Þjóðviljinn - 20.11.1979, Qupperneq 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 20. nóvember 1979
Þriöjudagur 20. nóvember 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
Við útkomu tslandslýsingarinnar var hún afhent Landsbókasafni og
Þjóöminjasafni. Hér sjást þeir örlygur Hálfdanarson bókaútgefandi og
Steindór Steindórsson afhenda Þór Magnússyni þjóöminjaveröi bók-
ina. Halldór Jónsson safnvöröur t.v.
Islandsleiðangur Stanleys 1789
Dýrasta jóla-
bókin komin út
Ct er komin hjá bókaútgáfunni
Erni og Örlygi feröabókin ts-
landsleiðangur Stanleys 1789 i
þýöingu Steindórs Steindórsson-
ar. Er skemmst frá því aö segja
að hér er um aö ræöa einhverja
vönduöustu og fegurstu bók sem
hér hefur veriö gefin út.enda kost-
ar hún 39.650 krónur út úr búö.
Þaö er Ernst Bachmann sem hef-
ur hannaö útlit bókarinnar.
Islandsleiöangur Stanleys 1789
var annar i rööinni erlendra leiö-
angra hingaö til lands. Hinn fyrsti
var leiöangur Sir Joseph Banks
1772. Stanley var kunnugur Sir
Joseph Banks og mun Banks hafa
hvatt hann til fararinnar. Stanley
og félagar hans komu til tslands
að nýafstöönum hörmungum
Móöuharðindanna. Auk þess sem
leiöangursmenn segja berum
oröum i dagbókum sinum, má
lesa margt á milli linanna um
hagi og ástand þjóöarinnar, ein-
mitt þegar hún er aö byrja að
rétta viö eftir hinar miklu hörm-
ungar, en engar aörar lýsingar
erlendra manna eru til frá þeim
árum, og raunar harla fátt frá
allri 18. öldinni. Fylla dag-
Halldór Kristinsson úr Þrem á
palli kemur fram á visnakvöldi
Visnavina á Hótel Borg i kvöld.
Vísnakvöld
á Borginni
Visnavinir halda visnakvöld á
Hótel Borg i kvöld kl. 8.30. Aöeins
veröur hleypt inn um hringdyrn-
ar. Aögangseyrir er enginn,
aöeins rúllugjald.
Meöal þeirra sem koma fram á
visnakvöldinu eru Halldór
Kristinsson, sem kunnur er sem
einn Þriggja á palli, og ungir og
efnilegir visnasöngvarar, Glsli
Þór Gunnarsson og Erna
Guömundsdóttir. Þeir sem vilja
mega siöan koma upp á sviö og
syngja eða spila að lokinni dag-
skránni.
Visnavinurinn Hjalti Jón
Sveinsson tjáöi Þjóðviljanum, aö
þeir kæmu fram á visnakvöldum
gerðu þaö sem hreinræktaöir
áhugamenn; launin væru i besta
falli kaffisopi. Visnavinir hafa
fullan hug á þvi að gera visna-
kvöldin á Borginni aö föstum liö
mánaðarlega i vetur.
— eös
bækurnar þvi i verulega eyðu, og
eruallrar viröingar veröar, bæði
fyrir fræðimenn og aðra, sem
áhuga hafa á sögu landsins.
Feröabókin er prýdd fjölda
mynda, sem fæstar hafa birst áð-
ur á bók, og er stórmikill menn-
ingarsögulegur fengur að þeim.
Þrir leiöangursmanna geröu
fjölda margar teikningar hér á
landi af landslagi, fólki og mann-
virkjum, og þegar þeir komu aft-
ur til Englands voru fengnir tveir
af fremstu málurum Breta til
þess að gera vatnslitamyndir og
oliumálverk eftir teikningunum. 1
ferðabókinni eru birtar um eitt-
hundraö pennateikningar og
tuttugu og þrjár vatnslitamyndir
og oliumálverk. Má meö sanni
segja að myndirnar fylli biliö
milli Feröabókar Eggerts og
Bjarna og bóka þeirra
Mackenzies og Gaimards.
Feröabókin er i litprentaöri
öskju. Þaö er ein af vatnslita-
myndunum sem geröar voru i
Englandi og sýnir kirkjuna i Skál-
hoiti, leiöangursmenn, tjöld
þeirra og gesti.
— GFr
GATT:
lönríkin
kaupi
meira frá
þriöja
heiminum
Genf (Reuter)
Iðnríkin veröa aö kaupa meira
frá þriöja heiminum, ef þau vilja
halda áfram aö selja þangað vör-
ur, sagöi aöalframkvæmdastjóri
GATT á ráöstefnu Noröur- og
Suðurveldanna s.l. miövikudag.
,,Á sföasta ári keyptu riki
þriöja heimsins 20 prósent af öll-
um útflutningi Vestur-Evrópu-
rikja, eöa helmingi meira en
Bandarikin og Japan kaupa frá
Vestur-Evrópu, sagöi Oliver Long
aöalframkvæmdastjóri tolla- og
viöskipabandalagsins GATT.
Bandarikin seldu meira af vörum
til þriöja heimsins en til Vestur-
Evrópu og Japan, og Japan seldi
meira af vörum til þriöja heims-
ins heldur en til Bandarikjanna
og Vestur-Evrópu.
Þetta misræmi i viöskiptum
iönrikjanna viö þriöja heiminn
veldur þvi, aö ríki þriöja heimsins
neyöast til aö taka sifellt hærri
erlend lán, til aö fjármagna
viöskiptahallann. Undanfarin
fimm ár hafa þessi riki þurft aö
fjármagna mikinn hluta af
innflutningi sinum meö lántök-
um.
Hergílsey
í
. iSvefneyjar1
Kortiö sýnir veiöihólfin 5 á Breiöafiröi. Einnig eru dregnir upp og
númeraðir kantarnir, veiöisvæöin, sem bátarnir sigla eftir.
Frá fundinum um skipulag skelveiöa á Breiöafiröi í Stykkishólmi 12.
janúar. 1979. Einar Karlsson formaöur verkalýösfélagsins ávarpar
fundarmenn
Jón B. Jónasson frá sjávarútvegsráöuneytinu útskýrir afstööu ráöu-
neytisins á fundinum 12. janúar. Næstur honum er Sturla Böövarsson,
sveitarstjóri og þá Hrafnkell Eiriksson, fiskifræöingur.
Konur hafa mikla vinnu viö skelvinnsluna.
Kristján Sigurðsson viö stæröarflokkunarvélina. Bitarnir velta niöur
sivalning meö sistækkandi götum.
Ólafur H. Torfason, Stykkishólmi:
Stykkishólmur
og hörpudiskurinn
Stykkishólmur liggur
núna illa við hefðbundnum
fiskveiðum, langt innan-
f jarðar. Þar er ekki togari.
Bylting varð á atvinnu-
háttum staðarins uppúr
1970, eftir að ólafur Jóns-
son barnakennari hafði
forgöngu um hörpudiskí
veiðar fyrir hönd
Kaupfélags Stykkishólms.
Fyrirtækið varð þó fórnar-
dýr eigin brautryðjenda-
starfs, lagði vinnsluna
niður, en einkaf jármagnið
steypti sér yfir gullið. Nú
stunda tvö fyrirtæki
hörpudiskveiðar og
vinnslu: Frystihús Sigurð-
ar Ágústssonar h.f., sem er
stærsta hörpudiskisverk-
smiðja á jarðkúlunni, og
Rækjunes h.f., og bendir
nafnið til fortíðar á öðru
sviði, en rækjuveiðar eru
nú engar á Breiðafirði.
1 Stykkishólmi hefur oröiö
geysileg fjárfesting vinnslu- og
öflunaraöila hörpudisksins,
þangað hefur safnast reynsla og
þróast sérhæfður vinnukraftur —
enda skelin veitt mikla atvinnu —-
þar hefur verið unnið að nýj-
ungum og öflun markaða. Skel-
veiðar eru þó ekki jafn þurfta-
frekar og önnur sjósðkn, stutt er á
miðin, bátarnir þættu vart hæfir
lengur á opnu hafi, veiðarfæri og
aðstaða einfaldari i sniðum. En
nákvæmni þarf viö vinnsluna,
sem er undir stöðugu eftirliti
erlendra kaupenda.
Fyrst i stað töldu menn, að
skelin væri óþrjótandi eins og
sjórinn sjálfur. Voru þegar hæst
stóð leikur 47 bátar að veiðum
fyrir utan glugga Hólmara og
skelinni ekið suður til Reykja-
vikur og i vinnslustöðvar þar i
grennd. Mest var veiðin árið 1972:
7200 tonn. Siðan 1973 hafa Hólm-
arar einir fengið leyfi til veið-
anna.
Hafrannsóknarstofnun hefur
svo mælt með vissum hámarks-
kvóta i veiðunum og Sjávarút-
vegsráðuneytið sagt 5000 tonn og
ekki lengra. Ekki hefur verið
veitt upp i það magn fyrr en á
siðasta ári, 1978, en þá lönduðu 8-
10 bátar alls 7800 tonnum i sam-
ræmi við tillögur fiskifræöinga og
ákvörðun sjávarútvegsráðu-
neytisins. Var undanþágan
grundvölluð á minni sókn fyrri
ára, sem ætti að þýða eitthvað
stærri stofn. Stofnstærðarákvarð-
anir eru þó miklum erfiðleikum
bundnar i hörpudiski.
Snemma árs 1979 mælti Haf-
rannsóknarstofnun með
óbreyttum 5000 tonna árskvóta,
en um svipað leyti gerðist það, að
Búðdælingar og Grundfirðingar
bjuggu sig undir að hefja hörpu-
diskveiðar. Setti ugg að fólki i
Stykkishólmi við þau tiðindi.
Töldu flestir raunar hæpið, að
5000 tonna kvótinn veitti þá
dýrmætu atvinnutryggingu, sem
hörpudiskveiðarnar einar geta i
þessum afskekkta, hamla höfuð-
stað Snæfellsness. Af þessum
sökum boðaði hreppsnefnd
Stykkishólms til fjölmenns
fundar 12. janúar siðastliðinn um
þessi málefni. Þar voru fulltrúar
Hafrannsóknarstofnunar, Sjáv-
arútvegsráðuneytisins, þingmenn
og heimamenn.
Tilefni fundarins var skipulag
veiðanna á þessu ári. Frá árinu
1973 hafa Hólmarar einir sótt á
Breiöafjarðarmið hörpudisksins,
enda hófst þessi veiöi þar og öll
vinnsla verið þróuö og reynd hjá
atvinnufyrirtækjum á staönum.
Var einsýnt á öllum málflutningi
á fundinum og raunar
viðbrögðum og upplýsingum
Reykjavikurgestanna lika, að
afar óheppilegt væri að leyfa
öðrum byggðarlögum högg i skel-
kvóta Stykkishólms. Bærinn
hefur átt við þróunarörðugleika
að etja áratugum saman, en þessi
bakhjarl smám saman orðið æ
traustari, enda blasir við að án
hans myndi þróun staðarins
stöðvast að nýju. Leysa veröur
timabundin atvinnumál annarra
staða öðruvisi en með þvi að
spilla stööu Stykkishólms á ný.
Úrðu þau lika málalok, að
Stykkishólmur situr áfram einn
að hörpudiskveiðunum, og þær
breytingar einar gerðar á skipu-
lagi veiða, að komið var á ákveð-
inni hlutfallsskiptingu milli
vinnslustöðvanna tveggja, sem i
reynd mun þýða að sú stærri
hefur um 70% kvótans en hin 30%.
Ennfremur gerðist það á árinu,
eftir rannsóknarleiðangur, sem
Hrafnkell Eiriksson fiski-
fræðingur stjórnaði á mb. Dröfn i
ágúst, að kvótinn var aukinn um
1000 tonn, upp i 6000 tonn. Mun
stærri vinnslustöðin ljúka við sinn
skerf um næstu mánaðamót og
hefjast þá ekki veiðar þaðan fyrr
en i janúar á nýjan leik.
Náttúra
hörpudisksins
Hörpudiskurinn er fögur og
merkileg samloka. Meðal annars
er hann sundkappi sá, að hreyfa
sig nokkur hundruð metra fram
og aftur á æviskeiðinu, og upp og
niður i sjónum að vild, frjáls eins
og fuglinn. Vöðvinn sem hreyfir
skeljarnar er sterkur, einna
likastur tappa að lögun, og er svo
macreiddur á ótal vegu, að
slá-run lokmni.
Vaxtarhraði hörpudisks er
Hrafnkell Eiriksson, fiski-
fræðingur hefur manna best
kynnt sér hörpudisk hérlendis.
Hann telur langstærstan hluta
skelmiða á Breiðafiröi fundinn.
Sigurjón Helgason, skipstjóri,
forstjóri Reykjaness hf. Hann
hefur ekkert lagt af siðan hann
hóf skelveiðar einna fyrstur
manna hérlendis.
fremur litill. Mestur er hann á
fyrstu árunum, eins og hjá öðrum
lifverum, eða um 1 cm á ári. Frá
þvi skelin verður 6-8 ára vex hún
varla meir, þó etv. um 1 mm á ári
ef vel viðrar. Lágmarksstærð
Bitarnir eru hreinsaðir af natni, oft með töng.
þess hörpudisks sem nú má veiða
er 6 cm (skelin sjálf þarf að vera 6
cm á hæð). Æskilegast er talið að
veiða og vinna skel sem er milli 6-
7 cm há. Kynþroska er skelin 3 1/2
— 4 cm há (3-5 ára gömul).
Hrygningartiminn hefst senni-
lega að vorinu, en hámark hans
er einhversstaðar frá lokum mai
fram i júli. Hlé er gert á
veiðunum þennan tima að mestu.
Helsti andstæðingur hörpudisks
i djúpinu er krossfiskurinn og
hata sjómenn hann. Honum virð-
ist hafa fækkað á Breiðafirði
siðan veiðarnar hófust. A
svæðum,sem nýbúið er að plægja
eftir hörpudiski, fjölgar hins
vegar alls konar kröbbum,
sæbjúgum og öðrum lifverum,
sem nærast á jarðneskum leifum
þess skelfisks, sem lendir undir
stálplógnum, kremst þar og lætur
lif sitt. Það er óleyst gáta, hve
mikil skel fer forgörðum neðan-
sjávar með núverandi veiöi-
aöferð. Enginn kafari hefur riðið
hörpudiskplóg ennþá, en prófað
kúfiskplóga og kolatroll skilst
manni. Leikur þó mörgum hugur
á að vita gerr, hvaða röskun á lif-
keðjum botndýranna það veldur,
þegar sjómenn kljúfa heilu tonnin
i herðar niður og gefa á garðann
þar neðra. Sumir liffræðingar
andfætis okkur, i Ástraliu og Nýja
Sjálandi, hafa séð skelfiskstofna
hverfa gersamlega og skýringar-
laust, telja það náttúrlegar stofn-
sveiflur, en þær stafa raunar
stundum af eitrunum eða of-
fjölgun einhverra, sem kunna aö
meta bragðið af skel. Svona lif-
fræðingar vilja enga kvóta,
heldur hömlulausa veiði meðan
bráðin er i færi.
Aðrar hagnýtar skeljategundir
á Breiðafirði eru ugglaust
margar. Liffræðingar Hafrann-
sóknarstofnunar benda öðrum
fremur á kúfisk, hjartaskel og
öðu. Vandinn er sá, að engin
könnun hefur farið fram á
markaðsmálum þessara tegunda.
Breiðfiröingar eru vanir þvi frá
fornu fari að éta krækling og
ganga enn margir fram um stór-
straumsfjöru og næla sér i soðið,
en enginn þeirra neytir igul-
kerjahrogna að ráði. Japanir
kaupa þá vöru ferska, ef flug-
vélar geta flutt til þeirra og
greiða nú um 70-80 þúsund isl. kr.
fyrir kilóið. Kannski eru þar
framtiðarviðskipti, þvi Hvamms-
fjörður er sneisafullur af igul-
kerjum. Annars óskuðu Japanir
um árið eftir sýnishornum af
breiðfirsku sjávarfangi. Rennt
var niður kúfiskplógi og afrakstur
togsins spúlaður og frystur oe
sendur til Japan. Svarið kom um
hæl: „Kaupum þetta allt, sendum
verksmiðju ef óskað er.”
En viðskipti Japana og fleiri
miljónaþjóða byggjast á feiknar-
legu magni sem aflað er snarlega
með stórskipum og dælukerfum,
sem leggja hafsvæðin unnvörpum
i eyði. Sú saga er kunn frá Suður-
Ameriku og viðar og gerir litið
nema sýna andlit gróðahyggj-
unnar. (Leiftursóknarinnar).
Tæknin
Nú róa yfirleitt 9 bátar og 2
trillur frá Stykkishólmi til
skeljar. Þeim er skammtaður
vikukvóti, 30 tonn hverjum.
(Trillurnar 15 tonn). Dagsafli
stærri bátanna 9 er langoftast
kringum 6 tonn. Veiöarnar fara
fram á 5 afmörkuðum veiði-
svæðum eða hólfum, sem eru opin
og lokuð á vixl samkvæmt til-
lögum fiskifræðinga, og hefur sú
skipan gefið góða raun. Skrásett
eru um 40 mið eða kantar, þar
sem 2-3 m breiður stálplógur er
dreginn og safnast þá skelin — og
aragrúi annarra sjávarlifvera — i
stóran poka sem hangir aftan i
plógnum. Um borð er skelin
hreinsuð frá ööru innihaldi plógs-
ins. Það er list að beita plógnum
rétt i straumálum Breiðafjarðar.
Bátarnir fara út snemma
morguns og eru að tinast inn
seinni part dags. Sjaldan er veriö
fram á kvöld. Það fer þó eftir þvi
hvaða svæði er opið i svipinn.
Þegar i land kemur fær skelin að
biða i vatni til morguns, en þá er
fiskurinn, eða bitinn eins og hann
er kallaður, vélhristur úr sam-
lokunni eftir að hún hefur runnið
um gufusjóðara, sem losar hann.
Siöan eru bitarnir flokkaðar eftir
stærð og útliti og verkaðir i sam-
ræmi við þann markað sem þeim
er ætlað að fara á. Mest er flutt til
Bandarikjanna, og þar snæða
menn aðeins vöðvann, en Frakk-
ar gíeypa innyfli og hrogn með.
Fram til þessa hefur hörpu-
diskur ekki verið settur i neyt-
endapakkningar hjá fyrir-
tækjunum, en nú sækir i það horf
að varan sé fullunnin i Stykkis-
hólmi, velt uppúr bragðefnum og
steikingarefnum og seld tilbúin til
matreiðslu. Markaður er góður
og verð hækkandi. (itflutnings-
verð til Bandarikjanna er nú $3
pundið, en mun vafalaust hækka
eftir áramót. 1 frystihúsi Sig.
Agústssonar h.f. eru framleidd 3
1/2 — 4 tonn af skelbitum dag-
lega. Skelfiskveiðarnar i Stykkis-
hólmi nema 1% af heildarverð-
mæti sjávarafurða á Islandi.
Deilan um hörpudiskinn á Breiðafirði
Agúst Sigurösson forstjóri Frystihúss Sig. Agústssonar. Fyrirtæki hans
verkar um 70% aflans af Breiöafiröi
Frá þvi veiöar hófust 1970 á
hörpudiski hefur á ýmsu gengiö
og sumir litt treyst á þessa óvissu
auðlind. Meðal annars hefur
sjávarútvegsráðuneytið lag't
áherslu á nauðsyn þess að fara
með gætni I uppbyggingu vinnslu-
stöðvaog nýtingumiðanna. Hefur
þvi alltaf veriö ákveöinn fremur
þröngur kvóti, meðan rannsóknir
standa enn yfir á veiöisvæöum
hörpudisksins. Kvótinn hefur
verið 5000 tonn árlega.
Ennfremur er það samdóma
álit flestra, að auðiind þessi sé
ekki stærri en svo, að
skynsamlegt sé að nýta hana á
mjög skipulegan hátt. Er til
dæmis ákveöinn vikukvóti á bát
(30 tonn), og geta þeir ekki bætt
sér upp aflamissi einnar viku með
veiði I þeirri næstu. Svo og er
nákvæmlega fylgst með stærð
skeljanna, ástandi hinna 5 veiði-
hólfa og svo framvegis. Hefur
tekist góð samvinna meö öllum
aöilum sem snerta mál þessi.
Akveðið var, eftir endurteknar
athuganir og umræður, að veita
aðins einu kauptúni, Stykkis-
hólmi, leyfi til veiða og vinnslu.
Hörpudiskveiðar hófust þar, styst
er á veiðisvæöin þaðan og þar
hefur öll verkþróun og
markaðsöflun átt sér stað I
greininni, svo að nú standa menn
þar i fremstu röö i heiminum.
Það eru rangfærslur
Soffaniasar Cecilssonar I
Grundarfirði, að Stykkishólms-
bátar hafi brotið veiðireglur árið
1976,veitt umfram leyf ilegt magn.
Vegna tilmæla^ sérfræðinga á
Haf rannsóknarstofnun ákvað
sjávarútvegsráðuneytiö að auka
kvótannum 2800 tonn, vegna þess
aö stofninn virtist sterkur, enda
hafði sókn undanfarinna ára ekki
náð 5000 t.
A þessu ári, 1979, var kvótinn
aukinn seint ávertiðinni úr 5000
tonnum i 6000 og var það byggt á
grundvelli rannsóknarleiöangurs
Hrafnkels Eirikssonar i ágúst i
sumar. Bátur Soffanlasar hetur
þvi verið aö veiöa úr þessari
viöbót þegar hann geröi sínar
frumlegu veiöiréttartilraunir.
Það eru lika rangfærslur hans
aö aðalveiðisvæðin séu við
Grundarfjörð og Barðaströnd.
Eins og sjá má á meðfylgjandi
veiðikorti eru litil miö við
Grundarf jörð og þola aðeins veiði
skamman tima. Kringum Flatey
eru mið sem fremur sjaldan er
sótt á, við Barðaströnd eru ekki
mið sem nýtt eru. Hitt er annaö
að Grundarfjaröarskelin er
ágætis hráefni þegar hún gefst og
svæðið er opið.
Soffanias hefur einnig dylgjað
um lélega nýtingu hráefnisins i
Stykkishólmi. Slikt er út i hött.
Hér er um dýrt hráefni að ræða og
vandmeðfarið. Tækni viö
meðhöndlun þess I Stykkishólmi
er á háu stigi, eftirlit strangt og
starfsfólk toKjþjálfað.
Þaö er helst rétt hjá Soffaniasi,
að 2 kapitalistar græða mest á
hörpudiski I Stykkishólmi, en
Kaupfélag Stykkishólms, sem hóf
þennan rekstur, varð aö fella
hann niöur sökum rekstrar-
örðugleika eftir dýrmætt og
kostnaðarsamt brautryðjenda-
starf. Hitt er nýtt fyrir Snæfell-
ingum að Soffanias leggi fæð á
kapitalista. En við fögnum þeim
liðsstyrk.