Þjóðviljinn - 24.10.1979, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 24.10.1979, Qupperneq 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 24. október 1979 Lausar stöður A skattstofu Norðurlandsumdæmis eystra, Akureyri, eru eftirtaldar stöður lausar til umsóknar: Staða fulltrúa I. Aðalstarf umsjón með tölvuskráningu, vélritun og skattbreyt- ingaskrám. Staða skrifstofumanns. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi æfingu i tölvuskráningu og vélritun. Umsóknir er greini aldur menntun og fyrri störf óskast sendar skattstjóra Norðurlandsumdæmis eystra, Hafnar- stræti95, Akureyri, fyrir 1. desember n.k. Fjármálaráðuneytið, 22. október 1979. Fjölbrautaskóli Suðurnesja Óskar að ráða SKRIFSTOFUMANN frá og með 1. nóv. n.k. Aðalverksvið verður bókhald og fjárum- sýsla. Nánari upplýsingar veittar i sima 92-3100. Skólameistari. laðberar óskast Austurborg: Bergstaðastræti- Grundarstígur (strax) Óðinsgata- Skólavörðustígur (strax) Laufásvegur- Sóleyjargata (strax) Austurstræti- Aðalstræti (afleysingar strax) Blönduhlíð- Gunnarsbraut- Bollagata (strax) Hamrahlið (1. nóv.) Akurgerði (1. nóv.) DIOÐVILIINN 81333. Rafbillinn hefur gefið góða raun. (Mynd: -eik) RAFBlLL HÁSKÓLANS: Reynist vel í bæjarakstri Rafbill Háskólans hefur nd ver- ið i notkun i riímar tvær vikur. Gisli Jónsson prófessor kynnti bilinn fyrir blaðamönnum á fóstudaginn og sagði að komið hefði i ljós á þessum tima, að raf- billinn fullnægði þörfum ails venjulegs bæjaraksturs. Háskólaráð samþykkti i sumar að veita Verkfræðistofnun Há- skólans 4 miljónir kr. til kaupa á rafmagnsbil. Var það u.þ.b. FOB-verð þess bils, Electra Van 500, sem valinn var, ásamt nauð- synlegum vara- og prófunarbUn- aði. Aður hafði rikisstjórnin sam- þykkt, að tillögu Hjörleifs Gutt- ormssonar iðnaðarráðherra, að veita Háskólanum undanþágu frá greiðslu á aðflutningsgjöldum og þungaskatti af rafbifreið. Bi'Binn var keyptur frá bandariska fyrir- tækinu Jet Industries i Austin i Texas. Það fyrirtæki er einn stærsti rafbilaframleiðandi i Bandarikjunum, en þessi bill er sá fyrsti sem það hefur selt úr landi. 60 þús. rafbilar i Eng- landi. Tilgangurinn með þvi að fá til landsins fullkominn tiiraunaraf- bil er tviþættur. Annars vegar að fá fram ýmsar tæknilegar og rekstrarlegar upplýsingar við al- menna notkun við islenskar að- stæöurmeðýmsum mælingum og skráningum. Hins vegar að sýna fram á, að rafbillinn er orðinn raunveruleiki og getur strax i dag komið i stað bensinbila i bæjar- akstri, t.d. sem einkabill umfram fyrsta bil og sem fyrirtækjabili, þar sem daglegur akstur er ekki mjög mikill.Sem dæmi um notk- un rafbiia erlendis má nefna, að bandariska póstþjónustan er með i notkun um 400 rafbila og áform- ar að fjölga þeim verulega. I Englandi eru i notkunum 60 þús. rafbilar og þá má einnig nefna að rafveitan á Long Island I New York fylki keypti nýlega til eigin nota 40 rafbíla eftir að hafa verið meö 12 rafbila i reynslunotkun, en flestir þeirra eru frá sama fyrir- tæki og rafbill Háskólans. Rafbilar eru ennþá u.þ.b. tvö- falt dýrari en bensinbilar. Þrátt fyrirþaðbendirmargt til þess.að reksturkostnaður rafbila gæti verið svipaður eöa e.t.v. læ'gri en rekstur bensinbila. Nákvæmir Ut- reikningar á hagkvæmni rafbila eru nokkrum erfiðleikum bundn- ir, m.a. vegna vöntunar á ýmsum reynslutölum, og hinu sibreyti- lega og óvissa verðlagi. Við athugun á hagkvæmni raf- bila kemur t.d. upp sU spurning, hvort rikisvaldið sé reiðubUið til að draga Ur áhrifum hins háa verðs með breyttum aðflutnings- gjöldum á rafbilum, sem nýta innlendar orkulindir og valda engri mengun. Ennfremur kemur upp sú spurning, hvernig skatt- lagningu rafbila verði háttað i framtiðinni, en þungaskattur sá, sem nú er lagður á disilbila gildir fyrir alla bila aðra en þá, sem nota bensin. 16 rafgeymar Rafbill Háskólans er upphaf- lega japanskur bensinbill (frá Fuji), en breytt i rafbil i Banda- rikjunum. Rafbúnaðurinn allur og geymarnir eru bandarisk framleiðsla. Billinn tekur 3 far- þegaauk ökumanns. Undir aftur- sætinu eru rafgeymarnir, 16 rað- tengdir 6 volta geymar. Séu geymarnir alveg afhlaðnir, tekur um 8 klukkustundir að hlaða þá að fullu. Billinn er með fjórskiptum gir- kassa og tengslum (kUplingu). Hámarkshraði hans er um 80 km. á klst. Rafgeymarnir endast i 3-5 ár. Rafbillinn kostaði um 9 miljónir hingað kominn meö öllum gjöld- um. Efbillinn værihlaðinn ánótt- unni samkvæmt næturtaxta Raf- magnsveitu Reykjavikur, væri rafmagnskostnaður á hvern km 2.71 kr. Meðalbensinbill eyðir til samanburðar bensini fyrir 35,3 kr. á km. GIsli Jónsson prófessorsagði að þessaritilraunhefði verið vel tek- ið og áhugi almennings á rafbiln- um væri mjög mikill. -eös Fjórar nýjar plötur frá Steinum hf. Steinar hf. gefa út fjórar hljóm- plötur á næstunni og er Gunnar Þórðarson potturinn og pannan i gerð flestra þeirra. Fyrst skal telja plötuna Mezzo- fortemeð samnefndri hljómsveit, sem er reyndar „Ljósin i bænum” án Ellenar Kristjánsdóttur. Þess- ir efnilegu hljóðfæraleikarar leika léttan og ljúfan djass á plöt- unni Mezzoforte. „Vilitar heimildir” eru 20 stuð- lög frá árunum 1975-1978, sem áð- ur hafa komið út hjá Steinum hf. og Ými hf. Meðal þeirra sem eiga lög á þessari plötu eru Stuðmenn, Lónli Blú Bojs, Dúmbó og Steini, Brimkló, Diddú og Egill, Rand- ver, Gunnar Þórðarson og Helgi Pétursson. Hattur og Fattur: Komnir á kreiker hljómplata, sem hefur að geyma 14 lög og texta eftir ölaf Hauk Simonarson. Flytjendur eru Gisli Rúnar Jónsson og Árni Blandon með aðstoð Olgu Guð- rúnar Arnadóttur og fleiri mætra manna. Þú og ég senda frá sér plötuna Ljúfa lif. „ÞU og ég” eru Jóhann Helgason og Helga Möller og sjá þau um allan söng á þessari dans- plötu, sem manna á milli hefur verið nefnd „diskóplatan hans Gunna Þórðar,” að þvi er menn i poppbransanum fullyrða. Aætlaö er að siðastnefnda plat- an, „Ljúfa lif” komi fyrst Ut, eða 29. október, en hinar þrjár á næstu 2-3 vikum þar á eftir. -eös Hugmyndin ad félags- vísindum Bókaútgáfan IÐUNN hefur sent frá sér bókina Hugmyndin að félagsvísindum og tengsl hennar við heimspeki eftír breska heim- spekikennarann Peter Winch. Jónas ólafsson þýddi. Höfundur er prófessor við King’s College, London. Bók hans kom fyrst út 1958 og hefur veriö útgefin marg- sinnis og vakið mikiar umræður og deilur meöal þeirra sem fást við heimspeki. í bókinni eru vissar rikjandi hugmyndir um eöli heimspeki jafnt sem félagsvisinda gagn- rýndar og þær taldar gefa villandi mynd af sambandi félagsvisinda við heimspeki annars vegar og náttúruvisindi hins vegar. Höfundur leiðir i staðinn tíl önd- vegis hugmyndir sem hann telur sig sækja I heimspeki Wittgen- steins. — Þessi bók er hin fyrsta i fyrirhuguðum fbkki sem nefnist Heimspekirit og er I umsjá Páls Skúlasonar próf essors. Hún er 128 bls. : I Lesendur Þjóðviljans á Nú færist fjör i þjóðmálaumræöuna. Kynnið ykkur allar hliðar málanna, gerist áskrifendur hjá umboðsmönnum okkar. Mosfellssveit: Stefán ólafsson Arnartanga 70, 66293 Akranes: Jóna Kristin ólafsdóttir Garöabraut 4, 93-1894 Borgarnes: Sigurður B. Guöbrandsson Borgarbraut 43, 93-7190 Hellissandur: Skúli Alexandersson Snæfeiisási 1, 93-6619 ólafsvik! Laufey Þorgrimsdóttir Hjallabrekku 5, 93-6162 Grundarfjörður: Guðiaug Pétursdóttír Fagurhólmstúni 3, 93-8703 Stykkishólmur: Kristin óskarsdóttir Sundabakka 14, 93-8205 Patreksfjörður: Björg Einarsdóttir Sigtúni 11, 94-1230 Bolungarvík: Jón Gunnarssson Hafnargötu 110, 94-7345 Isafjörður: Gigja Tómasdóttir Fjarðarstræti 2, 94-3822 Suðureyri: Þóra Þórðardóttir Aöaigötu 51. 94-6167 UOOVIUINN Simi 81333 Vesturlandi - Vestfjörðum

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.