Þjóðviljinn - 24.10.1979, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 24.10.1979, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 24. október 1979 Miðvikudagur 24. október 1979 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 á dagskrá Hið sameinaða íhald boðar nú atlögu gegn félagslegri þjónustu, menningarstarfsemi, heilbrigðiskerfi og almennri velferð sem markað hafa framsókn alþýðu til mann- sæmandi lifs- og menningarlegrar reisnar. ólafur Ragnar Grimsson. Gegn þrí- einu íhaldi t Utvarpsumræöum siöasta dag þingsins rakti Ólafur Ragnar Grimsson þann aðdraganda sem á undan fór brotthlaupi krata úr stjórn. Sfðan vék hann að þeim kostum sem landsfólkinu er boöið upp á og sagði: Áætlunarverk fhaldsins Þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur á ný náð tökum á Stjórnar- ráði tslands og kosningarnar boða áframhaldandi bandalag ihalds og krata, þá er nauðsynlegt að þjóðin átti sig vel á þvi hvað i vændum er. Stefnuskrá Sjálf- stæðisflokksins, boðskapur Vinnuveitendasambandsins og Verslunarráðsins, kröfugerð Alþýðuflokksins á Alþingi og innan fráfarandi rikisstjórnar, allt talar þetta einum rómi um ómengaða hægri stefnu, aftur- hvarf til siðasta áratugs, afturför i stað framsækni. Hiö sameinaða ihald boðar nú aðför að kaupmætti almennings, nýjar fórnir launafólks svo að braskararnir geti tekiö allt sitt á þurru þrátt fyrir holskeflur verð- bólgunnar. Afnám veröbóta á laun, fjötrar á samtök launafólks, bann við kjarabótum — allt þetta verður á boröum þingmanna á jólaföstu vinni ihaldsöflin sigur. Erlend stóriðja Hið sameinaöa ihald boöar nú stórfellda erlenda stóriðju. Draumar Morgunblaðsrit- stjórans frá siöasta áratug um 20 álver i eigu útlendinga skulu gerðir að veruleika. Erlendir fjármálafurstar skulu fá enn meiri ítök i efnahagslifi Islendinga. Þaö er táknrænt að um leið og H. Ben & Co. er að fara á hausinn, Flugleiöir riöa til falls og Eimskip er að komast i rekstrarþrot þá birtist höfuðpaur hluthafaklfkunnar í Sjálfstæðis- flokknum i sjónvarpinu og gerir bandalag við erlenda auðmagniö aö úrslitakröfu. Afsal landsrétt- inda og orkugjafir til útlendinga eiga greinilega aö vera bjarg- hringur gjaldþrota burgeisa i Geirshirðinni og skiptir þá engu þótt efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar veröi stefnt i hættu. Niðurrifsstefna Hið sameinaða Ihald boöar nú atlögu gegn félagslegri þjónustu, menningarstarfsemi, heiibrigðis- kerfi og almennri velferð sem markaö hafa framsókn alþýðu til mannsæmandi lifs og menningar- legrar reisnar. Nú ætlar íslenska ihaldið aö 'ramkvæma niður- rifsstefnu evrópska Ihaldsflokka gagnvart þeirri velferðarþjónustu sem eflst hefur verið á siðustu áratugum og talsmenn auðmagns telja til hæstu óþurftarverka sósialista. Nú er það máttur markaðarins og kraftur pening- anna sem ráöa eiga ferðinni. Það ertáknrænt aðá fyrstu minútum i embætti sinu skuli hinn nýi menntamálaráðherra ihaldsins afneita nauösyn á betra húsakosti rikisútvarpsins. En þaö þarf engan að undra, þvi aö á siöasta vetrivarhannhér á Alþingi helsti talsmaður þess að auðvaldið ætti að ráöa ferðinni i fjölmiðlum Islendinga. Það er þvi Ijóst að vinni thalds- öflin sigur verða hér á jólaföstu samþykkt fjárlög sem skera munu á lífæðar samneyslunnar i landinu. Það er nauösynlegt að almenningur i landinu átti sig á þvi að nú ætla fhaldsöflin að ráðast meö hnifnum að menningarstofnunum og vel- ferða rþjónustu. „Skerum, skerum” voru kjörorð Sverris Hermannssonar i útvarpinu fyrir skömmu. Atvinnuleysi En það er ekki aðeins stór- felldar kjaraskerðingar, erlend stóriðja, auknar hernámsfram- kvæmdir og atlaga að menningarstarfsemi og félags- legri þjónustu sem eru i farangri íhaldsaflanna. Það er einnig eitt sem þeir forðast umfram allt að nefna: Atvinnuleysið. Atvinnu- leysiö er hin raunverulega bak- trygging þess markaöskerfis auömagnsins sem nú á aö endur- reisa á Islandi. Það er gjaldið sem almenningi er ætlaö að greiða fyrir að endurvekja gömlu Viðreisnina. Eina vörnin Atburðir siðustu mánaða og ára hafa sýnt að gegn hinum sam- einuðu ihaldsöflum er aðeins ein vörn: Sterkt og öflugt Alþýðu- bandalag. Flokkur launafólks gegn liösmönnum atvinnurek- enda. Flokkur þjóðfrelsis gegn auknum erlendum itökum. Fiokkur menningarlegrar reisnar gegn lágkúru braskarakerfisins. Flokkur samhjálpar gegn miskunnarleysi auðmagns- drottnunar. íhaldsforystan i Framsókn A siðustu mánuðum og árum hefur komið skýrt I ljós að engin von er til þess að Framsóknar- flokkurinn verðskuldi traust vinstri manna. Ferillhans i hægri stjórninni 1974-1978 og samstaðan með Alþýðuflokknum i efnahags- málaumræöum innan fráfarandi stjórnar eru óyggjandi vitnis- burður i þessum efnum. Enda lagði Steingrimur Hermannsson rika áherslu á það hér i dag að enginn ágreiningur væri milli Framsóknarflokksins og Alþýðu- flokksins i efnahagsmálum. Slikt er skiljanlegt þegar haft er I huga að Framsóknarflokkurinn gengur nú tilkosningaundir nýrri forystu Steingrims Hermannssonar, Tómasar Arnasonar og Guðmundar G. Þórarinssonar sem allir hafa i áratugi verið postular einkaframtaks og erlendrar stóriðju. Þeir hafa fyrir Iöngu yfirgefið upphaflegan stefnugrundvöll Framsóknar- flokksins um félagshyggju og raunsanna samvinnustefnu. Skýrar linur Aiþýöubandalagiö stendur þvi eitt gegn þrieinu bandalagi Ihaldsins: Stórihaldsins I Sjálf- stæðisflokknum, litla Ihalds dúkkuráðherranna i Alþýðu- flokknum og draumaihalds nýju forystunnar i Framsóknar- flokknum. Linurnar i islenskum stjórnmálum eru þvi skýrar og afdrá ttarlausar. Alþýðubandalagiö heitir á alla sem vilja raunverulega vinstri stefnu að veita okkur lið. Við heitum á alla sem vilja verja hagsmuni launafólks, verja félagslega þjónustu, menningar- leg verðmæti, og sjálfstæði þjóðarinnar að taka nú höndum saman. Það hefur sjaldan verið meira i húfi. Aðeins afdráttarlaus fylgisaukning Alþýðubanda- lagsins megnar aö koma i veg fyrir hin illu verk ihaldsaflanna. Graskögglafram/eiðslan 1500 tonnum minni en í fyrra Graskögglaframleiöslan I landinu mun nií vera um 1500 tonnum minni en I fyrra, að þvi er Árni Jónsson, landnámsstjóri tjáöi okkur i gær. Aö visu eru þeir ennþá aö á Stórólfsh voli en tööugjöldin munu samt vera þar alveg á næsta leyti. Ég hef ekki alveg nákvæmar tölur yfir graskögglaf ramleiösl- una i ár en ég hyggaö hún muni nema um það bil 9700 tonnum, sagöi Arni Jónsson. 1 fyrra var framleiðslan 11.200 tonn svo þarna munar um 1500 tonnum. Sambandið mun hafa hugað aö innflutningi á graskögglum, sagöi Arniogþóað þaö flytti inn 1500 tonn þá er ekki meira af kögglum á markaðnum en I fyrra en þörfin hinsvegar mun meiri því nú kemur mikill hluti af graskögglunum i staðinn fyrir heyfóður en ekki sem fóöurbætir, eins og venjan hefur veriö. Innlenda framleiöslan er öll pöntuð. Veröið er um 120 kr. kg. frá verksmiðjunum. Nú er flutningskostnaður á graskögglunum aö sjálfsögðu misjafniega háreftir þvi hvert á iand þeir eru fluttir. Við spurðum Arna Jónsson að þvi hvort um einhverja verðjöfnun yröi að ræöa á flutningskostnað- inum. Arni taldi að Bjargráöa- sjóöur mundi veita einhvern flutningsstyrk til þeirra, sem lengst ættu tildráttar, bæði með flutning á heyi og graskögglum. 1 haust kom til tals skömmtun á graskögglum en um hana er ekki aö ræða að öðru ley ti en þvi sem um hefur talast milli for- ráðamanna verksmiðjanna og fóðureftirlitsins hjá Búnaðar- félagi tslands. En til opinberrar ihlutunar kom ekki. -mhg. Viðtal við Alexei Arbúzof höfund„Gamaldags kómedíu” Aiiexei Arbúzof og kona hans — bæöi eru þau leikarar (Ljósm. Jón) Herdis og Rúrik i Gamaldags kómedlu. Svipar mjög til sýninganna heima... Þad er aldrei of seint að byrja upp á nýtt... Alexei Arbúzof er sá rússneskur leikritahöfund- ur sem kunnastur er og mest leikinn víða um lönd. Hann er nú hér á landi ásamt konu sinni í sam- bandi við frumsýningu Þjóðleikhússins á nýlegu leikriti hans, Gamaldags kómedíu, en þar fjallar hann af sinni velviljuðu mannþekkingu um tvær rosknar manneskjur sem reyna að losna úr viðjum dapurra minninga og ein- semdar og vakna til nýrrar gæfu. Vond byrjun — Þér hafðiö skrifað leikrit i bráöum fimmtiu ár, hvernig var fyrsta leikritið? spurðum við Arbúzof fyrst af öllu. — Það var skelfilegt bull. Ef að ungur maður kæmi með annan eins þvætting til min, þá mundi ég ráðleggja honum aö leggja eitt- hvað annað fyrir sig. Þetta var áriö 1930. Þá voru tvö ár liðin siöan ég lauk námi i leikskóla Gajdebúrofs I Lenin- grad. Eg kom þangað ungur að- eins 16 ára. Svo ungir menn voru ekki teknir I skólann, en ég breytti fæðingarárinu á pappirum minum og komst svo inn með svindli. Þarna læröi ég til leikara, en byrjaði snemma aö fást við leik- stjórn lika. Og það hefur verið mér ómetanlegt að koma meö þessum hætti inn i leikskáldskap- inn innan frá ef svo mætti segja Örlög leikverka — Þér hafið samiö meira en 30 leikrit. Er eitthvert þeirra I sér- stöku dálæti hjá yöur? — Já, og kannski likar mér ekki endilega best við þau leikrit sem best hafa gengiö. Mest held ég upp á „Sæludagar ógæfumanns- ins”. Þaö er um tortryggni, um þaö hvernig heimurinn er á kafi i vantrausti á fólki og þaö tortimir manninum andlega og jafnvel likamlega. En viðast hafa farið Saga frá irkútsk, Vesalings Marat, ( var sýnt I Þjóöleikhúsinu 1968 undir nafninu Fyrirheitiö) og svo Gamaldags kómedia. Þaö var reyndar veriö aö frumsýna þaö I Róm fyrir þrem dögum — ég gat auövitaö ekki veriö á tveim stöö- um I einu og ákvaö aö fara hingað þvi hingað hafði ég aldrei komiö áður. Mér finnst mjög gaman af þvi að bera saman túlkanir og lausnir sem menn hafa fundið á verkum minum i hinum ýmsu löndum. Það er mjög spennandi, en til þess þarf lika góöar taugar og maöur má heldur ekki vera alltof fastheldinn á sinar eigin hug- myndir um það hvernig eigi að færa upp tiltekið verk. Til eru þeir höfundar sem geta ekki þolaö aö vikið sé frá þeirra hugmyndum. Ég er ekki þannig, kannski ein- mitt af þvi aö ég er sjálfur leik- stjóri og á þvi auöveldara með að viðurkenna i verki að leikhúsiö er alltaf meðskapandi og þaö sem mér finnst best, er að stundum kemur eitthvaö þaö frani i sýn- ingu sem höfundurinn haföi ekki komiö auga á i verki sinu sjálfur og við það stækkar leikrit hans. Þegar ég sá Vesalings Marat i London haföi ég séö þaö I einum tiu uppfærslum heima i sósialisk- um rikjum, en mér fannst ég ekki hafa skilið verkiö sjálfur fyrr en eftir sýninguna i London. Út um heim Sú skoöun réði reyndar mjög miklu um örlög min sem leikrita- skálds, þvi eftir hana fór Vesa- lings Maratum öll enskumælandi lönd — meira að segja Suður - Afriku. Þá var þaö land i banni hjá mörgum leikskáldum en ég gat ekkert gert, þvi að við vorum þá ekki aðilar að alþjóðlegum samþykktum um höfundarrétt. — Oft kvarta menn yfir þvi aö sovésk leikrit séu mjög staðbund- in, útlendingar muni ekki kunna Fyrsta leik- ritið var bölvaður þvættingur að meta þau. Hvernig stendur á þvi að yöar verk hafa átt svo greiöa leiö út um heiminn? — Kannski er þetta tengt þvi að fólk vill fræðast um innra líf sovésks fólks. Min leikrit sýna yfirleitt ekki manninn i starfi eins og svo mörg verk hjá okkur. Þau eru fyrst og fremst um persónu- leg vandamál. Og þarna gerist það, aö fólk hér fyrir vestan sér i þessum persónulegum vanda- málum mannlif sem er um margt öðruvisi en það á að venjast en um leið er þaö ekki svo fjarlægt, aö það geti ekki þekkt aftur i þeim eigin ugg og vonir. Hamingja á ævikvöldi — Hvernig munduð þér sjálfur lýsa Gamaldags komediu? — Aö nokkru leyti er höfundur þessa verks striðið sem skildi eftir óafmáanleg spor i lifi okkar fólks. Einsemd mannsins er það skelfilegasta sem til er — og örlög mjög margra manna, sem misstu þá sina nánustu eru oft dapurleg. Og svo er sú einsemd sem menn koma sér i sjálfir með ýmsum hætti. 1 þessu leikriti er lika annað á dagskrá. Lif manna er . lengra en áöur og ég á þá ekki að- eins viö það að menn lifi fleiri ár, heldur það, aö sá maöur sem nú er fimmtugur er yngri en fimmt- ugur maður var á nitjándu öld. En af venju halda menn samt áfram að telja sig eldri en þeir I raun og veru eru. Nema þeir sem halda sér ungum með áhuga á starfi og fólki með virku lifi. Þannig eru einmitt báðar þær persónur sem ég lýsi i Gamaldags komediu. Mig langaði til að sýna, að einnig á ævikvöldinu getur maðurinn orðiö hamingjusamur. Hœtti viö sjálfsmorö Ég fæ stundum bréf frá áhorfendum minum sem hjálpa mér mjög mikið. Einn ungur maður sem hafði séö Rodion i Gamaldags komediu skrifaði mér og játaði að hann hefði ekki heimsótt föður sinn i þrjú ár — „en ég lofa yður þvi”, sagði hann ,,að i sumar fer ég til gamla mannsins”. Ég skrifaðist i mörg ár á við stúlku sem hafði ætlað að fremja sjálfsmorð en hætti við það þegar hún heyrði i útvarpi leikrit eftir mig sem heitir Tanja. Henni fannst aö þeim Tönju svip- aði mjög saman og reyndi að breyta eins og hún, og hún skrifaöi mér lengi og sagöi mér frá þvi hvernig hún reyndi að halda áfram leikritinu I sinu eigin llfi. Bréf af þessu tagi hjálpa höfund- inum mikið, þau sýna beina Ihlut- un hans I lif fólks. Vesalings Marat segir „jafnvel aöeins degi fyrir dauða sinn getur maðurinn byrjað nýtt lif”. Þetta segir ungur maöur. En þessi hugsun lifir i mörgum öðrum persónum minum — þær finna að þær þurfa að breyta einhverju þvi i lífi sinu sem stendur i vegi fyrir gæfu þeirra. Reykjavik- Tókió — Hvað sýnist yður um Gamal- dags komediu hér á sviði og við- brögð við henni? — Sýningin er gott verk og vandaö og viðbrögð mjög svipuð þvi sem ég sá og heyröi i Moskvu og Leningrad. Ég held aö sýning- in sé allmiklu nær uppfærslum heima en þvi sem ég sá t.d. i Paris eða Amsterdam. Og af við- brögðum viö einstaka tilsvör ræð ég að þýöandinn hafi unnið sitt verk vel. Japanska sýningin á þessu verki var afar sérstæð. Þar var gerö i fyrsta skipti sú tilraun að stefna saman leikurum af tveim gjörólikum skólum. Lýdia var leikin af listakonu sem starfar við teikhús sem vinnur i evrópskri hefö. En Rodion var leikinn af einum þekktasta fulltrúa Kabúki- ieikhússins japanska. Kabúki- ieikhúsið er mjög lokaö og sér- stætt að formmáli, tjáningarað- ferö, verkin sem þar eru flutt eru tengd japanskri fortiö. Otkoman varð mjög sérstæö — ég varð aö sjá sýninguna þrisvar áður en ég gat sætt mig við það jafnvægi sem var reynt að skapa milli „evrópskrar” leikkonu og Kabúkimeistarans sem er einn þeirra fáu leikara i Japan sem ber titilinn „Lifandi minnisvaröi undir vernd rikisins”. Sýningin i Paris er hinsvegar sú besta sem ég hefi séð, einstaklega vönduö og þokkafull. Hún gekk Framhald á bls.12 viðta8|«8agsrins Framhalds- skólinn til umræðu Um siöustu helgi var haldin tveggja daga ráöstefna á vegum Hins islenska kennarafélags á Hótel Loftleiöum um franthalds- skóla, en eins og kunnugt er ligg- ur nú fyrir Alþingi viðamikið frumvarp um samræmingu fram- haldsskólanáms. Þjóðviljinn sló á þráðinn til Jóns Ilnefils Aðal- steinssonar formanns félagsins til að spyrja um þessa ráðstefnu. — Var þetta fjölmenn ráð- stefna, Jón? — Hana sóttu um 50 manns viös vegar að af landinu og einnig var boðið til hennar fulltrúum menntamálaráðuneytisins, Há- skóla tslands og Kennaraháskóla tslands. Þarna komu menn frá öllum landshlutum t.d. Isafirði, Akureyri, Egilsstöðum, Neskaup- stað, Suðurlandi og Akranesi, Keflavik auk skóla á Reykjavik- ursvæðinu. — Um hvað snerust umræður? — Mál framhaldsskólanna var tekið fyrir frá ýmsum hliðum og meðal annars höfð hliðsjón af þvi frumvarpi sem liggur fyrir Al- þingi. Umræðuefninu var skipt i fjóra efnisflokka og voru átta framsögumenn. Málshefjendur um framhaldsskóla i strjálbýli voru þau Gerður óskarsdóttir skólastjóri i Neskaupstaö og Tryggvi Gislason skólameistari á Akureyri. Framsögu um verk- menntun á framhaidsskólastigi höfðu þeir Steinar Steinsson skólastjóri Iðnskólans i Hafnar- firði og Jón Böðvarsson skóla- meistari i Keflavik. Um tengsl framhaldsskóla og gildi stúdents- prófs höfðu framsögu Þorsteinn Vilhjálmsson dósent og örnólfur Thorlacius yfirkennari og um á- fangakerfi: bekkjakerfi voru málshefjendur Heimir Pálsson konrektor og Guðni Guðmunds- son rektor. — Eru framhaldsskólakennar- ar ánægðir með hið nýja frum- varp? -- Það var nú ekki rætt ýtarlega á ráðstefnunni en margir lýstu þó yfir ánægju sinni með það i stór- um dráttum og þingið lýsti yfir á- huga sinum að sett sé löggjöf um framhaldsskóla. Jafnframt lagði þingið til að felld verði úr gildi lög um viðskiptamenntun á fram- haldsskólastigi sem felur i sér að sérstaða Verslunarskólans og Samvinnuskólans verði afnumin. — Voru ekki gerðar einhverjar athugasemdir við frumvarpið um framhaldsskóla? — Þingiö fagnaði þeim ákvæð- um i frumvarpinu að rikissjóður Jón Hnefill Aðalsteinsson, formaður Hins íslenska kennarafélags beri allan stofnkostnað fram- haldsskóla og að námsvistargjöld verði felld niöur en taldi hins veg- ar að kostnaðaraðild sveitarfé- laga bjóði til vandkvæða nema lögboðið verði fast gjald á hvern nemanda. — En eru ekki skiptar skoðanir umágæti áíangakerfis annars vegar og bekkjakerfis hins veg- ar? — Fram komu á ráðstefnunni þessar hefðbundnu skoðanir um ágæti hvors kerfis um sig en þessi sjónarmið voru samræmd i álykt- un þingsins. Þar segir að bæði kerfin hafi ótviræða kosti og eigi rétt á sér hlið við hlið þannig að nemendur geti valiö milli þeirra. Segir eitthvað á þá leið að nám i framhaldsskóla verði samræmt að nokkru marki þannig að nem- endur geti auðveldlega skipt um skóla enda verði þess vandlega gætt að samræmingin takmarki ekki svigrún einstakra náms- greina og einstakra skóla til skipulagningar og þróunar náms- efnis. —GFr. „Bæði áfanga- kerfi og bekkjakerfi hafa ótvíræða kosti”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.