Þjóðviljinn - 29.03.1980, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 29.03.1980, Blaðsíða 9
Laugardagur 29. mars 1980 ÞJ6ÐVILJINN — StÐA 9 C 'O S £ Umsjón af hálfu Þjóðviljans: Ingibjörg Haralds- dóttir Guömundur Hallvarösson Katrln Didriksen Eirikur Guðjónsson Hildur Jónsdóttir Ingibjörg Haraldsdóttir. Meingallað írumvarp Magnús Magnússon, fyrrverandi heilbrigðis- málaráðherra, lagði fram frumvarp i tið starfsstjórnar Alþýðu- flokksins til breytingar á lögum um Almanna- tryggingar, en það fjall- ar um fæðingarorlof. Þetta frumvarp var til fyrstu umræðu á Alþingi í gær. Meginefni frumvarpsins Frumvarpiö gerir ráö fyrir aö allir foreldrar eigi rétt á 3ja mánaöa fæöingarorlofi. Konur á vinnumarkaöi munu eiga rétt á dagvinnulaunum á þessu tlmabili og fá þær greiöslur frá atvinnu- rekanda. Hann á siöan endur- kröfurétt á Tryggingastofnun rikisins fyrir upphæö sem nemur 3/4 hlutum af upphæö sjúkradag- peninga sem nú er kr. 105.360.- Konur utan vinnumarkaöar eiga rétt á greiöslum i 3 mánuöi frá Tryggingastofnun aö sömu upphæö og sjúkradagpeningar nema, eöa kr. 105.360.- Gert er ráö fyrir aö ættleiöandi foreldrar, foreldrar sem taka böm i fóstur, eigi rétt til fæöingarorlofs. Gefi móöir barn sitt á hún rétt á eins mánaöar fæöingarorlofi. Helstu kostir frumvarpsins eru þeir, aö viöurkenndur er réttur allra kvenna til fæöingarorlofs og aö greiöslubyröinni er velt af Atvinnuleysistryggingasjóöi, sem er aö sligast undan fæöingar- orlofsgreiöslum. Helstu gallar Megingalli frumvarpsins felst i þvl aö atvinnurekendur munu bera stærstan hluta fæöingar- orlofsgreiöslna til þeirra kvenna sem vinna hjá þeim. Hafi kona til dæmis 300 þusund l mánaöarlaun, 900 þúsund á þremur mánuöum, þá mun atvinnurekandinn bera tæp 600 þúsund. Þessi tilhögun mun þvi alls ekki koma I veg fyrir þá mismunun sem konur á vinnu- markaöi veröa fyrir, og þeir atvinnurekendur sem hafa konur I vinnu munu hæglega sjá rök fyrirþvi,aö þær séu „dýr” vinnu- kraftur, og halda áfram aö taka karla framyfir ,viö ráöningu nýs starfsfólks. Annar galli frumvarpsins er sá, aö upphæö sjúkradagpeninga er hvergi nægjanleg til aö tryggja gott lifsviöurværi fyrir móöur og barn. Siöan veröur þaö aö skoöast sem galli aö gert sé ráö fyrir dag- vinnulaunum eingöngu en ekki ákveönu meöaltali af heildar- launum. Slikt ákvæöi mun koma hart niöur á láglaunakonum sem vinna á lágum kauptöxtum fyrir dagvinnu, en hafa sföan alls kyns kaupaukakerfi, s.s. bónus og ákvæöi. Frumvarpiö var til fyrstu umræöu á Alþingi i gær. Liklegt er aö þaö taki breytingum i meö- ferö Alþingis. Út frá jafnréttis- sjónarmiöi er nauösynlegt aö breyta þvi á þann hátt aö allar greiöslur fari I gegn um Trygg- ingastofnun rikisins og aö allir atvinnurekendur, lika þeir sem hafa feöurna i vinnu, greiöi I sameiginlegan sjóö og aö þær greiöslur lendi jafnt á öllum atvinnurekendum. Svo er nauösynlegt aö taka út þaö smánarlega „refsiákvæöi” aö konur sem láta bam frá sér eigi aöeins rétt á einum mánuöi. hj. Frá hinum fjölmenna 8. mars-fundi á Egilsstööum. Einsog sjá má voru konur f miklum meirihluta meöal fundargesta. 8. mars að Egilsstöðum Einsog sagt var frá á Jafnréttissiöu á sinum tima var haldinn fjörugur 8. mars-fundur aö Egilsstööum. Nú hefur okkur borist frétt aö austan um þennan fund, og fer hún hér á eftir: Þaö var uppúr sföustu ára- mótum aö nokkrar konur á Egils- stööum fóru aö ræöa þann mögu- leika aö halda fund 8. mars. Útkoman varö sú aö undirbún- ingur hófst og bættust konur i hópinn. Markmiöiövar aö hafa dagskrá I léttum dúr, ásamt ávörpum kvenna úr mismunandi starfs- hðpum. Tilaökynna hugmyndina útbjó undirbúningshópurinn dreifirit, þar sem áformin voru kynnt og áhugasamar konur hvattar til aö taka þátt I undir- búningi dagsins. Þrjár konur voru fengnar til aö flytja ávörp. Þaö voru þær GuOrún Tryggvadóttir, meina- ’ tæknir á Egilsstööum, Elsa Arna- dóttir, bóndi I Húsey i Tungu- hreppi, og Bryndis Þórhallsdótti^ frystihúskona I Stöövarfiröi. Skemmtiefniö var samsett af ýmsum gullmolum kvenfjand- samlegra bókmennta og áheyr- endur látnir dæma sjálfir um ágæti þess t.d. hversu nauösyn- legt þaö er fyrir konu aö ná sér I mann, og hvaöa brögöum á aö beita. Nokkrar stúikur brugöu sér I gerfi Andrésarsystra og sungu. Hulda Guöjónsson las pistil frá Hallormsstaö um bókaklúbb sem þar hefur starfaö I vetur og reynst mjög lærdómsrikur. Nemendur I Menntaskólanum á Egilsstööum tóku virkan þátt I undirbúningi fundarins og lásu upp kafla úr leikriti Svövu Jakobsdóttur Hvaö er I blýhólknum? Einnig söng söng- hópur ME nokkur lög. Ekki má gleyma þvi, aö til skreytingar á salnum og til aö skapa gott andrúmsloft lánuöu konur á Héraöi ýmis handverk, sem voru til sýnis á fundinum. Þetta kom mjög vel út. Þarna gat aö lita málverk og almennan vefnaö og listvefnaö og útsaum, allt niöur i götótt og bætt sokka- Plögg. Mætingin var mjög góö, um 150 manns, og kom fólk viOa aö á fundinn, allt ofan úr Fljótsdal. t NORÐUKLANDI sem út kom 20. mars s.l. birtist grein um fæö- ingarorlofsmál, meö sérstöku til- iiti til réttinda iönnema. Greinina skrifaöi Auöur Oddgeirsdóttir, iönnemi. Greinin fer hér á eftir, litillega stytt. „Ég er iönnemi, hef unniö I Slippstööinni undanfarin tvö ár. Ég hef veriö aö kynna mér rétt iönnema til fæöingarorlofs kvenna. Ég hef komist aö þvi aö iönnemar hafa engan réttá nein- um greiösium þá þrjá mánuöi sem eru taldir nauösynlegir aö- hlynningu móöur á nýfæddu barni sinu. Þaö er nú þannig aö atvinnu- rekendur greiöa ekki I atvinnu- leysistryggingarsjóö fyrir iön- nema. Þvi ef iönnemi veröur at- vinnulaus þá á hann enga heimt- ingu á dagpeningum. Og ef iön- nemi veröur frá vegna barneigna, þá er hann kauplaus I 3 mánuöi. Ég trúöí þessu varla en þetta er viststaöreynd. Þaö er sárt aö vita aO iönnemar séu ekki meO svo sjálfsögö mannréttindi, i samn- ingum sinum. Hver er staöa þeirrar konu sem veröur frá kauplaus i 3 mánuöi? Ef viö skoöum launin semég er t.d. meö þá hef ég 238.400.- i mánaöarlaun fyrir dagvinnu, þar bætist ofaná fæöis- og flutnings- gjald og verkfærapeningar, sem eru 24.378.- kr. á mánuöi, mánaöarlaunin veröa þvi 262.778.- Maöur fær aldrei alla upphæöina, þvi skattur og ýmis gjöld eru dregin frá. En er hægt aö leggja nokkuö til hliöar af þessum peningum? NOKKRAR STAÐ- REYNDIR UM FÆÐINGARORLOF Mismunun kvenna Konum er mikiö mismunaö varöandi fæöingarorlof. Allflest- ar vinnandi konur fá fæöingaror- lof I 3 mánuði eftir fæðingu. Eins og þaö er I dag er i öllum tilfellum skilyröi fyrir þvi hvort konur fái fæöingarorlof. Hjá starfsfólki rikis og bæja fá konur óskert laun sin I þrjá mánuði, greitt af rlki eöa bæ. En þær þurfa aö hafa unniö 6 eöa 9 mánuöi áöur en þær fara i orlof. Konur, sem eru meölimir I aö- ildarfélögum ASI, eiga rétt á at- vinnuleysisbótum frá atvinnu- leysistryggingarsjóöi, hafi þær unniö 1032 dagvinnustundir síö- asta áriöfyrirfæöingu. Greiöslan miöast viö næst iægsta taxta Dagsbrúnar, dagvinnulaun, sem er i dag 251.503.- Er á mánuöi. En konurnar fá aöeins hluta af þess- um launum. Þær konur sem eru giftar eöa i sambúö og teljast aðalfyrirvinna heimilisins fá 80% af þessum taxta, sem er 201.202.- kr., aörar konur,þar á meöal ein- stæöar mæöur, fá 70% af sama taxta sem er 176.052,- kr.,6.5% greiöast meö hverju barni ein- stæöra kvenna og sambúöar- kvenna, sem teljast aöalfyrir- vinna. Ekki er nú mikiö moðað undir lægst launaöa starfskraftinn i þjóðfélaginu. En þær konur sem ekki eru I aöildarfélögum ASl eöa vinna hjá riki og bæ, þær konur naga skósólana slna I fæðingaror- lofi sinu. Iönnemar, ljósmæöra- nemar, lyfjafræöingar i apótek- um, heimavinnandi konur og námsmenn, þessi hópur og sjálf- sagt fleiri fá ekkert.” (Slöar I greininni ræöir Auöur um frumvarpiö sem nú liggur fyrir Alþingi, og segir þá m.a.): „Allar konur fá fæöingarorlof i þrjá mánuöi. Konur á vinnu- markaönum halda launum sln- um. Konur utan vinnumarkaöar- ins og konur sem hafa mánaöar- laun undir mánaöarupphæö sjúkradagpeninga eiga rétt á 3 mán. greiöslu sem svarar til sömu upphæöar og nemur fullum sjúkradagpeningum þann tima. Viö fleirburafæöingar eöa sér- stakar aöstæöur vegna sjúkleika barns framlengist fæöinarorlofiö um einn mánuö. Fööur er heimilt I samráöi viö móöur aö taka sér orlof i hennar staö siöustu mán- uöina. Þetta er enn aðeins frumvarp, sem á eftir aö ræða á Alþingi.og ef þaö veröur samþykkt þá tekur þáöekki gildi fyrr en 1. jan. 1981. Þaö er nærri ár þangaö til. Þetta eru miklar breytingar. Tryggingastofnun rikisins og at- vinnurekendur veröa greiösluaö- ilar. Meö þessum lögum veröur létt af atvinnuleysistryggingar- sjóöi núverandi greiöslum fæöingarorlofs. Tryggingarnar munu greiöa öllum konum og er miðaöviö 3mán. sjúkragreiöslur. Upphæö, sem var I des. ’79 kr. 296.280-. Vinnandi konur halda óskertum dagvinnulaunum sin- um. Atvinnurekendur greiöa aldrei minna en fjóröung af laun- um þeirra þá þrjá mánuöi sem þær eru i orlofi, en llfeyrisdeild greiöir mismuninn (Trygginga- stofnun rikisins). Þaö er nokkur kostnaöarauki fyrir atvinnurekendur vegna þessa nýja frumvarps. Er ég ansi hrædd um aö þaö veröi til þess aö valda konum erfiöleikum viö aö fá vinnu. Þegar ég lauk verklegu trésmiöanámi I Iönskólanum vor- iö ’78, þurfti ég aö fara á samning til aö geta lokið náminu. Ég fór bónleiö til flestra húsgagnaverk- stæöa og nokkurra húsasmiöa- meistara á Akureyri en hvergi fékk ég samning. A einum staö þar sem ég sótti um, var tekinn bekkjarbróðir minn og sagöi hann mér aö eigendurnir heföu ekki þorað aö taka áhættuna, vegna þess aö ég var kona. Ég held aö sama ástæöa hafi veriö hjá þeim sem ég sótti um samning hjá. Ég er iiókkuö hrædd um aö þetta veröi svona meöan atvinnu- rekendur taka þátt i beinum or- lofsgreiöslum kvenna. Þaö verö- ur aö ganga út frá þvi aö konur eigi börn og gera ráö fyrir þvi sem sjálfsögðum hlut i atvinnu- uppbyggingu landsins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.