Þjóðviljinn - 25.03.1980, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 25.03.1980, Blaðsíða 9
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 25. mars 1980 á dagskrá Þjóðviljamenn eiga skilið meiri gagnrýni og umrœður um störf sín. Vonandi verður grein Böðvars til þess að fleiri leggja orð í belg. En Þjóðviljamenn eiga líka skilið gagnrýni sem er betur rökstudd en skrif Böðvars. Rangmynd og veruleiki //Veruleiki hruninn án þess nýr hafi fæöst!" Þessar lokalinur úr kvæöi Eriks Lindegrens, Ikaros, komu mér i hug er ég las kveðjur Böðvars Guðmundssonar til okkar Þjóö- viljamanna. Það er eins og þessi hrundi veruleiki andi af hverri linu Böðvars. Þeir sem stundað hafa samanburðarfræöi á Þjóð- vilja fyrr og nú vita ósköp vel að þessi veruleikivar aldreúen samt er það staðreynd að goðsögnin um hann lifir góöu lifi i hugarheimi margra, eins og t.a.m. Böðvars Guðmundssonar, sem farnir eru aö horfa vonsviknir aftur eins og ellin grá. Og hvað væri svo sem stjórnmálahreyfing án goösagna aö orna sér við? Hver ný kynslóö á Þjóðvilj- anum hefur fengiö að heyra utan að ser að blaöið hafi verið miklu betra og skeleggara fyrir tiu ár- um. Yfirleitt heyrast slikar radd- ir frá fólki sem var upp á sitt besta og skeleggasta einmitt fyrir þessum tiu árum og þá leit fram á lifsins leið „vonandi aö breiða gatan greiö grænum sé blómum skeytt” eins og Grimur Thomsen segir i Endurminningu. 1 þeim fimm persónulegu „staöreyndapunktum ” sem Böövar Guðmundsson telur upp rekumst við strax á fyrstu þver- sögnina I skrifi hans. Hvernig getur einvalalið og valinn maður i hverju rúmi sett saman hundleið- inlegt blað? Annaðhvort er Böðv- ar ekki fullkomlega heiðarlegur hér i gagnrýni sinni á okkur starfsmenn blaösins eöa þá aö einvalaliðiö er svona þjakaö af skipulagningu og ritstjórnar- stefnunni. Ef vikið er að málfarsspillingu fyrst þá hefur Böðvar nokkuð til sins máls i þvi efni. Margt leggst þar á eitt. Blaðið hefur stækkað án þess aö blaðamönnum hafi fjölgaö, prófarkalestri hefur hrakað meö offset-tækninni og vafalltiö eru blaðamenn almennt hiröulausari um málfar sitt en áður. Þó er varasamt. að fullyrða nokkuð I þessum efnum. Halldór Laxness taldi blaðamenn hina verstu þrjóta strax fyrir fjörutiu árum eða svo, og á góöri leið með að drepa allt ærlegt tungutak með þjóðinni. Við þetta tungumorð hafa blaöamenn veriö æ siöan. Morðingjunum hefur sifellt fariö fjölgandi og morðtólin oröiö stærri, fleiri og áhrifameiri. Samt tórir islenskan. Um fréttastefnu blaðsins segir Böðvar Guðmundsson margt at- hyglisvert. Sannleikurinn er sá að um langt skeið hafa fréttastefna og efnistök Þjóðviljans verið til umræðu meðal starfsmanna. I megindráttum má segja að niður- staöa þeirra umræðna sé mjög á einn veg: Við viljum gjarnan hætta aö dreifa kröftunum eða láta stjórnast um of af aöstreymi og utanaðkomandi þrýstingi. Við viljum gjarnan finna okkur nýja útgáfuforskrift þar sem Þjóövilj- inn einbeitti sér að vissum mál- efnum og næði þeim árangri, meö þvi aö rækja þau betur en aðrir fjölmiðlar, að blaðið þætti áhuga- vertfyrir stærri markaö en nú er. Að ræða slika útgáfuforskrift til hlitar og hrinda henni i fram- kvæmd hefur hinsvegar lent I undandrætti vegna ófriöar i stjórnmálum og óvissu á rit- stjórn. Hinsvegar er ekki laust við að þessum hugleiðingum fylgi nag- andi ótti um það að við kynnum að spinna blaðið niður hinn vonda spiral með of mikilli einhæfni og svo hrútleiöinlegu fræðirausi að allir hættu aö lesa það nema trott- arar og Akureyrarkommar. Böðvar gerir litiö úr almennum fréttum blaðsins. Áherslur þar kunna að vera umdeilanlegar eins og áður sagði, en ef eitthvað á aö koma i staöinn fyrir liflega fagmennsku i fréttaöflun verður það að vera mjög gott efni. Þar liggur vandinn. Ég fæ ekki betur séð en einmitt aöstandendur Noröurlands hafi brennt sig á þvi að kasta fyrir róða skynsamlegri fréttastefnu róttæks landshlutablaðs frá upp- hafsárunum blaðsins. Það er nefnilega engin vissa fyrir þvi að blað taki framförum og höfði bet- ur til almennings þótt merkingar- lausum sósialiskum frösum sé fjölgað I textanum og flest sé skrifað i skamma- og skensstil. Þá er það fréttavalið. Böðvar hefur hreint ekkert lesið um verkalýðsmál i Þjóðviljanum. 1 sannleika sagt er mér ekki ljóst hvað hann á viö með hugtakinu verkalýösmál. „Kaupfélags- stjórafólska” flokkast amk. ekki undir það I huga Böðvars. Upp- sagnir starfsmanna K.A. á Sel- fossi eru ekki verkalýösmál né fréttaefni fyrir Þjóöviljann og þaðan af siöur geta þá falliö undir þann flokk fréttir og greinar af högum farandverkafólks, verk- falli I Sundahöfn og annaö af þvi tagi sem Þjóðviljinn er jafnan uppfullur með og sinnir einn blaða eða öðrum blööum betur. Það væri sannarlega ekki vanþörf á þvi, að gáfumenn skæru úr hvoru megin misskilningur á hugtakinu verkalýðsmál liggur, hjá Böðvari eða Þjóöviljamönn- um. Stundum hefur maður I sitt hvoru eyranu raddir Þjóðviljales- enda sem hamast gegn iþrótta- skrifum blaösins, eða býsnast yfir langhundum um fræðin. Þeirsem hafa þröngt áhugasvið vilja eðli- lega hafa sem mest af sinu sviði I blaðinu. Þaö sem þeim er I nöp við vex þeim gjarnan svo I augum aö oftar en ekki fáum við að heyra fullyrðingar um að þaö séu ekkert annað en íþróttir i blaðinu eöa þá ekkert annað en fræöilegir lang- hundar, sem frekar eigi erindi 1 timarit.Hér er einmitt komiö að þvi ósanngjarna I grein Böövars og þvi sem sviöur undan. Hann gerir sér hlutina allt of auðvelda. Kýs aö lfta fram hjá þvi sem er I biaöinu en dvelja nær eingöngu . við það sem honum finnst aö sé I blaöinu. Hann hefur það fyrir satt sem hann vill hafa fyrir satt og ræðst slöan með of- forsi gegn þeirri rangmynd sem hann hefur dregið upp. Slikan hægðarauka geta menn ekki leyft sér i alvarlegri gagnrýni sem væntanlega er ætluö til þess að láta gott af sér leiöa. Hann kýs til að mynda að leiða hjá sér að Arni Bergmann hefur frá siðustu áramótum skrifað daglegar fréttaskýringar um er- lend efni. Hann kýs að horfa fram hjá þvLaö eftir aö við Arni tókum við ritstjórn Þjóöviljans hefur reglulega veriö skrifað um erlend málefni I forystugreinum blaðs- ins, sem ekki haföi þá verið gert um árabil. Böövari til fróðleiks skal þess getiö að nýlega barst okkur bréf frá valinkunnum manni I Noregi þar sem fullyrt var að skrif Þjóöviljans um inn- rásina i Afganistan tækju I heild langtfram skrifum norskra blaða um sama mál. En þannig er þaö nú að jafnvel á þeim timum sem Þjóðviljinn skrifaði hvað mest um Vietnam - striðið þá voru þeir til, að mér er sagt, sem héldu þvi fram aö eng- inn munur væri á skrifum Morg- unblaösins og Þjóðviljans um striðið, eða þá að Þjóðviljinn skrifaði hreint ekkert um Viet- nam. Hvorutveggja var hrein vit- leysa. Samt héldu menn þessu fram I heilagri vandlætingu. Það er heldur ekki rétt hjá Böðvari að meðan Þjóðviljinn var með daglegar erlendar fréttir hafi ekki verið unnið úr erlendum fréttaskeytum á sjálfstæðan hátt. Slikar fullyrðingar eru ekkert annað en atvinnurógur I garð manna eins og Arna Bergmanns, Dags Þorleifssonar, Halldórs Guömundssonar, Þrastar Har- aldssonar og Einars Más Jóns- sonar. Einfaldlega vegna þess að þær eru ekki sannar. Hinsvegar er þaö stefna okkar nú að vera með daglegar erlendar frétta- skýringar, en hætta fréttaskrifum sem litið pláss er fyrir og aörir fjölmiðlar gera tiðari skil. Um „endalausar greinar um kynferöismál” er ekki mikið aö sgja. Þær eru nefniiega hvorki endalausar né margar greinarn- ar um þau efn» sem birst hafa I blaöinu. Hinsvegar virðast þær ætla að verða endalaust umkvört- unarefni nöldurseggja. Þetta minnir mig á tvennt: Annars veg- ar manninn sem sá ekkert út úr þrihyrningi, femingi og striki hjá sálfræðingnum annaö en sköp kvenna. Sumir sjá það sem þeir vilja sjá. Böövar sér endalausar Svar til Böðvars Guðmundssonar kynlifsgreinar I Þjóðviljanum. Ekki ég. Hinsvegar minnir þessi tepru- lega viðkvæmni á þá ljótu sögu i Sovét þegar Kremlarbændur drápu i dróma þær stórmerkilegu umræður um stööu konunnar, fjölskyldugerðina og kynlifið sem hófust austur þar upp úr byltingu. Einmitt á þeim sviðum voru viðj- ar sem þurfti aö slita, en sú við- horfsbylting var kæfö I fæðingu. A Islandi er yfirdrepsskapurinn ennþá ráðandi i umræöum um þessi mál, og sjálfur veit ég af kunningsskap við skólakrakka á grunnskólaaldri að starfsbræður Böövars eru stokkrjóðir upp I hársrætur að framfylgja ákvæö- um grunnskólalaga um kynlifs- fræðslu — svona til hálfs. Ekki skal ég draga á neinn hátt úr ágætum Sunnudagsblaösins undir stjórn Vilborgar Harðar- dóttur. En þar var um að ræða brautryðjandastarf ilmandi af nýjabrumi. Böðvar Guðmunds- son slær undir beltisstað þegar hann kýs að horfa fram hjá þvi,að i Sunnudagsblaöi Þjóðviljans eru veigamestu þættirnir einmitt þeir sömu og hann rómar frá sokka- bandsárum Sunnudagsblaðs. Við- töl Magnúsar H. Gislasonar við gamla baráttumenn hunsar hann hirðir ekki um að nefha ágætis viðtöl Helgu Sigurjónsdóttur I hverju Sunnudagsblaði undir nafninu „Starf og kjör” (enda flokkast það lfklega ekki undir verkalýðsmál samkvæmt ski!- greinjngu Böðvars), leiðir hjá sér rómaða sunnudagspistla Arna Bergmanns um menningarmál og sósialisma, og getur ekki greina- flokka eins og Ingólfur Margeirs- son setti saman i vetur um ásælni erlendra auðhringa. Hinsvegar festir hann sig upp á þráð vegna tveggja eða þriggja undantekn- inga i helgarviðtölum við nokkra „andskota” sósialista. Um helg- arviðtölin viö alla hina, róttæka listamenn og ýmislegt merkt og gott fólk hiröir hann ekki. Hverju þjónar gagnrýni af þessu tagi? Það hefur fallið I minn hlut sem ritstjóra Þjóðviljans að sinna daglegum samskiptum við for- ystu Alþýöubandalagsins og reka áróöur fyrir helstu dagskrármál- um flokksins i blaöinu. Bróöur- parturinn af þvl sem Böðvar segir um leiðaraþoku, flokkslega sjálf- hæjlni og ráðherradekur Þjóð- viljans er þvi sjálfsagt ætlað mér. Svo það siðastnefnda sé tekið fyrst, vil ég leyfa mér að fullyröa, að Þjóðvilj- inn hefur ætið verið ráðherra- hollt blað. Sá sem efast um þá fullyrðingu ætti aö gera sér það ómak að fletta blaðinu á árunum ’56-’58 og ’71-’74. Þjóð- viljinn á heldur ekki að vera hæl- bitur á þessa menn,. heldur styöja þá með ráðum og dáö I erfiöum verkum. Innanflokks er vett- vangur til þess að taka þá á beinið ef ástæða er til. Sæmilega rökstudd gagnrýni á lika greiða leið i blaðið, en það er full ástæða fyrir Þjóðviljann að hafa varann á sér gagnvart öflum utan Alþýðubandalagsins sem eru með sósfalismann á vörunum en beina orku sinni aðallega að þvi aö sundra flokknum. Alþýðu- bandalagið og Þjóðviljinn verða ekki sundur skilin. Pirringu Böövars út I stefnu- mótun Alþýðubandalagsins sem Þjóðviljinn leitast við að kynna leiöi ég hjá mér. Hann hefur full- an rétt til þess aö vera eins óá- nægður með hana og hann vill. Ég tel ekkert rangt við að vera ánægður meö flokkinn þegar hann gerir vel. Um þaö getur ver- ið verulegur ágreiningur á hinn bóginn hvað sé vel gert og hvað ekki. Umþaðerdeilt. En það er lika til sjálfhælni meðöfugum formerkjum sem allnokkuð er á- stunduð, en það er sú tegund sjálfbirgingsháttar að vera sifellt að hreykja sér upp sem meiri sósialista en aðrir i hreyfingunni. Öttalega leiðist mér þegar slíku sjálfhóli er illa fylgt eftir. Að lokum þetta: Þjóöviljamenn eiga skilið meiri gagnrýni og um- ræður um störf sin. Vonandi verður grein Böðvars til þess að fleiri leggja orð I belg. En Þjóð- viljamenn eiga lika skilið gagn- rýni sem br betur rökstudd en skrif Böðvars og fjallar um blaðið eins og þaö er. Það er semsagt gerð sú krafa að gagnrýnendur Þjóöviljans auðveldi ekki máliö svo fyrir sér aö skríf þeirra veröi marklaus og engum til gagns. Þriöjudagur 25. mars 1980 ÞJÖÐVILJINN — StÐA 9 Rannsóknir vegna Landgræðslu áætlunar 1975-1979 Óáboriö beitarhólf á Auökúluheiöi. Aboriö beitarhólf á Auökúluheiöi Lambsskrokkar úr mismunandi þungbeittum hólfum. A nýafstöönum ársfundi Rannsóknarráös rikisins flutti dr. Björn Sigurbjörnsson fröðlegt erindi um rannsóknir vegna land- græðsluáætlunar 1975—1979. t máli dr. Björns kom m.a. fram að umfangsmesti iiður rannsókna landgræösluáætlunar voru hinar svonefndu „stóru beitartilraunir” og var um helmingi rannsóknar- fjárins variö til þeirra. Þessar beitar- eöa landnýt- ingartilraunir voru gerðar á níu stööum: á Hesti og Hvanneyri I Borgarfiröi, á Auökúluheiöi, f Kelduhverfi, á Eyvindardal á Fljótsdalsheiöi, i Alftaveri, Kálf- holti, Sölvaholti og við Sandá á Suðurlandi. Viö þessar tilraunir störfuöu 9 sérfræðingahópar á ýmsum sviöum búvisinda, efnafræöi og tölfræði, undir 3ja manna yfir- stjórn, alls 24 háskólalærðir menn, auk fjölda bænda, dýra- lækna og aðstoðarfóiks. Arið 1979 gerði stofnunin til- raunir á 7 stöðum en á Hvanneyri var gerö sérstök tilraun vegna innyflaorma i beitarfé. Á þessum 7 stöðum voru 615 ær meö lömb- um, 60 kálfar og 32 hross I 79 beitarhólfum, samtals 677 ha. meö 65,5 km af girðingum. Mark mið þessara tilrauna var aö rannsaka áhrif mismunandi beitarþunga á gróöur i mismun- andi hæð við mismunandi raka- stig, óáborinn og áborinn, viðs- vegar um landið. Sömuleiðis voru könnuð áhrif mismunandi beiti- landa á þrif og þroska búfjár. Tilgangurinn var að finna leiðir til að auka og bæta gróður samhliða þvi að landið er beitt til hins itrasta til þess að fá hámarksafurðiir. áóábornu landi til samanburðar við áboriö land. Allar 9 tilraunimar voru settar upp á svipaðan hátt. Til grund- vallar eru notaöir 3 beitarþungar, einn með ágiskaöri meðalbeit, annar með 50% meiri beitarþunga og sá þriðji með 50% minni beitarþunga. Ávallt voru notaöar 9—10 lambær eða sam- svararandi af öðrum beitarpen- ingi I hvert hólf en hólfin höfð misstór. Stærsta tilraunin á Auöktílu- heiði nær yfir 259 ha meö 8 óáborni reiturinn er 54 ha meö 8 lambám og minnsti reitur þar áborinn er 3,6 ha. með 10 lambám. Minnstu beitarhólfin voru i Kálfholti, 0,6 ha áborin, meö 5 lambám eða 2 hrossum. Rannsóknirnar fólu f sér aö: — búfé var vigtaö á 3ja vikna fresti allt sumarið. — gróöurmagn var metið og mælt á 3ja vikna fresti allt sumariö. — samsetning gróöurs var ákveöin einu sinni á sumri — jarðvegur var rannsakaöur við upphafogenda tilraunatimans. — eftirlit var haft með heilsufari búfjár — rannsóknir voru gerðar á steinefnaþörf og innyflaorm- um. Til aö meta ákjósanlegan beitarþunga, þar sem gróöri fer fram um leið og hámarksafuröir fást af hverri skepnu og hverjum hektara voru vigtartölur búfjár færðar á linurit samkvæmt að- ferðum aðalráðunautar verk- efnisins, dr. R.E. Bement. Ef alltof þröngt er i haga eða engri skepnu beitt á landið er að sjálfsögöu engin þyng- ing. Ef fækkað er i haga eykst dagleg þynging gripanna þangaö til þeir hafa nóg að bita. Með frekari fækkun beitarpen- ings verði beitilandið vannýtt þvi að búféð torgar ekki meira fóðri og dagleg þynging helst i hámarki. (Bein li'na). Reynslan hefur sýnt, aö þar sem linurnar skerast, er ákjósanlegur beitar- þungi bæði fyrir gróöur og dýr. Áhrif áburöar á úthaga komu mjög fljótt I ljós, þannig að t.d. árið eftir fyrstu áburðargjöf á Auökúluheiöi 1976 var komiökaf- gras, jafnvel þótt þungbeitt væri. Sömuleiðis var mikill munur á léttbeittum og þungbeittum hólf- um. Asheiði i Kelduhverfi, sem er milli Ásbyrgis og Hljóöakletta, er gróin þéttu lyngi og runnum. Þar var reynt aö breyta landinu i grasgefna haga, bæöi með lyng- eyðandi efnum og með áburðar- dreifingu eingöngu. I Sölvaholti I Flóa bar beitt kálfum og i Kálfholti við Þjórsá, rétt sunnan og austan viö Þjórs- árbrú»var beitt hrossum og eru þaö fyrstu skipulegu beitartil- raunirnar meö hross, sem gerðar hafa verið hér á landi. Þá má nefna aö gerðar voru all- nýstárlegar beitartilraunir með sauðfé á lúpinu i Heiömörk 1978 og 1979 i sambandi viö land- græðsluáætlun. Fyrra árið var eingöngu beitt álúpinuog lá við að féð dræpist vegna alkaloideiturs, sem finnst I bláum hlpinum. Seinna árið hafði féð aögang að grösum og þreifst ágætlega. Kom iljós að féð hafði góða lyst á sum- umlúpfnumog er nú farið aö velja slikar plöntur úr til kynbóta. Allar þessar beitartilraunir fólu i sér gifurlega mikla vinnu, ekki bara i haganum heldur lika i slát- urhúsum viö rannsókn á skrokk- um og innyflum, þar sem I ljós kom marktækur munur á stærð skrokka og liffæra eins og lifrar, eftir þvi hvað beitt var þétt á landi. Nú er verið að vinna úr niður- stööum þessara beitartilrauna, sem flestar hafa staðið i fimm ár, en mikill fróðleikur hefur þegar birst I fjórum bráðabirgöaskýrsl- um, sem gefnar hafa verið út. Nefna má eftirfarandi niður- stöður: — Beitarþol landsins eykst mjög mikið við áburöargjöf. — Aburðarnotkun eyl:ur fallþunga á ha. — Láglendisgróður svarar betur áburði en hálendisgróöur. — Eftir 4—5 ára áburðargjöf er áburöarsvörun á beitarlandinu ennþá að aukast, bæði á lág- lendi og hálendi. — Fallþungi eftir hverja á er lé- legur á mýrlendi á láglendi en góður á hálendi. — Fallþungi á ha er miklia meiri á láglendi, sérstaklega mýrlendi, heldur en á hálendi. — Nautripir og hross þrlfast vel á þurrkuöu mýrlendi, sérstak- lega ábomu. — Aburöarnotkun á láglendi eyk- ur vöxt lamba þegar liður á sumarið. Segja máaö mestum heilabrot- uin valdi hve lönib þrifast illa á láglendi, sérstaklega I þröngum hólfum, jafnvel þó aö þau viröist hafa kafgras til beitar. bs/mhg Aðferð til að' finna ákjósanlegan beitarþunga lands. „STÓRU BEITARTILRAUNIRNAR’’ Þrjátíu ára afmæli MÍR 30 ára afmælis MIR, Menningartengsla tslands og Ráðstjórnarrikjanna, var minnst á siðdegissamkomu i Þjóð- leikhúskjallaranum sl. sunnudag, 16. mars. Samkoman var fjölsótt, en meðal gesta voru Nikolaj P. Kúdrjavtsév, aöstoðarfiskimála- ráðherra Sovétrikjanna og for- maöur Félagsins Sovétrikin- Island, og Amold K. Meri, fyrrum aðstoöarkennslumálaráðherra eistneska sovétlýðveldisins og núverandi formaður Vináttu- félagsins I Eistlandi. Avarpaði fyrrnefndi gesturinn samkomuna Nikolaj P. Kúdrajavtsév, aðstoð- arfiskimáiaráðherra Sovétrikj- anna og formaður félagsins, Sovétrikin — tsland, hefur dvalist hér á landi undanfarna viku I boði MtR vegna 30ára afmælis félags- ins. (Ljósm.: — gel) og flutti MIR afmæliskveöjur og gjafir frá Sambandi sovéskra vináttufélaga, Félaginu Sovétrikin-tsland og vináttufélög- unum 1 Lettlandi og Kazakhstan. Skeyti barst einnig frá vináttu- félaginu i Armeniu. Mikhail N. Stretsov, ambassador Sovétrikjanna á Islandi, flutti einnig ávarp á samkomunni og kveöjur sendiráösins, Geir Kristjánsson skáld las upp úr þýöingum sinum úr rússnesku á ljóöum eftir Majakovskl og Elln Sigurvinsdóttir óperusöngkona söng einsöng við undirleik Agnes- ar Löve. Formaður MIR, ívar H. Jóns- son, stjórnaöi afmælissamkom- unni og i inngangsoröum rakti hann nokkra þætti I sögu félags- ins. MIR var stofnað á f jölmennum fundi i Tjanarkaffi 12. mars 1950 og framhaldsstofnfundur var haldinn I Stjörnubiói viku siðar, 19. mars, þar sem lög félagsins voru samþykkt og kosin félagsstjórn. Aöalhvatamaður að stofnun MtR var Kristinn E. Andrésson, sen fyrstu stjórn skipuðu: Halldór Laxness, for- seti, Þórbergur Þórðarson vara- forseti, Arsæll Sigurðsson, Hann- es Stephensen og Sigvaldi Thord- arson meöstjórnendur. Vara- menn i stjórn voru Sigurður Jó- hannsson og Þorsteinn O. Steph- ensen. Strax i upphafi sýndi almenn- ingur starfi MIR mikinn áhuga, stofnaðar voru félagsdeildir viöa um land og haldið urjí þróttmiklu og fjölbreyttu félagsstarfi um nokkurtárabil. Kalda striöiö var I algleymingi, þegar MtR var stofnað, og má segja aö stofnun félagsins hafi verið einskonar viðbrögö við þvl og afleiöingum þess hér á landi, enda var það svo, aðum alllangt skeiö voru það varla aðrir aðilar en MIR sem gátu eöa vildu halda uppi menn- ingarsamskiptum viö Sovétrikin eöa kynna þjóðlif, menningu og atvinnuhætti þar. Allir Sovétborgarar, sem hingaö komu á fyrstu árum sjötta áratugsins, nema diplómatar, komu hingaö á vegum MIR, hvort sem um var að ræða tónskáldið Khatsatúrjan, rithöfundinn Polevoj, söngvarann Lisitsjan eöa uppeldisfræöinginn Gontsjarov, svo fáein nöfn séu nefnd kunnra manna sem lögðu leið sina til tslands á vegum MIR. Og félagið varð fyrst til aö senda til Sovétrikjanna verkalýössendi- nefndir, æskulýösnefndir, kvennanefndir o.fl. Eftir öflugt starf fyrstu árin komu timabil deyfðar I félags- Hfinu, enda breytast viöhorf meö timanum, sem og staða og hlut- verk félags eins og MIR. Ýmsir þættir félagsstarfsins komust, eftir þvi sem timar liðu og samskipti þjóða tslands og Sovétrikjanna urðu vlötækari, æ meir á hendur opinberra aðila og annarra félagasamtaka. Eftir deyfðartimabil á siðari hluta 7. áratugsins og I upphafi þess áttunda varð það megin- verkefni félagsstjórnar MÍR að styrkja hinn félagslega grund- völl, kynna félagið og starf þess og verkefni og ná smám saman aftur nauðsynlegu samhengi I félagsstarfinu. Mikilvægur áfangi i þessu náðist fyrir réttum 5 árum á 25 ára afmælinu, þegar samn- ingur um gagnkvæmt samstarf var undirritaður milli MtR ann- arsvegar og Sambands sovéskra félaga vináttu og menningar- tengsla viö útlönd og Félagsins Sovétrikin-Island hinsvegar 1 samræmi við samninginn frá 1975 hafa siðan árlega verið gerðar starfsáætlanir, þar sem einn veigamesti liðurinn hefur jafnan verið tengdur „Sovéskum dögum” með þátttöku frá einu hinna 15 sovétlýðvelda hverju sinni. A þessum „Sovésku dög- um” undanfarin ár hafa veriö kynnt sérstaklega með sýningum, fyrirlestrum og þátttöku lista- fólks fjögur af hinum 15 lýðveld- um Sovétrikjanna: Armenla, Lettland, Úkraina og Kazakh- stan. Að lokinni afmælissamkomu MIR á sunnudaginn, 16 mars, var undirrituö samstarfsáætlun fyrir árið 1980, en þar er m.a. gert ráð fyrir að „Sovéskir dagar” veröi háldnir I október og sérstaklega helgaðir eistneska sovétlýðveld- inu. Kemur góður hópur gesta frá Eistlandi hingað I tilefni daganna. Undanfarin 5 ár hefur MIR leigt húsnæði að Laugavegi 178 i Reykjavik. Um næstu mánaöa- mót flytur félagiö aö Lindargötu 48, 2. hæð, og er gert ráð fyrir aö það veröi tekiö i notkun um eöa eftir miðjan aprilmánuð. Aðal'fundur MtR verður haldinn þar sunnudaginn 20. april kl. 3 siðdegis. (Fréttatilkynning) Söfnun handa Módur Teresu Eins og þegar hefur veriö sagt frá f fjölmiðium, söfnuðu börn I Barnaskóla tsafjarðar peningum handa fátækum og sjúkum börn- um I Indlandi, i tilefni af siðast- liðnu ári, barnaárinu. Söfnunin nam kr. 272.263.- og þegar vöxtum hafði verið bætt við upphæðina, nam hún 320.- sterlingspundum, sem þegar hafa veriö send til húss Kærleikstrúboðanna I Englandi sem koma þeim áfram til Indiands, og voru látnir fylgja kveðjur gef endanna og ósk um að þessi gjöf yrði notuð eins og isfirsku börnin óskuðu. Nokkru slðan en gjöfin frá tsa- firöi Ibarst komu saman menn frá „Indlandsvinasamtökunum” hér og þeim sem hafa annast söfnun kaþólsku kirkjunnar fyrir Móður Teresu. Uröu þeir ásáttir um að starfa saman aö söfnun fyrir Móður Teresu, einkum fyrir s.l. jól, en siöan yrði söfuninni haldið áfram án tlmatakmarka; Stofn- aður var glróreikningur númer 23900-3 og tilkynnt um söfnun þessa i fjölmiðlum. Undirtektir voru mjöggóðar og höfðu nú fyrir skemmstu borist rúma» 1.200.000 krónur inn á þennan reikning. Voru Kærleikstrúboöunum nú fyrir skemmstu send 1000.-, pund sem jafngilda rúmum 900.000 kr. Söfnun þeirra, sem áöur hafði veriö stofnaö til, bárust á sama Framhald á bls. 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.