Þjóðviljinn - 27.03.1980, Page 5
Þorsteinn
jrá Hamri:
Offset
Ég fyrir mitt leyti hugsaöi lengi
vel sem svo, og var ekki einn um
þaö, aö dagblaöiö Þjóöviljinn
væri stoö og stytta þeirra sem
minnst máttu sin, sjálfsögö leiö-
sögn fólks i samfélagslegum
þrengingum.
Veit ég vel aö „breyttir timar”
og hraöskreiö tizka mæöir á
mönnum; myndhverfingar lifs-
gæöanna eru sérgrein auövalds-
ins, allskonar „ég” brýzt úttír
skel sinni og segist vera hin eina
og sanna tilvist í mannsliki.
En á þvi reisir fólk ekki sinar
brýnustu kröfur þegar öll kurl
koma til grafar. Þaö veröur aö
reisa þær á þvi sem vel hefur ver-
iöunniö, er unniö og veröur unniö,
ekki einhverju sem viö trúum aö
sé svo almennt aö þaö hljóti aö
vera sjálfsagt.
Böövar Guömundsson hjó fast
til Þjóöviljans um daginn, og hjó
fyrirmunnþeirra sem vilja reisa
sinn rétt og aö er vegiö, svo notuö
séu hans eigin orö. Hann fékk um
hæl einbeittar yfirlýsingar rit-
stjórans um aö Þjóöviljinn vildi
rækja svo málefni sin ,,aö blaöiö
þætti áhugavert fyrir stærri
markaö en nú er”.
Meö hliösjón af slikum mál-
efnaþroska getur Þjóöviljinn
náttúrlega innbyrt mikinn mark-
aðum siöir, sameinaö Konfekt og
Samúel átakalaust og skákaö
þeim og þeirra likum hérlendis,
öðlazt viöan markaö og gerzt um
siöir óþarfur og loks skaölegur.
Er ekki komiö nóg af þeim
skuggalega ódámshætti og und-
anslætti i viöhorfum fjölmiöla aö
þeir eigi einkum aö vera þóknan-
leg spegilmynd einhverrar óljósr-
ar heildar, „þjóöarinnar,”,
„fólksins”, „alþýöu manna”,
„lesenda”? Hvernig væri aö
sósiaiiskt þjóöfrelsismálgagn liti
á sig sem ieiöandi og menntandi
afl?
Viktor Kortsnoj: Mætir hann Tal
næst?
Kortsnoj
sigraði
Viktoir Kortsnoj stóð
upp sem sigurvegari i
einvigi þeirra
Petrosjan, þegar sá
siðarnefndi gaf 9. skák-
ina eftir 44 leiki. Þótt ein
skák sé eftir verður hún
ekki tefld, þvi Kortsnoj
er kominn með tveggja
vinninga forskot.
Petrosjan gafst upp
bréflega, enda hafa þeir
félagar ekki talast við,
frekar en endranær.
Kortsnoj mætir nú sigurvegar-
anum i einvigi þeirra Tals og
Polugajevski, sem tefla I Alma
Ata, Sovétrikjunum, og telur
sjálfan sig öruggan sigurveg-
ara!
Petrosjan, sem kenndi tauga-
óstyrk um slælega taflmennsku
sina, var ekki á sama máli, held-
ur spáir Tal sigri yfir þeim báö-
um, Polugajevski og Kortsnoj.
Þeir Tal og Polugajevski eru
nýbyrjaöir aö tefla, þvi fresta
varö einviginu vegna veikinda
Tals. Ef aö likum lætur, veröur
ekki auövelt aö fá fréttir frá ein-
viginu.
N.k. laugardag hefja þeir
Spassky og Portich einvigi sitt
sem haldiö er i Mexico-borg.
Þó ekki sé tekið lengra timabil
entveir fyrstu mánuðir þessa árs,
þá eru þau tölublöö Þjóöviljans
teljandiá fingrum annarrar hand-
ar, sem ekki er meira eöa minna
variö undir leiöréttingar á þvi
sem logiövarog ranghermt dag-
inn áöur. Sem fyrr er aö vikiö
skrifaöi Böövar Guðmundsson
nýlega ádrepu um áviröingar
Þjóöviljans liöfyrir liö, og Einar
Karl Haraldsson hefur svaraö
henni. Ég fagnaöi grein Böðvars,
bvl ætiö er gott aö vita af mönn-
um sem bregöa viö hart og láta
ekki deigan siga, i sama mund og
aðrir glata voninni; þaö vita
nefnilega ekki allir aö vonin og
æran eiga stööuga samleiö. Þaö
var ljótt aö sjá Einar Karl Har-
aldsson afsaka málfar Þjóövilj-
ans meö framförum I prentiön,
þvi sé sú raunin, aö tæknileg
framþróun þjóni einungis hag-
sæld og flýtisflaustri á ritstjórn-
arskrifstofunum, en ekki hinum
almenna lesanda, þá þurfum við
ekkert blaö, engan Þjóövilja.
Málfar og meöhöndlun þess er
mál, mál manna, mál þjóöar,
ekki amböguháttur og bull. Sóöa-
skapur veröur ekki hótinu við-
kunnanlegri þótt upplýst sé aö
hann sé hannaöur I offset.
Fimmtudagur 27. mars 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5
FRETTASK YRING
Katalónía:
Sigur þjóðernissinna
Uppá siökastiö hefur ekki
blásiö byrlega fyrir Adolfo
Suarez, forsætisraöherra Spán-
ar, og flokki hans Lýöræöis-
bandalaginu (UCD). 1 siöustu
viku beiö flokkurinn afhroö I
kosningunum i Katalóníu, næst-
um þvf jafnslæmt og i samsvar-
andi héraöskosningum i baska-
héraöinu Euzkadi þremur vik-
um áöur.
Sigurvegarinn i Katalóniu var
þjóðernissinnaflokkurinn „Con-
vergencia i Unio” undir stjórn
bankastarfsmannsins Jordi
Pujol, sem hlaut 28% atkvæöa
og 43 þingsæti af 135 I hinu nýja
þjóöþingi i Barcelona. Sóslal-
istaflokkur Katalóniu (PSC)
hlaut 33 þingsæti og 23% at-
kvæða, og kommúnistarnir i
PSUC, sem aldrei hafa afneitað
leninismanum og oft fylgt allt
annarri stefnu en Evrópu-
kommúnistarnir hans Santiago
Carrillo, fengu 25 þingsæti og
19% atkvæða. Stjórnarflokkur-
inn UCD var I f jóröa sæti með 18
þingsæti (11%), og kemur þvi
ekki til meö aö hafa nein raun-
veruleg áhrif á gang mála I
Katalóniu á næstunni.
Adolfo Suarez haföi sjálfur
tekiö þátt I kosningaslagnum,
en allt kom fyrir ekki. Þátt-
taka kjósenda var fremur
dræm, aöeins 59% neyttu at-
kvæöisréttar slns, en I
Katalónluhéruöunum fjórum
eru 4 og hálf miljón manna með
kosningarrétt. Þessi dræma
þátttaka er sögö hafa bitnað
einna verst á UCD.
Margir álita aö þessi kosninga-
úrslit. veröi til þess að rlkis-
stjórnin geri allt sem i hennar
valdi stendur til að draga þaö á
langinn aö sú nýja stjórn sem
veriö er aö mynda i Barcelona
fái raunveruleg völd. Þetta get-
ur þýtt miklar tafir i fram-
kvæmd þeirrar valddreifingar,
sem stjórnin þykist stefna aö.
Sigurvegari kosninganna,
Jordi Pujol, var áöur fylgjandi
góöu samstarfi viö sósialista og
kommúnista, en I þessum kosn-
ingum lagöi hann allt kapp á aö
eyöileggja þann meirihluta sem
þessir verkalýösflokkarhafa haft
i Katalóniu. Kosningabarátta
hans var aö miklu leyti fjár-
mögnuö af bönkum og öörum
fjársterkum aöilum, og aöalinn-
tak hennar var aö hræöa
kjósendur burt frá kommunum i
PSUC, m.a. meö þvi aö segja aö
þeir væru ekki raunverulegir
þjððernissinnar, heldur þættust
vera þaö til þess aö komast I
valdastööu.
Hinn heföbundni vinstrimeiri-
hluti I Katalóniu var þvl I mjög
erfiðri aöstööu. Þjóöernis-
sinnarnir böröust hart gegn
honum, en þeir eru eini flokkur-
inn sem hefur samstarfsmögu-
leika viö stjórnarflokkinn I
Madrid. Þar aö auki lýsti foringi
spænskra sósialista, Felipe
Gonzalez, þvi yfir aö hann væri
andvígur öllu samstarfi viö
kommúnista. Og loks má gera
ráö fyrir aö ef mynduö heföi
veriö samstjórn sósialista og
kommúnista I Barcelona, heföu
enn frekari hindranir komið I
ljós i sambandi viö sjálfstjórn
Katalóniu.
Sigur þjóöernissinna kom bvi
ekki á óvart, en hitt grunaði fáa,
aö hann yrði svo stór sem raun
bet vitni. Convergencia i Unio
krækti sér i mörg atkvæöi frá
UCD, og er álit margra aö
ástæðan sé sú, aö Jordi Pujol sé
mun gáfaöri stjórmálamaður en
Anton Canyellas, foringi UCD i
Katalóniu. Þessir tveir eru,
ásamt sósialistanum Joan
Reventos og frambjóöanda
kommúnista Josep Benet, taldir
koma til greina sem forsetaefni
i Katalóniu. Af þeim er Pujol
talinn liklegastur til aö hreppa
hnossiö. A Franco-timanum var
Pujol afskaplega varkár and-
stæöingur fasismans.
Katalónla er ríkt og iðnvætt
svæöi á spænskan mælikvaröa,
og þar rikir mun meira jafnvægi
en I Euzkadi. Aöskilnaöarhreyf-
ingar hafa ekki mikið látiö á sér
kræla þar, og enn siöur hryöju-
verkahópar. Eittsvart ský er þó
á framtiðarhimni þessa stööug-
leika: atvinnuleysi, sem magn-
ast hratt. Um 300.000 manns eru
nú atvinnulausir I þessum fjór-
um héruðum, en ibúatalan er
um 8 miliónir.
Aframhaldandi stööugleiki á
svæöinu er aö miklu leyti undir
þvl kominn, hvort sóslalistum
og þjóðernissinnum tekst aö
koma sér niöur á samstarfs-
grundvöll.
Liklegra viröist þó aö þjóöernis-
sinnar taki upp samstarf viö
flokk sem heitir Esquerra
Republikcana (ERC) og er
vinstrisinnaður lýöveldis-
flokkur, en hann kom best út úr
kosningunum af 12 smáflokkum
sem buöu fram auk þeirra
stóru, sem áöur voru nefndir.
Þessi flokkur fylgir „þriöju leiö-
inni” milli kapitalisma og
kommúnisma, og er i alla staöi
„hófsamur”, vinsamlegur kon-
ungsveldinu og hugsanlega
góöur stuöningsaöili fyrir
þjóöernissinnana I Katalóniu.
— ih(Information)
Einvígiö í Bad Lauterberg
Hiibner eykur
Nú blasir sigur viö v-
þýska stórmeistaranum
Robert HUbner i einvígi
hans við Ungverjann
Andras Adorjan. HUbner
jók forskot sitt upp í tvo
vinninga meö sigri í 5tu
skákinni/ og þegar ein-
ungis eru 5 skákir eftir er
taliö algerlega óhugsandi
aö Ungverjinn nái að rétta
sinn hlut. Þó ber þess að
geta aö Adorjan hefur und-
anfarið sýnt ótrúlega
hörku þegar á móti hefur
blásið.
Hann vann t.d. slðustu tvær
skákir slnar á millisvæöamótinu 1
Riga gegn þeim Larsen og Miles
og fékk aö tefla viö landa sinn
Ribli um sæti i Áskorendakeppn-
ina. Eftir 3 skákir var staðan 2 1/2
-1/2 Ribli i vil, en undir lokin náði
Adorjan aö jafna og komast
áfram á betri stigum frá milli-
svæðamótinu. Þaö er þvl I raun
aldrei aö vita nema aö Adrorjan
nái aö veita harövitugt viönám
undir lokin, þó ekki gefi tafl-
mennska hans til kynna aö svo
veröi.
Hér kemur 5. skákin. Hllbner
notfærir sér mistök andstæöings
sins út I ystu æsar og knýr fram
sigur I endatafli:
5. einvigisskák
Hvftt: Robert Httbner
Svart: Andras Adorjan
Sikileyjarvörn
1. e4-c5
2. Rf3-c6
3. Bb5
(Þaö viröist vera á dagskrá hjá
Hilbner aö tefla aldrei sama af-
brigöiö oftar en einu sinni. í 3.
skák lék hann 3. d4 og vann glæsi-
lega.)
3. ...-ge
4. 0-0-Bg7
5. Hel-Rf6
6. c3-a6
7. Bxc6-dxc6
8. h3-0-0
9. d4-cxd4
10. cxd4-c5
11. e5-Rd5
12. dxc5-Rb4
13. Rc3-Bf5
(Eftir 13. — Rd3 14. He2 Rxc5 15.
Bg5 hefur hvltur greinilega betra
tafl.)
14. Rd4-Rd3
15. Rxf5-gxf5?
(Fyrsta skyssan er yfirleitt sú al-
varlegasta. Svartur gat fyllilega
haldiö I horfinu með 15. — Rxel
t.d. 16. Rh6+ Bxh6 17. Bxh6 Rd3
18. De2 Rxc5 19. Hdl De 8 og þó
svarta staðan sé þröng þá er ekki
aö sjá á henni snöggan blett.)
16. He2-Rxe5
17. Bg5!
((Þannig tryggir hvitur yfirburöi
sina — I endatafli. Taflmennska
Hubners frá og með þessum leik
er einkar athyglisverö. Hann smá*
eykur yfirburöi sina þar til yfir
lýkur.)
17. ...-Dxdl
18. Hxdl-f6
19. Be3-Hfd8
20. Hed2-Hxd2
21. Hxd2-Kf7
(Auövitaö ekki 21. — Rc4 22. Hd7
forskotið
og hrókurinn sker upp herör á
drottningarvængnum.)
22. Hd4-Hb8
23. Ra4-Ke8?
(Þar meö fýkur eitt stykki peö.
Staöa svarts var þó tæpast verj-
andi, og á klukkunni átti hann ein-
ungis eftir 5 minútur á 23 leiki.)
24. Hh4-Hd8
25. Hxh7-Kf8
26. Hh4-Rc6
27. Hc4-e5
28. g3-Kf7
29. Kg2-Kg6
30. Hc3-Bh6
31. Bxh6-Kxh6
32. Rb6-Hd2?
(Hrein timasóun.)
33. Rc4-Hd7
34. Hb3-Kg6
35. Hb6-e4
36. Rd6-Rd8
37. g4!
37. ,..-fxg4
38. hxg4-He7
39. Rf5-He5
40. b4-Re6
41. Hxb7
— Og svartur gafst upp.
Síöustu fréttir:
Taltap-
aöi fyrstu
skákinni
Hfibner og Adorjan héidu
baráttunni áfram 1 gærkveldi,
þegar þeir tefldu 6. skákina i
einvfginu. Adorjan haföi hvftt og
lék kóngspeöinu, sem Hubner
svaraöi meö Caro-Cann vörn.
Eftir mikia baráttu fór skákin i
bið eftir 40. leik svarts sem var
a5. Sérfræöingar telja horfurnar
frekar hviti I hag; spurningin er
aðeins hvort Hiibner tekst aö
finna vörn er nægi til jafnteflis.
Biöstaöan er þessi:
Hvltur, Adorjan: Kgl — Hb7 —-
peö á h6-f2-c4-c5-a2
Svartur, Húbner: Kf6 — He8 —
peö á g2-f5-c6-a5
Eins og er hefur hvitur peöi
meira, og hann á leik. Biöskákin
veröur tefld áfram i dag.
Þær fréttir bárust I gær aö
Polugajefvski heföi unniö fyrstu
skákina i einvigi sinu viö Tal.
Skákin varö alls 41 leikur. Mönn-
um skal þó bent á aö Tal tapar
yfirleitt fyrstu skákinni i einvigj-
um sem hann slöan vinnur, hver
svo sem raunin veröur nú.