mikiö undir- búningsstarf obbans af þeim sem meö orkumál sýsla, einnig samþykki þriggja stjórnmála- flokkaog sjálfsagt drjúgs hluta Sjálfstæöisflokksins. Allt þetta hunsaöi borgarfulltrúinn — og eins þótt hún telji sig samþykka þeirri heildarstefnu sem 1 samningnum fólst. Þaö eina sem hún haföi til málanna aö leggja var aö fjölga um nokkra miklum móö. Og nú leika þeir af sér á degi hverjum. Samkvæmt skoöanakönnun eru þeir vel á vegi meö aö spila af sér um helmingi þess fylgis sem þeir fengu I fyrra. Mörg ævintýri skemmtileg gerast I auglýsingaheiminum. A dögunum sáum viö auglýs- ingu frá verslun hér f bæ. Þar segir stórum stöfum: Kápur fyrir kaldar konur. Guö sé oss næstur! Hvaö meina mennirnir eigin- lega? Vita þeir ekki að auglýsingar eiga aö byggja á djUpsálar- fræði og höf&a til einhvers sem er jákvættog hlýlegt og vinsam- legt? Hvaöa kona halda þeir aö viöurkenni meö sjálfri sér aö húnsé ,,köld”? (jafnvelþótt þaö sé hugsanlegt aö henni veröi kalt i vetrarnæðingi). Köld kona er i undirvituninni eins og hver annar viöbrenndur hafragraut- ur. Jafnvel þótt kaupmenn vildu Kápur fyrir kaldar konur ÚrvaX af vetrarfatnaói komió menn I yfirstjórn hins nýja sam- eignarfyrirtækis (Vilmundur hef&i einhverntima sagt a& þar færi viöleitni til aö þenja Ut bákniö). Þessi tillaga var svo fullkomlega út I hött, aö ekki einu sinni fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins nenntuaö sinna henni. Þegar svo fór ákvaö Sjöfn aö eyöUeggja máUö, eins og öllum er nú kunnugt. Allt hrós ritstjóra og Svart- hausa VIsis breytir engu um það, aö þaö er ekki skynsamleg glóra i slikri hegöun. I mesta lagi er hægt að tala um viss slóttugheit i fjölmiðlaspili. Þau slóttugheit eru þó skammgóður vermir. 1 meira en ár hafa kratar spilaö á fjölmiöla af skirskota til talsmátamerking- ar og þá væri „kaldar konur” nokkurnveginn það sama og „svalar skvisur”, þá er þaö llka háskaleg tilraun meö velvilja væntanlegra kaupenda. Enn ein skýring er til á þess- um merka texta. HUn er sU, aö höfundur hans beri sér i brjósti leynda ást tU stuðla og höfuð- stafa. Kápur fyrir kaldar konur. Má vera. Og þá væri textinn áfangi I þjóðlegum skóla i aug- lýsingum. Það mætti halda áfram: Sokkar fyrir skæöar skvisur. Hattar eru hollir hár- lausum, Brækur fyrir breiöa beljaka... Ég vissi aö orö er á Islandi til, segir skáldiö. AB Gegn neyslu vímuefna Ungmenni og Hvers vegna neyta ungUngar áfaigis? Þegar stórt er spurt veröur gjarnan litiö um svör og svo er einnig i þessu tilviki. Afengisneysla er svo snar þáttur i neysluvenjum þjóöarinnar að þaö orkar ef til vUl tvimæUs hvort spurningin á rétt á sér. Hvers vegna er ástæöa tU aö dragaung- lingana Ut Ur neysluhópnum? „Hvað höföingjarnir hafast að’— hinir meina sér leyfist það.” Svo lengi sem áf engisneysla er viöurkennd sem óaöskiljanlegur hluti veislu« og hátiöahalda meginþorra þjóöarinnar má vænta þess aö unglingar liti á þaö sem liö I þroskaferlinum aö hefja áfengisneyslu — og margir vilja „mannast” snemma. „Unglingadrykkja” er þvi ekki vandamál út af fyrir sig; hún er spegilmynd af samkvæmis- venjum fulloröinna, en hefur ekki á sér sama „menningarblæ”. Aö minu mati veröur óheillaþróun áfengisneyslunnar ekki snUið viö nema með hugar- farsbreytingu, — bættú almenn- ingsáliti breyttum almannavenj- um, aukinni sjálfsögun uppalenda þannig að þeirsýni fordæmi, sem farandi er eftir. Fullorönir jafnt og unghngar veröa aö finna sig áfengi frjálsa aö þvi aö láta ógert aö neyta áfengis i' staö þess aö vera i fjötrum þeirrar venju aö ekki sé hægt aö gera sér glaöan dag án áfengis — ekki sé hægt aö „slaka á” án þess a& vera „mjUkur”. Enn eru i fullu gildi orö hins spaka Salómons: Sýn þú sveinin- um veg þann er hann á að ganga ogenda á gamals aldri mun hann ekki af honum vlkja. Hér gagna ekki „vegprestar” sem visa veginn án þess að fara aö fara hann sjálfir. Siguröur Pálsson Inámsstjóri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.