Þjóðviljinn - 01.11.1979, Síða 7

Þjóðviljinn - 01.11.1979, Síða 7
Fimmtudagur 1. nóvember 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 Frá Ingólfsprenti: Sögur Jónasar Guðmunds- sonar Ingólfsprent h.f. sendir aö þessu sinni frá sér þrjár bækur fyrir jól. Eina eftir íslenskan höf- und, en tvær eru þýddar. Þessar bækur eru: FARANGUR, eftir Jónas Guö- mundsson, rithöfund. Þetta er skáldrit meö nokkrum sögum. Segir höfundur þetta vera lýsing- ar á fólki og viöburöum, og sumar þessara sagna flokkist undir smásögur, en aörar undir eitt- hvaö allt annaö, ef menn hafi venjulegt smásagnamynstur i huga. Farangur er 14. bók Jónasar Guömundssonar. DAUÐAREFSING heitir bók eftirHenry G. Konsalis (f. 1921), en Konsalis er heimsþekktur höf- undur og einnig hér á landi. Til dæmis er nú veriö aö lesa eina af sögum hans A Rlnarslóöum sem framhaldssögu f Rikisdtvarpiö. Konsahs f jallar I þessari bók um dauöarefsingu, réttmæti hennar ölluheldur ogum glæpiog dauöa- refsingu. SKILNAÐURINN heitir bók eftir Harold Robbins, sem er tal- inn einna mest seldi höfundur á vorum dögum, en bækur hans höföu þegar siöast fréttist selst i 150.000.000 eintaka i fjölmörgum löndum. Jónas Guömundsson Orkuspamaður hluti af skyldunámi Bonn (Reuter) Fjögur af hverjum fimm vest- ur-þýskum foreldrum telja aö börn þeirra ættu aö læra orku- sparnaö i skólum, segir i niöur- stööum skoöanakönnunar sem birt var um helgina I Bonn. Könnunin sem framkvæmd var af Wickertskoöanakönnunar- stofnuninni, sýndi aö 81 prósent foreldra sem eiga börn á grunn- skólastigi vildu gera orkusparnaö hluta af skyldunámi. Þjóðleikhúsið sýnir HVAÐ SÖGÐU ENGLARNIR? eftir Ninu Björk Árnadóttur. Leikstjóri: Stefán Baldursson Leikmynd: Þórunn S. Þorgrímsdóttir Þórunn Þorgrlmsdóttir vakti mikla og veröskuldaöa athygli fyrir leikmynd sina fyrir Stundarfriö, og þótti einsýnt aö hér væri snjöll hæfileika- manneskja á ferö. Hún hefur nú staöfest þennan grun meö þvi aö gera leikriti Ninu Bjarkar um- gerö af dirfsku og hugkvæmni. I kjallara Þjóöleikhússins er áhorfendum komiö fyrir þar sem venjulega er leikiö og leikið þar sem áhorfendur sitja aö jafnaöi. Húsakynnin eru nýtt aö mestu óbreytt sem leikmynd, leikiö út um allt, I veitingasal, á bar, á salerni (meö aöstoö sjónvarps- myndavéla) og I hliöarsal. Ahorfendur eru umhverfðir leik- sýningunni og athygli þeirra er i sifellu svipt frá einum staö til annars. Þaö skapast sjálfkrafa nokkuö ööruvisi tengsl en venju- lega milli áhorfenda og leikenda. I þessu umhverfi veröur leikarinn i senn kunnuglegur og framand- legur og þaö veröur rúm fyrir skyndilegar og óvæntar uppá- komur. Stefán Baldursson hefur fylgt mjög stift eftir þeim stilmögu- leikum sem hér skapast og sett upp sýningu sem nær mjög sterk- um áhrifum á köflum. Stíll leiks- ins spannar allt frá hreinum natúralisma yfir I haröa stil- færslu og expressiónisma. Kannski ná þessar stiltegundir ekki alltaf saman, en best tekst til þegar liöur á leikinn og hann veröur stilfæröari, ýktari og aö lokum hálfritúalskur. Sverrir Hólmarsson skrrfar um W- Sá grunntónn sem dreginn er fram úr verki Ninu Bjarkar i þessari sýningu er kúgun, þaö of- beldi sem þeir sterku beita hina veikari, og þær myndir sem þessi kúgun tekur á sig i sýningunni eru margar afar sterkar og áhrifa- miklar. Sigurður Sigurjónsson leikur unga manninn sem hefur orðiö undir i samfélaginu og veröur aö senda I fangelsi til aö stia honum frá væntanlegri barnsmóður sinni (Tinnu Gunn- laugsdóttur). Unga fólkið sker sig mjög frá öörum persónum, þaö hegöar sér eölilega meöan hegö- an hinna eldri er öll meira eöa minna afskræmisleg. Þessar and- stæöur eru dregnar mjög skýrt I sýningunni. Annaö kúgunarmynstur sem er ennþá sterkara I þessari sýningu er kvennakúgun, bæöi andleg og kynferöisleg. Sterkast kemur hún fram i mynd eiginkonu rika mannsins sem er orðin aö engu I allsnægtum sinum og Helga Bachmann lýsir á nöturlegan og átakanlegan hátt. Leikur Helgu i þessu hlutverki var sannur og sterkur og hún hefur losaö sig viö ýmislegt, sem hefur háö henni, þ.e. kæki i hreyfingum og tal- anda. Einnig var Helga Jóns- dóttir áhrifamikil sem uppstriluö gervikona og hér naut fag- mannaleg búningagerö Þórunnar sin einkar vel. Annars var leikur allur upp á hiö besta og maöur fann hvergi fyrir þvi sem alltof oft finnst fyrir á islensku sviði, aö leikarinn gefur sig ekki allan i þaö sem hann er aö gera. Hér var leikiö á fullu. Þaö sem vantar hins vegar uppá aö hér sé á ferðinni verulega stórbrotiö leikhús er að texti Ninu Bjarkar er viöa ansi gloppóttur, einkum i þvi efni aö meginsögu- þráöur hennar er alltof flatur og margþvældur. En þrátt fyrir al- varlega bresti býr verk hennar yfir talsveröum styrk I einstökum atriöum og dregur upp eftir- minnilegar myndir af vélrænu og ómanneskjulegu eöli kúgunar- innar. Og vegna þess hversu vel Stefán, Þórunn og leikararnir koma þessum sýnum skáldkon- unnar til skila er hér á ferðinni verulega forvitnileg sýning. Sverrir Hólmarsson Inglmar Jónsson: fþróttir og áfengi Kostir þess að vei Islensk iþróttahreyf ing hefur frá öndveröu barist gegn áfengis- neyslu. Kjörorö hennar í þeim efnum hefur veriö: Iþróttir og áfengi eiga ekki saman. Þessi barátta hreyfingarinnar gegn neyshi áfengis, tóbaks og hvers konar vímugjafa er 1 fyllsta sam- ræmi viö starf hennar og upp- eldisleg sjónarmiö og þaö má vissulega segja henni til hróss, aö barátta hennar er þung á metun- um. Þeir eru ófáir ungiingarnir hér á landi sem hafa haidiö sér frá neyslu þessara vímugjafa vegna þátttöku sinnar I starfi Iþróttafélaga. Þaö er ekki vandséö aö Iþróttir og áfengieiga ekki saman þvi um svo skýrar andstæöur er aö ræöa. Sérhver Iþróttaiökun eykur likamlega hreysti og velllð- an. Afengi hefur hins vegar þver- öfug áhrif á likamann. Þaö lamar i án vnnugjafa ogtruflar starfsemi hans og skaö- ar hann þegar til lengdar lætur, einkum ef þess aö neytt i óhófi. Neysla áfengis er sérstaklega i mótsögn viö tilgang og inntak Iþróttaþjálfunar, sem miöast viö aönáuppsem mestriafkastagetu likamans og færni i einhverri iþróttagrein, enda er þaö svo viö- ast aö keppnisfólki er stranglega bannaö aö neyta áfengis á meöan á þjálfun og undirbúningi fyrir keppni stendur. Til þess aö markviss iþrótta- þjálfun beri tilætlaðan árangur veröur I þróttamaöurinn aö leggja sig allan fram og haga lifi sinu þannig aö hann standist þær kröfur sem þjálfunin gerir til hans. Til þess þarf hann m.a. á nægri hvild aö halda, góöri nær- ingu og þvi um liku. Eitt af þvi mörgu sem honum ber í þvi sam- bandi aö varast er aö neyta áfengis þvi þaö er ljóst aö áfengiö dregur úr afkastagetu llkamans og veruleg neysla kemur i veg fyrir aö þjálfunin beri árangur. 1 fyrsta lagi getur hún truflaö starfsemi einstakra liffæra svo sem meltingarfæra og lifrar þannig aö iþróttamaöurinn geti ekki á sér heilum tekiö um hriö og veröi jafnvel aö fella niöur æfing- ar. töörulagi veldur hún óreglu i liferni, þar á meöal breytingum á svefntima og svefnleysi sem get- urhaft mikil áhrif á þjálfunina og árangur I keppni. 1 þriöja lagi hefur áfengi sterk áhrif á þær heilastöövar sem stjórna hreyfingum. Allar hreyf- ingar veröa óöruggar og ónákvæmar og á endanum missir maöurinn algjörlega stjórn á hreyfingum slnum, þ.e. ef hann neytir áfengis I miklu magni. Þessar afleiöingar áfengisneyslu geta varaö I nokkra daga fýrir keppni eöa þjálfun. Fleiramætti nefnaum skaöleg- ar afleiöingar áfengisneyslu fyrir iþróttamenn sem þjálfa sig meö keppni 1 huga, en ekki er rúm til þess hér. Þessi fáu atriöi ættu samt aö sýna ljóslega aö áfengis- neyslaog iþróttaþjálfun geta ekki fariö saman. önefnd er hinsvegar ein alvar- legasta hætta áfaigisneyslunnar enhúner súaö umtalsverö neysla dregursmáttogsmáttúr vilja- og siöferöisstyrk. Þetta gildir jafnt um unga sem gamla og þá sem stunda iþróttir eöa ekki. Þannig er alltaf hætta á þvi aö ungir iþróttamenn heltist úr hópi félaga sinna ef þeir taka upp á þvi aö neyta áfengis þvi þeir missa þá oft áhugann oggefastupp. Þaö er þvi áriöandi aö Iþróttahreyfingin haldi áfram baráttu sinni gegn áfengisneyslu innan sinna vé- banda. Iþróttamenn hafa löngum veriö góö fyrir mynd I þessum efnum og þannig lagtfram stóran skerf til verndar börnum og ung- lingum fyrir skaösemi áfengis, tóbaks og annarra vimugjafa Ingimar Jónsson íslenskt dýraspil og lita- bækur fyrir böm „Spiliö um dýrin min” nefnistnýtt islenskt spil fyrir börn, sem Spilaborg hf. gef- ur út. Spiliö er einkum ætlaö yngri börnum og á m.a. aö kenna borgarbörnum aö þekkja islensku dýrin. 1 spilinu keppa börnin aö þvi aö fá sem flest dýr og vinnur sá sem flest þeirra fær, en ekki sá sem fyrstur er i mark. Einnig hefur Spilaborg gefiö út litabækur og hörö spjöld meö stórum myndum af dýrum. Þau spjöld eru ætluö yngstu börnunum og má einnig nota þau i dýra- spilinu. Spihð og spjöldin eru litprentuö. Ensk útgáfa af Útvegs- spilinu hefur veriö skrásett viöa um heim undir nafninu Glopol. Útvegsspiliö, sem Spilaborg gaf út i hitteö fyrra, hefur i þessari alþjóð- legu útgáfu veriö minnkaö og einfaldaö nokkuö. Einnig hefur komiö inn i spiUÖ meira af umhverfisverndar- sjónarmiöum en áöur. Glopol veröur sett á markaö I Noregi á næsta ári af stærsta spilafyrirtæki iOsló. Útvegsspiliö hefur nú selst i 10.000 eintökum hér a landi og Rally spiUÖ, sem kom á markaö i fyrra, hefur selst I 5.500 eintökum. Forráöamenn Spilaborgar hf. sögöust leggja mikla áherslu á aö komast inn á erlendan markaö meö framleiöslu sina. Spilaborg væri fyrsta fyrirtækið hér á landi sem leggöi 1 hug- myndaiönaö til útflutnings. Sögöust þeir vilja sanna aö hægt væri aö koma fram meö nýjar hugmyndir á tslandi, sem hægt væri að hagnýta i iönaöi hvar sem væri I heim- inum. Fyrirtækiö tekur þátt I leikfangasýningu i Nurn- berg á vegum útfkitnings- miðstöövar iönaöarins I febrúar á næsta ári og sýnir þar m.a. 12 hliöa tening sem notaöur veröur i stjörnuspil- inu „Astro”, sem kemur á markaö nú fyrir jólin. Þetta veröur i fyrsta sinn sem islenskt fyrirtæki sýnir á þessari leikfangasýningu, sem er hin stærsta sinnar tegundar i heimi. En hvaö sem heims- markaöi liður, ber vissulega að fagna þvi aö islenskt fyr- irtæki skulu sinna leikfanga- gerö og vinna ur islenskum hugmyndaheimi, eins og raun ber vitni I dýraspilinu og litabókunum. Nóg er vist fyrir á markaönum af inn- fluttu dóti fyrir börnin, t.d. af litabókum og ýmiskonar spilum, þar sem erlendar aö- stæöur eru allsráöandi. — eös

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.