Þjóðviljinn - 29.03.1980, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 29.03.1980, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 29. mars 1980 Heldur hryssingslegan haust- morgun 1972 kvaddi Arntír Sigur- jónsson dyra hjá mér. Hann var létt klæddur aB mér þótti, þar sem hann stóB i norBangjóstinum i ljósum rykfrakka fráhnepptum, berhentur og berhöfBaBur. ViB höfBum haft veBur hvor af öBrum um áratugi, ég hafBi séB honum bregBa fyrir á götu og oftar i blöB- um og bókum, en sjaldan hitt hann aB máli. Nú var hann aB verBa áttræBur og þurfti aB gefa út bók. AuBvitaB gáfum viB út bók, og bókin varB aB bókum og ritgerBum og margt liggur eftir Arnór i handritum, þvi aB ég var ónýtur útgefandi og er aiveg hættur bókaútgafu fyrir nokkrum árum, en hann var hamhleypa viB skriftirnar. Arnór Sigurjónsson var fæddur á hátiBisdegi verkalýBsins norB- ur á Sandi i ABaldal 1893, sonur SigurjónsFriBjónssonar bónda og skálds á SandúsíBar á EinarsstöB- um og siBast á Litlu-Laugum. MóBir Arnórs var Kristín Jónsdóttir frá RifkelsstöBum I EyjafirBi. Sigurjón var listfengt skáld og rithöfundur.en annarrar geröar en Guömundur bróöir hans á Sandi. Sigurjón var ein- lægur baráttumaöur fyrir aukinni alþýöumenntun og bættum kjör- um bænda. Hann var lengi oddviti Reykdæla og deildarstjóri Kaup- félags Þingeyinga. Ég finn mig mjög vanbúinn aö minnast hins fjölvisa mennta- frömuös og bónda Arnórs Sigur- jónssonar. Hann haföi unun af sauöfé, var mjög fjárglöggur og nautumræöna um fénaöarhöld og búskap.Hann fór I réttir meö syni sinum Sighvati bónda á MiBhús- um í Biskupstungum fram á siö- ustu ár, og naut þess aö vera þreyttur eftir fjárragiö. Hann var ágætur sláttumaöur meö orf og ljá og feröaBist viBa um landiö ungur aö árum til þess aö kynna sér af eigin raun búskaparhætti, og var þá kaupamaBur hjá séra Kjartani I Hruna, og á Hvanneyri var hann um skeiö. Eftir aö hafa veriö ráöunautur og hugmynda- fræöingur rikisstjórna á 4. áratug aldarinnar, átt hugmyndina aB þingrofinu 1931, kreppulána- sjóönum, samiö Alit og tillögur milliþinganefndar i launamálum eöa hina frægu Rauöku 1934 og staBiö aB stofnun Sameiningar- flokks alþýöu 1938, geröist Arnór bóndi á Þverá i Dalsmynni 1942 og bjó þar i 10. Þegar aörir fluttu úr sveitinni hélt hann noröur og hóf búskap. Arnór var hraustmenni, iþróttamaöur og mikill áhuga- maöur um glímu, meiddist reyndar á fæti i fangbrögöum á Minning Arnór Sigurjónsson rithöfundur Breiöumýri, þegar hann stóB þar fyrir alþýöuskóla. Iþróttafréttir voru honum einna hugþekkasta útvarpsefniB. SIBast sá ég hann logandi af áhuga viö taflborö á sjúkrahúsi I vetur, en þá var hon- um fariö aö förlast, þótt fáir sæju viö honum I skákinni á þeim staB. Arnór var gagnfræöingur frá skólanum á Akureyri 1914, en viB sjálfsnám I islenskum fræöum i Reykjavik veturinn 1916-17 og 1918-19ogsótti þá m.a. fyrirlestra viö Háskóla Islands I bókmennt- um. Þá dvaldist hann viö ýmis- konar nám erlendis 1919-21, eink- um viB lýöskólana á Noröurlönd- um og próf tók hann I bókmennta- sögu viö Kennaraháskólann I Kaupmannahöfn 1921. AriB áöur haföi hann kvænst Helgu Kristjánsdóttur frá Bakkaseli i Fnjóskadal, en hún dvaldist einn- ig viö nám erlendis. Þau hrifust bæBi af lýöskólahugmyndunum og gengust fyrir stofun alþýöu- skolans á BreiBumýri I Reykjadal 1921, en fluttust aö Laugum 1924 og stofnuöu alþýöuskólann þar. Laugaskóli var ekki rikisstofnun og þau Arnór g Heiga fórnuöu sér ogsinutilþess aö gera hannsjálf- stæöan og óháöan. Menntun og menning varö aö vera óháö rlkis- valdi aö dómi sktílameistaranna á Laugum og þau ætiuöu alþýöu- skólunum mikiö hlutverk I is- lensku þjóBlifi. „Skólinn fékk óvenjumikla aösókn og álit. Fyrsti sigurinn viö nýsköpun is- lenskra uppeldismála var unninn meö stofnun héraösskólans á Laugum” segir sýslungi Arnórs» Jónas Jónsson frá Hriflu, I Riti nemendasambands Laugar- vatnsskólans 1933. Jónas frá Hriflu var mikill baráttumaöur fyrir alþýBufræöslu. Hann var menntamálaráöherra i stjórn Tryggva Þórhallssonar 1927-31 og geröi þá stórátak i menntamál- um.stofnaöi m.a.til Menntamála- ráös og Menninarsjóbs og samdi lög um héraösskóla. Þar meB skildu leiöir meö menningar- frömuöunum noröur á Laugum og suöur i Reykjavík. Jónas frá Hriflu vann aö þvi aö skipulggja miöstýrt menntakerfi á Islandi og var ekkert mótfallinn ákveöinni sma RAÐSTEFNA JS;. um LANDRÉTT — VEIÐIRÉTT Skotveiðifélag íslands heldur ráðstefnu um þetta efni sunnudaginn 30. mars n.k.. Ráðstefnan verður haldin að Hótel Esju, 2. hæð, og hefst kl. 10 f.hád.. Fyrirlesarar verða: Stefán Már Stefánsson, prófessor, Hákon Bjarnason, fyrrv. skógræktarstj., Finnur Torfi Hjörleifsson, ritstj.fulltr., Skarphéðinn Þórisson, liffræðingur. Fjallað verður um efni ráðstefnunnar i starfshópum. Ráðstefnan er öllum opin. Stjórnin. Skotveióifélag Islands Bröttukinn30. 220 Haínarfirði S: 54483 Box4181 Kafarastörf Hér með er öllum þeim, er hlut eiga að máli og stunda köfun i atvinnuskyni, bent á að lög nr. 12, 13. april 1976, um KAFARASTÖRF, og reglugerð nr. B-54/1979 eru til sérprentuð hjá Siglinga- málastofnun rikisins, Reykjavik. Siglingamálastofnun rikisins. innrætingu. — Arnór Sigurjóns- son vann aö þvl aö gera íslend- inga sem sjálfstæBasta einstakl- inga. Hugsjón hans var einherj- inn, Iþróttamaöurinn til munnsog handar, sem sigldi hátt og sigldi vel, þurfti engum aö lúta og var fær i flestan sjó. Arnór var fæddur minnihluta- maöur og gagnrýninn á allar rlkisstjörnir. Hann haföi ásamt konu sinni stofnaö skóla, sem nautvaxandi álitsog vinsælda, en þau voru flæmd frá Laugum af þvi aö þeim haföi tekist of vel; — þau hömdustekki innan kerfisins. Skólanum hans Arnórs Sigurjóns- sonar var breytt og hann geröist pólitlskur flóttamaöur úr Þing- eyjarsýslu suöur i Reykjavik. Hann réöst aftur noröur og dreymdi eflaust um sættir. Eftir 10 ára búskap á Þverá kom hann aftur suöur og átti fáar feröir noröur upp frá þvi. Ég hef heyrt nemendur Arnórs láta mikiö af kennslu hans og veganestinu frá Lauguip, og meö íslendingasögu sem hann samdi fyrir nemendur sina, markaöi hann timamót, en bókin hefur birst I þremur útgáfum 1930-49. Menntamálaráöuneytin á Noröurlöndum létu gera úttekt á norrænum kennslubókum I sögu 1935. 1 álitsgeröinni segir meöal annars um Islendingasögu Arnórs Sigurjónssonar: „Einer súbók, sem tekur öllum öörum fram bæöi aö sagnfræBi- legum skilningi og nýjum aöföng- um hagsögulegum og almennum, svo aö kennslubókarhöfundar I öörum löndum geta lært mikiö af henni. Þessi bók er miklu ræki- legri en aörar og dregur meiri lærdóm af þvi, sem var aB gerast annars staöar i heiminum og einnig á NorBurlöndum.” Höfundur þessarar klausu var norski sagnfræöingurinn og stjórnmálamaBurinn Halfdan Koht. Hér heima var vandlega þagaö um álit sérfræöingsinsá bók Arnórs. Ég veit ekki til þess aB honum hafi nokkru sinni veriö trúaö fyrir aöild aö skóla- eBa kennslumálum, eftir aB honum var útskúfaö frá Laugum. Sagn- fræöi var þá gerö útlæg úr Há- skóla Islands. Jónastók sjálfur aö sér ritstjórn þjóöarsögu Mennta- málaráös, og sagnfræöin á Is- landi hefur i' rauninni ekki náB sér enn eftir ofsóknirnar um 1930. Framkoma stjórnvalda gagnvart sagnfræöingum hefur stundum veriö mikiö ævintýr. Arnór rakti hér fyrstur manna sögu atvinnuvega i almennri kennslubók og tengdi saman þjóöarbúskap og þjó&arsál. Þá rákust á ólikir hugmyndaheimar þeirra Arnórs og Jónasar frá Hriflu, — annars vegar var heim- ur persónudýrkunarinnar, hins vegar þeirra manna sem leituBu aö hlutlægum skilningi á gangi mála. Ég held aö söguskilningur Arnórs birtist einna gleggst i lokaoröum ritgerBar sem hann ritaöi fyrir mig i Sögu 1973 um jarBeignir á VestfjörBum: „Fólk, sem býr viö svo mikla fá- tæktsem Islensku leiguliöarnir, um 90% þjóöarinnar.bjuggu viö um aldir, frá þvi um 1300 fram á fyrri hluta 19. aldar getur hvorki boriöuppimenningu né sögu. Aö- eins um 10% þjóöarinnar haföi fjárhagsleg efni á því aö bera uppi lif, menningu og sögu henn- ar, og margt af þvl fólki skorti allt annaö en fjárhagslega getu til þess. Af þessum ástæöum varö is- lenska þjóöin sem hóf göngu sina sem undrastór þjtíö þrátt fyrir fá- menni sitt, svo undrasmá um margar aldir, sem a eftir komu” (Saga 1973, 114-15). Arnór átti mikiö erindi til Reykjavikur starfaöi löngum á hagstofunni, viö fasteignamat og i búsýslunefndum, fjárhagsráöi, fiskimálanefnd og nýbyggingar- ráöi og átti frumhugmyndir aö ýmsum framkvæmdum og m.a. stofnun Seölabanka á lslandi. Auk þess vann hann mikiö starf sem þýöandi og rithöfundur. Hann þýddi A hverfanda hveli, griöarvinsælan reyfara, sem kom út I tveimur stórum bindum 1941 og var endurútgefinn 1974. Hann kom Theodori Friörikssyni á framfæriog sáum útgáfu á í ver- um og Ofan jaröar og neöan, rit- stýröi Arbók landbúnaöarins 1950-63, nefndaralitum og minn- ingariti um 50 ára sandgræðslu. Frumsamin rit Arnórs eru m.a.: Islensk samvinnufélög 100 ára (1944), Asverja saga 1967, Bret- land 1971 og þriggja binda verk um einherjan Einar Asmunds- son I Nesi (1957-70), en slikir menn voru Arnóri hugstæöir. Sögufélagiö gaf út ritgeröasafniö Frá árdögum islenskrar þjóöar 1973, nemendur hans frá Laugum styrktu útgáfuna meö áskrift. Fjölmarg annaö liggur eftir Arnór I blöðum, bókum og tima- ritum. Hann gaf út ritsafn Þorgils gjalianda meö rækilegum, marg- fróöum inngangi, en báöir áttu þeir sömu heimaslóöir. Ariö 1973 baö ég hann aö skrá minningar sinar ummenn og mál- efni en hann tók þvl viös fjarri, taldi sér veröa erfitt aö greina milli persónusögunnar og hins óhjákvæmilega. Hann kvaöst standa enn of nærri atburöum, semheföugerst fyrir hálfri öld, til þess aö meta þá hlutlægt. Hann skrifaði þá Vestfiröingasögu, til þess aö ég væri ekki aö þessu kvabbi,og rakti þar síöustu þætti Islenska ættaveldisins, áöur en þaö koönaöi niöur eftir siöaskipt- in. Þessu starfi lauk 1975 og bókin kom út um haustið. Arnór Sigurjónsson var feiki- legur afkastamaöur, þótt hann væri kominn á niræöisaldur. AB svo búnu settist hann viö aö segja fráeiginferli. Hann lauk þvi fyrir um tveimur árum, miklu riti um islenska stjórnmála- og menn- ingarsögu á 20. öld. Enn var Arnór ekki allur. Honum haföi lengi fundist bæöi ég og aörir mis- skilja hörmulega „mesta byltingarmann Islenskrar sögu” en svo nefndi hann iöurlega viö migGissur biskup ísleifsson. All- ir byltingamenn stefna aö breyt- ingu og eiga sér hugmyndakerfi og Gissur Isleifsson innleiddi hér lénska samfélagshætti og kerfiö hans hélst hér allt fram á daga Matthiasar Jochumssonar. Arnór hélt þvi fram aö angi af kerfinu væri enn við lýöi i verögilding- unni, sem nefnist fiskverö I dag. Um Gissur biskup skrifaöi hann drjúgan þátt siöasta áriö sem hann liföi. í sumar baö ég Arnór aö graf- ast fyrir um þaö I hugskoti sinu, hvaö hann ætti þar elstar sögur úr munnlegri geymd. Þá skrifaði hann mér dálltinn þátt og rakti sögur um forfeður sina aftur fyrir Móöuharöindi eða rúmlega tvær aldir aftur I tímann. Mér þótti oft sem hann væri til mln kominn sem sendifulltrúi for- tiðarinnar, óendanlega fjölfróöur um allt sem haföi gerst I 1000 ár og jafnframt hlaöinn áhuga á vandamálum líöandi stundar. Ég haföi einkum fjallaö um fræöi- manninnog rithöfundinnaf þvi aö Arnór átti drjúgan þátt I þvl aö móta skoðanir mfnar og annarra á ýmsum þáttum Islenskrar sögu bæöi aö fornu og nýju. Hann var bjartsýnn aðeðlisfari og sást ekki fyrir, en þótti heldur svart i álinn siöustu árin. Arnór var tryggöatröll, skap- stór, þver og haröur viö sjálfan sig og aöra og fór eigin leiöir. Ég býst viö aö menn hafi taliö hann stundum erfiöan i umgengni, en hann átti sér konu, sem kunni aö stilla skap hans og hefur oft oröiö aö treina lltil efni. Þau áttu 6 börn og ég veit ekki hve mikla afkom- endur. Hann varö fyrir áfalli I haust, féll i götuna og brákaðist m.a. á hendi. Þegar ég kom til hans dag- inn eftir, leit hann ásakandi á reifarnar: „Þessir fingur skrifa vlst ekki meira, Björn minn.” — Sú varö raunin, og I dag veröur Amór Sigurjónsson rithöfundur grafinn austur i Haukadal i Biskupstungum. Ég held hann hafi aldrei veriökrossi vigöur um dagana, og hjá Bergþórsleiöi kaus hann sér hvilustað. Hringur- inn úr sööulreiöa bergrisans I Bláfeili hangir i kirkjuhuröinni og áhann er greypt aö mig minnir: „Mitt stár búiö beisladýr, breitt á pell og klæöi”. Þar biöur gæöingurinn feröar- innar miklu inn i blámann og gleymskuna. Gtíöa ferö og þökk fyrir liönar stundir. Björn Þorsteinsson GARÐBÆINGAR BÓKMENNTAKYNNING verður haldin i Garðaskóla við Lyngás laugardaginn 29. mars, kl. 15 Dagskrá: Dönsk - islensk menningartengsl. Norrænafélagið i Garðabæ, Garðaskóli, Bókasafn Garðabæjar. Félag járniðnaðar- manna FELAGSFUNDUR verður haldinn mánudaginn 31. mars 1980 kl. 8.30 e.h. að Hallveigarstig 1, kjallara. Dagskrá: 1. Félagsmál. 2. Viðhorfin i kjaramálum. 3. önnur mál. Ásmundur Stefánsson framkv.stjóri Al- þýðusambands Islands kemur á fundinn. Mætið vel og stundvislega. Stjórn Félags járniðnaðarmanna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.