Þjóðviljinn - 01.11.1979, Side 11
Fimmtudagur 1. nóvember 1979 ÞJOÐVILJINN — SIÐA 11
FH-ingurinn Guðmundur
Magnússon hefur átt
jafna og góða leiki i
HM-keppninni. Hann
skoraði 2 mörk i gærkvöld
gegn Ungverjum og
barðist eins og ljón
allan leikinn.
íþróttir \ íþróttir
Umsjón: Ingólfur Hannesson V ^ H
Strákarnir skorudu 1 mark siðustu 14 mínúturnar
Lokakaflinn varð
þeim að falli
Ungverjaland - ísland 17:14
//Það var ógurlegt að sjá
þetta detta svona niður hjá
okkur í lokin. Ég hef þá trú
að strákana skorti enn
reynslu á við keppinauta
sína hér til þess að halda
höfði í //krítískum
stöðum". Slíkt kemur ekki
nema með mikilli keppnis-
reynslu, sérstaklega i
erfiðum keppnum eins og
hér á HM," sagði ólafur
Aðalsteinn Jónsson, farar-
stjóri m.mw í gærkvöld/
eftir að íslenska unglinga-
liðið í handbolta hafði
beðið lægri hlut fyrir Ung-
verjum/14-17.
Fyrstu 3 mörkin voru Islending-
anna, 3-0, en Ungverjar voru
nokkuð fljótir að átta sig og innan \
tiðar voru þeir búnir að jafna 3-3.
Annars er vert að geta þess að
fyrsta mark íslands kom á 8. min.
Nú lágu Danirnir í því
Danskurinn lá heldur betur I
þvi I fótboltanum I gærkvöld .
Landslið þeirra lék gegn Búlgariu
I Evrópukeppni og tapaði 0-3.
Fyrsta mark Búlgaranna kom
á 21. min.,næsta á 51. og loks skor-
aði Tsvetkov undir lokin sitt ann-
að mark i leiknum. Danir voru
slakir, sérstaklega sóknin, sem
þó skartaði hinum frægu
Simonsen og Henning Jensen.
Ahugamannalandslið Sovét-
manna og Vestur-Þjóöverja léku
knattspyrnulandsleik i gærkvöld;
og lyktaði honum með sigri
Sovétmanna 3-1 eftir að staðan i
hálfleik var jöfn 1-1.
og fyrsta mark Ungverjanna á 11.
min..Þetta segir nokkra sögu um
gæöi varnarleiks beggja liðanna,
og e.t.v. um slappleika sóknar-
leiksins. Aftur náði Island
forystunni, 4-3, en Ungverjar
jöfnuðu enn og komust yfir
skömmu seinna, 5-4. Þá var
komið að okkar mönnum að sýna
klærnar og þeir skoruðu grimmt
það sem eftir lifði hálfleiksins, 5-
5,6-5,7-5, 7-6, 8-6, og 9-6. A siðustu
mlnútunni fengu Ungverjar viti,
en Clafur varði það með miklum
tilþrifum. 9-6 fyrir Island I leik-
hléi.
Vörn Islenska liðsins var
framúrskarandi góð I fyrri hálf-
leiknum og sömuleiðis mark-
varslan, en Brynjar varði 6 skot,
hvert öðru erfiöara.
Forskotið lét landinn ekki af
hendi alveg strax, 9-7,10-7 og 11-7.
Hér fengum viö tækifæri til að
auka muninn i 5 mörk, en
Guömundur lét verja frá sér 1
dauðafæri. Ungverjarnir komu
muninum niöur i 1 mark nokkru
seinna,12-11, Island skoraöi sitt
13. mark I næstu sókn, en
Ungverjar minnkuðu forskotið
aftur I 1 mark, 13-12. Þegar hér
var komið sögu voru 14 min. til
Alan Pascoe, fyrrum Evrópum. í 400 m grindahlaupi
A tvinnumennsku
verður að hefja sem
fyrst í frjálsum
Fyrir nokkrum árum var
gerð tilraun til að stofna til
keppni milli atvinnumanna I
frjálsum iþróttum, en sú til-
raun fór út um þúfur. 1 heimi
frjálsiþróttanna er þó mikið
um beinar peningagreiðslur
þrátt fyrir að um sé að ræða
keppni svokallaðra áhuga-
manna. Þessum málum vilja
margir breyta og I þeirra
hópi er fyrrum
Evrópumeistari I 400 m
grindahlaupi, Bretinn Alan
Pascoe.
„Þeim,
um bein
sem vilja keppa
peningaverðlaun,
ætti að leyfast þaö óhindrað,
og einnig ættu þjálfarar ein-
stakra keppnismanna að fá
greitt i samfæmi við þann
árangur, sem iþróttamenn á
þeirra vegum ná”, segir
Pascoe m.a. i nýútkominni
bók sinni, sem nefnist Saga
frjálsiþróttamanns.
„Mér finnst alltof mikið
um alls konar boð og bönn i
heimi iþróttanna, sérstak-
lega hvað varðar auglýs-
ingastarfserni og útgáfu-
starfsemi ýmisskonar. Ég er
viss um, aö þetta hefur slæm
áhrif á helstu iþróttamenn
heimsins”, segir Pascoe
ennfremur. Hann segir einn-
ig að atvinnumennska muni
litil áhrif hafa á hina svoköll-
uöu trimmara, þeir muni
halda áfram slnu striki þrátt
fyrir breytingu á toppnum.
Að lokum minnist Pascoe á
atvinnumennsku I frjálsum I
þróttum og segir: „Ef
ólympiunefndin fellst ekki á
atvinnumennsku, þá hún um
það. Frjálsar Iþróttir hafa
löngum verið aðalsmerki
leikanna og ef þær hyrfu á
brott er ég hræddur um að
ólymplunefndin breytti af-
stöðu sinni.” Svo mörg voru
þau orö Alans Pascoe.
leiksloka og nú hrundi leikur Is-
lenska liösins eins og spilaborg.
Ekkert gekk, hvorki I sókn né
vörn. Hins vegar héldu Ungverj-
arnir sinu striki og þeir komust i
17-13 áður en ísland skoraði sitt
14. mark. Sorglegur endir á
annars góðum leik tslands.
Ungverjarnir eru meö sist
betra lið en við, en þeir hafa leik-
reynsluna framyfir og það reiö
baggamuninn aö þessu sinni. Þá
varöi markvörður þeirra eins og
óöur maður allan leikinn og loka-
kaflann varði hann 11 skot, sem
er frábært. Alls varði hann 22 skot
i leiknum.
Stefán Halldórsson komst einna
best Islendinganna frá þessum
leik. Hann er ört vaxandi leik-
maður og er yfirvegun hans mun
meiri nú en áöur. Þá var
Guömundur Magg traustur að
venju og Brynjar varði vel
framan af.
Mörk lslands skorðuð: Stefán 8
(3v.), Guömundur M 2 og Krist-
ján, Atli, Siguröur G og Birgir 1
mark hver.
Þess má geta I lokin aö meiðsl
Andrésar Kristjánssonar reynd-
ust ekki eins alvarleg og ætlað
var I fyrstu. Tannréttingarsér-
fræöingur rétti framtennur hans
með handafli einu saman.
„Strákurinn er orðinn bara
huggulegur,” sagði Ólafur Aðal-
steinn aðspurður um málið.
—IngH
Island leikur gegn
Austur-Þýskalandi
Eftir úrslitin i leik Islands og
Ungverjalands I gærkvöldi var
' ljóst að landinn léki gegn Austur-
Þjóðverjum um 7.-8. sæti heims-
meistarakeppninnar. Leikurinn
fer fram i Suningen og hefst kl. 18
I dag.
Um 5.-6. sætið leika Tékkar og
Ungverjar, um 3.-4. sæti leika
Danir og Sviar og um 1.-2. sæti
leika Sovétmenn og Júgóslavar.
IngH
Þrír toppþjálfarar
hjá Ægi í vetur
Um þessar mundir eru að hefj-
ast sundæfíngar hjá Sundfélaginu
Ægi. Hefst vetrarstarfið nokkru
seinna nú en undanfarin ár,
vegna lokunar Sundhallar
Reykjavlkur. Afreksfólk félags-
ins hefur þó æft nú um tveggja
mánaða skeið.
Æfingar fyrir yngri félaga og
nýja félaga hefjast þriðjudaginn
30. október I Sundhöll
Reykjavikur. Æft veröur þrisvar I
viku, þ.e. þriðjudaga, fimmtu-
daga og föstudaga kl. 18.50. Þeim
sem æfa er skipt I getuhópa,
þannig að hver fái verkefni við
sitt hæfi.
Sundfélagið Ægir hefur ávallt
lagt mikla rækt við unglinga-
þjálfun og mun I vetur vanda til
hennar jafnvel enn betur en
nokkru sinni fyrr. Hefur félagið
ráöið þrjá þjálfara til þess að
þjálfa. Þeir eru Guðmundur
Harðarson, sem um langt árabil
hefur verið landsliðsþjálfari i
sundi, Kristinn Kolbeinsson, sem
hefur getið sér gott orð undan-
farin ár viö þjálfun hjá Ægi, og
Þórunn Alfreðsdóttir, en hún var,
eins og flestum er kunnugt, besta
Þórunn Alfreðsdóttir mun þjálfa
sundmenn Ægis I vetur.
sundkona okkar um árabil. Munu
allir þessir þjálfarar þjálfa yngri
flokka félagsins. Nánari
upplýsingar veita Guömundur
Harðarson i slma 30022 og Halldór
Hafliðason I sima 35723.
Hjá Ægi nærðu árangrier kjör-
orö félagsins. Gildir þetta jafnt
um þá er hyggjast æfa meö
keppni i huga sem og þá er langar
aöeins aö æfa sér til ánægju.
Sigurvegarar á fyrsta Vetrarmóti unglinga I badminton
Spennandi og skemmtileg keppni
á fyrsta unglingamóti vetrarins
Um s.l. helgi lauk fyrsta ung-
lingamótinu á þessu keppnis-
timabili. Keppnin var allfjöi-
menn, og komu keppendur viða
að, t.d. frá Hverageröi, Akranesi
og Kópavogi, auk Reykjavikur.
Keppt var i tviliðaleik og tvennd-
arleik i öllum aldursflokkum ung-
linga, og uröu sigurvegarar sem
hér segir:
Hnokkar — tviliðaleikur:
Arni Þ. Hallgrimsson og Valdi-
mar Sigurösson IA.
Tátur — tviliöaleikur:
Guðrún Ýr Gunnarsdóttir og
Guörún Júliusdóttir TBR.
Hnokkar — tátur — tvenndarleik-
ur:
Arni Þór Hallgrimsson og Asta
Siguröardóttir IA.
Sveinar — tviliöaleikur:
Pétur Hjálmtýsson og Kári
Kárason TBR.
Meyjar — tviliðaleikur:
Inga Kjartansdóttir og Þórdis
Edwaid TBR.
Sveinar — meyjar — tvenndar-
leikur:
Fritz H. Berndsen og Þórdis
Edwald TBR.
Tviliðaleikur drengja:
Þorsteinn Páll Hængsson og
Þorgeir Jóhannsson TBR.
Telpur — tviliðaleikur:
Þórunn óskarsdóttir KR og
Ingunn Viðarsdóttir IA
Drengir — telpur — tvenndarleik-
ur:
Þorgeir Jóhannsson og Bryndis
Hilmarsdóttir TBR.
Piltar — tviliðaleikur:
Guðmundur Adolfsson og
Skarphéöinn Garöarsson.
Piltar — stúlkur — tvenndarleik-
ur:
Guðmundur Adolfsson TBR og
Kristin Magnúsdóttir TBR.
Stúlkur — tviliðaleikur:
Bryndis Hilmarsdóttir og
Kristin Magnúsdóttir TBR.
Næsta unglingamót veröur i
húsiTBR dagana 10.-11. nóv. n.k.,
en það er Unglingameistarmót
Reykjavikur. Þátttökutilkynn-
ingar i þaö mót skulu hafa borist
til TBR i siðasta lagi þriðjudaginn
6. nóv. n.k..