Þjóðviljinn - 01.11.1979, Síða 10

Þjóðviljinn - 01.11.1979, Síða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 1. nóvember 1979 EIMSKIP Við vekjum athygli viðskiptavina okkar á því að vörur sem liggja í vörugeymsluhúsum okk- ar ERU EKKI TRYGGÐAR AF OKKUR GEGN BRUNA/ FROSTI EÐA ÖÐRUM SKEMMDUM og liggja þar á ábyrgð vörueig- enda. — Athygli bifreiðainnflytjenda er vakin á því aö hafa frostlög á kæiivatni bifreiðanna. Blikkiðjan Ásgaröi 7, Garðabæ Ónnumst þakrennusmiöi og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíöi. Gerum föst verðtilboö SÍMI53468 Aðsetur yfirkjörstjórnar Vesturlandskjördæmis vegna alþingiskosninganna sem fram eiga að fara 2. og 3. desember 1979 verður i Hótel Borgarnesi, Borgarnesi. Tekið verður á móti framboðum miðviku- daginn 7. nóvember n.k. frá kl. 14. Fundur til úrskurðar framkominna fram- boðslista verður haldinn á sama stað fimmtudaginn 8. nóvember kl. 14. Yfirkjörstjórn Vesturlandskjördæmis 31. október 1979 Jón Magnússon formaður Keflavík Kjörskrá Kjörskrá til alþingiskosninga er fram eiga að fara 2. og 3. des. n.k. liggur frammi al- menningi til sýnis á Bæjarskrifstofunni i Keflavik, Hafnargötu 12, alla virka daga frá 3. nóv. til 17. nóv. n.k., frá kl. 10-12 f.h. og 1-4 e.h. þó ekki á láugardögum. Kærur vegna kjörskrárinnar skulu hafa borist skrifstofu bæjarstjóra eigi siðar en 17. nóv. n.k. Keflavik 31. okt. 1979. Bæjarstjórinn i Keflavik Skáldsaga eftir Sigurð A. Magnússon Mál og menning hefur sent frá sér nýja skáldsögu, Undir kalstjörnu eftir Sigurö A. Magniísson. Undirtitill er Uppvaxtarsaga. Undir kalstjörnu er veraldar- saga ungs drengs sem elst upp á kreppuárunum i fátækra- og jaðarhverfum Reykjavikur, i Kleppsholti, við Suðurlandsbraut, i Laugardal, Laugarnesi, Pólun- um við öskjuhlið. Lýst er af nærfærni hvernig heimurinn veröur til i vitund barns, og foreldra hans og umhverfi sér lesandi bæði meö næmum augum barnsins og með yfirveguöum skilningi sögumanns á fullorðins aldri. Móðir hans dul, innhverf og stolt, faðir hans opinskár tilfinn- ingamaður, drykkfelldur og vifinn. Undirtónn allrar frásagnarinnar er uggur og tregi, lesandi hefur stöðugt tilfinningu þess að þessi heimur geti hruniö til grunna fyrr en varir, og sög- unni lýkur á sviplegu andláti móður drengsins. 1 formála höfundar segir: „Þessi saga rekur atvik sem gerðust I reyndinni en getur þó ekki talist sannsöguleg vegna þess að hún endurvekur og um- skapar löngu liðna atburði samkvæmt lögmálum sem eru ekki alténd virk í daglegu llfi. Þeir einstaklingar sem viö sögu koma eiga sér flestir fyrirmyndir úr raunveruleikanum þó öllum nöfnum sé breytt, en þær fyrir- myndir verða meö engu móti kallaöar til ábyrgðar á verkum eða viðhorfum sögupersónanna Sigurður A. Magndsson sem erurissaðar upp að geðþótta höfundar.” Undir kalstjörnu er 256 bls., prentuð i Prentsmiðjunni Odda hf. Albert, dönsk æringja- saga IÐUNN hefur gefiö Ut bókina Albert eftir danska höfundinn Ole Lund Kirkegaard, myndskreytta af höfudi sjálfum. Þorvaldur Kristinsson þýddi. Þetta er gamansöm saga um dreng sem er „dálitiö óþægur en mikill æringi og finnur upp á ýmsu”, eins og segir i kynningu á kápubaki bókarinnar: „hann grefur stelpugildru, glettist við vasaþjóf, kemur upp um frúna sem var söguð sundur og sendir nokkra þorpara upp i loftið með belg”. Eftir Ole Lund Kirekgaardhafa áðurkomið út á islensku bækurn- ar Fúsi froskagleypir og Gúmmi-Tarsan. Alberter 106 bls. Oddi prentaði. Sunna Borg (Anna) og Svanhildur Jóhannesdóttir (Marfa) f hlutverk- um sinum. Fyrsta öngstræti LANDSRÁÐSTEFNA Samtaka herstöðvaandstæðmga í Félagsstofnun stúdenta 3. og 4. nóv. n.k. DAGSKRÁ: Laugardagur Kl. 14.00: Setning og kosning starfs- manna. Kl. 14.15: Skýrsla miðnefndar. Kl. 14.45: Reikningar. Kl. 15.00: Umræður um skýrslu og reikn- inga. Kl. 16.30: Kaffihlfe. Kl. 17-19: Umræður um starfsáætlun. Kl. 20.30: Kvöldvaka. Sunnudagur Kl. 10.00: Starfshópar þinga. Kl. 13.00: Matarhié. Kl. 14.00; Alit starfshópa. Kl. 15.00: Umræða um álit starfshópa. Kl. 16.00: önnur mál. Kl. 16.30: Kaffihlé. Kl. 17.00: Afgreiðsla tOlagna og ályktana. KI. 18.30: Alit uppstillingarnefndar og kosning miðnefndar. KI. 19.00: Ráðstefnunni slitið. Ráðstefnan er opin öllum herstöðvaandstæðingum til hægri eftir Orn Bjarnason A föstudag frumsýnir Leikfélag Akureyrar nýtt Islenskt leikrit eftir örn Bjarnasonog nefnist það „Fyrsta öngstræti til hægri”. Er þetta fyrsta verk Arnar, sem sýnt er á sviði, en áður hefur verið flutt eftir hann leikrit I útvarpi, ,,Bið 13” áriö 1977. I öngstrætinu er greint frá ungri stúlku, sem hrekst til höfuðborgarinnar þar sem hún kemst í kynni við eldri og reyndari kynsystur sina, sem lent hefur utangarðs I sam- félaginu. Hlutverk i leiknum eru 19 en leikendur 12. Meö aöalhlut- verk fara Svanhildur Jóhannes- dóttir og Sunna Borg, en auk þeirra fara Þráinn Karlsson, Theodór Júliusson, Sigurveig Jónsdóttir, Guðbjörg Guðmunds- dóttir, Kristjana Jónsdóttir, Viö- ar Eggertsson, Bjarni Stein- grimsson og Hjft-tur E. Jónasson meö hlutverk i leiknum. Leikstjóri er Þórunn Sigurðar- dóttir, en leikmynd hefur Sigur- jón Jóhannsson gert. „Fyrsta öngstræti tilhægri” er þriöja verkefni LA á þessum vetri og hefur leikfélagið verið boðið til Sviþjóðar með þessa sýningu á norrænt mót landshlutaleikhúsa, sem haldið verður i örebro 3.-8. desember. Sýningar ytra verða tvær. Að lokinni frumsýningu á öngstrætinu verða hafnar æf- ingar á næsta verkefni, en þaö er „Púntilla og Matti” eftir Bertolt Brecht. Leikstj. er Hallmar Sig- urösson og frumsýning' verður væntanlega i janúar. Barnaleik- ritið „Galdarkarlinn I Oz” er nú sýnt fyrir fullu húsi og hefur verið uppsdt á allar sýningar fram að þessu. — AI

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.