Þjóðviljinn - 31.10.1979, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 31.10.1979, Qupperneq 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 31. október 1979 DIOÐVIUINN Máigagn sósíalisma, verkalýös- hreyfingar og þjóðfrelsis (Jtgefandi: Otgáfufélag Þjó&viljans Framkvsmdastjóri: Eiöur Ðergmann RiUtjórar: Ami Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir Umsjónarmaður Sunnudagsblaós: Ingólfur Margeirsson Kekstrarstjóri: Olfar Þormóösson Augiýsingastjóri: Rúnar Skarphéöinsson Afgreiðslustjóri: Valþór Hlöftversson Blaóamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón FriÖriks- son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. Erlendar fréttir: Jón Asgeir Sigurösson lþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Jón Ólafsson Otlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson Handiita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason Auglýsingar: Sigriöur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir ólafsson. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir. Afgreiösla: Einar Guöjónsson, Guömundur Steinsson, Kristín Péturs- dóttir. Slmavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir Húsmóöir: Jóna Sigúröardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Otkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Slöumúia 6, Reykjavfk.simi 8 13 33. Prentun: Biaöaprent hf. Ónýtt kjörorö • Það er umhugsunarefni hversvegna flokkur á borð við Sjálfstæðisflokkinn, sem jafnan leggur áherslu á að hann sé málsvari launþega, skuli hafa uppi svo litla til- burði til þess að staðfesta þá ímynd. Forystumenn laun- þegasamtaka iðnverkamanna, verslunarmanna, iðn- aðarmanna, sjómanna og opinberra starfsmanna voru felldir í prófkjörum Sjálfstæðisf lokksins í Reykjavík og i Reykjaneskjördæmi, og jafnvel þótt Sjálfstæðisflokkur- inn vinni verulega á er enginn forystumaður launþega- samtaka nærri þvíað komastá þing af íhaldslista. • Stuðningur við verkalýðshreyf inguna hefur að vísu aldrei verið grundvallaratriði í starfi og stefnu Sjálf- stæðisf lokksins. Og Sjálfstæðisf lokkurinn hef ur verið að breytast. A vegum hans ryðjast fram lögf ræðingar em- bættismenn og heildsalar og hafa smám saman þokað fólki úr atvinnulífinu og fulltrúum launafólks út af framboðslistum. Sjö efstu sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík skipa nú sex lögfræðingar og einn heildsali og þarf varla fleiri vitna við um stéttareðli flokksins. Hin samslungna embættismanna-, lögfræðinga- og heild- salaklíka Sjálfstæðisf lokksins hefur nú rutt skrautblóm- um íhaldsins i verkalýðshreyfingunni út í horn, enda ekki ráðlegt að sjónarmið forystumanna launþega heyr- ist í þingf lokksherbergi Sjálfstæðisf lokksins þegar farið verður að vega að verkalýðshreyf ingunni eftir kosning- ar. • Þeir launamenn sem hingað til haf a haldið, að hags- munum þeirra væri best borgið með því að kjósa Sjálf- stæðisflokkinn hljóta aðendurskoða afstöðu sína eftir að trúnaðarmönnum launþegasamtakanna hefur verið rutt af listum flokksins. Þessir launamenn hljóta að sjá í gegnum slagorð Sjálfstæðisflokksins um „stétt með stétt". Raunar hefur Guðmundur H. Garðarsson for- maður Verslunarmannafélags Reykjavíkur, þegar af- skrifað þetta kjörorð. í kosningabæklingi fyrir prófkjör- ið sem Guðmundur gaf út sagði m.a.: „Stuðningsmenn Guðmundar H. Garðarssonar telja að Sjálfstæðisflokk- urinn sé ennþá — og nú f remur en áður — f lokkur allra stétta. Hinsvegar getur flokkurinn ekki fyllilega staöið við kjörorð sitt,,Stétt með stétt" án þess að eitt eða fleiri af sjö sætum D-listans verði skipað skeleggum framá- mönnum úr röðum launþegasamtakanna í landinu." • Ekkert af sjö efstu sætunum er skipað öðrum en lög- fræðingum, heildsölum og stóreignamönnum. Pétri „sjómanni", sem átti að fara á toppinn, er vísað I átt- unda, og Guðmundi „verslunarmanni" í níunda. i Reykjaneskjördæmi eru formaður Iðju og formaður Múrarasambands Islands I neðstu sætum. Þátttakendur í prófkjörum Sjálfstæðismanna átta sig á því að fulltrú- ar launafólks eiga litiö erindi inn á þing fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. Stór en ekki sterkur • Það er ekki nóg með að launamannagríman detti af Sjálfstæðisflokknum i aðdraganda þingkosninganna nú. Fyrir utan tilraunir til þess að höfða tii launafólks hef ur flokkurinn reynt að stilla sjálfum sér upp sem valkosti við sundurlyndi „vinstri" flokkanna. En sjálfum sér sundurþykkari flokk getur ekki en Sjálfstæðisflokkinn. • Sérframboð er þegar komið fram í Norðurlands- kjördæmi eystra og í Suðurlandskjördæmi berast fylk- ingar Sjálfstæðismanna á banaspjótum. Ljóst er að f ull- trúar atvinnurekstursins í landinu munu una illa litlum hlut sínum innan Sjálfstæðisflokksins, og launafólk mun ekki eiga neinn málsvara í röðum þingmanna Sjáif- stæðisf lokksins að loknum kosningum. • Það verður erfitt fyrir Morgunblaðið að sannfæra kjósendur um það fyrir kosningar að „forystuhæfileik- ar" Geirs Hallgrímssonar dugi til að halda þessu tæt- ingsliði saman eftir kosningar. Sjálfstæðisf lokkurinn er stór. En hann er ekki sterkur. Hann er sundurtættur. -ekh Ritstjóri varar viö Matthias Johannessen skrifar i dag Varnaðarorö i blað sitt. Tilefnið er ýmisleg stóryröi og heiftaryrði sem fallið hafa i blaði hans og reyndar viöar um Þjóðviljamenn að undanförnu, og þá ekki sist um klippara þessa þáttar. Aður en lengra er haldið þykir mér rétt að ieiðrétta misminni og misskilning sem koma fram i þessari grein beint og óbeint. Tvær athugasemdir í fyrsta lagi er talað um að AB „hafi látiö það viðgangast að viö Styrmir Gunnarsson og Indriöi G. Þorsteinsson værum kallaðir CIA-njósnarar I blaði hans”. Þetta mál er ööruvisi vaxið. Fyrir svo sem tveim árum barst frá Sviss bæklingur þar sem einhverjir ónafngreindir menn höfðu tint saman lista yfir fjöl- miðlafólk i Evrópu sem þeir töldu i tygjum við CIA. A þessum lista voru þeir Matthias og Indriði. Þetta mál var ekki tekið alvarlegar hér i Þjóð- viljanum en svo, að þvi var skotið inn á þá ágætu siðu sem kennd er við Notað og nýtt. En af þvi aö mynd var með af bækl- ingnum þá fór svo, að siödegis- blöðin fengu áhuga á málinu og fóru þau að spyrja þá Indriða og Matthias út i þetta og uröu þeir ókvæða viö sem vonlegt var. tannanstaö: Pétur sjómaður var skelfilega reiður i Morgun- blaðinu á dögunum: hann sagði aö kommar væru að ljiiga upp á sig að eitra fyrir fólk. Þetta var þvi miður ekki alveg að ástæðu- lausu. Það var verið að gantast með prófkjörsraunir Sjálf- stæðismanna hér I þættinum og vildi þá svoilla til, að texti for- djarfaðist. Gat þá litið svo út sem veriö væri að drótta að Pétriábyrgö á magapest Hrafn- istu — en meiningin var blátt áfram sú, að fréttaflutningur af sli'kum hlutum I Visi gæti hugsanlega verið þáttur i þvi prófkjörstafh sem háö var I hægriblöðunum af miklum móö. Annaö eins hefur reyndar gerst á þeim bæjum. Nema hvað ofan Ný bók frá Frœða- félaginu í Kaupmannahöfn: Gamall kvedskapur / útgáfu Jóns Helgasonar prófessors Komin er út á vegum Fræöa- félags í Kaupmannahöfn bók sem nefnist GAMALL KVEÐSKAPUR. Prófessor Jón Heigason bjó bókina til prentun- ar, gerði grein fyrir handritum, texta og efni. Hann ritar m.a.: „Höfundarnafn er ekki tengt við neitt þessara kvæða. Um aldur viröist liklegt aö helst beri aö visa þeim til I6du aldar eöa upphafs hinnar 17du, en örugg rök eru tor- fundin.”. Mikill hluti eru kvæöi og visur úr syrpu séra Gottskálks Jónssonar I Glaumbæ og er ritaö um og eftir miöja 16. öld. Einnig má finna i bókinni kvæöi um þrjá fornsagnakappa og hefur Arni Magnússon ritaö þau upp. Gamall kveöskapurer 7. bindi I ritröðinni lslensk rit siöari aida. I á þetta smáslys bætti Pétur tveim stórslysum og sitja menn uppi með þaö. „Þú byrjaöir” En vikjum þá aö sjálfri grein Matthiasar. Hann kann bersýni- lega illa viö þann gifuryrða- flaum sem nú um hriö hefur leikið lausum hala um siður blaðs hans. Það er i sjálfu sér virðingarvert og ekki nema gott eitt um þaö frumkvæöi að segja. Að visu er framsetningin dálitið reikul. Annarsvegar er sagt sem svo: það dugir ekki að úthrópa AB og aðra komma sem glæpona, menn verða að umgangast orð af meiri kurt- eisi. En á hinn bóginn er svo látið aö þvi liggja að kommar eigi kannski ekki betra skiliö. „Þú byrjaðir” segja götu- strákarnir. Svo fer að Matthías kemur sér niöur á svofellda for- múlu: „Hægrimenn eru þvi miður farnir að tala um andstæðinga sina með engu minni heift og fyrirlitningu en kommúnistar um okkur”. Þetta er dálitiö skrýtin þula. Þarna er látið sem fyrst hafi kommar talað um hægrimenn af heift og grimmd, og svo hafi væntanlega fremur saklausir hægrimenn smitast af þessum ósköpum. Þjóöleg hefö Þetta dæmi gengur ekki upp, þvi miður. Heift grimmd og stóryrt fyrirlitning i pólitlskri og almennri umræðu hér á landi 1 ■ I i i i ■ I ■ I ■ I ■ I ■ verður ekki rakin til komma. § Ekki til hægri manna heldur ■ öðrum fremur. Kynslóö Jónasar ■ frá Hriflu, Ólafs Friðrikssonar ■ og svo Ólafs Thors var búin að ■ vinna mörg afrek á þessu sviöi I fyrir fimmtiu árum eða meir. “ Og sú kynslóð var ekki frumleg | heldur i sinum aðferðum: hún ■ tók I arf gifuryröi aldamóta- I skeiðsins, tima Björns Jóns- m sonar, Hannesar Hafsteins, ■ Jóns Ólafssonar og þeirra karla. " Þá óðu menn blóð I axlir á rit- Z vellinum. Sá skætingur sem nú I um stundir er uppi hafður er ■ varla nema bergmál af þeim | ósköpum — þrátt fyrir allt. ■ Siöbót? ! En hvað um það: Matthías | Johannessen hefur mælt með ■ siöbót og mun mörgum sýnast 1 aö ekki munu af veita. Hitt • kynni svo að standa i mönnum ■ að finna aðferð til að útbreiða I kurteisi I umgengni við gifur- 5 yrði. Það mætti æra óstööugan | að reyna að gera það með ■ meiöyrðalöggjöfinni eða rit- I skoðun. Þaö skiptir I rauninni " mestui þessu sambandi, aö það ■ sem menn skrifa og standa vií ■ með sinu nafni, þaö er greinar Z góður dómur um þá sjálfa. Og I við skulum leyfa okkur að hafa ■ þá trú á öllu sæmilega upplýstu | fólki að það skilji þá dóma sem m menn eru slfellt að fella yfii g sjálfum sér með skrifum J Erfiðara er svo að eiga við þaf . sem truflar það aö fólk átti sig é I þvi hvað er skrifaö: og má þé ■ annarsvegar nefna huldumenn | á bak við dulnefni, hinsvegar ■ prentsmálsins misjöfnu út I breiðslu. -AB J Sögufélagið i Fischersundi hefur nú tekiö við umboöi Fræðafélagsins á Islandi. Myndin er tekin þegar Gamall kveðskapur var kynntur. Sitjandi eru Einar Laxness forseti Sögufélagsins og Jón Helgason prófessor en standandi Heimir Þorleifsson stjórnarmaður I Sögufélag- inu, Svavar Sigmundsson stjórnarmaður i Fræðafélaginu og Helgi Þor- láksson stjórnarmaður I Sögufélaginu. öðrum flokki ritraðarinnar eru ljósprentanir, tvö bindi. öll bind- in niu fást nú I bandi I Fischer- sundi hjá Sögufélagi sem nýlega hefur tekið að sér umboð Fræða- félags á Islandi. Einnig er á boð- stólum hjá Sögufélagi önnur ný- útkomin bók Fræðafélags, Lake Mývatnog sá Pétur M. Jónsson um ritstjórn hennar. Fræöafélag var stofnað árið 1912. Núverandi stjórn þess skipa Jón Helgason, Svavar Sigmunds- son og Pétur M. Jónasson.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.