Þjóðviljinn - 22.11.1979, Page 6

Þjóðviljinn - 22.11.1979, Page 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 22. nóvember 1979 BÍLEIGENDUR Þið sem getið aðstoðað starfsmenn Alþýðubandalagsins sem starfa við utan- kjörstaðakosninguna með þvi að aka fólki á kjörstað i Miðbæjarskólanum i dag og á morgun látið heyra i ykkur i sima 17500. Þið þurfið ekki að halda til niðri á Grettis- götu heldur vera i viðbragðsstöðu heima hjá ykkur og tilbúin að fara i eina og eina ferð. Skráið ykkur i sima 17500 á milli klukk- an 9:00 og 22:00 i dag og frá klukkan 14:00 til klukkan 19:00 á morgun. Alþýðubandalagið HAPPDRÆTTI Þjóðviljans 1979 Gerið skil strax til næsta umboðsmanns, skrifstofu Alþýðubandalagsins Grettis- götu 3 eða á afgreiðslu Þjóðviljans Siðu- múla 6. SPURNINGAR FÓLKSINS Svör Alþýðubandalagsins Fyrir komandi Alþingis- kosningar vill Alþýðubanda- lagið gefa fólki kost á að koma á framfœri spurningum um stefnu og störf flokksins. Allir forystu- menn flokksins og frambjóð- endur i öllum kjördæmum eru reiöubúnir að svara og skýra mál frá sjónarhóli Alþýðu- bandalagsins. Svörin verða birt jafnóðum i Þjóöviljanum fram að kosningum. Sendið hvassar og djarfar spurningar Síminn er 17500 5-7 virka daga s ívadvMtí^\ vita? Hvaö viltu vita um Alþyðu bandalagiö? Hver eru meginmál kosninganna? Kjaramalin? Verðbólgan? Atvinnumálin? Sjálfstæöis- málin? Hvers vegna er Alþyöu bandalagiö ótviræöur forystuflokkur laur.afólks? Hvernig á aö koma i veg w fyrir nýja viöreisn? / Hver er ^ spurning þín? Alla virka daga fram aö kosningum getur þú hringt frá kl. 5-7 eftir hádegi i sima 1 75 00 og boriö fram ALLAR þær spurningar sem þú vilt beina til forystu- manna og frambjóöenda Alþyöubandalagsins. Þeim veröur siðan svaraö í Þjóö- X Húsráðendur athugið! Höfum á skrá fjölda fólks sem vantar þak yflr höfuðið. Leigjendasamtökin Bókhlöðustig 7 Opið: Kl. 13-18 alla virka daga,simi: 27609 Tökum að okkur viðgerðir og nýsmiði á fasteignum. Smið- um eldhúsinnréttingar, einnig viðgerðir á eldri innréttingum. Gerum við leka vegna steypugalla. Verslið við ábyrga aðila. TRÉSMIÐAVERKSTÆOIÐ Bergstaðastræti 33, simi 41070 L i Rafiðnaðarsamband íslands Aðalkrafa okkar er trygging kaupmáttarins Rœtt við Sigurð Magnússon sem á sœti í miðstjórn Sambandsins Sambandsstjórnarfundur Raf- iðnaðarsambands Islands var haldinn I Reykjavfk um siðustu helgi, en slikir fundir eru haldnir annað hvert ár milli landsþinga sambandsins. Sigurður Magnús- son rafvélavirki sat fundinn, en hann á einnig sæti i miöstjórn sambandsins og leitaöi Þjóðvilj- innfrétta hjá honum af þinginu og af hag rafiðnaðarmanna almennt ,,Umræöur á þinginu snérust fyrst og fremst um kjara- og at- vinnumálin”, sagði Siguröur, „enda eru samningar lausir inn- an fárra daga og ýmsar blikur á lofti. Óvissan um kjaramálin hef- ur sjaldan verið meiri en nú eftir brotthlaup Alþýðuflokksins úr rikisstjórninni sem verkalýðs- hreyfingin lagöi mikla áherslu á að yrði mynduð eftir siðustu kosningar. Þetta ástand setti svip sinn á þingið og nokkur uggur var i mönnum um framhaldiö. Það hefur ekki farið framhjá okkur i Rafiðnaðarsambandinu fremur en öðrum launþegum hvað það er sem Sjálfstæöisflokkurinn nú hampar mest i kosningabarátt- unni,en það er krafa um að skera niður verðbótakerfið og afnema visitölugreiðslurá laun. Auk þess boða þeir stórfelldan niöurskurö i opinberum framkvæmdum og krefjast þess að rikisfyrirtæki eins og Rafmagnsveitur rikisins séu rekin hallalaust. Sambandsstjórnarfundurinn taldi óhjákvæmilegt aö koma fram ýmsum leiðréttingum á kjarasamningi rafiðnaöarmanna i komandi kjarasamningum, en það sem rikust áhersla er lögð á i samþykktum fundarins um kjaramál er þaö brýna verkefni að tryggja kaupmáttinn, sem samdist um I sólstööusamningun- um svonefndu 1977. Áhersla var einnig lögð á aö samiö yröi um visitölukerfi sem tryggi afdrátt- arlausan kaupmátt þeirra launa, sem um semst, út samningstima- bilið og að ekkert veröi gefið eftir i verðtryggingarmálunum. I lok samþykktarinnar um kjaramál er skorað á aöildarfélög ASl að sýna fyllstu samstöðu I barátt- unni um tryggingu kaupmáttar launa sem um semst I komandi kjarasamningum.” „Atvinnumálin voru lika mikið rædd”, sagöi Sigurður, „en I stéttinni eru nú þegar talsvert j duliöatvinnuleysi, þar sem um 80 * rafvirkjar eru nú i störfum er- lendis, aðallega á Norðurlöndun- um. Það kom einnig fram hjá starfsmönnum Rafiönaöarsam- bandsins að talsvert los er á mönnum og mikið um fyrir- spurnir um atvinnumöguleika er- lendis, jafnvel i Bandarikjunum, sem er alvarlegt þvi þaö hefur sýnt sig aö þeir, sem þangað fera i atvinnuleit, snúa siður aftur. I samþykktum um atvinnumál lagöi fundurinn megin áherslu á að mótmæla harðlega öllum hug- myndum um stórfelldan sam- drátti opinberum framkvæmdum og taldi fundurinn að slikt myndi koma niður á minnkandi atvinnu oglakari kjörum launafólks, okk- ar rafvirkja sem annarra. Það er ljóst að stefna ihaldsins um niðurskurð á opinberum framkvæmdum þýðir einfaldlega að seglin veröi felld og ekki siður súkrafa að rikisfyrirtæki eins og Rarik eigi að bera sig. Um 60% af útgjöldum Rarik fer til félags- legra framkvæmda, sem lands- menn allir veröa að bera og Rarik mun aldrei bera sig i daglegum rekstri. Þessistefna mun fyrst og fremst koma niður á nýbygging- um og viöhaldi linanna, valda ör- yggisleysi i raforkumálum iands- byggðarinnar og flæma iðnaðar- menn af landinu I atvinnuleit.” — íívaö liður svo undirbún- mgi aö gerö kjarasamnings hjá rafiðnaðarmönnum? „Hann er nú i fullum gangi og m.a. bryddaöi miðstjórn sam- bandsins upp á þvi nýmæli aö gera víðtæka könnun á viöhorfi rafiönaöarmanna til kjaramál- anna sem liö I þeim undirbúningi. Sendur var út spurningalisti, þar sem spurt er um núverandi kjör manna, eftir hvaöa töxtum menn taka laun, hversu stór hluti er yf- irvinna, hverjir eru framtaldar skatttekjur, o.s.frv., jafnframt þvi er spurt um hvað menn telji að leggja beri áherslu á I komandi kjarasamningum. Það er varla timabært að greina frá niðurstööum þessarar könnunar, þar sem seðlar eru enn aö berast en þó virðast lfnur varðandi siðustu spurninguna veraskýrar. Rúmlega80% þeirra sem þegar hafa skilað seðlum vilja leggja megináherslu á að tryggja kaupmáttinn fremur en aö semja um krónutöluhækkanir og ég geri ráö fyrir þvl aö þetta viöhorf sé i takt við það sem al- mennt er I verkalýöshreyfing- unni.” „Sambandsstjórnarfundur raf- iðnaðarsambandsins skoraöi á rafiðnaðarmenn aö móta nú á næstu vikum kröfurnar, hver i sinu félagi, og fyrsta skrefiö til þess að tryggja rafiðnaöarmönn- um, sem öðrum launþegum betri kjör er vitaskuld að kveöa niöur ihaldskröfuna um niðurskurð á vísitölukerfinu og veita Sjálf- stæðismönnum og öðrum ihalds- öflum ráöningu i kosningunum 2. og 3. desember”, sagði Sigurður MagnUsson að lokum. — AI Leikfélag Keflavikur: Útkall i klúbbinn „Sumir þessara blaðasnápa komast jajhvel inn áþing” A sunnudagskvöldiö frumsýndi Leikfélag Keflavlkur nýtt islenskt verk I Stapa í Njarðvik. Verk þetta er eftir Hilmar Jónsson rit- höfund og bókavörö i Keflavik. Hilmar hefur ritað skáldsögur, drög að sjálfsævisögu í tveim bindum og fjölda blaðagreina, en leikrit hans, „tJtkall i klúbbinn” er fyrsta leikverk frá hans hendi. „Leikurinn gerist i herstöð og segir frá samskiptum litillar þjóðar við stórveldi”, segir Hilm- ar i blaöaviötali nýverið. Hér er auövitað átt við herstööina a Keflavíkurflugvelli. Með leikverki sinu vill höfundur undirstrika þá spillingu og viöur- styggö sem herstöðinni fylgir. Forstjóri „Framkvæmdafé- lagsins” og dóttir hans fara á skemmtun i einn klúbbinn I her- stööinni. Þróun mála verður á þann veg, að einn gesta telur náuðsynlegt aö kalla lögreglu á vettvang. Segir verkið frá komu þessa manns og rekur siðan hver örlög hans veröa. Ég tel ekki ástæðu til að rekja söguþráðinn frekar, en vil þess I stað hvetja fólk til aö sjá verkiö. Hugmynd Hilmars er góð og tekst honum all vei að sýna áhorf- endum þá spillingu sem þrifst I kringum herstöðina, þar sem gróði og völd skipta öllu máli, en manngildiö, manneskjan sjálf er einskis virði. Forstjóri „Framkvæmdafé- lagsins” þarf aö þagga niöur hneykslismál, sem snýr aö honum og fjölskyldu hans. Til þess þarf aö fórna peði, hamingju einnar manneskju — og auðvitað gerir það ekkert til! Leikendur eru 20 talsins, flestir nýliöar á sviði. Jóhann Gislason leikur Pétur forstjóra „Fram- kvæmdafélagsins”. Jóhann gerir hlutverkinu glóð skil, er skýr og áheyrilegur. Sama má segja um Jennýju Lárusdóttur, sem leikur Sigrúnu, eiginkonu Péturs for- stjóra. 1 samspilinu á milli þeirra hjóna hefði mátt koma betur fram hver ræður allri ferðinni og hver þaö er, sem alltaf verður aö lúta i lægra haldi. Þessa þætti hefði mátt mála sterkari litum. Jón Sigurðsson leikur Pál lög- regluþjón. Jón er verulega glóður i þessu hlutverki. Annars er óþarfi aö tiunda hlut hvers og eins leikara. Það er óhætt að segja, að leikendur hafi upp til hópa staöið sig vel, skilað sinu, burtséð frá örlitlum glimu- skjálfta á frumsýningu. Leikstjóri er Gunnar Eyjólfs- son, leikari — og þarf vart aö segja frá þvi hversu mikill fengur þaö er fyrir áhugamannafélag að fá slikan mann til að setja upp Jeikverk. 011 sviðsetning, leikur og. leikmynd bera þess glöggt vitni, að góður leikstjóri hefur lagt hönd á plóginn. t lok sýningar var höfundi, leik- stjóra og leikendum þökkuð góð leiksýning með langvinnu lófa- taki. Ég vil hvetja fólk til þess að gera sér ferö I Félagsheimilið i Stapa i Njarðvik suður og sjá leikrit Hilmars Jónssonar, „Útkall I klúbbinn”. Gylfi Guðmundsson

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.