Þjóðviljinn - 29.02.1980, Page 15

Þjóðviljinn - 29.02.1980, Page 15
Föstudagur 29. febrúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15 Hver mun bjarga börnum okkar? Föstudagsmyndin aö þessu sinni er bandarisk sjónvarps- kvikmynd, „Hver mun bjarga börnum okkar?”. Aöalhlut- verkin leika Shirley Jones og Len Cariou. Myndin fjallar um börnin Marjory og Tommy, sem eru svo óheppin aö eiga foreldra, sem eru óhæfir uppalend- ur. Börnunum er þvi komiö fyrir hjá barnlausum hjónum, Söru og Matt. Þar liður þeim Sjónvarp kl. 22.20 vel, og Sara og Matt fara aö gera ráðstafanir til aö ættleiða þau. En þá koma foreldrarnir. til sögunnar og taka börnin frá þeim. Þýöandi er Óskar Ingimars- son. Á Hafnarslóöum Einar Kristjánsson rithöf- undur frá Hermundarfelli sér um þáttinn „Mér eru fornu minnin kær” i morgunútvarp- inu i dag. — Þaö veröur lesiö úr bréfi, sem Jón Jónsson skrifaöi i Eimreiöina á árunum 1894- 1895 og birtist þar i nokkrum heftum undir fyrirsögninni A Hafnarslóöum, — sagði Einar. — Þetta er afskaplega vel rituö frásögn af lifinu i Kaup- mannahöfn á þessum tlma. Orðavaliö er sterkt og nokkuö óvenjulegt, og Jón lýsir á skemmtilegan hátt og jafn- framt af miklu raunsæi þvi sem fyrir augu bar i borginni, þar sem hann var viö nám eins og svo margir aörir Islending- ar. Hann lýsir þvi t.d. mjög vel hver munur sé á lifi rika fólks- ins og fátæklinganna. Nætur- lifi borgarinnar lýsir hann og einnig götulifinu aö degi til, og þá sérstaklega þvi, hvernig gatan breytist eftir þvi hvaöa fólk er á ferli. Fleira veröur ekki i þættin- um, enda hefur Jón mikiö aö segja, — sagöi Einar að lokum. Einar Kristjánsson rithöfund- ur frá Hermundarfelli. Útvarp kl. 10.25 Þátturinn „Mér eru fornu minnin kær” er á dagskrá út- varps annan hvern föstudags- morgun. -ih Kastljós í kvöld: Afley singarþj ónusta fyrir bændur og vöruflutningar Tvö mál verða á dagskrá Kastljóss I kvöld, vöruflutn- ingar annarsvegar og hins- vegar afleysingaþjónusta fyrir bændur. >0. Sjónvarp TF kl. 21.00 Meðal þess sem tekið veröur fyrir i sambandi viö flutn- ingana er samkeppni Skipaút- geröar rikisins og flutninga- bilanna sem aka vörunum um þjóövegi landsins og veröur rætt viö Guðmund Einarsson forstjóra Rikisskips, Stefán Pálsson framkvæmdastjóra Landsambands vörubifreiöa- eigenda og Helga Bergs, bæjarstjóra á Akureyri. I umræöum um afleysingar- þjónustuna fyrir bændur, sem kostuö er af rikissjóöi, taka þátt þeir Egill Bjarnason ráöunautur Búnaöarsambands Skagafjarðar og Eiöur Guöna- son formaöur fjárveitinga- nefndar alþingis. ffrá Hringið í síma 8 13 33 kl. 9-5 alla virka daga eða skrifið Þjóðviljanum Síðumúla 6, 105 Reykjavík lesendum Hangikjöt og harðfiskur Vöruvöndun i matvöruversl- unum hér i Reykjavlk er viöa meö endemum, og kannski lé- legust, þar sem búast mætti viö henni betri, þ.e. I stæ.rstu versl- unum. — Viö sem eigum afkom- endur erlendis sendum þeim gjarnan eitthvaö islenskt, ööru hverju, t.d. hangikjöt og harö- fisk. Ég bý I námunda viö „stór- markaö”, en verö þó aö fara niður i Kjötverslunina Borg á Laugavegi til þess aö fá virki- lega gott hangikjöt og niöur I Haröfisksöluna á Hverfisgötu til aö fá ætan harðfisk. Þetta eru tvö afmörkuö dæmi. 1 sláturtiðinni á haustin er flutt út þó nokkurt magn af glæ- nýju úrvals lambakjöti fyrir grátbroslegt verð. Á sama tima kaupum viö þegjandi og hljóöalaust eins, og jafnvel tveggja ára gamalt dilkakjöt á uppskrúfuðu veröi. Þetta væri þó sök sér, ef kjötiö væri ekki meira og minna uppþornað, en þaö gerist ótrúlega fljótt, ef fryst kjöt er geymt viö of hátt hitastig eöa þaö er fært fram og aftur milli geymslu og versl- unar. MARGIR SELJENDUR SELJA NÆSTUM HVAÐ SEM ER A MEÐAN VIÐ KAUPUM ATHUGASEMDALAUST. ÞAÐ ER FYRIR LÖNGU ORÐIÐ TIMABÆRT, AÐ VIÐ MÖGL- UM SVO UM MUNAR, ÞEGAR REYNT ER AÐ SNUÐA INN A OKKUR LÉLEGUM VÖRUM A UPPSKROFUÐU VERÐI. Þaö hrikalega ástand, sem nú rikir i álagningar- og verslunar- málum yfirleitt, breytist ekki nema fyrir einaröa en réttláta gagnrýni neytenda, jafnt i smáu sem stóru. Það er ekki sist hinn þögli meirihluti, sem gæti látið tilsintakai þessum málum. Viö höfum ekki ráö á þvi, aö óttast afleiöingar réttlátrar gagnrýni. Stóraukin sókn launþega i þessum málum gæti oröiö okkur ómæld launabót. Hefuröu lesiö ummæli Júliönu Valtýsdóttur á 24. bls. sunnu- dagsblaðs Þjóöviljans i dag? Getur þjóöfélag,sem vill teljast Gott blaö, Þjóðviljinn Jóhanna Jónasdóttir, meina- tæknir á Landakoti, hringdi og sagöist nýlega hafa gerst áskrifandi að Þjóðviljanum. — Ég kaupi lika Morgunblaðiö og Timann, en núna þegar ég les Þjóðviljann aö staöaldri er ég alveg steinhissa á þvi, hvað hann er góöur. Sérstaklega er ég hrifin af skrifum um jafn- réttismál, barnaheimilismál, listir, bókmenntir, kvikmyndir ofl..Þetta er allt annaö en I hin- um blöðunum, og miklu betra. Ég er ekki Alþýöubandalags- manneskja, en mér finnst sár- grætilegt aö hugsa til þess aö margir vita ekki af þessum góöu greinum.sem birtast iÞjóövilj- anum. Þetta eru alls ekki flokkspólitiskar greinar, og mér finnst margar þeirra svo góöar aö þær ættu heima i timariti, sem fólk geymir, en ekki i dag- blaöi sem lendir I ruslakörfunni. Mig langar til aö stinga upp á þvi, aö stofnaöur veröi sérstak- ur styrktarsjóöur, sem borgi auglýsingar i Morgunblaðinu, þar sem bentsé á vissar greinar i Þjóöviljanum, til þess aö fólk viti af þeim og kaupi Þjóövilj- ann þann dag. Þannig gæti fólk sem er eins og ég, á milli vita i pólitikinni, fengiö aö vita af þessum góöu greinum. meöal siömenntaðra þjóöa, lengi risiö undir svona smán? LEGGJUM FEIMNI OG ÓTTA A HILLUNA OG SNOUM BÖKUM SAMAN 1 BARATT- UNNI FYRIR ÞA, MINNST MEGA SIN! SEM Reykjavik 24. febrúar ’80 Sigurður Elíasson Auknar álögur komi á breiöu bökin í leiðara Þjóðviljans í dag hneykslast höfundur á tillögum Sighvats Björgvinssonar um lækk- un skatta og vitnar til .skattheimtu í nálægum löndum sem hann telur miklu hærri. Trúlega er nokkuðtil í því. Hitt kem- ur þó á móti, að hér fá þegnarnir miklu minna frá hinu opinbera en þar sbr. elli- og örorkubætur. Því mætti ætla að hækkun skatta hér á landi væri æskileg. En á því er einn stór galli. Hátekjumenn virðast alltaf sleppa mun betur við svona álögur en þeir sem lágar tekjur hafa. Aukið eftirlit með framtölum sýnist aðeins hafa í för með sér aukinn kostnað og ekki annað. Meðan málum er svona hátt að, hljóta lágtekjumenn að kveinka sér við hækkandi opin- berum álögum, þvi þær eru þeg- ar tilfinnanlegar. Má þvi segja ' aö Sighvatur hafi nokkuö til sins máls. Mér fínnst þvi aö Þjóö- viljinn,sem telur sig málgagn smælingja þjóöfélagsins, geti ekki mælt meö auknum skatta- álögum nema tryggt veröi aö þær komi meir á breiöu bökin en nú er. Meö þökk fyrir birtinguna. Einn með lágar tekjur. Snjallt tilsvar Skömmu upp úr siöustu alda- mótum var Sölvi heitinn Bjarnason, þá til heimilis aö Steinanesi i Arnarfiröi, staddur I Reykjavik og brá sér á dans- leik. Um þær mundir var I tisku aö dansa meö hanska, helst hvita. Sölvi var hanskalaus, en lét þaö ekki á sig fá, litur leiftur- snöggt yfir stúlknahóp, kemur - auga á eina girnilega, gengur rakleitt til hennar og biöur henni upp. Stúlkan segir snúðugt: „Þér hafiö ekki hanska”. Sölvu aö bragöi: „Það gerir nú ekki mikið til, ég þvæ mér sko bara á eftir”. Löngu seinna kynntist ég Sölva persónulega. Þaö var ekki heiglum hent að lenda I oröa- skaki viö hann. S.E. Ort um stjórnarskiptin 1 nýlegu tölublaði Dags, sem gefinn er út á Akureyri, fundum viö þessa visu um nýafstaöin stjórnarskipti: Traustir flrar, tiu i sveit, taka stýri valda. Ot I mýri á mannorösbeit möppudýrin halda. g tók irÞvf Stelpurnar I BOR voru I „pásu” þegar Gunnar ljósmyndari kom þar að og tók eftir pfpunni...

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.