Þjóðviljinn - 31.10.1979, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 31.10.1979, Qupperneq 1
UOWIUINN Miðvikudagur 31. október 1979. 236. tbi. 44. árg. Sex ára drengur fórst Sex ára drengur lést i um- ferðarslysi á Akranesi f fyrradag. Hann hét Þorfinnur Simonarson, til heimilis að Bakkatúni 16 á Akranesi. Þorfinnur var fæddur 16. júlí 1973. Banaslysið varð á gatnamótum Vesturgötu og Merkigerðis. Drengurinn var á leið i skólann á reiðhjóli er hann varð fyrir litilli vörubifreið frá Rafveitu Akra- ness. Litli drengurinn viröist hafa oröið undir hægra framhjóli bif- reiðarinnar. Hann lést samstund- is. Þorfinnur heitinn var á leið austur Vesturgötu er slysiö varð um kl. 14.45. Blllinn var á lítilli ferð á leið I vesturátt en sólin var mjög lágt á lofti og blindaöi öku- manninn. -eös viðhorf Guðmundur, Guðrún, Benedikt tslensk launamannahreyfing er sterk á hinum faglega vettvangi enhefur skort afltB þessað fylgja eftir sjónarmiðum sfnum á Alþingi ogi rfkisstjórn. Þegar það varlsjónmálibrugðust þingmenn Alþýðuflokksins þvl umboði sem verkalýðshreyfingin haföi veitt þeim tfl þess að stjórna landinu með hagsmuni launafólks fyrir augum. Alþýðubandalagsmenn sem gegna tnínaðarstöðum I samtök- um launafólks hafa ætlð staðiö sterkt I flokkslegu starfi. Verka- lýðsmálaráð flokksins og stjórn þess hafa mikil áhrif á daglega stefnumótun Alþýðubandalagsins og það sjónarmið að flokknum bæriaöfylgja eftir kröfum verka- lýðshreyfingarinnar réði Urslit- um um myndun slðustu rlkis- stjórnar. Skýrasta dæmið um það traust sem almennir flokksmenn bera til forystumanna og félaga I verka- lýðshreyfingunni eru Urslit i for- vali Alþýðubandalagsins i Reykjavlk og I skoðanakönnun Alþýðubandalagsins 1 Kópavogi. Fyrir tilstilli félagsmanna I þess- um tveimur Alþýðubandalags- félögum eruallar horfur á þvi aö þrir forystumenn úr samtökum launafólks sitji á næsta Alþingi. Er þá aðeins gert ráð fyrir að Alþýðubandalagiö haldi þeim þingsætum er það fékk I slöustu kosningum. 1 Reykjavlk var Guömundur J. Guðmundsson formaður Verka- mannasambands lslands I öðru sæti I forvalinu og tekur þar við merki Eðvarðs Sigurðssonar for- manns Dagsbrúnar. I f jóröa sæti I forvalinu varð Guðrún Helga- dóttir stjórnarmaður I Bandalagi starfsmanna rikis og bæja. 1 Kópavogi fór fram skoðanakönn- un þar sem Benedikt Davlðsson formaður Sambands bygginga- manna fékk haldgott vegarnesti I 2. sæti G-listans I Reykjaneskjör- dæmi. í þessum úrslitum endur- speglast ákveðin viljayfirlýsing almennra flokksmanna I Alþýöu- bandalaginu um aö skoðanir hinnar breiðu fylkingar launa- manna eigi öfluga málsvara á Alþingi. Bæti Alþýðubandalagið við sig atkvæðum má benda á að i baráttusæti G-listans á Vestur- landi er Bjarnfriður Leósdóttir, varaformaður Verkalýðsfélags Akraness, og miöstjórnarmaður I Alþýðusambandi Islands. Þessi sérstaka áhersla sem félagar I Alþýðubandalaginu leggja á það að kjósa fulltrúa samtaka launa- fólks á þing er vel við hæfi i þvi pólitlska ástandi sem nú rlkir. En mestu skiptir þó aö alllr þing- menn Alþýðubandalagsins lita á sig fyrst og siöast sem málsvara verkalýðsstéttarinnar. -ekh „Fjórdálk! —þaðer slðastisjens fyrlr kosningarnar," sagðl Ijósmyndarinn þegar hann kom með þessa skemmtilegu mynd af krökkum I sleðabrekkunni milli Heiðargerðis og Miklubrautar, en þar er alltaf mikið um krakka þegar snjórinn er kominn. íhaldið hafhar framámönnum samtaka launafólks Sex lögfræðingar og einn heildsali Sjálfstæðisflokkurinn ekki lengur ,Jlokkur allra stétta” samkvœmt forsögn Guð- mundar H. Garðarssonar Framámenn Sjálf- stæðisf lokksins í samtök- um launafólks fengu herfi- lega útreið í prófkjörum flokksins í Reykjavík og á Reykjanesi um helgina. ,/Hneykslið" frá síðustu próf kjörum var endurtekið '' og í sjö efstu sætum listans í Reykjavík eru sex lög- fræðingar og einn heild- sali. Morgunblaðið skrifaði fyrir síðustu kosningar að það hneyksli mætti ekki endurtaka sig að Guð- mundur H. Garðarsson formaður Verslunar- mannafélagsins og Pétur sjómaður Sigurðsson/ yrðu felldir frá þingsæti í próf- kjöri „flokks allra stétta". Geir Hallgrímsson talaði um slys sem ekki mætti gerast á ný. Nú gerist það í annað sinn að þeir færast neðar á lista vegna þess að rýma þarf til, nú fyrir borgarstjóranum fyrr- verandi sem gefist hefur uppframmi fyrir því verk- efni að vinna Reykjavfk fyrir íhaldið aftur. I kosningabæklingi sinum sagði Guömundur H. Garðarsson að Sjálfstæðisflokkurinn gæti „ekki fyllilega staðið við kjörorð sitt „Stétt með stétt” án þess að eitt eða fleiri af sjö sætum D-listans verði skipuö skeleggum framá- mönnum úr röðum launþegasam- takanna i landinu”. Nú lenda Guðmundur og Pétur I 8. og 9. sæti listans þannig að kjörorðið fellur um sjálft sig samkvæmt þeirra eigin skilgreiningu. Sjálf- stæðisflokkurinn fékk fimm þing- menn kjörna i Reykjavlk viö síð- ustu kosningar og einn uppbótar- mann, og enn færast fulltrúar launafólks aftar á listann. Aðrir framámenn samtaka launafólks 1 prófkjörinu, Agúst Geirsson formaður Félags isl. Framhald á bls. 13 I ÚtKönd Landbúnadur Prófkjör Ríkisútgjöld Kosningar Evrópukommar. Margir i austri og vestri vilja Evrópu-kommúnismann svo- nefnda feigan. En Italskir kommúnistar neita að fallast á þá óskhyggju og eru að móta nýjan valkost eftir vonbrigði með „sögulega málamiðlun” við hinn kristilega hægriflokk Hey 10-20% minni Heyskaper nú allsstaðar lokið en heyin 10-20% minni en I meöalári. Þvihefur veriö horfið frá að leggja á fóðurbætisskatt i vetur, segir Gunnar Guðbjarts- son, form. Stéttarsamb. bænda i viðtali um heyskaparlok og fóðurfeng. Ólga i KR Óánægja hefur komið upp i KR vegna þess að félagsheimil- ið var lánað undir prófkjörs- stúss um helgina. Sveinn Jóns- son formaður KR segir að húsið hafi veriö lánað Ellert B. Schram, vegna þess að hann er KR-ingur og hefðu aörir KR-ingar i pólitik getað notið sömu fyrirgreiðslu. Þensla undir Geirs- stjórn Það er hlálegt þegar Sjálf- stæðisflokkurinn lofar niöur- skurði rikisútgjalda nú — I siðustu stjórnartið hans þandi hann þau útgjöld um sem svar- ar 88 miljöröum króna á kjör- timabði, segir Geir Gunnarsson I viðtali Unnið dag og nótt Liðlega 57 þúsund manns eru á kjörskrá i Reykjavik i Al- þingiskosningunum I desember. Ellen Snorrason og aöstoðar- menn hennar á Manntalsskrif- stofunni hafa lagt nótt við dag að undanförnu við að bera saman öll þessi nöfn og leyst fjögra mánaða vinnu af hendi á 13 dögum. Kjörskráin veröur lögð fram 3. nóvember. Sjá opnu Sjá opnu Bls. 16 Sjá bls. 16 Sjá opnu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.