Þjóðviljinn - 12.02.1980, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 12.02.1980, Qupperneq 3
Þriftjudagur 12. febrúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Feðgln hætt komin: í Hröpuðu niður il oe urðu að bíða krapaelgi 130 til 40 mín. Ólafur H. Torfason kennari i Stykkishólmi var hætt kominn á sunnudag ásamt tveggja ára gamalli dóttur sinni er þau hröpuðu niður i gii I Grimsfjalli við Kerlingarskarð og þurftu að ' bfða þar rennblaut i krapavatni 130—45 minútur þar til þeim var bjargað. Þjóðviljinn ræddi við Ólaf i gær en hann hafði þá verið á sjúkrahúsi um nóttina en var kominn heim. Ólafi sagðist svo frá: „A sunnudaginn var ákaflega gott veður, sólskin og hlýtt. Ég fór ásamt fjölskyldu minni með snjóþotur upp i Kerlingarskarö. Við vorum i dálitlu dalverpi suðvestan i Grimsfjalli. Sá ég þar gil með fallegum snjóhengj- um sem mig langaði til að mynda. Ég var með dóttur mina tveggja ára á handleggnum en i humátt á eftir komu þrir litlir snáðar, 4, 5 og 6 ára gamlir. 1 gilinu var samfelld snjóbreiða og engar misfellur þar á. Hjarn var yfir öllu en töluverð snjó- bráð á köflum. Uggði ég ekki að mér. Þá var skyndilega eins og kippt væri undan mér fótunum og hvarf ég niður. Hafði ég þá verið á fossbrún sem hulin var undir snjólaginu og var hrapið um 6 metrar. Ég var með dóttur mina á handleggnum i fallinu en var svo heppinn aö sleppa með mar og skrámur. Stóð ég þarna I litlum ishelli eða skoti i isköldu vatni upp að hnjám en sléttur og sorfinn klettaveggur yfir. Þarna var geysilega hált og mikill krapaelgur. Ég reyndi að klifra upp en náði engu taki. Við uröum bæði gegnvot þvi að vatnsbunan stóð á okkur. Ég fór úr peysunni og vafði henni utan um stelpuna og batt hana við mig. Varð mér fljótt mjög kalt þvi aö ég var aðeins á skyrtunni. Sá elsti af litlu strákunum sá strax hvað hafði gerst og hljóp til konu minnar sem var ekki langt undan. Hún fór upp á veg og stoppaöi þar bila og kom einn bilstjórinn með bandspotta meðan aðrir fóru og náðu i hjálp. Feginn varð ég þegar ég sá bandspottann koma niður þvi að ég hafði ekki heyrt neitt til mannaferða fyrir vatnsniði niðri I ishellinum þó að heyrst hefði til min. Ég gat ekki heldur séð upp. Bandspottinn reyndist of stuttur en brátt komu Gunnar Guðbjartsson á Hjarðarfelli og fleiri menn á vettvang með full- kominn útbúnað og var stelpan dregin upp en ég varð að hifa mig að verulegu leyti upp sjálf- ur þó að ég ætti bágt með það vegna þess hve þrekaöur ég var orðinn. Þegar við komum upp hriöskulfum við og höfðum kólnað töluvert. En hjálpar- sveitin var meö hitapoka og vorum við siðan keyrð rakleiðis á sjúkrahúsið I Stykkishólmi og vorum þar I nótt. Auk marbletta var ég marinn á hné og einnig Ólafur H. Torfason: Skyndilega var eins og kippt væri undan mér fótunum. Hafði ég þá verið á fossbrún, sem hulin var undir snjólaginu, og var hrapið um 6 metrar. varð að sauma i fótlegginn. Stelpan slapp hins vegar ómeidd að mestu. Þarna mátti litlu muna aö verr færi þvi að ég hefði getað fengið höfuðhögg I fallinu. Einnig hefði lengri timi getað liðið þar til hjálp barst ef litlu strákarnir hefðu ekki séð hvar við hurfum og gert viðvart.” — GFr tíu studdu Thoroddsen Flokksráðsfundur Sjálfstœðisflokksins: Þrír af hverjum stjórn Gunnars Bœði Gunnar og Geir urðu fyrir harðri gagnrýni Eins og við var að búast urðu harðar deiiur og miklar svipting- ar á flokksráðsfundi Sjálfstæðis- flokksins sem haldinn var sl. sunnudag og stóö í 12 klukku- stundir. Crslit mála urðu, ef hægt er að tala um að einhver úrslit hafi fengist, að samþykkt var til- laga gegn Gunnari Thoroddsen og rikisstjórn hans með 102 atkv. gegn 29, en þá hafði fjöldi manns gengið af fundi, sem sjá má af þvi að 180 manns af 200 mættu við fundarbyrjun. Gunnar Thoroddsen varð fyrir harðri gagnrýni frá nokkrum þingmönnum flokksins. Var Sverrir Hermannsson þar fremstur I flokki og að sögn var ræða hans ein svivirðingademba á Gunnar. Ens voru þau Matthias Bjarnason og Ragnhildur Helga- dóttir illyrt I garð Gunnars. Aftur á móti naut hann stuönings ým- issa annarra, sem ekki standa jafn framarlega i flokkseigenda- félaginu og þau fyrrnefndu. * Geir Hallgrlmsson formaöur flokksins varð einnig fyrir mjög óvæginni gagnrýni úr ýmsum átt- um og er greinilegt að hann stendur mjög tæpt sem formaður eftir þau átök sem átt hafa sér stað innan þingflokksins siðustu daga, en hafa nú siast útum flokk- inn i heild sinni. Hinir skynsamari i flokknum gerðu sitt til að reyna sættir og var tillaga þess efnis samþykkt með samhljóða atkvæöum þeirra sem eftir sátu á fundi undir lokin. Sú hugmynd kom fram, raunar i tillöguformi, að kalla saman landsfund i haust og var henni visaö til miðstjórnar, enda mun ástandið þannig nú að flokkseig- endafélagiö þorir ekki aö halda landsfund af ótta við að Gunnar nái þar yfirtökum. —S.dór Burt meö forustuna Algert upplausnar ástand rlk- ir nú innan Sjálfstæðisflokksins og það svo aö menn vita ekki sitt rjúkandi ráð. Ekki bætti flokks- ráösfundurinn sl. sunnudag úr skák, þar sem hver höndin var upp á móti annarri, og engar sættir i sjónmáli innan forystu- sveitar flokksins eftir atburði siðustu viku. Almennir flokks- menn skiptast I tvo nokkuð jafna hópa, meö og á móti rikis- stjórnarmyndun Gunnars Thor- oddsens. Aftur á móti eru menn nokkuð á einu máli um aö fram- koma Geirs Hallgrimssonar I þessu máli öllu sé fyrir neöan allar hellur, hann hafi fengið hvert tækifærið á fætur ööru til að snúa taflinu sér og meiri- hluta þingflokksins I vil, en misst af þeim öllum. Hæfileika- skortur hans sem stjórnmála- manns og foringja hafa aldrei segja ungir Sjálfstœðis- flokksmenn og margir hinna eldri taka undir með þeim komið betur i ljós en nú. Og þess vegna er krafa yngri mannanna I flokknum sú aö algerlega verði skipt um forystu I flokknum. Meðan Bjarni heitinn Bene- diktsson var hinn ókrýndi kon- ungur Sjálfstæðisflokksins, féll hann i þá freistingu, eins og margir sterkir foringjar hafa gert, aö taka upp að hlið sér I forystusveitina þægilega já - menn, sem honum stóð engin hætta af. Hið skyndilega fráfall hans leiddi þennan veikleika berlega i ljós, enginn hæfur for- ingi var til að taka við af honum. Astandið nú er þannig að innan þingflokksins er enginn slikur maður og þvi er spurt hverjum ungu mennirnir innan flokksins ætli að tefla fram. 1 þvi sambandi er bent á 4 menn sem liklega i framvarðar- sveit flokksins, þá Björn Bjarnason, Þorstein Pálsson, Ólaf B. Thors og Styrmi Gunn- arsson. Hver þessara manna verður sigurvegarinn skal ósagt látið, enda Ijóst aö landsfundur verður ekki haldinn fyrr en á næsta ári. Margir hafa leitt hug- ann að þvi að kalla saman landsfund I vor, en þeirri hug- mynd er ekki vel tekið nú, af ótta við að Gunnar Thoroddsen og fylgismenn hans nái algerum yfirráðum i flokknum, en eins og áður segir mælist stjórnar- myndun Gunnars afar vel fyrir hjá mörgum Sjálfstæöisflokks- manninum nú. Að auki þykir Gunnar hafa sýnt svo mikla yf- irburði framyfir Geir Hall- grimsson i framkomu og mál- flutningi i fjölmiðlum undanfar- ið aö honum hafi stórlega vaxið fyigi- A þeim tima sem mun liða þar til landsfundur verður kallaöur saman getur þvi margt breyst, sem enginn er tilbúinn til að spá I þá þessari stundu. — S.dór. Nær 1000 sækja um 236 lóðir 1 gær höfðu 978 umsóknir borist til Borgarverkfræöings um þær 236 lóðir, sem auglýstar voru 1 Reykjavik fyrir skömmu. Um- sóknarfrestur rann út sl. föstu- dag, 8. febrúar. Að likindum verða umsóknir alls upp undir 1000, þvi I gær höfðu þær umsókn- ir sem borist höfðu á borgarskrif- stofurnar I Austurstræti ekki ver- ið sóttar. Að meðaltali sækja þvi rúmlega 4 um hverja lóð sem I boði er. 162 þessara lóða eru ætlaðar undir einbýlishús, en 74 eru rað- húsalóðir. Lóðirnar eru i Selja- hverfi og Hólahverfi i Breiðholti, á Eiösgranda og við Rauðagerði. Þar að auki var auglýst ein lóð við Tómasarhaga. Að sögn Hjörleifs Kvaran hjá skrifstofu Borgarverkfræðings virðist svo sem hlutfallslega flestar umsóknirnar séu um lóð- irnar við Rauðagerði, en þar voru auglýstar 12 einbýlishúsalóöir. — eös Loðnuveiðarnar Heildar- aflinn 240 þúsund lestir Loðnuveiðarnar hafa gengið mjög vel s.l. viku og I gær siðdeg- is var heildaraflinn kominn I rétt tæplega 240 þúsund lestir, sem er um 40 þúsund lestum meira en var á sama tíma i fyrra, en þá stunduðu 54 skip veiðarnar en 51 skip nú. Sigurður RE hefur enn foryst- una á veiðunum með 8236 lestir, en annars litur skráin yfir 10 hæstu skipin s.l. laugardagskvöld þannig út: Sigurður RE 8236 lestir, Júpiter RE 7620 lestir, Bjarni Ól. AK 7349 lestir, Vikingur AK 6968 lestir, Pétur Jónsson RE 6965 lestir, Grindvikingur GK 6229 lestir, Börkur NK 5731 lestir, Hákon ÞH 5610 lestir, Hrafn GK 5556 lestir, Guðmundur RE 5478 lestir. Loðnu hefur veriö landað á 17 höfnum, mestu á Siglufirði. 48.340 lestir, næstur kemur Seyðisfjörö- ur með 30.960 lestir og i 3ja sæti Raufarhöfn með 19.489 lestir. 1 gær tilkynntu 26 skip um sam- tals 17.000 lestir af loðnu, enda var gott veiðiveöur á miðunum. — Sdór. Hálftíma mót í skák hjá Taflfélaginu hans Nóa „Taflfélagið hans Nóa” heitir nýstofnað taflfélag hér í Reykja- vik og hefur það fengið inni til æf- inga og mótahalds i Valsheimil- inu við Hliðarenda. I febrúarmánuði efnir félagið til „hálftima-móts” á hverju þriðjudagskvöldi og verður tekið við þátttökutilkynningum á æf- ingunni i kvöld, 12. febrúar. Hefst hún klukkan 20 i félagsheimilinu við Hliðarenda. Taflfélagiö hans Nóa átti i fyrsta skipti keppendur á nýaf- loknu Reykjavikurmóti i skák og var árangur þeirra ágætur. Hæst bar árangur Jónasar P. Erlings- sonar, sem deildi þar öðru sætinu, einum vinningi á eftir alþjóðleg- um meistaranum Margeiri Péturssyni. Núverandi formaöur Taflfélagsins hans Nóa er Björn Halldórsson viöskiptafræðinemi.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.