Þjóðviljinn - 29.12.1979, Qupperneq 5
Laugardagur 29. desember 1979 >I>JÓÐVILJINN — SIÐA 5
Nýju valdhafarnir í Afganistam
Kalla Soyét til liðs
Babrak Karmal, hinn nýi
leiðtogi Afganistan, bað í
gær Sovétríkin um
hernaðaraðstoð
samkvæmt gagnkvæmum
vináttusamningi sem bæði
ríkin undirrituðu fyrir ári.
Bandaríkjastjórn mót-
mælti í gær afskiptum
Sovétríkjanna af valda-
tökunni i Afganistan.
(Jtvarpið i afgönsku höfuö-
borginni Kabúl, skýrði i gær frá
þvi að Karmal forseti hefði beðið
Sovétrikin um stjórnmálalega,
efnahagslega og hernaðarlega
aðstoð samkvæmt vináttu-
samningum. Sovéska fréttastofan
TASS skýrði frá þvi að valdhafar
þar hefðu ákveðið að verða við
beiðninni. Einnig var skýrt frá
árnaðaróskum Brésnéfs forseta
Sovétrikjanna til Karmals, vegna
valdatökunnar. ,,Ég óska þér
mikils árangurs I öllum
athöfnum, sem verða hinni
vinsamlegu afgönsku þjóð til
góðs”, sagði Brésnéfs i orðsend-
ingu sinni.
Thomas Reston, talsmaður
bandariska utanrikisráðuneytis-
ins, sagði i gær að Bandarikja-
ROTTERDAM:
Minna af olíu frá Ínui
Rotterdam (Reuter).
Magn það áf íranskri
olíu, sem fer um höfnina í
Rotterdam, en þar er
stærsti // f rjálsi" olíu-
markaður i heimi, hefur
minnkað um helming.
Arið 1978 fóru 29.5 miljón tonn
af hráoliu um höfnina i Rotter-
dam, en á fyrstu ellefu mánuðum
1979 var magnið aðeins 14.7
miljón tonn. Samdrátturinn hefur
verið sérlega mikill á allra
siöustu mánuðum 1979.
Talsmenn Rotterdamhafnar
álita að ástæðan sé minnkandi
oliuframleiðsla i íran, fremur
en að irönsk yfirvöld hafi ákveðið
að senda oliu til annarra hafna.
Iran framleiddi 5.2 miljón tunnu-
mál á dag árið 1978, en minna en
3.5 miljón tunnumál á þessu ári.
Innflutningur oliu frá öðrum
rikjum til Rotterdam, gerði
meira en að vinna upp minnkaðan
innflutning frá Iran. A þessu ári
voru flutt inn rúmlega 118 miljón
tonn af hráoliu, en það er 12
prósent aukning miðað við árið
1978.
Olíuspádómar
t fyrsta skipti i nitján ára sögu
samtaka oliuframleiðslurikja
(OPEC) lauk ráðherrafundi
þeirra 20. desember s.l. án sam-
komulags um oliuverðlag. Samt
er það reginmisskilningur, að
imynda sér aö þarmeð sjái fyrir
endann á valdaskeiöi oliufram-
leiðslurikjanna. ósamkomulag-
ið innan OPEC virðist þvert á
móti ýta oliuinnflutningsríkjum
úr öskunni i eldinn.
A OPEC-ráðherrafundinum i
Cáracas i Venesúela ollu deilur
milli Saudi-Arabiu, sem vill
halda oliuveröi niðri, og ann-
arra rikja (svo sem Iran og
Libýu) sem vilja hátt oliuverð,
óeiningu um verðlag.
Ekki tókst að ná mála-
miðlunarlausn likt og á OPEC-
ráöherrafundinum i júni s.l.
þegar ákveðið var að setja lágt
verð á saudi-arabiska oliu, en
hærra verð á oliu frá öðrum
rikjum. Libýa og Nigeria voru
reiðubúin að fallast á 30 dollara
hámarksverð fyrir tunnumálið,
ef Saudi-Arabia hækkaöi lág-
marksverð sitt úr 24 dollurum i
26,50 dollara. Þessu tilboði
hafnaöi Ahmed Zaki Yamani,
oliumálaráðherra Saudi-Arabiu
á þeirri forsendu, að efnahagur
heimsins þyldi ekki hærra verð
en 24 dollara fyrir tunnumálið.
Margir menn af ólikum
stjórnmálaskoðunum á Vestur-
löndum munu fallast á þessa
röksemdafærslu Yamani. Sam-
tök vestrænna iðnrikja um efna-
hagsmál (OECD) birtu rétt
áður en OPEC-fundinum lauk
spá um stöðnun hagvaxtar á
næsta ári, og var þar gert ráð
fyrir „mjög rólegum oliumark-
aði” á næstunni.
Engir aörir kostir
Aukning þjóðartekna i vest-
rænum iðnrikjum á árunum
1960-70 var að töluverðu leyti að
þakka lágu verði á oliu og
öðrum hráefnum. Orkukrepp-
una nú á dögum má rekja til
ódýrrar oliu á þessum árum. Þá
jókst orkunotkun gifurlega og
olian kom i stað annarra orku-
gjafa, svo sem kola. Hið lága
oliuverö á sjöunda áratugnum
veldur þvl að nú geta oliufram-
leiðslurikin snarhækkað oliu-
verðiö, oiiuinnflytjendur hafa
nefnilega — ekki lengur — ann-
arra kosta völ. Rétt er að minna
á i þessu sambandi, að OPEC-
samtökin voru stofnuð að frum-
kvæði Venesúela, vegna þess að
vestrænir olluauðhringir höfðu
einhliöa lækkað oliuverð.
Augljóslega hafa oliuverð-
hækkanir á siðari hluta ársins
1979, sem fóru langt yfir há-
marksverðið sem OPEC-ráð-
herrarnir ákváðu i júni s.l.,
komið illa niður á tilraunum
vestrænna iðnrikja til að yfir-
stiga efnahagskreppuna. Ýmis-
legt bendir þó til, að innan tiðar
verði oliuverðlag ekki alvarleg-
asta vandamálið heldur ollu-
skortur.
Minni oliuframleiðsla
Samtök vestrænna iðnrikja
OECD, eru bjartsýn: Stöðnun i
hagvexti Vesturlanda mun
draga úr eftirspurninni og þar
með þrýstingi á oliuverðlagið.
Menn telja þetta happ i óhappi,
jafnvel þóh OECD geti þess, að
„aðeins litilvæg minnkun á
framboðinu mundi hafa mikil
áhrif á efnahagsútlitið”. Niels
Ersböll, sem stjórnar samtök-
um oliuinnflutningsrikja (IEA)
býst einnig við nægri oliu á
heimsmarkaðnum, vegna þess
að Saudi-Arabar hafa tilkynnt
að þeir muni auka oliufram-
leiösiuna. Aður hefur verið deilt
um oliuverðlag innan OPEC, og
þá hefur Saudi-Arabia notað
framleiðslugetu sina til að bjóða
fram mikið magn af oliu á
markaðnum, til þess að þrýsta
verðlaginu niður.
Margt bendir hins vegar til
þess, að spádómur Ersböll ræt-
ist ekki, og að varfærni OECD-
hagfræðinganna muni þegar
fram I sækir vera ofurbjartsýni.
Fyrir fundinn i Caracas gáfu
mörg OPEC-riki til kynna að
þau myndu draga úr fram-
leiðsluá næstunni, þ.á.m. Indó-
nesia, Irak, Iran, Kúvæt,
Nigeria, Venesúela og Sam-
einuðu arabísku furstadæmin.
Svartsýnismenn á Vesturlönd-
um búast við að ársframleiðsla
OPEC-rikjanna verði skorin
niður um hálfan til einn miljarð
tonna á næstu árum.
Verðbólguvandinn
Það kemur fleira til. Breska
dagblaðið The Times vitnaöi
nýlega i sérfræðing hjá OECD:
„Þaö voru uppgangstimar á
sjöunda áratugnum, vegna þess
aö þá var ekki við verðbólgu-
vandann að striða. Erfiöleika-
timarnir hófust ekki árið 1973,
þegar oliuveröhækkanirnar
byrjuðu, þeir hófust tveim til
þrem árum áður. Upphafið má
rekja til áranna 1965-70. Ef
breska hagkerfiö hefði verið
heilbrigt, þá hefði þaö getað
tekið áfallinu af oliuverð-
hækkununum. Hagkerfi Vestur-
Þýskalands, Japans og nokkur
önnur réðu við hækkanirnar.
Þessar oliuverðhækkanir virk-
uðu til hins verra, en þær voru
ekki upphaf vandans, þrátt fyrir
aö þær muni kannski koma i veg
fyrir aö takist að ráöa fram úr
vandanum.”
Verðbólguvandi vestrænna
rikja, sem hófust áöur en oliu-
verð hækkaöi árið 1973, veldur
þvi að það er skynsamlegra að
geyma oliuna i jörðinni en að
selja hana fyrir peninga sem si-
fellt rýrna að verðgildi.
Upplausnarástandið á gjald-
eyrismörkuðunum, og sérstak-
lega verðfall dollarans — en
hann er sá gjaldmiöill sem olian
er greidd með — veldur sömu
niðurstöðum.
Vanmáttur Bandaríkjanna til
að draga úr oliunotkun, eins og
reynt var fyrr á þessu ári, hefur
valdið tregðu hjá Saudi-Arabiu
til að nota aukaframleiðslugetu
sina til að halda verðinu niðri —
jafnvel þótt Yamani segist enn
ætla að beita þessari aðferð.
Saudi-Arabia
Fyrir leiðtoga Saudi-Arabiu
er þaö ekki mestur vandinn, að
landið tapar miijörðum dollara
á degi hverjum, vegna lágs oliu-
verðs og mikillar framleiðslu.
Miklu alvarlegri er sá vandi,
að landið þénar mikiu meira á
oliunni en það kemur i lóg.
Saudi-Arabia hefur dregist inn i
þróunarhraða sem samfélags-
skipanin þolir varla. Það er ekki
hægt að bera landið nákvæm-
lega saman við Iran, en þó er
hægt að hugsa sér að „efna-
hagsundrinu” ljúki á samskon-
ar hátt og hjá keisaranum i
íran.
Hertaka Moskunnar i Mekka
virðist hafa verið gerð af
pólitiskum ástæðum og beint
gegn vestrænni þróunarstefnu
drottnaranna. Hugsanlega
veröur þess ekki langt að biöa,
að ráðamenn i Saudi-Arabiu —
likt og Norömenn og Mexikanar
— lýsi þvi yfir að olian verði
framleidd eftir þörfum landsins
en ekki eftir þörfum vestrænna
oliuinnflutningsrikja.
(Information, jás)
\
stjórn mundi senda formleg
mótmæli til valdhafa i Moskvu,
vegna aðildar sovéskra her-
manna að valdatökunni I
Afganistan. Sagði hann að
Bandarikin teldu að 10.000 her-
menn frá Sovétrikjunum væru i
Afganistan og hefðu átt aðild að
einhverjum átökum i höfuðborg-
inni. „Við teljum ekki að
Afganistan sé ógnað erlendis frá i
þá veru, að afskipti Sovét-
rikjanna séu réttlætanleg”, sagði
Reston. Hann sagði að aðgerðir
skæruliða i Afganistan væru
„innanlandsuppreisn, sem borin
er uppi af afgönsku þjóðinni”.
1 gærkvöldi skýrði útvarpið i
Kabúl frá þvi, að auk Hafizulla
Amins fyrrum forseta
Afganistan, hefðu yngri bróðir
Amins og frændi verið teknir af
lifi. Sagði útvarpið að þeir hefðu
allir þrir verið liflátnir vegna
glæpa gegn afgönsku þjóðinni.
Byltingadómstóll kvað upp
dauðadóminn, og sagði Kabúl-
útvarpið að dómstólinn mynduðu
„byltingarsinnaðir trúar- og
verkalýðsleiðtogar ”.
Yngri bróðir Amins forseta var
herstjóri norðurhluta landsins, en
frændi hans var yfirmaður leyni-
lögreglunnar i Afganistan og
aðstoðarutanrikisráðherra.
Ródesia:
Kosningar
í febrúar
Salisbury (Reuter)
Soames lávarður, breski
landstjórinn i Ródesiu,
ákvað i gær að kosningar
skuli fara fram i landinu i
seinni hluta febrúar 1980.
Kosningarnar verða undan-
fari sjálfstæðis þessarar
bresku nýlendu, eftir 14 ára
deilur.
Landstjórinn gaf yfir-
lýsingu sina nokkrum
klukkustundum áöur en
vopnahlé hófst á miðnætti I
nótt. Samkvæmt friðar-
samningunum sem gerðir
voru I London, munu hvitir
menn i Ródesiu kjósa
sérstaklega um 20 af 100
þingsætum. Kosningar hvita
minnihlutans fara fram 14.
febrúar n.k. Siðan verður
kosið um 80 þingsæti i
almennum kosningum sem
fara fram 27. til 29. febrúar
n.k.
Soames lávarður lagði
áherslu á að allir hermenn
hinna striðandi aðila i
Ródesiu verði að vera
komnir til fyrirfram ákveð-
inna svæða i landinu 4.
janúar 1980. „Mikið liggur
við að sá frestur sé haldinn”,
sagði Soames.
Blaðberar athugið
Rukkunarheftin eru tilbúin á afgreiðslu
blaðsins, Síðumúla 6.
Þjóðviljinn
simi 81333.
Frá Lífeyrissjóðum
opinberra starfsmanna
HINN 1. APRÍL 1980 munu taka gildi
nýjar reglur um útreikningsaðferð á
greiðslum fyrir kaup á lifeyrisréttindum
og á flutningi réttinda úr öðrum sjóðum til
Lifeyrissjóðs starfsmanna rikisins, Lif-
eyrissjóðs barnakennara og Lifeyrissjóðs
hjúkrunarkvenna.
NÝJU REGLURNAR VERÐA ÞANNIG:
A.
Fyrir kaup á lifeyrisréttindum aftur i
timann, er félagar i nefndum sjóðum
kynnu að eiga rétt á að greiða vegna eldri
starfstima, sem iðgjöld hafa ekki verið
greidd fyrir áður, verður sjóðsfélagi að
greiða iðgjöld miðað við þau laun sem
hann hefur þegar réttindakaupin eru
greidd.
B.
Flutningar úr öðrum sjóðum verða ekki
heimilaðir nema náðst hafi samkomulag
við aðra lifeyrissjóði um framkvæmd
þeirra.
Kaup á réttindum aftur i timann verða þvi
aðeins leyfð, að um þau sé sótt innnan árs
frá þvi umsækjandi gerist sjóðsfélagi.
(sbr. þó sérákvæði laga um Lifeyrissjóð
hjúkrunarkvenna.)
Lifeyrissjóður starfsmanna rikisins.
Lifeyrissjóður barnakennara.
Lifeyrissjóður hjúkrunarkvenna.
TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS.