Þjóðviljinn - 08.03.1980, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.03.1980, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 8. mars 1980 GuOmundur Uallvarðsson Etrlkur GuOjónsson Hlldar Jónsdóttlr Inglbjör g Haraldsdóttir. Umsjón af hálfu Þjóðviljans: Ingibjörg Haralds- dót+ir skemmtifundur Katrta Dldriksen FORVITIN RAUÐ t.tbl. maxs 1980. kvennabaratta er stéttabaratta Forvitin rauö komin út Út er komift 1. tölublað þessa árs af Forvitinni rauöri, blaði Rauðsokkahreyfingarinnar. — Blaðið kemur nú út I nýju formi, einskonar dagblaðsbroti. Meöal efnis i blaðinu er: „Einsog dýr i búri”, frásögn af íífi erlendra farandverka- kvenna á tslandi, eftir Kasia Kasprzyk-Copeland, i þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur; „Hvert stefna Alþýðubandalagskon- ur?” eftir Dagnýju Kristjáns- dóttur og Ingibjörgu Haralds- dóttur; tvö viðtöl viö hómó- sexúalista, karl og konu, eftir Sólrúnu Gisladóttur; ljóð eftir dönsku skáldkonuna Jette And- ersen i þýöingu Dagnýjar Kristjándóttur; grein um kröfur barnaársnefndar ASt; fréttir af starfi Rauðsokkahreyfingarinn- ar, ofl. Hægt er að gerast áskrifandi að Forvitinni rauöri sem kemur framvegis út fjórum sinnum á ári, og kostar venjuleg áskrift 4000krónur, en stuöningsáskrift 600 krónur. Lysthafendur geta hringt i Sokkholt, simi 2 87 98, kl. 5—6.30 alla virka daga, eða komið i laugardagskaffi þangaö kl. 11.30 alla laugardaga. Blaðið verður til sölu á fundi Rauðsokkahreyfingarinnar i Félagsstofnun stúdenta i dag. mars Á ráðstefnu róttækra kvenna sem haldin var árið 1910 í Kaupmanna- höfn var 8. mars lýstur alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Helsti hvata- maður þess var Clara Zetkin. Clara Zetkin Clara Zetkin (1857—1933) var þýskur byltingarsinni og var i forystu bæði sósíaiiskrar kvennahreyfingar þýskrar og marxiskrar byltingarstefnu allt frá þvi upp úr 1833 og fram yfir fyrri heimsstyrjöld. Hún lagði stóran skerf af mörkum til þró- unar by ltingarsinnaðrar kvennabaráttu. Hún barðist hatrammri baráttu innan Þýska sósiaidemókrataflokksins, I. Alþjóöasambands Kommúnista og seinna II. Alþjóðasambands Kommúnista fyrir framþróun byltingarsinnaðrar stefnu i kvenfrelsismálum, ásamt Aug- usti Bebel og Karli Liebknecht. Arið 1914 þegar meirihluti Sósialdómókrataflokksins beygöi sig undir þýsku heims- valdastefnuna og striðsrekstur hennar, þá var Clara ein af þeim sem gekk út og hélt á lofti nauösyn byltingarsinnaðrar alþjóöahyggju og samstööu verkalýðs gegn striðinu. A stofnþingi II. Alþjóðsam- bandsins 1889 hélt Clara ræðu þar sem hún sýndi fram á órjúfanleg tengsl sósialisma og kvenfrelsis. A árinu 1891 hóf hún útgáfu blaösins „Die Gleichheit” (Jafnrétti) sem hún ritstýrði síðan allt til ársins 1917. Það blað reyndist mikil- vægt i þeirri baráttu sem i hönd fór og Clara leiddi, baráttufyrir vitundarvakningu kvenna, fyrir þvi að skipuleggja þær I verka- lýösfélög og fá þær til liös við Sósialdemókrataflokkinn. Fyrir tilstuölan Clöru samþykkti flokkurinn árið 1896 aö hefja uppbyggingu sérstakra kvenna- hópa og i gegn um starf þeirra spretta upp kröfur sem enn ganga eins og rauöur þráður i gegnum alla kvennabaráttu, s.s. um rétt kvenna til vinnu, lagalegt jafnrétti kvenna, fæöingarorlof, menntun og félagslegt öryggi börnum til handa o.s.frv. Allt til ársins 1908 var konum bannað með lögum aö ganga til liös við pólitisk samtök. Flokk- urinn fór i kringum lögin meðþvi að stofna fjölda vakn- ingarhópa meðal kvenna sem voru I óformlegum tengslum viö fiokkinn. Þessir hópar héldu ráðstefnur á tveggja ára fresti, oft með erlendum baráttukon- um. Ráðstefnan í Kaupmanna- höfn var ein þeirra. Clara benti stöðugt á þörf kvenna tilaö skipuleggja sig A blaftamannafundi I Sokkholti s.l. fimmtudag var skýrt frá undirbúningi og dagskrá fundarins, sem haldinn verftur I Félagsstofnun I dag. — Ljósm.: —gel. sérstaklega og tenti í harðri baráttu fyrir sérskipulagningu kvenna! Þær konur sem höfðu verið virkar í kvennahópnum, gengu inn i flokkinn 1908 þegar þeim varð það lagalega heimilt en þær bjuggu svo um hnútana aö þær fengu fulltrúa I allar nefndir og stofnanir innan flokksins i hlutfalli við fjölda sinna, og fulltrúa sina kusu þær á séstökum fundum kvennanna. Þær héldu og áfram útgáfu blaðsins Die Gleichheit sem náöi geysilegri útbreiöslu (yfir 100.000 eintök) einmitt um 1910. Saga 8. mars er æði við- burðarik. T.d. 8. mars 1917 hófu rússneskar verkakonur i Pétursborg verkföll sem höföu mikla þýöingu fyrir framrás byltingarinnar. En það má segja aö alþjóðlegt inntak 8. mars hafi beöið nokkurt skip- brot þegar striðið braust út 1914. 8. mars á islandi Ariö 1948 er I fyrsta skipti haldiö upp á 8. mars á Islandi. Kvenfélag sósialistaflokksins hafð frumkvæði að þvi og á þessum fyrsta fundi hélt Dýrleif Arnadóttir erindi um sögu 8. mars i tengslum við stétta- baráttu hér heima, baráttu kvenna gegn striði og fasisma og gegn hernum hérlendis. Kvenfélag sósialista heldur fundi á þessum degi allt til 1952 þegar Menningar- og friöar- samtök fslenskra kvenna (MFIK) taka við. Dagskrá fundanna einkenndist einkum af friðarbaráttunni, enda heim- styrjöld nýlokið, og einnig af ástandi þjóðmála, og verkalýðs- baráttunnar. Það má segja að sérstök „kvennapólitísk” um- ræöa hafi engin veriö. Meö uppkomu nýju kvenfrels- ishreyfingarinnar upp úr 1968 er aftur blásiö lffi f þennan dag og lögð er áhersla á baráttueðli þessa dags i alþjóðlegu sam- hengi. Rauðsokkahreyfingin hefur haldiö sérstaka opna fundi á þessum degi frá árinu 1978. Attundi mars: Baráttudagur i sjotiu ar I dag 8. mars, er alþjóð- legur baráttudagur kvenna og í tilefni dags- ins gengst Rauðskokka- hreyfingin fyrir göngu og fundi, þar sem aðalá- herslan verður lögð á barnaárskröfur ASI en þær eru þessar: Aö mæður fái 3ja mánaða fæöingarorlof, sem greiöist af almannatryggingum. Aö dagvistarþörf veröi brú- uð á skipulagðan hátt á 7 árum. Að foreldri barns, sem er yngra en 10 ára, geti í eftirtöld- um tilvikum fengið launaö leyfi frá vinnu vegna umönnunar á barni: a) þegar barnið er veikt. b) þegar sá, sem annast barn- ið, er veikur, hvort sem það er heimavinnandi foreldri, dag- mamma eöa annar aðili. c) þegar foreldri þarf aö fylgja barni i læknisskoðun. d) þegar foreldri þarf að hafa samband við þá uppeldisstofn- un, sem barnið kann að vera á, t.d. dagheimili. e) þegar faðirinn þarf að vera heima til þess aö annast barn eöa börn fjölskyldunar undir 10 ára aldri vegna fæðingu nýs fjölskyldumeðlims. Aö vinnutimi barna verði takmarkaöur með eftirgreind- um hætti: Börnum yngri en 15 ára veröi bönnuð öll yfirvinna og börnum yngri en 16 ára verði bönnuð öll næturvinna. Safnast verður saman til göngunnar við húsnæði Rauö- sokkahreyfingarinnar að Skóla- vöröustig 12 kl. 1.30. Þaðan verður gengið sem leiö liggur að Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut. Fólk er hvatt til aö fjölmenna og taka börnin með. Gengið veröur undir Barnaárs- kröfum og fleiri jafnréttiskröf- um. Söngelskir Rauðsokkar mæta með gitara í gönguna. Kl. 14.00 hefst baráttufundur i Félagsstofnun, með fjölbreyttri dagskrá: Avörp flytja Kristin Jónsdótt- ir kennari og Hrafnhildur Sig- urðardóttir, Sóknarstúlka. Söngur: Rauðsokkasveitin — kvenna Katjana Édvaldsen. Alþýðuleikhúsið flytur þátt úr leikriti Böðvars Guðmunds- sonar, „Heimilisdraugar”. Ýmislegt fleira. Rauðsokkar sögðu okkur, að sýning yrði i Stúdentakjallaran- um, sem þeir nefndu „Verk kvenna”. Þar veröa sýndir stoppaðir sokkar, hálfprjónaðar peysur, hálfstraujaðar skyrtur, skúringafötur, skrúbbar og klútar, fiskflök I pakka o.fl., allt áritað af listamönnum. Barnaárskröfur veröa teknar fyrir á persónulegan hátt, t.d. segir Guðmunda Sigurðardóttir frá persónulegri reynslu sinni af hlaupum viö dagvistarheimili til að fá dagvistarpláss. Safnaö verður fyrir Auði Oddgeirsdóttur, Akureyri sem er ólétt og fær ekkert fæðingar- orlof, er iönnemi og stendur uppi algjörlega peningalaus I 3 mánuöi. — mhg 8. mars á Egilsstöðum Baráttufundur verður haldinn í dag, 8. mars, í Menntaskólanum á Egilsstöðum, og hefst kl. 16.00. Mjög fjölbreytt dagskrá verður á fundinum: söngur, ávörp og margir dagskrárliðir f léttum dúr. M.a. verða f luttir þættir úr Hvað er í blýhólknum? eftir Svövu Jakobsdóttur. Þá verður sýning á lista- verkum og handavinnu eftir konur á Egilsstöðum og nágrenni. Egilsstaðabúar og nágrannar eru hvattir til að fjölmenna á fundinn. Ganga og í til- efni 8.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.