Þjóðviljinn - 01.11.1979, Side 5
ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
bækur
Namen die Keiner mehr
nennt Ostpreussen —
Menschen und Geschichte.
Marion Gráfin Dönhoff.
Deutscher Taschenbuch Verlag
1979.
Bók þessi kom fyrst út 1962,
sióan gefin út i dtv. og nú gefin út i
annarri útgáfu hjá sama
fyrirtæki, með annarri letur-
stærö.
Höfundurinn er borinn og barn-
fæddur á einu þeirra stór-góssa
Austur-Prússlands sem höföu
veriö i eign sömu ættar i mörg
hundruð ár. Marion rekur laus-
lega sögu ættar og góss og tengir
hana ýmsum atburðum I sögu
Prússlands og eigin uppvaxtar-
sögu, en hún ólst upp i þeim lifs-
stil, sem þarna hafði tiðkast um
aldaraðir; veiðar, hirðing og stúss
um hross og aörar skepnur og
heimanám fyrst I stað. Hún
stundaöi hagfræöi og tók siðan við
bústjórn i heimahögum sinum,
sem krafðist mikillar atorku og
útsjónarsemi. Andstæður lénskra
og kapitaliskra lifsforma og mats
má glöggt finna i frásögn höfund-
ar. Hún ræðir þær breytingar sem
urðu við valdatöku Hitlers i
Þýskalandi og viðbrögð sin við
þeim og þvi sem á eftir fylgdi.
Dönhoff lýsir lokaþætti
styrjaldarinnar, komu rússnesku
herjanna og hinum almenna
flótta ibúanna vestur á bóginn og
þeim örlögum sem ýmsum kunn-
ingjum hennar voru búin, sem
ekki tókst að koma sér undan i
tæka tið.
Þetta er vel skrifaö minningar-
rit um liöna tið og llfsmáta og
menningu sem nú er öll. Höf-
undurinn starfaði sem blaða-
maður og siðar sem ritstjóri viku-
blaðsins „Die Zeit”.
The Insurrectionist.
Andrew McCoy. Secker & War-
burg 1979.
Höfundur þessarar skáldsögu
fæddist i Suður-Afriku. Hann
hefur fengist við ýmiss konar
störf, veriö ráðgjafi blámanna-
höfðingja, njósnari, hernaðarráð-
gjafi I Kongó, póló-leikari og tekið
þátt i siglingakeppni, einnig
stundaði hann kaupsýslu um tima
og loks skrifaði hann bók, sem
heitir Atrocity Week, sem hlaut
misjafnar móttökur og var
bönnuð i Suöur-Afriku.
1 þessari sögu segir frá manni
nokkrum, sem leggur fyrir sig
skipulagningu byltinga, og hefst
bókin i brennandi borg, þar sem
hann hafði skipulagt byltingu og
séð að nokkru um framkvæmd
hennar. Siðan tekst hann á hend-
ur aö skipuleggja byltingu blá-
manna i Suður-Afriku og stjórn
byltingarinnar. Sagan gerist þar.
Þetta á að vera meira en litil
hryllingssaga blandin vænum
skammti af sexi, ofbeldi og sad-
isma. Margar senurnar eru of-
hlaðnar þessum þáttum en aðrar
eru betur geröar og verða minnis-
stæðar. Sem heild er bókin þanin
hrollvekja, ruddaleg og blóði
drifin og á að vera það, frá hendi
höfundarins. Höfundur er kunn-
ugur afrikönskum samfélögum,
og þótt lýsingarnar séu svaka-
legar gætu þær allar staðist,
raunveruleiki þessara svæða er
ataður blóði, sadisma og glæpum
sbr. Bokassa og Amin.
Viðbjóðslegustu atburðir, t.d.
úr siðustu heimsstyrjöld, voru
þess eðlis og allar tilraunir til
þess að lýsa þeim á raunsæjan
hátt með orðum mistókust,
tjáningarform tungunnar náöi
ekki til þess að tjá viðbjóðinn. Sá
viðbjóður sem hér er gerð tilraun
til að lýsa er sama eðlis.
Almenningsvagnar.eins og sá sem sést á myndinni, voru teknir I notkun
I Vestur-Berlin snemma á þessu ári. Geta fatlaöir borgarbúar hringt og
beðib um þessa sjálfsögðu almenningsþjónustu.
Willy Brandt
Hvetur til sam-
skipta vid PLO
Estoril, Portúgal (Reuter)'
Willy Brandt, fyrrum kanslari
Vestur-Þýskalands, hvatti I gær
forvigismenn sósfalistaflokka til
að viðhalda samböndum við
Þjóðfrelsissamtök Palestínu
PLO, I þvi skyni að tryggja frið I
Mið-Austurlöndum.
Að lokinni tveggja daga ráð-
stefnu 20 sósialiskra flokka I
Portúgal, sagðist Willy Brandt
hafa hvatt fuiltrúa á ráðstefnunni
til að gangast fyrir samskiptum
við PLO. Brandt er formaður
Alþjóðahreyfingar sósialista, og
skýrði hann ráðstefnugestum frá
viðræðum sem hann og Bruno
Kreisky kanslari Austurrikis áttu
við Jassir Arafat i Vin i júli s.l.
Engin samþykkt var gerð á
ráðstefunni um samskipti við
PLO, enda kom fram gagnrýni
frá israelsku fulltrúunum með
Shimon Peres fyrrum forsætis-
ráðherra i fararbroddi.
Enginn póstur hjá Frökkum
Paris (Reuter)
Póstþjónusta lá niðri I Frakkiandi i siðustu viku, þegar starfsmenn
hættu störfum I 24 klukkustundir til að fylgja eftir kröfum um fjölgun I
starfsliði póstþjónustunnar og skemmri vinnutima. Lögbundin vinnu-
vika I Frakklandi er 40 klukkustundir.
ETA ber af sér morð
Bilbao, Spáni (Reuter).
Aðskiinaðarsamtök Baska ETA
báru s.l. mánudag af sér morðið á
starfsmanni Sósialistaflokksins
s.l. laugardag. Ailsherjarverkfall
hafði verið boðað I Baska-héraði
vegna morðsins sem taiið var
framið á vegum ETA.
Helstu verkalýðssamtök Spán-
ar boðuðu 24 stunda verkfall s.l.
mánudag gegn ofbeldisaögeröum
ETA, vegna morðsins á German
Gonzales Lopez. Lögreglan haföi
taliö að ETA-samtökin væru völd
að verknaðinum, sem átti sér stað
fjórum dögum eftir að sjálfstjórn
var samþykkt i Baska-héraðinu
og Katalóniu með yfirgnæfandi
meirihluta greiddra atkvæða.
Bæði stjórnmála- og hernaöar-
vængur ETA neituðu allri aðild að
morðinu á Gonzales. Sögðu sam-
tökin að um væri að ræða saman-
tekinn áróður verkalýðsfélaga og
stjórnmálaflokka gegn baráttu
ETA.
FRÉTTASKÝRING
! Lýðrœðisþróunin
er erfiö á Spáni
25. október s.l. var sorgar-
dagur fyrir fasista á Spáni.
Þeir sem sakna einræðisins
sjá nií alls staðar ummerki
upplausnar. Frankó-stjórnin
viðhélt þjóðrembu sem best
hún gat og breiddi út goð-
sögnina um spánska þjóð-
félagiö sem órjúfanlega heild.
Eftir kosningarnar um sjálf-
stjórn i Katalóniu og
Baska-héraðinu 25. október,
berja fasistar striðsbumbur
og hrópa varnaöarorð.
Spánska dagblaðið el Ai-
cajar, sem sterklega er grun-
að um hollustu viö fasismann,
sagði laugardaginn 27. októ-
ber: „Enginn fylgismaöur
sameinaðs Spánar má héöan I
frá gera sér gyllivonir. Vondir
timar blasa við. Myrkrið biður
okkar, með ofsóknum, ótta,
fangelsunum og jafnvel
dauða.Olluer stefnt gegn okk-
ur: stjórnarskránni, löggjöf-
inni, kerfinu, rikisvaldinu...”
Flókið lýðræði
Liklega er ótti fasista á
Spáni réttmætur. Þeim er
nefniiega þegar oröið ofaukið i
landinu, aðeins fjórum árum
eftir að haröstjórinn féll frá.
Smám saman byggist upp vis-
ir aö lýöræðisskipan i landi
þar sem fasismi og harðstjórn
rikt.u I 40 ár.
En sjálfstjórnar-stefnan
hefur valdiö gifurlegum
vandamálum, og fátt bendir
til aö hún sé komin i höfn,
þrátt fyrir að tvö héruð hafi
samþykkt hana. Þvert á móti,
i báðum héruöunum blasa við
afar flókin viðfangsefni.
Óvissa og áhyggjur um
framvindu sjálfstjórnar virð-
ast regla fremur en undan-
tekning. Rlkisstjórn Adolfo
Suarez hefur fengið mikiö af
heillaóskum erlendis frá fyrir
ákveðni og gott veruleikaskyn
I sjálfstjórnarmálum. Hins
vegar virðist stjórnin alls ekki
hafa yfirsýn yfir framvindu
þessara umbreytinga sem
gera Spán að konunglegu
fylkjasambandi, ef svo fer
sem horfir.
Flest bendir nefnilega til, að
önnur héruð Spánar muni
sækjast eftir samskonar sjálf-
stjórn og hafið er að móta I
Katalóniu og Baska-héraðinu.
Helstu flokkar i hinum héruð-
unum ver ja nú miklum tima I
undirbúning kosninga um
sjáHstjórn. Hitt er svo annað
mál, að fyrirkomulag og
framkvæmd sjálfstjórnar i
þeim héruöum,sem hafa sam-
þykkt hana, er langt i frá að
vera fastmótuð.
Katalónia
Katalóniumenn spyrja nú
óþolinmóðir,hvað rikisstjórnin
ætli að gera, og krefjast þess
að viðræður um fyrirkomulag
sjálfstjórnar hefjist sem fyrst,
þótt allsendis sé óljóst i hver ju
viðræðurnar munu felast.
Þessióvissa er vatn á myllu
andstæðinga sjálfstjórnar.
Búist er við kosningum til 135
manna héraðsþings Katalóniu
fyrir áramót, og miöaö við
fylgishlutföll stjórnmála-
flokka þar verða sóslalistar
og kommúnistar með ótviræð-
an meirihluta þingmanna.
Hægrimenn sátu heima 25.
október og létu verkalýðs-
stéttina um að tryggja sigur
sjálfstjórnar.
Verkalýðsstéttin saman-
stendur hinsvegar að miklum
hluta af innflytjendum frá
öörum héruðum Spánar, en
þeir eru um 60 prósent verka-
fólks I Katalóniu. Þetta fólk
talar ekki hið opinbera kata-
lónska tungumál, og mun þvi i
litlum mæli njóta góðs af þeim
framkvæmdum sem kæmu til
kasta katalónska héraös-
þingsins.
Baska-héraðið
Vandinn er mun meiri I
Baska-héraöinu, en þar búa
enn fleiri aðkomumenn. Að-
eins 24 prósent af einni og
hálfri miljón ibúa kunna eus-
kera, tungumáliö sem heyrir
Baskahéraðinu til. Þar hefur
þvi verkalýðurinn einnig
engra beinna hagsmuna að
gæta varöandi þær endurbæt-
ur sem fyrirhugaðar eru. Hug-
myndir eru uppi um aö láta
menningu Baska hafa for-
gang, m.a. með þvi að um-
bylta menntakerfinu og stofn-
setja sérstaka útvarps- og
s j ó n v a r p s s t ö ð fyrir
Baska-héraðiö.
Atvinnuleysi er mjög út-
breitt I Vizcaya og Guipuzcoa,
sem áöur voru helstu iðnaðar-
svæði I Baska-héraðinu. Eftir
það sem á hefur gengið þar á
siöustu árum, hafa mörg iðn-
fyrirtæki flutt starfsemi sina
til annarra héraöa á Spáni.
Fyrir dyrum stendur þvi um-
fangsmikil efnahagsleg end-
uruppbygging i Baska-hérað-
inu. En hún kemur ekki til um-
ræðu fyrr en kosningar hafa
farið fram til 60 manna hér-
aösþingsins, snemma á næsta
ári.
Erfið þróun
Sú þróun sem nú er hafin til
að gefa einstökum héruðum
Spánar meiri áhrif á gang
mála innanhéraös bindur endi
á hina algeru miðstjórn frá
Madrid. Húner nauðsynleg, til
aðkoma i veg fyrir endurreisn
fasismans sem m.a. byggir á
hugmyndinni um eitt riki, eina
þjóö, o.s.frv.. Hún mun
væntanlega treysta lýðræðið i
sessi.
—jás
Dánargríma Trotskijs
fvrir 3,5 miljónir kr.
Paris (Reuter).
Sovésk stjórnvöld höfðu ekki
áhuga og franskri trotskiistar
höfðu ekki efni, svo að ónefndur
vestur-þýskur safnari keypti
dánargrimu Trotskijs á uppboði á
miðvikudaginn fyrir viku.
Afsteypan af andliti stofnanda
Rauða hersins var gerð daginn
sem hann var myrtur i Mexikó-
borg I ágúst 1940. Hún var seld
fyrir 38.500 franka (nær 3.5
miljónir króna).
Uppboðshaldarinn hafði til-
kynnt sovéskum stjórnvöldum
um uppboðið, og einnig leiðtoga
franskra trotskiista, Alain
Krivine. Sovétmenn svöruðu
ekki, og Krivine kvaðst ekki hafa
efni, sagði uppboðshaldarinn.
Siðar hefur komiö i ljós að
vestur-þýski safnarinn keypti
dánargrimuna fyrir bresku
trotskiista-samtökin sen nefnast
Byltingarflokkur alþýðu.
Samtökin sögðu I yfirlýsingu,
að „i fyrsta sinn siðan dánar-
griman var gerð, er hún komin i
eigu trotskiista-hreyfingarinnar
og hún verður aldrei látin af hendi
til annarra”.
Þekktasti meðlimur hins
breska Byltingarflokks alþýðu er
leikkonan Vanessa Redgrave.
Léon Trotskij