Þjóðviljinn - 02.04.1980, Blaðsíða 5
Miövikudagur 2. aprfl 1980 'þjóDVILJINN — SÍÐA 5
Vonsviknir aprflhlaupendur ganga upp dr portinu hjá Lýsi og mjöl um
kl. 4 I gær. Ofarlega sér i skiltiö sem verkamennirnir settu upp til að
visa á „bilasýninguna”.
Fréttin um Mihitzubilana
Einn tók
yaxta-
aukalán
Dagblöðin i Reykjavik frömdu
grátt gaman i gær. Þau ákváðu að
hafa sama aprilgabbið og fengu
Pétur Sveinbjarnarson fram-
kvæmdastjóra til liðs við sig. Attu
að vera til sölu 300 hræódýrir
japanskir bilar að gerðinni
Mihitzu i Hafnarfirði. Einn kom
alla leið ofan úr Borgarfirði til
þess að hlaupa 1. april og annar
tók vaxtaaukaián upp á hálfu
þriðju miljón til þess að geta
borgað strax á borðið.
Strax og morgunblöðin komu út
urðu allar simalinur glóandi á rit-
stjórnarskrifstofunum og vildi
fólk fá að vita hvort um gabb væri
að ræða þvi að það vildi alls ekki
missa af þvi tækifæri að kaupa
nýjan japanskan bil á 2.2miljónir
króna. Simastúlkurnar á Þjóö-
viljanum sögðust ekki vita hvort
um gabb væri að ræða en bentu á
að fréttin væri samhljóða i hinum
blöðunum.
t fréttinni var sagt að Pétur
Sveinbjarnarson yrði til staðar kl.
4 hjá Lýsi og mjöl h.f. við
Hvaleyrarbraut og tæki þar á
móti pöntunum. Starfsfólk Lýsis
og mjöls vissi ekki hvaðan á sig
stóð veðrið þvi að frá þvi snemma
i gærmorgun linnti ekki sim-
hringingum þar. Nokkrir strákar
I mjölverksmiðjunni tóku sig til
að máluðu á stórt skilti sem vis-
aði niður i port: „Bilasýning kl.
4”. Til þess að komast inn i þetta
daunilla port varð að fara fyrir
horn en þar stóð skýrum stöfum á
stórri krossviðarplötu: „1. april”.
Sögðu þeir i samtali við Þjóð-
viljann að stööugur straumur
fólks hefði verið þarna frá þvi
snemma um morguninn og brást
fólk misjafnlega við þegar þaö
komst að raun um að það væri að
hlaupa l. april. Einn maður á
gömlum Skoda var svo reiður að
hann ætlaði að berja strákana.
Sömu sögu var að segja i bíla-
porti Bifrastar við Hvaleyrar-
brautina en þar áttu bilarnir að
vera geymdir. Þangað lá straum-
ur fólks og slmhringingum linnti
ekki. Þar gaf sig fram maður um
hádegið sem sagðist vera kominn
ofan Ur Borgarfirði og einnig sá
með vaxtaaukalánið.
Þá hafði Oli H. Þóröarson
samband við Þjóðviljann og sagði
að mikið hefði verið hringt i um-
ferðarráð vegna fyrri tengsla
Péturs Sveinbjarnarsonar við
það. Þaö skal tekið fram að Pétur
fór til Utlanda snemma i gær-
morgun svo aö fólk gat ekki náð i
hann.
Blaðamenn Þjóðviljans fóru á
Hvaleyrarholtiö á fjórða timan-
um I gær og þá lá stöðugur
straumur fólks þangað. Sumir
dóluðu um á bilum sínum og
góndu I allar áttir en hikuðu við
að gefa sig fram ef um aprilgabb
væri að ræða. Þeir sem gáfu sig
fram brugðust misjafnlega við.
Menn áttu erfitt með að kyngja
þeirri staðreynd að þeir hefðu
verið plataðir. Tveir sögðu i sam-
tali við Þjóðviljann að þeir hefðu
hvort sem var átt erindi i Hafnar-
fjörð. Annar sem hafði spurt um
bilasýninguna hjá Bifröst svaraöi
þvi til þegar Þjóðviljinn spurði
hann eftir að hann kom Ur portinu
hjá Lýsi og mjöl að hann hefði
verið að leita að manni i verk-
smiðjunni og gekk snUðugur á
brott.
Erna Jónsdóttir simastúlka f af-
greiðslu Bifrastar hjá bflaportinu
á Hvaleyrarholti hafði nóg að
gera við aö svara i síma i gær og
skemmti sér konunglega.
Aberandi var I mörgum bilum
að hjón höfðu tekið sig upp Ur
Reykjavik til að spá I þetta kosta-
boð.
Starfsfólk Lýsis og mjöls og
Bifrastar sagði aö sumir
hefðu neitað þvi að l.aprfl væri I
dag svo ákveðnir hefðu þeir veriö
að næla sér i bil.
Þess skal getið að sumum lá illt
orð til Péturs Sveinbjarnarsonar
er þeir uppgötvuðu gabbið , en
þaö skal tekið skýrt fram að hann
átti engan þátt i að bUa það til
hlýddi aðeins kallinu þegar blöðin
báðu hann að vera með.
Flest blöðin voru með annað
gabb heldur en þetta til þess aö
villa um og skýrði Þjóðviljinn t.d.
frá þvi að Ölafur Jóhannesson
hefði ákveöiö að gefa kost á sér til
forsetaframboös. Urðu margir til
aö trUa þvi og hringt var frá einni
erlendri fréttastofu i Þjóðviljann
til þess að fá staðfestingu á frétt-
inni áður en hUn yrði send til Ut-
landa.
Að lokum skal geta þess að eng-
inn bill með nafninu Mihitzu er til.
-GFr
Nei,- nú ligg ég lagiega i þvi, gæti hafa komið upp i huga þessa manns
þegar hann sá skiltið ofan I daunillu porti Lýsis og mjöls I Hafnarfirði
kominn til þess að tryggja sér Mihitzubfl (Ljósm.:gel)
„Dj, eruö þið grófir”, sögðu þessi
þegar þau uppgötvuðu að þau
höfðu hlaupið 1. apríl en gátu
samt ekki annað en hlegið,
(Ljósm.:gel)
Ekki iinnti simhringingum frá þvi
snemma um morguninn hjá Lýsi
og mjöl h.f. við Hvaleyrarbraut
og varð litið úr vinnu hjá Eiriki
Skarphéðinssyni á skrifstofunni.
Sumir reyndu að snúa sér út úr vandræðum sfnum þegar þeir uppgötv-
uðu gabbið, þóttust vera að leita að manni eða sögðust hafa átt erindi I
Hafnarfjörö hvort sem var (Ljósm.:gel)
með
páskaliljunum
Lítið við í næstu blómabúð