Þjóðviljinn - 29.02.1980, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 29.02.1980, Blaðsíða 9
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 29. febrúar 1980 Föstudagur 29. febrúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Vinnuverndarvika byggmgarmanna Adbúnadur og atvinnu- sjúkdómar öryggisef+irliti ríkisins berast aldrei tilkynningar um atvinnusjúkdóma. Sömu sögu er að segjaum Trygginga- stofnun ríkisins og Landlæknisembættið.Helmingur alls verkafólks í Danmörku þjáist af bakverkjum. 82% verkafólks í Svíþjóð telur sig eiga við heilsufarsleg vandamál að stríða. Meirihluti verkafólksins í báðum löndum kennir óþægilegum vinnustellingum og aðbúnaði sinum um. Cr félagsmálapakkanum Svonefndur félagsmálapakki vinstri stjórnarinnar siöustu og verkalýðshreyfingarinnar fól i sér iagasetningar um margvisieg réttindi verkafólks og hækkun fjárframlaga til fræbsiumáia og annarrar starfsemi verkalýös- félaganna. Mörg atribi I þessum vibtæku réttindalögum hafa þó eflaust fariö framhjá fjöida fólks. Viö skulum lita á þann kafla laganna, sem fjallar um rétt verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum og til launa vegna sjúk- dóms- og slysatilfella. Um uppsagnarfrestinn er það að segja i sem stystu máli, að þeir sem hafa unnið samfellt eitt ár hjá aðiljum.sem stunda atvinnu- rekstur innan sömu starfsgrein- ar, hafa eins mánaðar uppsagnarfrest. Þeir sem unniö hafa þrjú ár samfellt hafa tveggja mánaða uppsagnarfrest, en þeir sem unniö hafa fimm ár eða lengur hafa þriggja mánaða uppsagnarfrest. Uppsagnarfrest- urinn er gagnkvæmur. Vegna slysa sem starfsmaður Eftir Tryggva Þór Aðalsteinsson Þab er engin tiiviljun ab bygg- ingaribnaöarmenn skuli efna til sérstakrar vinnuverndarviku nú’ um þessar mundir. Slys og at- vinnusjúkdómar eru iskyggiiega algengir mebai þess fólks, sem starfar i þeim greinum sem til byggingaibnaöarins teijast. Þab bera skýrslur öryggiseftirlits rikisins meö sér, svo ekki verður um viilst. I skýrslu, sem öryggis- eftirlitib lét frá sér fyrir nokkru, ketnur fram, ab á árunum 1970- 1977 er þaö einmitt I byggingar- ibnabi og viö verklegar fram- kvæmdir, sem slys eru tibust, eba 22.1% allra slysa, sem tiikynnt voru öryggiseftirlitinu á þessu timabili. Eru þá ótalin öll þau slys, sem ekki eru tilkynnt. ! tré- smfðaiönaðinum einum er svo tii vibbótar 13.7% aiira slysa á sama timabili. Þetta eitt, út af fyrir sig, ætti ab vera nægjanlegt tilefni til verður fyrir á vinnustað, á beinni leið til eöa frá vinnu, eöa vegna atvinnusjúkdóma, skulu greidd laun sem hér segir; Allir skulu fá greidd laun fyrir dagvinnu i allt aö þrjá mánuöi samkvæmt þeim taxta sem viðkomandi tók laun eftir, enda sé unniö hjá aðila sem fæst viö at- vinnurekstur I viðkomandi starfs- grftn. Auk þess skal starfsfólk á fyrsta ári hjá sama atvinnurekanda eigi missa I neinu af launum slnum, I hverju sem þau eru greidd, I tvo daga fyrir hvern unninn mánuð. Allir sem öðlast hafa rétt fast- ráöinna starfsmanna, þ.e. hafa verið ráðnir I a.m.k. eitt ár samfellt hjá sama atvinnu- rekanda, skulu ekki missa i neinu af launum sinum I hverju sem greidd eru i 1 mánuð auk dag- vinnulauna.i 3 manuöi eða 4 mán- uðisamtals. Starfsfólk, sem ráðiö hefur veriö hjá sama atvinnurek- anda i 3 ár samfellt, skal eigi missa neitt af lunum sinum, i hverju sem greidd eru, i 1 mánuð auk dagvinnulauna i 4 mánuði eöa 5 mánuði alls. Eftir 5 ára samfellt starf hjá sama atvinnurekanda eru tryggð laun i 1 mánuð, I hverju sem greidd eru auk dagvinnulauna I 5 mánuði eða 6 mánuði alls. Hinsvegar gilda aörar reglur um fjarvistir er stafa af almenn- um veikindum eða slysum. Þá gilda þær reglur, að á fyrsta starfsári hjá sama atvinnurek- anda skal enginn missa i neinu af launum, I hverju sem þau kunnu aö vera greidd, i 2 daga fyrir hvern unninn mánuð. Allir fastráðnir starfsmenn, sem ráðnir hafa verið i eitt ár samfellt hjá sama atvinnurek- anda, skulu I alls engu missa af launum sinum i einn mánuð. Eftir 3 ár eru full laun I einn mánuð, auk dagvinnulauna i einn mánuð. eða samtals i 2 mánuði. Eftir 5 ár eða meir eru greidd laun i 1 mánuð að fullu, i hverju sem þau hafa verið greidd, auk dagvinnulauna i 2 mánuði eða i 3 mánuði alls. Varla er hægt aö segja að á íslandi hafi farið fram kannanir á útbreiðslu atvinnusjúkdóma. Þær kannanir sem fram hafa farið á atvinnusjúkdómum eru svo sér- tækar, að ómögulegt er aö draga af þeim ályktanir er gefi bend- ingar um hvar skórinn kreppi helst. Hér á landi var áriö 1956 gefin út reglugerö um tilkynningu og skráningu atvinnusjúkdóma. Þar segir að tilkynna skuli at- vinnusjúkdóma til viðkomandi hérabslæknis, sem síðan tilkynnir þá áfram til öryggiseftirlits rikisins. Stundum er sagt aö deila megi um það hvaö séu atvinnusjúk- dómar. En ef kannaður er fjöldi tilkynntra atvinnusjúkdóma á Islandi virðast ekki vera efa- semdir eöa deilur meðal lækna hvað séu atvinnusjúkdómar. At- vinnusjúkdómar eru aldrei til- kynntir öryggiseftirlitinu ef frá eru talin nokkur bráö eitrunartil- felli.Af þessu má ætla að læknar á tslandi deili ekki um hvað séu atvinnusjúkdómar. Þeir virðast öruggir á þvi að atvinnusjúkdóm- ar séu engir á Islandi. En hvað eru atvinnusjúkdóm- ar? Ef við leitum svaranna I reglugerðinni frá 1956, þá segir þar: Atvinnusjúkdómar eru sjúk- dómar er eiga beint eöa óbeint rætur að rekja tii óhollustu I sambandi vib atvinnu manna hvort heldur er vegna eölis at- vinnunnar, tilhögun eba abbúnab á vinnustaö.”Eigum við þá að trúa þvi að engir bæklunar-, bil- unar-, eitrunar- eða ofnæmis- kvillar eigi rætur að rekja til eðlis vinnunnar, tilhögunar eða aðbún- aðar? Danmörk: Fjórð- ungur fjarvista vegna vinnuslits t könnun, sem danska Alþýðu- sambandið lét gera á heilsufari félagsmanna þess, kom i ljós aö helmingur þeirra, sem könnun náði til, þjáðust af bakverkjum. Margir héldu þvi fram að starfiö væri aðalorsök vandamálsins. Af 3.3 miljónum Dana, eldri en fimmtán ára, þurftu 216.000 læknisaöstoö vegna gigtar. Tvær aðalástæður gigtarsjúkdóma eru taldar vera rangar vinnustell- ingar og léglegur aðbúnaðaur á vinnustaönum. Fjóröungur allra fjarvista vegna veikinda i Danmörku reynist eiga rót sina að rekja til vinnuslits eöa skyldra sjúkdóma. Sviþjóð: Atvinnu- sjúkdómum fjölgar árlega 82% sænsks verkafólks telur sig eiga viö heilsufarsleg vandamál að striða. 41% aðspurðra taldi vandamál sin alvarlegs eðlis. Meir en helmingur taldi einhæfni vinnunnar og rangar vinnustell- Atvinnusjúk- dómar eru nær engir hér á landi samkvœmt læknaskýrslum! ingar vera aöalorsökina fyrir þvi hvernig komið var fyrir þeim. 40% þeirra tæplega 3900, sem svöruðu spurningunum, töldu dragsúg á vinnustaðnum vera aðalorsök veikinda sinna og ann- ar eins hópur nefndi hávabann sem púkann i spilinu. A árunum 1956—1971 fjölgaöi atvinnusjúkdómum I Sviþjóð um 3—4% á ári. I ljós kom viö nánari athugun að hávaði, ryk og ýmis efni og efnasambönd ollu flestum atvinnusjúkdómum á þessu ára- bili. Uppleysiefni valda flestum atvinnusjúkdómum af völdum efna og efnasambanda. Aðbúnaðurinn öllum atvinnurekendum er skylt ab sjá um ab á hverjum vinnustab sé ætib til staöar mat- stofa, salerni (vatnssalerni), fatageymsla, hreinlætisaöstaöa og sjúkragögn, samkvæmt eftirfarandi samkomulagi: Sérstakrar varúðar skal gætt varðandi lakkklefa. Skulu þeir útbúnir eftir ábendingum sér- fróðra manna eða stofnana, skv. ströngustu kröfum heilbrigðis- eftirlits viðkomandi sveitar- félaga. Atvinnurekanda er skylt að halda húsnæði vel hreinu og sjá um viðhald hreinlætisgagna. Starfsmönnum er skylt aö gæta fyllsta hreinlætis i allri umgengni. Við skammtimaverk, þ.e. verk- framkvæmd, sem eigi varir leng- ur en i allt aö eina viku, eru ekki geröar gröfur til að framan- skráöar reglur gildi. Þó er at- vinnurekanda ætlö skylt ab sjá um aö starfsmenn hafi greiöan abgang ab góbri abstöbu til kaffi- drykkju, aö salerni og til geymslu á fatnaöi og verkfærum og til meöferöar á efni. Séu forsendur til framan- greindrar aöstöðu ekki fyrir hendi; þ.e. aðalæöar til vatns- og skolplagna hafi ekki veriö lagðar i næstliggjandi götu eða að viðkomandi lóö eftir þvi sem við á, skal atvinnurekanda heimilt að hafa kamar i stað vatnssalernis enda lúti hann sömu reglum við frágang og þrifnað sem önnur að- staöa. Óheimilt er ab hefja framkvæmd fyrr en framangreind abstaba er fyrir hendi. Viö nýbyggingu húsa er byggingafulltrúum heimilt ab neita úttekt á frárennslislögnum i grunna, sé framangreind aöstaöa ekki fyrir hendi. Veröi um brot eða vanefndir að ræða á samkomulagi þessu af hálfu atvinnurekanda og hann sinnir eigi umkvörtun er viðkomandi verkalýðsfélagi heimilt að stöðva alla vinnu á viðkomandi vinnustað þar til brotið hefur verið leiðrétt, enda hafi verkalýðsfélagið tilkynnt viðkomandi félagi meistara að- vorunina. (ÚrSBM-fréttum Ungt fólk helstu fórnarlömb vinnuslysa I tilefni vinnuverndarviku byggingamanna stórra átaka á svibi vinnuverndar og aukins öryggis vib þessi störf, þó hvert og eitt óhapp sé aubvitaö tilefni til abgerba og fyrir- byggjandi ráöstafana. En það kemur annaö fram I þessari skýrslu öryggiseftirlits- ins. Það er sú óhuggulega staö- reynd að það er unga fólkið, sem kemur til starfa á vorin, sem veröur helst fyrir slysum viö vinnu. Þetta er ekki slst alvarlegt fyrir byggingaiðnaðarmenn, þar sem einmitt fjöldi æskufólks streymir til starfa við bygg- ingavinnu og hliöstæö störf á sumrin. Þaö er ein ástæöa vinnu- verndarviku Fræðslumiðstöövar byggingamanna, og þeirrar áherslu sem Samband bygginga- manna hefur lagt á vinnuum- Línurit 1 Vinnuslys 1970-1977 Atvinnugrein 0/0 5 10 15 20 Fiskiðnaður 7,0 Matvæla- og fóðurvöruiðnaður 3,4 Vefnaðar- og fataiðnaður 5,1 Prentiðnaður í,° Trésmíðaiðnaður 13,7 Skinnaiðnaður 1,4 Stcin-, leir- og gleriðja 1,8 Málmiðnaður 19,5 Efnaiðnaður 2,2 Byggingaiðnaður og vcrkl. framkv. 22,1 Flutninga- og birgðastörf 15,3 Rafmagnsiðnaður U Þjónustugrcinar 3,0 Aðrar atvimiugreinar 3,4 hverfismálin. Tölur þær, sem birtar eru I skýrslunni viðvlkjandi skiptingu slysa eftir aldursflokkum,sýna , að hvorki meira né minna en 25.6% allra þeirra sem skýrslan nær til er á aldrinum 16-20 ára. Næst hæsti flokkurinn eða 15.1% er aldurshópurinn 21-25 ára. Enn- fremur kemur fram að einmitt i mal, þegar skólum lýkur, verða flest slysin, auk októbermánaðar, þegar skammdegiö gengur I garð. En hvað segir þetta okkur? Þetta segir okkur auðvitað það aö æskufólkið sem kemur til starfa i atvinnulífinu yfir sumarmánuð- ina er nær berskjaldað gegn öll- um þeim hættum, sem þvi eru samfara að vinna við margvisleg störf án allrar leiösagnar eöa kennslu. Þaö gildir jafnt um störfin sjálf, sem og þær hættur, sem ber að varast.og þau öryggis- atriði sem hafa þarf i huga.Notk- un hvers konar öryggistækja og verndar, sem e.t.v. er til staöar á vinnustööunum, er nýju starfs- fólki framandi og það tileinkar sér varla slika hluti án þess aö þvi sé leiðbeint um notkun þess og jafnframt hvatt til aö nota sllka hluti. Hryggileg dæmi um ungt Línurit 2 Vinnuslys 1970-1977 Aldursflokkar 0/0 5 . 10 15 20 25 15 ára og yngri 2,4 16—20ára 25,6 i 21—25ára 15,1 26—30ára 11,2 1 31 —35ára 5,5 36 — 40ára 7,8 41 — 45 ára 5,2 46— 50 ára 7,2 i 51 — 55 ára 5,2 i i •’ 56—60 ára 4,5 61 — 65 ára 5,1 66—170 ára 2,8 71 árs og.cldri D Skipting vinnuslysa eftir atvinnugreinum. Flest slysin verba I byggingaribnabi og vlb verklegar framkvæmdir. Erfitt er þó ab segja til um hvaba atvinnugrelnar eru hættulegastar, þar sem áreiban- legar tölur um mannfjölda I sumum þelrra eru illfáanlegar. En f ibngreinum verba flest slys á hvert mannár Itrésmlbaibnabi. Skipting vinnuslysa eftir aldursflokkum. Aberandi er hve mörg slys eru I aldursflokknum 16—20 ára. Sennilegasta skýringin er, ab ungt fólk kemur reynslulítib I hættuleg störf á vorin, en þá verba flest slys I þessum aidursflokki. A hinum Norburlöndunum er þetta óþekkt fyrirbrigbi. 1 Danmörku verba t.d. flest siys I aldursflokknum 26—30 ára, enda er fölk þar I landi á aldrlnum 16—20 ára mikib vlb nám allt árlb eba gegnir herþjónustu. Sýnir þetta glöggt hversu naubsynlegt er ab fræba nýllba I starfi um öryggis- rábstafanir á vinnustöbum. fólk, sem fullt af starfsþreki og vilja til aö takast á viö verkefnin, en oröib hefur fyrir örkumlun ævilangt eða jafnvel dauöa,tala skýrustu máli I þessu sambandi. Allt vegna skorts á upplýsingu og leiösögn sér eldri og reyndari manna um þaö sem varast ber og hafa þarf I huga. En hvað ber að gera til að stemma stigu viö þessu? Aö sjálf- sögðu þarf samstillt átak margra aöila. Hér koma fyrst I hug- ann skólar landsins. Er ekki nauðsynlegt að á þeirra vegum veröi efnt til fræðslu um öryggis- og heilbrigöismál vinnustaða fyrir efstu bekkina? Eru atvinnu- rekendur og samtök þeirra gerð nægjanlega ábyrg I þessum efnum? Er ekki nauðsynlegt aö krefjast þess að atvinnurekendur upplýsi og fræði allt nýtt starfs- fólk um öryggi gegn slysum og þau héilbrigðismál sem vinnu- staöinn snerta? Þetta á ekki slst viö um unga fólkiö. Höfum viö i verka- lýöshreyfingunni e.t.v. sofið á verðinum I þessu efni? Höfum við haft írumkvæöiö hver á slnum vinnustað aö ganga fram I þessu máli og leiðbeina þeim sem eru aðhefja störf? Vafalaust má full- yrða aö svo hefur ekki verið — þvl miöur. En framtak Sambands byggingamanna og Fræöslumið- stöövar þess I þessu efni er mikil- vægt framlag til fækkunar vinnu- slysa og atvinnusjúkdómatilfella. Brýna nauðsyn ber til að taka á atvinnusjúkdómum I réttu sam- hengi viö tiðni þeirra og alvarleg- ar afleiöingar. Vinnuverndar- vikan er timabært framtak og vonandi veröur hún tilefni til þess aö fleiri gefi heilbrigöi og öryggi vinnandi fólks meiri gaum en verið hefur. Dæmigerbur Islenskur „vinnuskúr”. Þarna eru geymd verkfæri og fatnabur og þar ab auki gegnir skúrinn hlutverki kaffistofu. Þessi aöbúnaöur er óleyfilegur sam- erb. I 1U i Tvær ólfkar kaffistofur. ónnur björt, hrein og þokkaleg, en hin heldur sóbaleg, enda „húsbúnaburinn” ekki upp á marga fiska. 22,1% allra vinnuslysa verba I byggingaribnabi og viö abrar verklegar framkvæmd- r

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.