Þjóðviljinn - 22.11.1979, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 22.11.1979, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 22. nóvember 1979 Fræðslufundur Haldinn verður fræðslufundur i kvöld kl. 20.30 i félagsheimili Fáks. Á fundinn mætir ný ráðinn framkvæmdastjóri L.H. Pétur Hjálmarsson og greinir frá nýaf- stöðnu landsþingi hestamanna og helstu framtiðarverkefnum L.H. Siðan verður sýnd kvikmynd frá Lands- mótinu á Þingvöllum 1978. Hestamannafélagið Fákur IpSSpíJ V erkamannafélagið Dagsbrún Félagsfundur verður haldinn i Iðnó laugardaginn 24. nóvember 1979 kl. 14.30. Fundarefni: Kjaramálin og uppsögn samninga. Félagar eru beðnir að mæta vel og stund- vislega og sýna skirteini við innganginn. Stjórnin Alþýðubandalagid í Kópavogi KOSNINGA- SKEMMTUN í Þinghóli laugardaginn 24. nóvember kl. 21.00—02.00. •Ávarp • Skemmtiatriði: Guðmundur Guðjónsson og Sigfús Halldórsson flytja lögin sem öllum ylja. • Kosningahappadrætti. Allt fljótandi í vinningum. • Stutt ávörp og skemmtiþættir. • Dans við undirleik Magnúsar Randrup og félaga. Aðgangseyrir: 1500 kr. FORELDRARÁÐGJÖFIN HVERFISGÖTU 8 10 SÍMI 11795 KJÖRFUNDUR í REYKJAVÍK við alþingiskosningar 2. og 3. desember 1979 hefst sunnudaginn 2. desember kl. 10 árdegis. Athygli er vakin á heimild yfirkjörstjórn- ar til að ákveða lok kosninga eftir fyrri kjördag, 2. desember, hafi 80% kjósenda eða fleiri neytt atkvæðisréttar sins. Kjörfundur mánudaginn 3. desember hefst kl. 12 á hádegi verði framangreind heimild ekki notuð. Kjörfundi skal slita eigi siðar en kl. 23.00 á kjördegi. Talning atkvæða i Reykjavikurkjördæmi hefst þegar að kjörfundi loknum, enda sé þá kosningu lokið hvarvetna á landinu. Aðsetur yfirkjörstjórnar verður i Austur- bæjarskólanum. 20. nóvember 1979. Yfirkjörstjórn Reykjavikur. Sigfús BÆKUR BÆKUR Lýsing á fornum frægðar- setrum Séra Agúst SigurBsson er þjóö- kunnur fyrir fræöistörf sin og nii hefur hann sent frá sér á vegum Bókaútgáfunnar örn og örlygur bókina FORN FRÆGÐARSET- UR. Bók þessi er sjór af fróöleik, fjölbreytt mjög og skemmtileg. Fjöldi teikninga og annarra mynda pryöa bókina. Séra Agúst rekur byggöaarsög- una, fjallar um hin veglegu kirkjuhús fyrri alda og stórbæjar- braginn á höföingjasetrunum. Hann rekur prestataliö og koma þar margir viö sögu. bá er getiö hinna þjóöfrægu reimleika á Snæ- fjöllum og Spánver javiganna . Ýmsir örlagaþættir veröa ljóslif- andi. Getiö er galdratilrauna Grimseyinga, vikiö aö gróflegum kveöskap Hjálmars Jónssonar á yngri árum og málaferlum sem af spunnust, og svo mætti lengi telja. Forn frægöarsetur eru 284 blaö- slöur og fylgir ýtarleg nafnaskrá og upplýsingar um heimildir og margs konar skýringar. FORN Endur- mfnningar Jóns B jarna- sonar Hinn kunni Norölendingur og húmoristi, Jón Bjarnason frá Garösvfk, hefur á vegum Bókaút- gáfunnar Orn og örlygur gefiö Ut fyrsta bindi æviminninga sinna og nefnir bókina BÆNDABLÓÐ. Jónsegir frá fátæku fólki, bjarg- álna fólki, duglegu fólki, ein- kennilegu fólki og umfram allt góöu fólki. Alltaf ereitthvað aö gerast og I frásögnina er fléttaö gamansög- um og visum sem höfundur hefur tint upp af götu sinni og vill bjarga á þrykk, áöur en lok glat- kistunnar fellur yfir þær. JónBjamasan fré Garðsvk Skáldsaga úr Breið- holtinu „Breiöholtsbúar, bók sU sem hér birtist er safn tiu sagna, tengdra saman i tima og rúmi, eöa skáldsaga i tiu sjálfstæöum köflum, eftir þvi hvernig lesand- inn litur á málið,” segir aftan á nýrri skáldsögu eftir Guöjón Al- bertsson sem Bókaútgafan Orn og Orlygur hefur gefiö út. Sagan gerist f Breiðholtsbyggö f Reykja- vik, enBreiöholtshverfineru sem kunnugt er fjölmennasti og jafn- framt yngsti hluti borgarinnar. Ibúar Breiöholts eru að stærstum hluta ungt fólk eöa fólk innan viö miöjan aldur og vandamál þess eru þvi vandamál liðandi stund- ar. I þessari bók er i skáldskapar- formi lýst lifsháttum, sambúöar- vandamálum og neysluvenjum Breiöhyltinga. En sé grannt skoö- aö er Breiðholt auövitaö Island núti'mans i smækkaöri mynd og Breiöholtsbúinn hinn Islenski nú- timamaöur. Höfpndurinn, Guöjón Albertsson, gjörþekkir persónur sinar ogsögusviö, enda borinn og barnfæddur Reykvikingur — og sjálfur Breiðholtsbúi. Kristinn Reyr. Kristinn Reyr með ljóðabók KristinnReyrhefur sent frá sér niundu ljóöabók sína, og nefnist hún Vegferö til vors.útgefandi er Ægisútgáfan. KristinnReyrhóf ferilsinnsem skáld Suöurnesjamanna, og sló einattá léttari strengi, beitti fyrir siggamansömu rimi. Hann hefur og samiö leikrit og tónverk og lagt stund á málverk. Kristinn Reyr kemur viöa viö I þessari bók. Hann spyr- hvort vonir okkar muni koma grænar undan fönn, hann yrkir um atóm- sprengjur og eldflaugar, leggur stórveldin aö jöfnu — hann spyr einnig um það á hvaöa leiö þessi þjóöer: liggur okkur „lifiö á út Ur Islandi inn i kerskála”. Hann spaugar llka meö sjálfan sig i' ör- stuttu kvæði, sem sett er upp þannig aö eitt orö er i hverri Unu: Þaö er svona: Andinn kemur og fer úr þröngu i þrengra Held ég hafi þetta ekki lengra. Njósnasaga Kens Folletts Bókaforlag Odds Bjœ-nssonar hefur gefiö út bökina Nálarauga eftir Ken Follett. Nálarauga er spennandi njósnasaga úr siöustu heims- styrjöld — en jafnframt óvenju- legt ástarævintýri. Einkennisnafn njósnarans er „Die Nadel”, „Nálin”. Hann er útvalinn sendimaöur Hitlers I Englandi, sérstakur hæfileika- maöur sem fer sinar eigin leiöir og svífst einskis. Hann hefur haft aösetur i London um margra ára skeiö, og nú hefur hann komist á snoöir um eitt mesta hernaöar- leyndarmál striösáranna — og ef honum tekst aö skýra yfirboöur- um sinum i býskalandi frá þvi, er innrás bandamanna á megin- landiö fyrirfram dæmd dl aö mis- takast! Ævisaga / Arna Björnssonar tónskálds Björn Haraldsson hefur skrifaö ævisögu Arna Björnssonar tón- skálds, ný bók frá Bókaforlagi Odds Björnssonar sem ber nafniö Lifsfletir. Arni Björnsson tónskáld er fæddur i Lóni i Kelduhverfi 23. desember 1905. Strax i æsku kom i ljós að Arni var gæddur óvenju- legum tónlistarhæfileikum, og frá þvi hann man fyrst eftir sér hefur tónlistin átthug hans allan. Hann hefur samiö mikinn fjölda tón- verka, allt frá dægurlögum til klassiskra verka. Ariö 1952 varö Arni fyrir fólsku- legri likamsáras sem olli þvi aö hann gat ekki helgaö sig tónlist- arstarfinu eins og hann haföi ætl- aö sér. En þrátt fyrir mikla sjúk- dómserfiöleika semur hann enn- þá tónverk. Hér er á feröinni saga glæsi- leika og gáfna, mótlætis og hryggöar, baráttu og sigra. Bókin er 160 blaösiöur, auk 32 myndasíöna. I iir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.