Þjóðviljinn - 29.03.1980, Page 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 29. mars 1980
UOWIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýös-
hreyfingar og þjóðfrelsis
Ctgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Kitstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson.
Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir
Umsjónarmaöur Sunnudagsblaös: Ingólfur Margeirsson.
Rekstrarstjóri: Úlfar Þormóösson
Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson
Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón Friöriks-
son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson.
Þingfréttir: Þorsteinn Magnússon.
Iþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elísson
útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sœvar Guöbjörnsson
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar.
Safnvöröur: Eyjólfur Arnason
Auglýsingár: Sigrlöur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Olafsson.
Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir.
Afgreiösla: Kristín Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára Siguröar-
dóttir.
Slmavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjónsdóttir.
Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir
Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson.
Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Sföumúla 6, Reykjavfk.sfmi 8 13 33.
Prentun: Blaöaprent hf.
Kaupfélagsstjóra-
fólska á Selfossi
• f auglýsingu frá kaupfélagi úti á landi eru rakin nokk-
ur megin stefnumið samvinnufélaganna. Þar segir m.a.
að samvinnufélögin séu grundvölluð á lýðræði og jafn-
rétti, skipulag þeirra feli í sér félagslega eign á atvinnu-
tækjum, samvinnufélögin þjóni engum hagsmunum öðr-
um en hagsmunum almennings og þar með þjóðarinnar
allrar, þau séu tæki fólksins til byggðaþróunar og
byggðajafnvægis og samvinnufélögin efli félagsþroska
og um leið heilbrigðan metnað og reisn þjóðarinnar.
• I Ijósi þeirra atburða sem nú eru að gerast innan
Kaupfélags Árnesinga hljóma þessi fögru markmið eins
og öf ugmæli. Fimm ár eru nú liðin f rá því að kaupfélags-
stjóri K.Á. þurfti að láta í minni pokann fyrir órofa sam-
stöðu 60 starfsmanna í smiðjum K.Á. er hann gerði til-
raun til þess að reka bifvélavirkja sem þjónað hafði
kaupfélaginu dyggilega í áratugi og verið trúnaðarmað-
ur félaga sinna í 30 ár. Nú fimm árum síðar telur kaup-
félagsstjórinn rétta tímann til þess að koma f ram hef nd-
um. Fjórum starfsmönnum í smiðjum Kaupfélags
Árnesinga á Selfossi hef ur verið sagt upp störfum frá og
með 1. apríl og 2 til viðbótar frá og með 1. maí. Allir eiga
þeir að baki langan starfsaldur, hafa sumir unnið hjá
kaupféiaginu í 30-40 ár og má það heita einkennilegt að
nauðsynlegt skuli talið að reka þessa menn út á almenn-
an vinnumarkað eftir að hafa unnið svo lengi hjá fyrir-
tækinu eins stórt og það er í sniðum.
• Eins og fyrir fimm árum hafa aðrir fjölmiðlar en
Þjóðviljinn verið seinir að taka við sér í Selfsossdeilu
hinni nýju. Full ástæða er þó til þess að sinna málinu því
það snertir grundvallarmarkmið og starfsemi sam-
vinnuhreyfingarinnar. Enda þótt um stefnumarkandi
athæfi sé að ræða hjá viðkomandi kaupfélagsstjóra hef-
ur Þórarinn Sigurjónsson alþingismaður og formaður
kaupfélagsstjórnar þvegið hendur sínar af málinu og
vísað allri ábyrgð frá stjórninni. Með því er kaupfélags-
stjórnin í raun að leggja blessun sína yfir þá stefnu að
samvinnuhreyf ingin telji eðlilegt að eldri starfsmönnum
sé sparkað út á gaddinn þegar henta þykir.
• Uppsagnirnar nú eru ósanngjarnar og ruddalegar í
garð starfsmanna sem hafa unnið áratugum saman hjá
fyrirtækinu. Félagsmálaráðherra hef ur einnig vakið at-
hygli á þvf að kaupfélagsstjórinn hafi ekki sinnt þeirri
lagaskyldu að tilkynna til félagsmálaráðuneytisins og
viðkomandi verkalýðsfélags um samdrátt í fyrirtækinu
með tveggja mánaða fyrirvara. Starfsmenn hafa og
sýnt fram á að afkoma og verkefni smiðja kaupfélags-
ins séu þannig að engin sérstök ástæða hafi verið til
harkalegra samdráttaraðgerða.
• „Við viljum ekki verða gamlir í þessu fyrirtæki",
segja tveir ungir menn i smiðjunum sem sagt hafa upp
vegna brottreksturs eldri starfsfélaga sinna. Það er
skiljanlegt sjónarmið. Það bendir og til þess að um
hef ndaraðgerðir sé að ræða að einn af þeim starf smönn-
um,sem nú er sagt upp og á fyrir afar þungu heimili að
sjá, var trúnaðarmaður verkamanna í verkfallinu 1975.
Það verkfall er nú notað sem dæmi í Félagsmálaskóla
alþýðu og ýmsum öðrum menntastofnunum um það
hvernig fólk eigi að standa að málum þegar það er rang-
indum beitt. Þá hef ur það heyrst að í Stjórnunarskóla at-
vinnurekenda sé þessi sama deila kennd sem skóla-
bókardæmi um það hvernig forsvarsmenn fyrirtækja
eigi alls ekki að haga sér gagnvart starfsfólki.
• „Þetta er einræði en ekki samvinna", segja starfs-
menn í smiðjum Kaupfélags Árnesinga um framferði
kaupfélagsstjórans. Oddur Sigurbergsson hefur orðið
persónugervingur forstjóravaldsins í samvinnuhreyf-
ingunni með valdníðslu sinni og geðþóttaákvörðunum.
Linka kaupfélagsstjórnar er að sínu leyti dæmigerð f yr-
ir hnignun lýðræðisins innan hreyfingarinnar. Markmið
samvinnufélaganna eru að sönnu glæsileg eins og rakið
var í upphafi. Því þurfa samvinnumenn um land allt að
taka höndum saman um að gera hið formlega lýðræði
samvínnufélaganna virktog láta kaupfélagsstjórafólsk-
una á Selfossi knýja sig til þess að hnekkja forstjóra-
veldinu í samvinnuhreyfingunni.
— ekh
Hlippt
Vegna þess aö I vikulokin
■ gefst tlmi til rólegrar Ihugunar
I setur klippari skærin I stór-
J merkt timamótaviötal viö Guö-
I mund H. Garöarsson, sem birt
I var I Morgunblaöinu sl. fimmtu-
“ dag og tekiö af Styrmi Gunn-
| arssyni, ritstjóra Moggans.
■ Tilefni viötalsins er aö Guö-
| mundur hefur látiö af for-
m mennsku hjá VR eftir 23ja ára
■ stjórnartiö.
: Sverrir og
j „stúlka”
u Skemmtilegt er aö velta fyrir
■ sér þvi mati á mannfólki, sem
■ fram kemur I eftirfarandi orö-
Z um Guömundar:
„Þaö var ekki í kot visaö aö
■ taka viö formennsku VR á þess-
| um árum, þótt félagiö væri aö
■ stiga sin fyrstu skref I verka-
I lýösmálum. Þá var starfsliö
J skrifstofunnar Sverrir Her-
■ mannsson, sem gegndi stööu
I skrifstofustjóra og stúlka, sem
J vann þar hálfan daginn...”
! En sú ósvífni
■ A öörum staö segir Guömund-
I ur:
■ ,,En kommúnistar i Alþýöu-
■ bandalaginu hafa veriö á stöö-
* ugu málefnalegu undanhaldi
■ meö hina róttæku stefnu sina,
I sem engum fær dulist, sem til
! þekkir aö er efst i huga þeirra
| aö framkvæma, ef þeir hafa aö-
■ stööu til.”
Þaö er ekki á þá logiö,
9 islensku kommúnistana. Þaö er
■ ekki nóg meö aö þeir eigi rót-
' tæka stefnu i pokahorninu, held-
Z ur hafa þeir i hyggju aö fram-
1 kvæma hana. Þvilik ósvifni!
Að vera
ópólitískur
Eins og mönnum er 1 fersku
minni var Guömundur H.
Garöarsson alþingismaöur fyrir
Sjálfstæöisflokkinn á árunum
1974—’78. Hann hefur í fristund-
um veriöformaöur Samtaka um
vestræna samvinnu. Sverrir
Hermannsson, sem vann hjá VR
ásamt „stúlku” i hálfu starfi
þegar Guömundur kom þangaö
fyrst, er og hefur veriö um
nokkurt skeiö þingmaöur fyrir
Sjálfstæöisflokkinn. Fram-
kvæmdastjóri VR um tveggja
áratugaskeiö eöa svo sá sem
tekur viö formennskunni af
LGuömundi H. er Magnils L.
I ■■■■ H H I
Guömundur H. Garöarsson hef-
ur átt þvi Iáni aö fagna aö hafa
átt náiösamstarf viö fáa menn'.
Sveinsson, en hann hefur um
nokkurt skeiö veriö einn af
borgarfulltrúum Sjálfstæöis-
flokksins.
Samt er hvorki Guömundur
né hinir tveir pólitiskir, af
oröum GuÖmundar aö dæma og
lifaeftiroröum Hauks pressara,
sem sagöieitthvaö á þessa ledö:
„Elskan min, ég er algjörlega
ópólitiskur. Ég les Moggann og
kýs Sjálfstæöisflokkinn”.
Guömundur oröar þetta örlit-
iö ööru visi, enda meirihdttar
maöur. Hann segir:
„Viö sem höfum veriö i for-
ystu VR höfum aldrei veriö þaö
sem kallaö er óábyrgir kröfu-
geröarmenn eöa veriö meö tvl-
skinnungshátt i störfum okkar
eöa fariö eftir pólitiskum lín-
um.”
Guömundur
sterki
Áfram heldur Guömundur:
„Aö ööru leyti er auövitaö
ljóst, aö þaö þarf mjög sterk
bein til þess aö vera verkalýös-
leiötogi og þátttakandi I
stjórnmálum innan Sjálfstæöis-
flokksins. Þótt margt megi gott
segja um þann flokk veröur þaö
aö viöurkennast aö forsaga
flokksins er ekki mjög tengd
verkalýösmálum og skilningur
á þeim málum oft ekki sem
skyldi. Þaö þarf ekki endilega
aö vera vegna þess aö menn
vilji ekki mæta þessum sjónar-
miöum, sem um er aö ræöa,
heldur skortir menn forsendur
til þess”.
Undursamleg
sönnun
Einn ágætur kunningi klipp-
ara hefur þaö aö máltæki þegar ■
hann skilur ekki fyllilega sam- I
hengi hlutanna aö segja: „Er J
þetta undursamleg sönnun fyrir ■
framhaldslifi”.
Klippara varö hugsaö til þess
ara oröa þegar hann las eftir- |
farandi haft eftir Guömundi I ■
Moggaviötalinu:
„Ég tel hins vegar, aö Sjálf- ■
stæöisflokkurinn á siöustu I
áratugum hafi reynt meö raun ■
sæju mati á islenskum aö- |
stæöum aö nálgast mjög sjónar- ■
miö hins mikla fjölda tslend- I
inga, sem vilja fá auknar kjara- m
bætur án yfirboöa eöa óhóflegr- ■
ar kröfugeröar, sem raska jafn- *
vægi I efnahags- og atvinnu- J
málum. I þessum efnum hefur I
veriö leitaö ýmissa leiöa og ■
nægir i þvi sambandi aö minna |
á forystu Sjálfstæöisflokksins I ■
félagslegum málum, ss. I hús ■
næðismálum, tryggingamálum, J
byggingu dvalarheimila fyrir ■
aldraöa o.sjrv.”
■
Og ég sem hef vaöiö i þeirri |
villu öll þessi ár aö þaö heföu ■
veriö sósialistar sem þurftu aö ■
berja á stóreignamönnunum i ■
Sjálfstæöisflokknum til aö fá ■
fram þessi mál.
■
Eitt er mikilvægt j
■
Styrmir ritstjóri spyr Guö- |
mund hvaö sé þýöingarmesta J
verkefniö framundan hjá VR. _
Guömundur svarar og segir I
ma.: ■
„Slöast en ekki slst veröur aö |
leggja áherslu á aö bæta kjör af- ■
greiösiufólks. A þvl veröur aö I
finnast viöunandi lausn, án þess ■
aö aörar stéttir þurfi aö risa upp I
til handa og fóta.”
i
Hamingjan
mesta j
Guömundur er lánsamur "
maöur og hamingjusamur. Þaö I
siöasta sem viö klippum út út ■
viötalinu viö hann ber þess vott I
og þarf ekki frekari útlistanir ■
þar á:
„Ég hef llka átt þvi láni aö ■
fagna aö þeir menn, sem for- I
maöur félagsins þarf aö eiga I
hvaö nánast samstarf viö, hafa *
einungis veriö tveir á þessu |
timabili.” ■
-tíþ |
shorið
Svona námskeið eru
Nauösynleg fyrir bændur
Eins og frá hefur veriö skýrt
hér i blaöinu, er nú lokiö þeim
tveim námskeiöum I búfræöum
o.fl., sem haldin voru á Hólum I
Hjaltadal. Stóöu þau yfir frá 11.
febrúar til 22. mars. Matthias
Eggertsson,kennari á Hólum, lét
mjög vel af þessum námskeiöum
en nú datt okkur i hug aö hafa tal
af einum „nemandanum” og
spyrja hann um hans álit. Viö
hringdum þvi I Guömund Beck á
Kollaleiru en hann tók sig upp
austur á Reyöarfiröi og brá sér
vestur i Hóla til þess aö vita hvers
hann yröi þar visari, Og Guö-
mundur sagöi:
— Mér féll þessi vist á Hólum
mjög vel og er ánægöur meö
hana. Hitt er svo lakara, aö þessi
námskeiö skuli vera til komin
vegna neyöarástands, sem rikir I
málum skólans, en hann starfar
ekkert I vetur. Ég var þarna i
seinna skiptiö. Og ég verö aö
segja það, aö ég er alveg undr-
andi á hvaö þeim . mönnum, sem
fyrir námskeiöunum stóöu — og
þaö voru fyrst og fremst heima-
menn á staðnum — tókst aö kom-
ast yfir mikiö efni á ekki lengri
tima og gera þvi þó góö skil.
Svona i fyrstu tilraun. Niöurskip-
an á námsefninu og skipulag allt
var mjög gott.
— Nú hefur þaö veriö töluvert
mikiö fyrirtæki hjá þér aö fara
alla leiö austan af Reyöarfiröi og
til Skagafjaröar til aö sitja þar
námskeiö I ekki þó lengri tima.
— Jú, aö visu,en ég var strax á-
kveðinn i aö fara þegar ég haföi
séö námsskrána, en hana sá ég
fyrst i Frey; fyrr haföi ég enga
hugmynd um aö þetta stæöi til.
Ég tel einsýnt, aö svona námskeið
eigi aö halda áfram og tel mjög
nauösynlegt fyrir starfandi bænd-
ur aö sækja þau, ég tala nú ekki
um ef þeir hafa enga menntun I
þessum fræöum, og raunar hvort
heldur sem er, en sjálfur er ég
ekki búfræöingur. Og jafnvel þótt
menn hafi búfræöipróf,
kannski nokkurra ára, svo maöur
segi ekki áratugagamalt, þá hafa
þeir mikil not af svona endur-
menntun. Og jafnvel þótt ekki
væri um annaö aö ræöa en aö
komast aö heiman og dusta af sér
rykiö, þá er þaö mikilsviröi.
Þarna kynntist maöur mönnum á
öllum aldri viösvegar aö af land-
inu, jafnframt þvl sem sinnt var
fjölbreyttu námi. Þarna voru af-
bragös kennarar og ég teldi
slæmt af þeirra nyti ekki viö á-
fram.
— Nú starfar Bændaskólinn á
Hólum ekkert I vetur, hvaö viltu
segja um þaö ástand?
— Ég teldi þaö mjög miöur far-
iö og raunar til hreinnar van-
sæmdar ef búnaöarnám á Hólum
legöist niöur. Og námskeiö eins
og þau sem nú eru nýafstaöin,
ætti aö vera hægt aö halda þar
þótt skólinn væri starfandi, sagöi
Guðmundur á Kollaleiru aö lok-
um.
— mhg.