Þjóðviljinn - 27.03.1980, Síða 11
I
Fimmtudagur 27. mars 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11
7] íþróttir
iþróttir g) iþróttir (f
,yið göngum til leiks
ákveðnir í að sigra”
Hilmar Björnsson
— Þannig hefur þjálfunin ver-
ið nokkuð frábrugðin þvi sem
við höfum áöur kynnst hjá Val.
Þessi viðhorf sem ég minntist á
áðan hafa haft mikil áhrif á
strákana og þaö hefur veriö æ
erfiðara að „motivera” þá fyrir
leiki í tslandsmótinu.
Of fáir leikir höfuð-
vandamálið
Hvernig finnst þér handknatt-
leikurinn vera i dag hér á landi?
— Ég er á þvi að viö séum á
uppleið. Það eru margir ungir
strákar að koma inn í boltann og
nokkrir af þeim sem hafa verið
erlendis undanfarin ár eru á
leiöinni heim. Þannig eru sifellt
að bætast góöir leikmenn i þann
hóp sem fyrir er.
Vandamálið I handboltanum
er að við spilum of fáa leiki á
hverju keppnistimabili eöa öllu
heldur of fáa erfiða leiki. 1 ts-
landsmóti er of litið að spila ein-
ungis 14 leiki.
Annars er þróunin mjög
greinileg i boltanum, það er
meiri hugsun i honum en áður
var. Nú leikur jafnvel FH
taktiskan handknattleik og þú
sérö hvaða árangri slikt skilar.
Einnig finnst mér varnarleikur-
inn mun betri en áður var.
. Hvað með veikleikana?
— Markvarslan er alltaf
sama vandamálið. Þá gerum
viö of mikið af þvi að skrúfa nið-
ur hraðann i leikjunum, sér-
staklega er það áberandi þegar
lakara liðið reynir að notfæra
sér slfkt. Þarna vantar að
dómarar séu vakandi fyrir þvi
aö dæma leiktöf. Þaö á að dæma
á allt hnoð. Einhvern veginn er
það eðli leiksins að spila hratt.
Þú minnist á dómarana.
Hvernig finnst þér dómgæslan
vera hér?
— Á meöan leikmenn æfa 5-6
sinnum i viku verða dómarar að
æfa a.m.k. helming þess tima,
það gilda sömu „prinsipin”
fyrir báða hópana. Þegar að
leikmenn undirbúa sig fyrir
leiki, þá þurfa dómarar ekki
siöur aö gera það. Þeir þurfa og
eiga t.d. að hita upp. Svo að ég
svari spurningu þinni nákvæm-
ar, þá er léleg dómgæsla
vandamál i öllum deildum og
flokkum. Dómararnir eiga að
vera hluti af heildinni og það á
að vera metnaður félaganna að
geta teflt fram sveit góðra dóm-
ara.
íslensku félagsliðin
best á Norðurlöndum
Nú hefur landsliðið verið i
brennipunkti i vetur og deilt
hefur verið um val þess. Hvaö
viltu segja um þau mál?
— Ég vara viö of hröðum
breytingum, það á að byggja
landslið upp af reynslumiklum
leikmönnum og ungum strák-
um, sem þurfa á skólun aö halda
I alþjóðlegum handknattleik.
Það er betra að vera með gott
lið en góða einstaklinga.
— Það er staðreynd aö I
nútima handbolta þurfa menn
að hafa ákveðinn likamsmassa
til þess að ná árangri. Það verð-
ur að horfa á þessa staðreynd.
Reynslan hefur sýnt að „flink-
ir boltastrákar” duga ekki
mikið þegar leikið er gegn er-
— segir þjálfari Valsmanna, Hilmar Björnsson,
um leik Vals og Grosswallstadt á laugardaginn
,,Eftir að Valur var búinn að tapa þýðingarmiklum leikjum i upphafi
íslandsmótsins má segja að okkar helsti hvati hafi verið þátttakan i.
Evrópukeppninni. Þarna fengum við nýtt verkefni og við stefnum að
toppárangri þar og i bikarkeppninni hér heima. Það má segja að vetur-
inn hjá Val hafi einkennst af þessu.” Sá sem þannig mælir er Hilmar
Björnsson, þjálfari handknattleiksliðs Vals, i viðtali við Þjv. fyrir
skömmu.
Þorbjörn Guðmundsson brýst f gegnum varnarvegg Atletico Madrid og skorar
lendum liðum.
Sérðu fram á bættan árangur
landsliösins á næstunni?
— Ég er bjartsýnn á betri
árangur. Við eigum að geta
haldið okkur á meðal hinna 12
bestu og á góðum árum eigum
við aö komst i hóp hinna 8 bestu.
Það eru flest félagsliöin komin
með heilsársþjálfun, sem á eftir
að skila sér i landsliðinu. Einnig
gefur frammistaða unglinga-
landsliðsins bjartar vonir.
— Ég(vil minnast á að staö-
reynd er að islensku félagsliðin
eru nú hin bestu á Norðurlönd-
um. Vikingur og Valur hafa lagt
að velli Svfþjóðarmeistarana,
Drott og Ystad. Valur sigraði
norska liöiö Refstad og nú lögð-
um við að velli Atletico Madrid
sem sigraði Danmerkur-
meistarana. Þessi upptalning
segir nokkuð. Vikingarnir áttu
reyndar að sigra Heim i vetur
en þeir misreiknuðu sig á sál-
rænu uppbyggingunni fyrir leik-
inn. Annars er Vikingsliðið gott
dæmi um lið sem er að gera
skemmtilega hluti.
Hvað finnst þér standa hand-
knattleiknum helst fyrir þrifum
hér á landi?
— Almennt skipulagsleysi og
hringlandaháttur. Þetta á eink-
um við um niöurröðun á æfing-
um og leikjum. Þannig er nán-
ast útilokaö að skipuleggja starf
sitt langt fram i timann. Ég hef
t.a.m. þurft oftar en einu sinni
aö fara með Valsliðið i útihlaup
við Sundlaugarnar til þess aö
halda mönnum i æfingu. Þarna
eru fyrirvaralitið felldir niður
timar i stóru húsunum.
— Eitt vandamál fylgir alltaf
Islenskum iþróttum, en það er
'innutiminn eöa öllu heldur, aö
eðlilegt hlutfall vinnu og hvildar
næst ekki. Sem dæmi get ég
nefnt að strákarnir i Val eyddu
24 klukkutimum i handbolta i
siðustu viku!!!
,,Eftir þvi sem þú vinn-
ur fleiri sigra ertu nær
tapinu”
Þá erum við komnir að úr-
slitaleiknum gegn vestur-þýsku
meisturunum Grosswallstadt.
Hvernig list þér á að Valur leik-
ur gegn þessum frægu köppum?
— Þetta þýska lið hefur sigraö
nánast allt sem hægt er að sigra
og slegið næstum öll met sem
hægt er að slá. Þannig held ég
að það sé erfitt að skapa nýja
hvata fyrir þá. Heimsmeistar-
inn fyrrverandi I hnefaleikum
Muhamed Ali orðaði þetta
þannig: „Eftir þvi sem þú vinn-
ur fleiri sigra ertu nær tapinu.”
Hvaða möguleika hefur Valur
á sigri?
— Ég legg dæmið þannig upp,
aö ekkert þýði að vera ánægður
meö 3-5 marka tap. Við ætlum
okkur að sigra,ef viö gerum það
ekki þá er eins gott að hætta
þessu. Þaö skiptir engu máli
hvað liöin hafa afrekað á undan-
förnum misserum, það er ein-
ungis þessi eini klukkutími sem
öllu máli skiptír.
— Það er f jöldinn allur af fólki
sem er þegar búiö að spila leik-
inn fyrir okkur. Það er sagt aö
nánast sé óþarfi að spila leikinn
t.d. eru öll skrif vestur-þýskra
blaða i þessa átt. Slikt gefur
okkur einungis aukna mögu-
leika.
En er það ekki nánast dauða-
högg á handboltamenn I Val aö
hafa komist þetta langt i keppn-
inni? Hafa þeir aö nógu miklu
að stefna á næstu árum?
— Reynslan hefur sýnt að lið
sem hafa fengiö smjörþefinn af
glæsilegum árangri sætta sig
illa við aö missa flugiö. Þeir
sem eruwanir þvi að sigra,sætta
sig ekki viö aö tapa. Þegar að
góöur árangur næst, þá aukast
kröfurnar og jafnvel enn betri
árangur næst. Skagamenn
myndu t.d. aldrei sætta sig við
3.-4. sæti i 1. deild fótboltans, en
e.t.v. myndi eitthvert annaö liö
gera það.
Gerir ’þú meiri kröfur eftir að
þú ert kominn á toppinn, ef svo
má að orði komast?
— Ég breytist ekkert. Þjálfun
er vinna og þaö eru engar
patentlausnir til. Það er ekki
hægt að stytta sér leið I þessum
efnum. En e.t.v. eftir þessa
frammistöðu Vals á ég erfiðara
með að sætta mig við einhvern
miölungsárangur.
Hættir Hilmar með
Valsliðið?
Verður Hilmar Björnsson
áfram þjálfari Vals?
— Það hefur verið umtalað að
ég hætti i vor og Valur leiti eftir
erlendum þjálfara. Ég er búinn
að vera 5 ár hjá Val og það er
sennilega kominn timi til þess
að breyta til. Við höfum nánast
náð öllum þeim titlum sem eru á
lausu. Annars get ég ekki
svarað spurningu þinni
afdráttarlaust, en mér hefur
alltaf fundist að leikmennirnir
ættu að ráða mestu um það hver
þjálfar þá.
Að lokunvHilmar, hvernig fer
leikurinn á laugardaginn?
— Um það vil ég ekki spá, en
ég get fullvissaö þig um að Vals-
menn munu ekki sætta sig við
tap fyrr en að fullreynt er.
—lngH