Þjóðviljinn - 12.02.1980, Page 11
Þriðjudagur 12. febrúar 1980 ÞJÓÐVÍLJINN — SIÐA 11
íþróttir
íþróttir (
Atli skoraði 10 mörk
Fram sigraði Val 25:23
Hið unga og efnilega lið Fram kom heldur betur á ó-
vart i 1. deildinni i handbolta um helgina. Framararn-
ir léku sér eins og köttur að mús þegar þeir meðhöndl-
uðu Valsmenn og sigruðu mjög verðskuldað 25-23.
Reyndar ber að geta þess að Valur var án 3 fasta-
manna liðsins, Stefáns Gunnarssonar, fyrirliða,
Björns Björnssonar og óla Ben. Hvað um það, sigur
Fram var öruggur mest-allan tímann og þegar upp
var staðiðhöfðu þeir2 mörk i forskot 25-23.
Atli skoraði fyrsta mark
leiksins og var það aðeins for-
smekkurinn af þvi sem koma
skyldi frá hans hendi. Vals-
mennirnir voru fljótir að átta
sig og jafnræði var meö liðunum
fram i miðjan fyrri hálfleikinn,
3-3 og 6-6. Eftir þetta fóru
Framararnir að siga framúr i
rólegheitunum, 9-7, 10-8, og 12-9.
Fram hafði 4 mörk yfir i hálf-
leik, 14-10. Eins og sjá má af
þessum tölum fór litiö fyrir hin-
um margrómaða varnarleik
Valsmanna.
Valur minnkaði muninn i 2
mörk strax i upphafi seinni hálf-
leiks, 14-12. Næstu minúturnar
tóku Framararnir hressilega
við sér og léku Valsarana grátt.
Næstu 5 mörkin skoraði Fram
og staðan breyttist i 19-12.
Framsigur nánast i höfn. Valur
minnkaði muninn i 4 mörk, 19 -
15, en Framararnir gáfu hvergi
höggstað á sér og héldu sinu
striki, 22-17 og 24-19. Lokamin-
úturnar tókst Valsmönnum að
forða sér frá nánast niðurlægj-
andi ósigri með þvi að skora
hvert markið á fætur öðru, en
Framararnir stóðu samt uppi
sem sigurvegarar, 25-23.
Valsliðið var hvorki fugl né
fiskur i þessum leik og kom
máttleysi þeirra verulega á ó-
vart. Varnarleikurinn var i mol-
um og markvarslan nánast eng-
in. Þá vakti landsliðsmaðurinn
Bjarni Guðmundsson athygli
fyrir afburðaslakan varnarleik.
Valsmenn vilja án efa ' É
gleyma þessum leik
sem fyrst. Atliátti I
stórleik með Fram og
virtust Valsararnir engin úr-
ræöi hafa á takteinunum til þess
að stöðva hann.
Markvörðuginn ungi Sæbjörn
Asgrimsson varði eins og ber-
serkur allan timann og einnig
voru sprækir Erlendur, Sigur-
bergur, Hannes og Andrés.
Mörkin fyrir Val skoruðu :
Stefán H 5/5, Þorbjörn G 5/1,
Brynjar 4, Jón 3, Bjarni 3, Þor-
björn J 1, Steindór 1, og Gunnar
1.
Fyrir Fram skoruðu: Atli 10,
Erlendur 6/5, Andrés 5, Hannes
3 og Egill 1.
— IngH
Framarinn Atli Hilmarsson var öðrum fremur maðurinn
sigur liðs sins gegn Vai.
Litla HK úr Kópavogi
nældi sér i eitt stig þegar
liðið lék gegn stórveldinu
úr Hafnarfirði, FH, að
Varmá á sunnudaginn.
Reyndar voru Hafnfirð-
ingarnir heppnir að
„stela" öðru stiginu því
HK var yfir lengst af.
HK hafði undirtökin i upphafi
leiksins, 4-1, en FH tókst aö
komast yfir 6-5. Þá sögöu HK-
strákarnir hingaö og ekki
lengra og þeir náðu forystunni á
nýjan leik, 9-6,og i hálfleik höföu
þeir yfir 12-10.
FH-ingarnir virtust alveg
heillum horfnir I seinni hálf-
leiknum og HK náði fljótlega yf-
irburðastöðu, 14-10 og 17-12.
Lokaminúturnar rönkuðu sunn-
Líf og fJör
í 2. deild
Hilmar Sigurgíslason og félagar
hans hjá HK eiga nú hvern leik-
inn öðrum betri.
HK halar enn
inn stigin
FH mátti þakka fyr-
D iMHÉaBllllMMpgÍ id, 19:19
Slangur var af Ieikjum i 2.
deild handboltans um helgina og
má segja að staðan hafi litið
skýrst að afloknum viðureign-
um helgarinnar. Liklega hafa 5
lið svipaða möguleika að hreppa
efsta sæti deildarinnar og verð-
ur hvergi gefið eftir i baráttunni
allt til siðasta leiks.
Þór frá Akureyri lék 2 leiki i
Eyjum. Fyrst máttu Þórsararn-
ir sætta sig við tap fyrir Tý eftir
aö hafa haft sigurinn I hendi sér
þegar stutt var til leiksloka 24-
20. Týrarar skoruðu þá hvert
markið á fætur ööru og sigruðu
26-25. Sigurlás skoraöi 15 mörk
fyrir Týrara en markahæstur
hjá Þór var Arni með 9 mörk.
Þórarar frá Eyjum hlutu sið-
an sin fyrstu stig i 2. deild þegar
þeir sigruðu Þór, Ak. með 24
mörkum gegn 20. Eyjamenn
tryggðu sér bæði stigin með
góðum endaspretti. Markahæst-
ur Þórara var Herbert 7/4 og
markahæstur Þórsara Pálmi
7/2.
Strákarnir i KA á Akureyri
heimsóttu höfuðstaðinn um
helgina og höfðu meö sér 3 stig
noröur. Fyrst rótburstuðu
norðanmenn Armenninga 24-18
og skoraöi Alfreð 12 mörk fyrir
KA i þeim leik.
A sunnudaginn léku KA og
Þróttur og hlaust þar af hörku-
rimma. Þróttur haföi undirtökin
i þessum leik allt fram á loka-
minúturnar, 22-18 þegar 4 min
voru eftir. Dugnaður KA-manna
ásamt fumi og lánleysi Þróttar-
anna gerðu það að verkum að
jafnt var I leikslok 22-22. Páll
skoraöi mest fyrir Þrótt eða 7
mörk og hiö sama geröi Þorleif-
ur hjá KA.
Staðan i 2. deild handboltans
er nú þessi:
Fylkir 10 7 1 2 203-180 15
KA 9 5 2 2 193-182 12
Þróttur 8 5 1 2 180-168 11
Armann 10 4 2 4 227-214 10
Afurelding 7 4 1 2 140-134 9
Týr, Ve. 8 3 1 4 162-167 7
Þór, Ak. 9 2 0 7 102-206 4
Þór Ve. 9 1 0 8 174-220 2
anmenn við sér og tókst að jafna
af miklu harðfylgi, 19-19. FH
hafði einnig boltann þegar flaut-
aö var til leiksloka.
Enginn skar sig verulega úr i
liöi FH, en þetta var einn af
slakari leikjum i mótinu og ætti
að kenna þeim að vanmeta
aldrei andstæðinginn, hversu
slakur sem hann er álitinn fyrir-
fram.
Einar, Hilmar og Kristján
voru máttarstólpar HK i þess-
um leik sem fyrr og áttu allir
prýðilegan leik. Annars var það
baráttukraftur HK-strákanna,
sem færði þeim annaö stigið I
þessum leik og með örlltiö meiri
yfirvegum hefðu þeir átt að fara
með sigur af hólmi.
Mörk FH skoruðu: Valgarður
4, Kristján 4/3, Pétur 3, Guð-
mundur 3, Geir 3, Hans 1 og
Magnús 1.
Fyrir HK skoruöu: Hilmar
6/1, Kristján 6/2, Jón 3, Magnús
2, Ragnar 1 og Kristinn 1.
— IngH
Prófmál í aðsigi
Pétur með 19 mörk
Pétur Pétursson skoraði sitt
19. mark i hollensku 1. deildinni
um helgina þegar Feyenoord
sigraði Den Haag, 2—1. Hitt
mark Feyenoord skoraði Budd-
ing.
Ajax hefur nú 7 stiga forskot
og viröist fátt geta komið i veg
fyrir sigur liðsins. Feynoord er i
3. sæti með 9 stigum meö 2 leikj-
um minna en Ajax.
Merkilegt atvik átti sér stað i
leik ÍBK og Armanns i 1. deild
karla i kröfuknattleik um helg-
ina. Dómarinn, Guðbrand-
UR Sigurðsson, dæmdi gilda
körfu þegar hann áleit boltann
hafa farið i gegn um hringinn.
Hins vegar kom I ljós að þá leiö
hafði boltinn alls ekki farið og
sést það glögglega á kvikmynd
sem ÍBK tók af leiknum.
Nú er ljóst aö Guöbrandur
hefur þarna gert slæma skyssu
og hafa Keflvikingar höfðað mál
til þess að fá að leika upp á nýtt
eöa að úrslitin verði ógild. Kvik-
mynd veröur væntanlega notuð
sem sönnunargagn i sliku máli i
fyrsta sinn hér á landi.
Svipað mál kom upp i Vestur-
Þýskalandi fyrir skömmu þegar
leikmaður var dæmdur i fjár-
sektir og leikbann fyrir brot
sem dómarinn sá ekki, en sivök-
ult auga kvikmyndavélarinnar
greindi. Hins vegar sáu Vestur-
Þjóðverjarnir ekki ástæðu til
þess að hnekkja dómi yfir enska
landsliösmanninum Dave Wat-
son eða milda hann, þegar i ljós
kom að kvikmynd sannaði að
brot hans var ekki nándar nærri
eins slæmt og álitið hafði verið I
fyrstu. Hvað skeður hér á landi
skal ósagt látið.en vissulega er
hér fróðlegt mál á ferðinni.
Leiknum lauk með sigri Ar-
manns 97-96.
TBR
slgraði, en
ÍA kom
á óvart
Unglingameistaramót is-
lands I badminton fór fram á
Selfossi um helgina og voru
þátttakendur um 100. Leiknir
voru 135 leikir svo aö sjá má
að nóg hefur verið um að
vera i hinu glæsilega iþrótta-
húsi á Selfossi.
TBR halut flest verölaun á
mótinu eða 35 alls, 24 gull og
11 silfur. Keppnisfólk frá IA
á Akranesi kom verulega á
óvart með þvi að næla I 8 gull
og 13 silfur. KR hlaut 6 silfur
og TBS og TBV hlutu sitt
silfrið hvort.
Arni Þór Hallgrimsson,
tA, Þórður Sveinsson, TBR,
Þórdis Eðvald, TBR og
Kristin Magnúsdóttir urðu
öll þrefaldir meistarar.
/aV staöan
Að afloknum leikjum helg-
arinnar er staðan I 1. deild
karla þannig:
Vlkingur .9 9 0 0 210:165 18
FH.......8 5 2 1 178:174 12
Valur ....8404 168:158 8
KR.........9 4 0 5 199:198 8
1R.........9 3 1 5 176:189 7
Haukar... 8 2 1 5 163:181 5
Fram ... 8 1 3 4 159:169 5
HK.........9 2 1 6 151:181 5
Markahæstu leikmenn
eru:
Bjarni Bessas. ÍR 47
Páll Björgvinss. Vik. 47/21
Kristján Aras. FH 45/24
Sigurður Gunnarss.
Vik. 42/12
Haukur Ottesen, KR 39/ 5
Þorbj. Guðmundss. Val 39/ 6
AtliHilmarss. Fram 38
Staðan i úrvalsdeildinni i
körfuknattleik er nú þessi:
Valur .14 11 3 1232:1148 22
KR .... 13 9 5 1191:1113 18
UMFN 13 9 4 1088:1016 18
ÍR ... 14 8 6 1131:1247 16
1S.... 14 2 12 1194:1275 4
Fram .13 2 11 1008:1126 4
Fram -
Haukar
í kvöld
Einn leikur veröur I 1.
deild karla i kvöld og eigast
þar við Fram og Haukar.
Viðureignin hefst kl. 19.00 i
Laugardalshöll.
Bæði þessi lið eiga i hat-
rammri fallbaráttu, en telja
veröur Framarana mun sig-
urstranglegri eftir glæsileg-
an sigur þeirra gegn Ev-
rópumeisturum Vals.
I
■
I
■
i
■
i
■
i
■
i
■
i
■
i
■
i
■
i
■
i
■
i
■
i
■
i
■
i
■
;
i
m
I
■
I
m
I
■
1
■
!
i
■
;
i
■
i
■
i
■
;
i
■
i
i
i
■
i
■
i
■
;
i
■
i
■
i
■
i
■
i
i
Arni Eðvald, tslandsmeist- |
ari I tviðaleik I drengja- ■
fiokki.