Þjóðviljinn - 27.03.1980, Side 7

Þjóðviljinn - 27.03.1980, Side 7
Fimmtudagur 27. mars 1980 ÞJÓÐVILJINN — StDA 7 URIMATO HERINNBURT Samtök Umsjón: Árni Hjartarson Jón Ásgeir Sigurðsson Rósa Stejngrimsdóttir Sveinn Rúnar Hauksson Vilborg Harðardóttir Skrifstofa Samtaka herstöðvaand- stæðinga að Tryggvagötu 10 er opin alla virka daga frá kl. 14 til 19. Þar er á boðstólum margvíslegt útgáfuefni Samtakanna s.s. bækur, bæklingar, veggspjöld, merki o.fl. o.fl. Eru mer)n hvattir til að líta inn ella slá á þráðinn (S. 17966). Þá má minna á gírónúmer Samtakanna, 30309-7, sem ætíð er fiár vant. Hvers vegna 30. mars? Hvers vegna minnast her- stöövaandstæðingar 30. mars ár- lega með fundahöldum og látum? Þetta vita nú vist fiestir, en þö koma árlega fram nýjar kynslóð- ir sem þarf að uppfrseða nm þetta efni. 30. mars er enginn hátiðis- dagur i augum herstöðvaand- sttæðinga, en hann er dagur harðrar baráttu. Þennan dag árið 1949 var horfið frá hinni gömlu hiutieysisstefnu landsins og þjóö- inni gert að skipa sér I fiokk lepp- 'rlkja bandarlska heimsveidisins. Samþykkt var á Aiþlngi að tsiand skyldi gerast stofnaðili að NATO, hernaðarbandaiagi auðvaidsins. Mikil mótmæii gegn NATO-að- ildinni höfðu farið fram vlða um land allan þennan örlagarlka marsmánuð, þar sem megin krafan var þjóðaratkvæði um málið. Mótmæiln náðu hámarki i siagnum mikla á Austurvelli 30. mars þegar fundarmönnum á fjöldafundi verkalýösfélaganna laust saman viö hvitiiðasveitir sem iátnar höfðu verið leynast I Alþingishúsinu. Þá var kylfum og táragasi beitt gegn þeim sem vildu iáta þjóðarviljann skera úr um þetta mál. tsland skyidi verða NATO-riki hvort sem þjóðinni þætti Ijúfteða ieitt. Nato-sinnar á alþingi sóru og sárt við lögðu að þeim væri ekkert f jær skapi en fá eriendaK*.)icr inn I landið. Svo liðu þrjú ár. Þá voru aliir eiðstafir sviknir og nýtt hernám landsins var samþykkt af þeim sem ákaf- ast sóru aö Nato-aðlidin hefði ekkert siikt I för með sér. Nú höfðu þeir hins vegar lært það af reynslunni frá 1949 að alþýða manna var afar fjandsamleg öllu hernaðarmakki. Þess vegna var sá fundur sem samþykkti her- námið ekki haidlnn fyrir opnum tjöldum, heidur var leynilega til hans boðað, og öllu sem þar fór fram er haldið strangiega leyndu enn idag. Herinn kom þvi öllum á óvörum og kröfum um að þjóðin segði állt sitt á hernáminu i þjóð- aratkvæöagreiðslu hefur öllum veriö vfsað á bug frá upphafi og til dagsins I dag. Hins vegar hefur veriö unnið ötullega að þvl að gera okkur háð hernum og nú er svo komið að Suðurnes byggja at- vinnuafkomu sina að verulegu ieyti á honum. Saga inngöngunnar i NATO 1949 og hcrnámsins 1951 er saga óiýð- ræöislegra vinnubragða, svika og valdnlðslu. Sá slagur sem hófst á Austurvelii 30. mars 1949, stendur enn I dag,og árlega brýna her- stöðvaandstæðingar það fyrir sjálfum sér og öðrum að barátt- unni muni haidiö áfram þar tii sigur vinnst. tJR LEIÐARA ÞJOÐVILJANS 31. MARS 1949 örlagaríkustu svik sögu vorrar voru framin við þjóð vora í gær. Svik Sturlungaaldarhöfðingjanna við sjálf- stæði landsins 1262 og of beldi erlends hervalds frá Kópa- vogi 1662 voru lögðsaman og framin í gær. Auðmenn ís- lands og þý þeirra á Alþingi sviku landið, bandaríska hervaldið og ofbeldislið kvislinga þess réðist á fólkið. Alþingi Islendinga var traðkað og hrundið niður í nið- urlægingu fyrri alda, meirihlutinn gerður að auðsveipu þýi erlends valds, réttur minnihlutans algerlega brotinn á bak aftur og þjóðin svipt þeim réttindum, sem stjórn- arskrá lýðeldisins sérstaklega helgar henni: réttinum til þjóðaratkvæðagreiðslu, og sá réttur var veittur þjóð- inni með lýðveldisstofnuninni einmitt til þess að tryggja að hún gæti tekið f ram fyrir hendur þingsins, ef það ætl- aði að brjóta gegn þjóðarviljanum. Svívirðingarsai*>»ingurinn, sem setur Island undir hervald Bandarlkjanna, var ólöglega samþykktur með þverbroti allra þingræðisregla, af mönnum, sem ekkert umboð höfðu frá þjóðinni til þess viðurstyggilega verks. Og sem tákn þess að þaðan I f rá skuli of beldið drottna yfir Islandi, lætur ríkisstjórnin og þá fyrst og fremst foringjar Ihaldsins, vopnaðan Heimdallarskrll og lög- reglu ráðast á friðsama Islendlnga, sem komið höfðu á vettvang til að sýna fylgi við fslenzkan málstað og sum- part að áeggjan stjórnarflokkanna sjálfra. Níðingslegri aðfarir en ríkisstjórnarinnar l gær þekkir fslandssagan ekki. Það var líkast því sem þessir pólitfskt gjaldþrota svikarar vildu stof na til bióðbaðs I Reykjavík, til þess að svala strax heift sinni á þeirri þjóð, sem þeir eru að svlkja undir hervald Bandaríkjanna. Blóðugar árásir stormsveita leppstjórnarinnar á fólk- ið I Reykjavlk munu jafn lltt úr minni llða sem þjóðsvik- in sjálf, er I gær voru framin. Valdhafarnir, sem mánuð- um saman hafa farið á bak við þjóðina, vegið að þjóð- inni, neitað hennl um að fá að beita kosningarétti sínum, til þess að ákveða um örlagaríkustu mál sögu sinnar, hafa nú beitt vopnum gegn þjóðinni, sem þeir hræðast og hata, af þvl þeir eru að svíkja hana I tryggðum. Og þess- um valdhöf um er haldið uppi af peningum frá því stór- veldi, sem þeir nú voru að svlkja ísland I hendurnar é. BARÁTTIJ8AMKOMA nCRSTÖÐVAANDSTÆÐINGA VERDIJR lÍALDIN í FÉIAOSSTOFNIJN STLDFNTA Sunnudaginn 30. mars kl. 14.00 Dagskrá: 1. Ávarp miðnefndar Samtaka herstöðvaandstæðinga: Guðmundur Georgsson, formaður SHA 2. Ræða: Kjartan Ólafsson, ritstjóri 3. Söngur: Kjarabót 4. Ljóða- og smásagnalestur: Baldur Óskarsson, Bríet Héðinsdóttir les úr verkum Svövu Jakobsdóttur, NínuBjarkar Árnadóttur, Ólafs Hauks Simonarsonar 5. Alþýðuleikhúsið flyturleikþátteftir Gunnar Karlsson 6. Guðmundur Ingólfsson leikur á píanó 7. Dagskrárhlé í salnum. Stúdentakjallarinn opinn 8. Sönghópur Rauðsokka 9. Ljóða- og smásagnalestur: Elísabet Jökulsdóttir, Guðbergur Bergsson, Kristinn Reyr, Sveinbjörn Þorkelsson 10. Bubbi Morthens ásamt hljómsveit 11. Ljóða- og smásagnalestur: Anton Helgi Jónsson, Dagur Sigurðsson, Valdís Óskarsdóttir, Þórarinn Eldjárn Kynnir á samkomunni: Kristján Guðlaugsson ___Föndurog barnagæsla á meðan samkoman stendur

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.