Þjóðviljinn - 29.03.1980, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 29.03.1980, Blaðsíða 7
Laugardagur 29. mars 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 Guðrútt K. Þorbergsdóttir, bœjarfulltrúi á Seltjarnamesi: Sjálfshól Seltjarnar- nesmeirihlutans í ljósi staðreyndanna Vegna greina og viötala sem birst hafa i Morgunblaðinu um hina „ábyrgðarmiklu” fjármála- stjórn sem rekin er af Sjálfstæðis- meirihluta bæjarstjórnar Seltjarnarness, virðist mér timi vera kominn til aö skýra frá nokkrum staðreyndum um bæjarfélagiö og þá raunverulegu fjármálastjörn sem þar er rekin, ef það mætti verða til þess að færa umræðurnar nær veruleik- anum. Hæstu meðalútsvör eru á Seltjarnarnesi 'Seltjarnarnes nýtur þó nokk- urrar sérstööu meöal kaupstaða landsins. Þar ræður auðvitað fyrst og fremst nálægðin við Reykjavik og siðan aldur bæjar- ins. Bærinn hefur aöallega byggst á sl. 10—15 árum og er þvi mjög ungur. Legar lóðakostur Reykjavlkur tók að þrengjast var eðlilegt, aö væntanlegir hiisbyggjendur leit- uðu tíl nærliggjandi sveitarfélaga eftir lóðum. Abúö var laus á jörðum Nessins og þær voru ein af annarri seldar i lóðir væntanlegra hösbyggjenda. Þvi fjársterkari sem þeir voru, því eftirsóknar- verðari og dýrari lóöir gátu þeir keypt. Ibiiar Seltjarnarness eru þvi tekjuhærri en i flestum öörum kaupstöðunuenda er meöalútsvar á Seltjarnarnesi með þvi hæsta á landinu. Það lætur nærri að miðað viö tekjudreifingu i öörum sveitarfélögum séu útsvarstekjur bæjarins nær 12% álagningu en 11%. Hærri álagningargrunnur gerir mögulegt að hafa hlutfalliö lægra. Hins vegar er það mjög athyglisvert aö stefna meirihlutans hefur alla tið veriö sú að snúast gegn rekstri atvinnu- fyrirtækja i bænum sem önnur bæjarfélög kappkosta aö hafa innan sinna vébanda til aö auka tekjur bæjarfélagsins. A Seltjamarnesi gefast þvi sárafá atvinnutækifæri og litlar tekjur af atvinn’ufyrirtækjum. Ríkið er helsti fram- kvæmdaaðilinn — ekki Sjáifstæðismeirihlutinn Sist ætía ég mér að gera minna úr framkvæmdum bæjarins en ástæða er til. A Seltjarnarnesi hafa verið byggöir skólar, barna- skóli og gagnfræðaskóli, einnig iþróttahús og félagsheimili. Heilsugæslustöð er i byggingu. Þar meö eru lika upptaldar opin- berar byggingar á sfðustu 10—15 árum. Til viðbótar er gamli Mýrarhúsaskólinn, sem er nýttur fyrir bæjarskrifstofur og leikskól- inn Fagrabrekka, sem er til húsa i gömlu og ófullnægjandi húsnæði. Ofhrós væri að skoða fyrrgreind- ar byggingaframkvæmdir sem fjárhagsiegt afrek bæjarstjórnar- meirihlutans, þvi þær eru allar byggðar, eins og kunnugt er, aö mestu leyti fyrir rikisfé. Rlkið hefur greitt allt að 85% kostnaðar þeirra. Bærinn hefur ekki á eigin vegum staðið I neinum meir- háttar byggingarframkvæmdum. Sú þjónusta sem Reykjavik veitir Seltjarnarnesi á ótal sviöum, t.d. á sviöum heilbrigðis- mála, atvinnumála, samgangna, brunavarna o.s.frv. hefur greini- lega sljóvgað skyldutilfinningu Sjálfstæðismeirihlutans I bæjar- félaginu. Þegar nauðsynlegt er aö bæjarstjórnin taki myndarlega á málefnum aldraðra, einum stærsta málaflokki sveitar- félaganna, þá ætíar meirihlutinn algerlega að bregöast skyldum sinum og visar þessu vandamáli yfir á aðra, eins og gert hefur verið i öðrum málaflokkum á undanförnum árum. Þegar kem- ur að sjálfstæðu framtaki bæjar- ins, þá gugnar meirihlutinn. íbúðir fyrir aldraða: Fjárfestingarfélag eða velferðarþjónusta? Nú hefur verið lögð fram i bæjarstjórn skýrsla og „Frumvarp að lögum um húsfélag um byggingu ibúða fyrir aldraða á Seltjarnarnesi”. Skýrsla þessi og lög eru árangur niumán.. starfslnefndar þeirrar sem meirihluti bæjarstjórnar samþykkti aö koma á fót i ijnal. Vegna andstöðu ibúa bæjarins við samþykkt meirihluta bæjar- stjómar tókst þó ekki aö fá þriðja mann i nefndina fyrr en i desember sl. að hann var skip- aður i hana. Þess má geta hér til fróðleiks, að sá hinn sami nefndarmaður sagöi sig úr nefnd- inni vegna ágreinings um verk- svið hennar og vegna yfirgangs- semi annarra nefndarmanna. Stefna Sjálfstæðismeirihlutans I málefnum aldraöra á Seltjarnamesi sýnir i hnotskurn hversu litlir félagshyggjumenn þeir eru. Viðhorf þeirra til málefna aldraðra er að bæjar- félaginu beri ekki skylda til að sjá Ibúum sinum fyrir sjálfsagðri félagslegriþjónustu á þessu sviði. Seltjarnarnesi er ekki ætlað að vera velferðarsamfélag. Meirihlutinn skýtur sér undan. sjálfsögðum skyldum sinum viö hina öldruðu Ibúa. 1 staöinn ætla þeir hinum öldruöu að stofna fjárfestinga- félag þar sem hver og einn kaupir eigin ibúö. Bæjarfélagiö á aöeins að leggja fram gatnageröargjöld og eiga einhverja hlutdeild I fjár- festingarfélaginu. Þótt bæjar- félagið eigi að eignast fáeinar ibúöir er stefna meirihlutans, aö vandamál aldraðra eigi fyrst og fremst að færast yfir á sviö steinsteypufjárfestingar þar sem hinir f jársterku eru alls ráöandi. Hollustan við lögmál kapitalismans um mátt hinna fjársterku á að ráða ferðinni á þessu sviði á Seltjarnarnesi. 1 Reykjavik var hins vegar fyrir nokkrum árum samþykkt, fyrir frumkvæði Alberts Guðmunds- sona^allt önnur stefna sem setur velferöarþjónustu við aldraöa I öndvegi. 1 samanburöi við gamla Ihaldsmeirihlutann i Reykjavik er Sjálfstæðismeiritilutinn á Seltjarnarnesi eins og hreinar afturgöngur frá liðinni öld. 1 málefnum aldraðra ættu þeir Sigurgeir bæjarstjóri og Magnús forseti bæjarstjórnar aö taka Albert Guðmundsson til fyrir- myndar. Þrátt fyrir einhuga samstöðu meirihluta Sjálfstæöismanna i bæjarstjórn Seltjamarness um þessa stefnu i málefnum aldraðra, er engan veginn raunhæft að ætla að hinn almenni borgari veröi fús til þess að taka þátt i fjárfestingarfyrirtækinu, hvað þá að hann hafi bolmagn til þess. Byggingarkostnaður hverr- ar ibúöar veröur varla undir 20 miljónum króna. Þar sem gert er ráð fyrir að hinir væntanlegu eigendur eigi allir nú þegar eigið húsnæði, hafa þeir ekki mögu- leika á húsnæöismálastjórnarlán- um. Auk þess er hæpið að þeir fjármálamenn, sem eru dýrling- ar meirihlutans, sjái fé sinu vel borgið i vaxtalausri fjárfestingu til ellinnar. Þaö er þvl hæpiö aö stefna meirihlutans reynist framkvæmanleg. Ég get vissulega tekið undir orð nefndarmannsins, Þorfinns Bjarnasonar, sem sagði sig úr nefndinni vegna ágreinings um stefnu meirihlutans. Hann segir i greinargerð sinni. „Ég tel að bæjarfélagiö mundi standa jafnsterkt fjárhagslega og mikiö sterkara siöferðis- og mannúöarlega, þótt þaö sleppi alveg fram hjá sér sameignar- félagiviögamalmenni, sem oröin eru ófær um aö stjórna sér hvaö þá aö gerast meöstjórnendur samkvæmt sinni eignarheimild.” „Bæjarfélagiö er sameign allra bæjarbúa, hvort sem eru rikir eöa fátækir og þvf hæpin heimild bæjarstjórnar aö stofna til þing- lesinna séreigna einstaklinga I félagsskap viö bæinn og veita á þann hátt téöum einstaklingum forgang eöa sérstööu á elliárun- um, aldri sem allir eiga aö vera Guörún K. Þorbergsdóttir jafnir um samhjálp opinberra aöila” Vissulega hafa það orðið mér vonbrigöi, að stórhugur sá og glæsilegar framkvæmdir á sviði ellimála, sem viö bæjarfulltrúar á Seltjarnarnesi kynntumst i vinabæjarheimsókninni til Herlev i Danmörku sl. vor, skuli ekki hafa kennt þeim ágætu mönnum i meirihlutanum nokkurn skap- aðan hlut, ekki einu sinni geta vakiö hjá þeim örlitla sómatil- finningu fyrir þvi starfi sem þeim er trúað fyrir. Þaö er litt til fyrir- myndar að fóma velferð gamla fólksins tilþess að geta státað sig af lágumútsvörum. Það skyldi þó ekki vera von Sjálfstæðis- meirihlutans að gamla fólkiö flytji bara burt af Nesinu eins og einstæöir foreldrar hafa hingaö til þurft að gera? Hitaveitan á Nesinu Sist hefði ég látið mér detta i hug, aö forseti bæjarstjórnar færi að flytja lofsöng um Hitaveitu Seltjarnarness f greinaskrifum sinum. Þaö veit hvert mannsbarn á Seltjarnarnesi, að hitaveitan hefur alla tiö verið stórt vanda- mál. Hún hefur meira og minna eyðilagt fjölda húsa i bænum. Ofnar húsanna hafa látiö undan efnasamsetningu vatnsins, tekiö að leka, eyðilagst og valdið eig- endum stórtjóni. Nú byggir enginn hús á Seltjarnarnesi nema aö koma þar fyrir forhitara til að firra sig slikum skemmdum og tjóni. Kunnugir segja aö slfkur viöbótarkostnaöur geti nú numiö um einni miljón króna. Stjórn hitaveitunnar sendi á sínum tima út orðsendingu til íbúa bæjarins þar sem þessa málsgrein er m.a. aðfinna „Þeim sem vilja tryggja sig gegn ofnaskemmdum er bent á að setja forhitara á ofnakerfi húsa sinna og verða þá notkunar- aðstæður þær sömu og viö oliu- kyndingu. Til eru ýmsar gerðir forhitara —misdýrar.” Hitaveitu- vatniö á Seltjarnarnesi er einnig samkvæmt nýlegri skýrslu frá Heilbrigöiseftirliti rikisins óhæft til neyslu. Hins vegar gleymir greinarhöf- undur, Magnús Erlendsson, að geta þess, aö það var fyrir frumkvæöi minnihlutans I stjórn sveitarfélagsins að boraö var eftir heitu vatni á Nesinu. Jafn- framt gleymdist að geta þess aö fyrirhyggjusemi i hitaveitumál- unum er mjög ábótavant, enginn tankur hefur verið reistur og borun- nýrrar holu getur ekki dregist öllu lengur. Auðvitað dettur mér ekki í hug að halda þvi fram aö þaö sé einhvers sök að hitaveituvatnið skuli hafa þá slæmu eiginleika sem minnst er á, en það er engin ástæöa til aö stinga höföinu i sandinn og láta sem ekkert sé, hvað þá að lofsyngja fyrirtækin. Sveitarfélaginu ber að sýna fýrir- hyggjusemi á þessu sviði sem öðrum og gæta hagsmuna ibúanna. Niðurskurður á útgjöld- um - Frestun á vandan- um Samþykkt Alþingis um heimild til sveitarfélaga um 10% aukn- ingu útsvarsálagningar hefur komið á fót umræðu um réttmæti skattheimtunnar. En skattur er ekki lagöur á skattsins vegna, hvorki I þetta skiptiö né endra- nær. Skattar eru forsenda velferöarþjóðfélags og eru lagöir á þess vegna. Meirihluti Sjálf- stæðismanna á Seltjarnarnesi stefnir ekki að velferöarsam- félagi á sviði ellimála með þvi að halda álagningu útsvars i lágmarki. Það er kjarkleysi að þora ekki að leggja á skatta, sem nota má til aö jafna möguleika einstaklinganna til velferðar. Meirihlutinn vill slá öllu á frest til framtlðarinnar, til næstu kyn- slóðar. Hann vill láta framkvæmdir drabbast niöur, láta þá sem betur mega sin njóta óeðlilegra forréttinda umfram hina. Þaö er kjarkleysi aö þora ekkiaö nýta heimild til útsvars- álagningar, þó ekki væri nema til eðlilegrar uppbyggingar á mál- efnum aldraðra, til að koma hita- veitunni I lag, til að ljúka við hálf- karaðar framkvæmdir i gatna- málum, til að byggja upp sóma- samlega dagvistun fyrir yngstu kynslóðina, dagheimili og skóla- dagheimili eins og nú er^ stefnt aö I öllum stærri kaup- stöðum landsins. Og viö skulum heldur ekki gleyma sundlauginni sem hefur verið kosningaloforð Sjálfstæöis- meirihlutans siðan 1970 eöa i áratug. Sjálfstæöismeirihlutinn á Seltjarnarnesi ætti i alvöru að hugsa um þaö i framtiðinni, þegar þeir ætla einstaklingnum sæti „ofar kerfinu”, að viö sem byggjum bæinn erum öll einstakl- ingar og sem einstalingar erum við samfélagið. Hvers viröi er samfélagið ef einstaklingarnir eru ekki metnir jafnt, ungir sem gamlir, rikir sem fátækir? Lokaorð Við lestur greina þeirra sem undanfarið hafa birst frá Sjálf- s t æ ðisme ir ihl ut a nu m á Seltjarnarnesi, hvarflar það ósjálfrátt að manni, aö einhvers- staðar hljóti pottur að vera brotinn fyrst þeir sjá sig tilneydda að skrifa slikar Framhald á bls. 13 íslandsmeistaramótið í fimleikum 1980 fer f ram í íþróttahúsi Kennaraháskóla islands viö Stakkahlíð, sem hér segir: Laugardaginn 29. mars kl. 14.00: Skylduæfingar kvenna og karla. Sunnudaginn 30. marskl. 14.00: Frjálsar æfingar kvenna og karla. r' Norrænir keppendur í fyrsta skipti sem gestir á Islandsmeistaramóti í frjálsum æfingum. Siguröur T. Sigurösson islandsmeistari I karlaflokki. Tekst honum aö endurheimta titilinn? Komið og sjáið spennandi keppni Fimleikasamband íslands

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.