Þjóðviljinn - 29.02.1980, Síða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 29. febrúar 1980
I stuttu máli
Frá Hagallnskvöldi 12. febr.
Hagalín heimsœkir BSRB
Húsfyllir var þann 12. febr.
er opinberir starfsmenn fengu
góöa gesti i heimsókn aB
Grettisgötu 89. Þaö voru þau
feögin Guömundur G. og
Sigrlöur Hagalln.
Baldvin Halldórsson, leik-
ari, sagöi þar frá kynnum sín-
um af skáldinu. Sigrlöur
Hagalln las upp söguna
„Móöir barnanna”, og þá
sagöi Guömundur siálfur frá
rithöfundarferli slnum. Síöan
stjórnaöi Kristín H. Tryggva-
dóttir, fræöslufulltrúi, fyrir-
spurnaþætti og bárust skáld-
inu fjöldi fyrirspurna um bæk-
ur hans, fyrirlestra ofl. sem
hann útskýröi með sinni
alkunnu frásagnargleöi.
Þetta er önnur bókmennta-
kynningin sem fræöslunefnd
BSRB stendur fyrir á þessum
vetri, hin var meö Halldóri
Laxness og var einnig mjög
fjölsótt og hefur nefndin þegar
áform uppi um fleiri fræðslu-
erindi og bókmenntakynn-
ingar. Einnig er fyrirhugaö
námskeiö um fundarsköp og
ræöumennsku. Þá er ætlunin
aö efna til námskeiöa fyrir
áhugamenn og trúnaöarmenn
I félögum vlöa um land. H.H.
Námskeiö I næringarfræöi
og vöruþekkingu eru aö hefj-
ast á vegum Náttúrulækn-
ingafélags Islands. Veröur
fyrsta námskeiöiö haldiö á
Matstofu NLFl aö Laugavegi
20 B á morgun, laugardag og
sunnudag kl. 9.30 til 5 báöa
dagana. Leiöbeinendur veröa
Jóhannes Gislason, Guöfinnur
Jakobsson og Roy Firus.
Námskeiösgjald er kr. 10
þúsund og er þá innifalinn há-
degisverður á sunnudag og
fjölritaö námsefni.
Fataverksmiöjan Hekla á
Akureyri hefur fengið aögang
aö fatahönnun á vegura
finnska samvinnusambands-
ins SOK, aö sögn Sigurðar
Arnórssonar, verksmiöju-
stjóra. Fer þaö þannig fram,
aö Hekla fær aö velja úr þeim
flikum, sem SOK framleiöir
og kaupir slöan höfundarétt og
sniö til aö framleiða þessar
fllkur hér á landi.
Verksmiöjan er nú þegar
byrjuö aö framleiöa talsvert
af fllkum til innanlandssölu
eftir þessu samkomulagi. Eru
þaö aöallega úlpur, jakkar og
buxur á börn og unglinga, þ.e.
fyrst og fremst þær fllkur.
sem fylgja tlskunni, en ekki
vinnuföt. Mjög gott samstarf
hefur tekist um þetta viö
finnska samvinnusambandiö
og eru jafnvel taldar horfur á
aö á þessu ári geti oröiö um aö
ræöa framleiöslu aö verömæti
um 500 milj. kr., SOK á eina af
fjórum sníöagerðartölvum I
Finnlandi og gefur þaö góöa
tryggingu fyrir þvl, aö sniðin
séu rétt. Þeir flytja einnig
mjög mikiö út, svo aö fatnaöur
þeirra er sniöinn eftir vaxtar-
lagi Noröur-Evrópubúa
almennt. — mhg
Sjálfkjörið í Lögreglufélaginu
Aöeins listi uppstillingar-
nefndar barst til kjörs I stjórn
Lögreglufélags Reykjavlkur
og varö hún þvl sjálfkjörin.
Stjórnina skipa Björn Sigurðs-
son form., Þorgrlmur Guö-
mundsson varaform., GIsli M.
Garöarsson ritari, Jón A, Guö-
mundsson gjaldkeri og meö-
stjórnendur Eirlkur Beck,
Ölafur Guömundsson og Ei -
rlkur Helgason. Varastjórn
skipa Ragnheiöur Davlösdótt-
ir, Hákon Sigurjónsson og
Siguröur Kr. Sigurösson.
Nœringarfrœði og vöruþekking
Finnsk fatatíska á íslandi
i „Landkrabbar” í Stykkishólmi:
! Líffræðingur
I og stýrimaður
! skrifar leikrit
■ Leikstjóri og höfundur, Þórunn
jjj Pálsdóttir og Hilmar Hauksson,
■ á æfingu.
Leikfélagiö Grimnir I Stykkis-
hólmi frumsýnir á sunnudaginn
kemur, 2. mars, nýtt islenskt
verk meö viöfangsefni úr dag-
lega lffinu, nánar tiltekiö frysti-
húslffinu, I Félagsheimili
Stykkishólms.
Þetta er fyrsta uppfærsla
leikritsins, sem er kryddaö
söngvum, heitir LANDKRABB-
AR og er eftir Hilmar Hauks-
son, sjávarliffræöing og stýri-
mann, nú kennara viö Fjöl-
brautaskólann I Breiöholti.
Hilmar er maöur vlöreistur um
veröldina á sjó og landi, meöal
annars var hann I áhöfn norsku
teinæringanna, sem sigldu frá
Noregi til íslands þjóöhátiöar-
Svavar Gestsson félagsmálaráðherra:
Marka þarf framtíðar-
stefnu í máhim fatlaðra
Viö umræöur á Alþingi fyrir
nokkru um málefni fatlaðra lagöi
Svavar Gestsson félagsmálaráö-
herra á þaö áherslu aö alþjóöaár
fatlaöra 1981 ætti aö veröa lands-
mönnum hvatning til aö marka
framtlðarstefnu og verkefnaskrá
f þessum málefnaflokki. Nauö-
syniegt væri aö endurskoða
margvfsleg lög og reglugeröir
sem snerta hagsmunamál fatl-
aöra, en ákvæöi um málefni fatl-
aöra væru nú dreifö I mörgum
lögum og reglugeröum og eölilegt
aö þessir hlutir væru samræmdir
og geröir einfaldari, bæöi fyrir
fatlaöa og þá aöila f stjórnkerfinu
er hafa meö þessi mál aö gera.
Viö umræöur kom fram aö nú
munu vera f gildi 16 lög og reglu-
geröir er snerta málefni fatlaöra
Umræöur um málefni fatlaöra
hófust vegna frumvarps sem
þingmennirnir Alexander
Stefánsson og Þórarinn
Sigurjónsson flytja þess efnis aö
niöurfelling gjalda og innflutn-
ingsgjalds á bifreiöum fatlaöra
hækki um 50% frá gildandi lög-
um. Eins og kunnugt er þá var
toliskrárlögunum breytt 1979 á
þann veg aö heimilaö var aö fella
niöur gjöld eöa lækka af allt aö
400 bifreiöum árlega fyrir bæklaö
fólk eöa lamað svo og fólk meö
lungnasjúkdóma, hjartasjúk-
dóma og aöra hliöstæöa
sjúkdóma, allt á svo háu stigi aö
þaö á erfitt meö aö fara feröa
sinna án farartækis. 1 lögunum er
miöaö viö ákveöna krónutölu, en
siöan lögin voru sett hafa oröiö
miklar verðhækkanir og tekur
frumvarpiö miö af þeirri staö-
reynd.
Viö umræöur um máliö lagöi
Jóhanna Siguröardóttir fram
breytingartillögu þess efnis aö
heimilt veröi aö hækka þessa
undanþágu árlega meö tilliti til
verölagsþröunar á hverjum tlma,
svo ekki þurfi aö koma til laga-
breytingar á hverju ári vegna
veröhækkana.
Svavar Gestsson, Guörún
Helgadóttir og Arni Gunnarsson
lýstu stuöningi viö þessa breyt-
ingar-tillögu Jóhönnu og Alexand
er Stefánsson flutningsmaöur'
áöurgreinds frumvarps taldi
einnig eölilegt aö athuga þennnan
möguleika. Þá benti Guörún
Helgadóttir á aö þeir sem fá
lækkun á bifreiöagjöldum þurfa
samkvæmt gildandi lögum aö
eiga bifreiöar sinar 15 ár. Guörún
sagöi aö öllum öryrkjum bæri
saman um aö þessi timi væri of
langur. Bifreiöum þessum væri
ekið mikiö, eigendur gætu litt sem
ekkert annast viögeröir á þeim og
þær þess vegna dýrar I rekstri.
Þegar loks væri leyfilegt aö selja
bifreiöarnar þá væru þær oft illa
farnar og verölitlar. Sagöist
Guörún því telja rétt aö athuga
möguleika á þvi aö stytta þennan
tima 12 eöa 3 ár fyrir þá sem væru
mestir öryrkjar og I 4 ár fyrir
aöra öryrkja. —Þm
Frá stofnfundi deildar Neytendasamtakanna á Höfn i Hornafirði f
haust. — MyndrJ.G.).
Neytendasamtökin efiast:
Fjölsóttir stofnfundir
Um síöustu helgi voru haldnir á
vegum neytendasamtakanna
stofnfundir deilda i Skagafiröi og
A-Húnavatnssýslu. A þessa fundi
komu fulltrúar úr stjórn NS, þeir
Reynir Armannsson, formaöur
NS og Jóhannes Gunnarsson, for-
maöur Borgarfjaröardeildar NS.
Báöir voru þessir fundir vel
sóttir og var athyglisvert, aö á
fundinum á Sauöárkróki mætti
fólk úr nærlieeiandi sveitum og
einnig frá Hofsósi og Varmahllö,
en á Hofsósi er 10. hver I-
búi stofnfélagi i deildinni. Þess
má geta aö nú þegar hafa 197
manns látiö skrá sig sem stofnfé-
laga I Neytendasamtökum
Skagafjaröar, en áöur voru á
þessu svæöi einungis 8 félagar i
NS.
Aö auki fóru fulltrúar samtak-
anna I heimsókn i Rækjuvinnsl-
una á Blönduósi, þar sem flutt var
stutt erindi og starfsfólk bar fram
fyrirspurnir.
Umræöur á fundunum voru
fjörugar og margir tóku til
máls. Var fólk einróma á þeirri
skoöun, aö frjáls samtök neyt-
enda þyrfti aö stórefla og gera
þau aö marktæku afli i þjóöfélag-
inu.
Neytendasamtökin hafa eflst
mjög aö undanförnu og nú eru
starfandi 14 deildir vfðsvegar um
land.
Búnaðarþing vill:
Urbætur í orkumálum
Út af erindum Búnaöarsamb. A-Húnvetninga og Búnaðarsamb. Suö-
urlands ályktar Búnaöarþing eftirfarandi:
„Búnaðarþing itrekar samþykkt sina frá 1979 varðandi endurbætur á
dreifikerfi raforku isveitum, jöfnun raforkuverðs o.fl. (mál nr. 18-1979)
og leggur jafnframt þunga áherslu á eftirfarandi:
1. AB áætlun Orkuráös um endurbyggingu og styrkingu dreifikerfis
raforku i sveitum komi til framkvæmda þegar á þessu ári.
2. Aö Alþingi og rikisstjórn tryggi nægilegt fé á fjárlögum hverju
sinni I samræmi viö nefnda áætlun og verðlagsþróun.
3. Aö lokiö veröi hiö allra fyrsta tengingu þeirra býla, sem enn eru ó-
tengd viö samveitu, en fyrirhugað er að tengja á þann hátt. Jafnframt
verði formrafvæðingarþeirra býla, sem eru utan ramma samveitn-
anna, ákveöiö og framkvæmt hiö fyrsta.
4. Aö jákvæöari og hraöari afgreiösla náist varöandi fulla veröjöfnun
á rafmagni en veriö hefur til þessa”. — mhg.
Sviösmynd úr leikritinu. Vinnslusalur i frystihúsi. — Ljósm. Ól. H. Torfason.
áriö 1974. Hann hefur marg-
háttaöa reynslu af sjávarútvegi,
veiöum og vinnslu. Var útibús-
stjóri Hafrannsóknarstofnunar-
innar á Húsavik 1978—79. Hann
er einnig hljómlistarmaöur og
hefur viöa komiö fram. Samdi
sjálfur öll lög og texta, sem
fluttir eru I sýningunni.
Leikstjóri er Þórunn Páls-
dóttir, sem er útskrifaöur leik-
ari frá Leiklistarskóla Rikisins.
Hun hefur leikiö meö Nemenda-
leikhúsinu, Leikfélagi Reykja-
vikur, Alþýöuleikhúsinu, I út-
varpi og sjónvarpi og annast
leiösögn i framsögn og leik-
rænni tjáningu hjá ýmsum skól-
um.
Leikurinn gerist I frystihúsi i
sjávarþorpi og fjallar um átök í
og ástir starfsfólks og lýsir m.a.
viöureign þess viö nýjan verk- ■
stjóra „aö sunnan”, bónuskerf-
inu og svo framvegis.
I
Þetta er viöamikil sýning meö ■
18 leikurum. hliómlistarfólki oe
tilhey randi sviöskröftum. ■