Þjóðviljinn - 11.04.1980, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 11.04.1980, Qupperneq 7
Föstudagur 11. aprll 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 7 Austur I Aslu er þjóMand eittsem Afganistan nefnist. ... aldrei hefur islenska þjóhin veriO jafn sæl og þessi þrjátlu ár... Bréf til Afgana með formála Allar þjóöir eiga sér guöi og hefur svo veriö frá þvi sögur hófust. Hlutverk alira guöa hefur veriö aö halda almáttugri verndarhendi yfir löndum og lýöum. Á nútimamáli ætti aö oröa þetta svo aö guöunum sé skylt aö annast sllka þjónustu. A móti kemur sú skylda, aö menn sýni þeim fulla viröingu, trúi þeim og treysti og biöji þá i auömýkt. Eftir þvi sem þjóöir eru fámenn- ari, fátækari, smærri, er þörfin brýnni fyrir þjónustu guöanna. Sýnist ýmsum aö slikt hrökkvi þó engan veginn til, svo rétt sé aö tryggja sér einnig vernd hinna stóru og sterku meðal þjóðanna. Eins og nú stendur hafa tvö stórveldi, annað i vestri, hitt i austri, tekið að sér þetta hlutverk fyrir smáþjóðirnar, náttúrlega i samvinnu við guðina. Verndin er einkum fólgin i þvi að hvort stór- veldi fyrir sig tekur að sér aö verja tiltekna smáþjóð fyrir ágangi og yfirtroðslu hins stór- veldisins. Allt krefst skipulagn- ingar nú á timum, enda hafa þessi stórveldi allt frá striðslokum verið önnum kafin við að skipta smáþjóðum heimsins á milli sin til verndar. Er ekki laust við að smávegis keppni sé á milli þessara risa um að ná til sin sem flestum smá- þjóðum til að vernda, enda gildir um þessi fyrirtæki sem önnur nú til dags, að eftir þvi sem umsetn- ingin er meiri er reksturinn arð- vænlegri. Þessi skipting heimsins er komin vel á veg, en þó ekki endanlega lokið, þvi enn má finna þjóölönd sem eftir er að ráðstafa. Austur i Asiu er þjóðland eitt, sem Afganistan nefnist, sem þannig var ástatt um allt þar til nú i vetur. Nú er veriö aö ráða bót á þessu þvi Risinn i austri tók sig tilog veitti þvi vernd sina. Þá brá svo viö aö Risinn i vestri rak upp óp mikiö og húðskammaði keppi- naut sinn fyrir ósvifnina. Er það og mála sannast að Risarnir báöir hafa litiö þessa yngismey I Asiu hýru auga og fer þá sem jafnan að sá sem kokkálaður er leggur hatur á þann sem hnossið hlýtur. Nú er það hald manna að Risanum I vestri komi það ekki sem verst þó ófriölega horfi milli austursins og vestursins út af frumhlaupi Rússans. Neyð mikil ógnaði búi höfðingjanna þeirra i Vesturvegi. Kom það til af þvi að svokölluð slökunarstefna i sambúð Risanna, Salt tvö og þessháttar,færöist mjög i aukana, en slikt gat komið i veg fyrir að hægt væri að láta úti strið. Þar með var höfuð lifsbjargarvegi ógnað, sem er sá að smiða allskonar vigvélar og annan bún- að er heyrir til skipulögðum manndrápum. Markaður fyrir þá framleiöslu yrði þá álika blómlegur eins og fyrir landbúnaðarframleiðslu islenska i útlöndum, enda var svo komið að Carter áformaöi aö setja á kvötakerfi og höfum við fyrir satt að hann hafi þegar haft samband við Framleiðsluráð landbúnaðarins i Bændahöllinni og beöið um leiðbeiningu hvernig þvi yrði best fyrirkomið, þvi þeir hefðu reynsluna. Nú hækkar senn hagur Strympu og sennilega gripur hann ekki til kvótans enda hefur Framleiðsluráð ekkert frekar frá honum heyrt. Þessir atburðir I Afganistan upphófust I þann tið, er ráðherra- dómur Bensa Grön stóð á Islandi. Hann sendi þegar i stað, svo sem sjálfsagt var, Rússum alvarlega áminningu og kvað þeim ráðleg- ast að skammast hiö bráöasta heim til sin frá Afganistan. Það kom að visu fyrir litið, slik er fifldirfska Rússans og þrjóska. Ekki létu islenskir landsfeður þar við sitja, heldur rituðu afgönsku þjóðinni bréf til leiðbeiningar og hughreystingar i þeirra raunum. En þar sem i hönd fór upplausn og óreiða i islenskum stjórnmálum og það svo, aö enginn vissi hver stjórnaði lándinu, fóru ýmsir þýðingarmiklir pappirar á tjá og tundur og komust ekki til réttra viðtakenda. Eins fór með áður- nefnt bréf, það glataöist um sinn og fannst ekki fyrr en um leið og bjalla Alþingis á fótstalli Jón- asar. Hvernig þaö er svo komiö I minar hendur er algjört leyndar- mál en bréfið hljóðar svo: „Kæru bræöur og systur. Þótt þið i Afganistan séuð miklu fjöl- mennari en vér, sem búum á útskeri þessu, þá eruö þér einsog vér smáir i samanburði viö Risa þá tvo i austri og vestri sem veita heimsbyggðinni vernd sina og forystu af fullkominni ósérplægni. Og þótt þér trúið á Múhameð spámann en vér á Hvíta-Krist og þótt vér tölum hvor sina tungu, þá breytir það engu, þvi eins og Tómas segir: „Hjörtum mannanna svipar saman i Súdan og Grimsnesinu”. Þvi er það að það, sem okkur hefur orðið til heilla og blessunar, mun ykkur og veröa til hins sama. Þvi skrifum vér yður þetta bróðurlega bréf og af okkár hálfu skiptir ekki máli þótt þjóðtungur okkar séu óskyldar, þvi hafi bræður vorir á Norðurlöndum skilið barnaskóladönsku vora i Þjóðleikhúsinu á dögunum, getum viöekki siður rætt við yður á afgönsku. Nú hefur það gerst að rikisstjórn ykkar hefur beðið nágrannann, Risann i austri, aö senda velbúinn her inn i Afganistan, rikisstjórninni til halds og trausts og þjóöinni til verndar og blessunar. Það þarf ekki að taka fram að Risinn varð fúslega við þessari bón. Nú er oss tjáð að ekki séu allir Afganir ánægðir með ráðstöfun þessa, enda var þjóðin ekki spurð um vilja sinn, enda slikt ekki siður góðra og ábyrgra rikisstjórna. Hefur þvi oröiö af kurr nokkur með þjóð yðar, og það svo að af hefur hlotist manndráp og meiðingar. Nú vill svo til að vér á Islandi þekkjum þetta alltaf eigin raun og getum þvi öðrum fremur gefið góð ráð. Starri I Garöi: Kæru bræður og systur i Afganistan, Risunum er skylt að veita okkur þessa þjón- ustu. Erindi flutt á baráttusamkomu herstöðva- andstæðinga að Breiðumýri, 30. mars 1980 Fyrir þrjátiu árum eða svo fór rikisstjórn okkar að nákvæmlega eins og ykkar nú, baö Risann i vestri að senda velbúinn her inn i land okkar sér og þjóðinni til verndar, halds og trausts og blessunar. Nákvæmlega eins segjum vér, þvi sannlega segi ég yður: Það er sama hvort Risinn kemur frá Austrinu eða Vestrinu, báðir eru jafngóðir og veita sina þjónustu með sama hugarfari. Og hver er kominn til að segja að rúblan sé ekki eins góð og dollar- inn? Nú,við vorum meö uppsteyt eins og þiö til að byrja með. Þegar Ajatollar vorir sátu i höfuð Mosku vorri við Austurvöll til að ákveða aö bindast bróðurböndum við Risann i vestri þusti að múgur og margmenni og heimtaði þjóðaratkvæði um málið. Auðvit- að gátu Ajatollar vorir ekkert annað gert en láta berja og blinda þá er til náðist af þessum lýð og draga dálitið úrtak af þeim óróa- seggjum fyrir dóm, þar sem þeir voru dæmdir til tugthúsvistar og sviftir mannréttindum. Enginn var þó drepinn, enda höfum vér tslendingar eigi séö mannsblóö renna um aldir, utan það er einhver skar sig i fingur eða fékk blóðnasir i áflogum. Og hvernig hefur oss tslending- um svo vegnað þau þrjátiu ár sem siöan eru liðin ’ Þaö er nú einmitt mergurinn mái: , þvi það er mál manna að aldrei nafi þjóðin verið jafn sæl frá upphafi tslands- byggðar og þessi þrjátiu ár sem vér höfum haft sambýli við hermenn Risans, enda við nóg að skemmta sér. Enda fór það svo, að þegar við tókum heilt ár til skemmtunar frá morgni til kvöldsitilefniaf ellefu alda byggö i landinu, þá náði veislugleöin hámarki þegar nær helmingur þeirra landsmanna sem komnir voru til vits og ára kröfðust þess meö eiginhaldarundirskrift aö hermenn Risans yrðu hér svo lengi sem heimurinn stæði. Sumir skrifuöu nafn sitt tvisvar. Og þaö veröum vér að segja yður, kæru bræður og systur i Afganistan, að það er hreint ótrúlegt hverjum framförum þjóð vor hefur tekið þessi ár og leikur enginn vafi hverjum ber það að þakka. Risinn okkar hefur veitt oss vinnu á Vell- inum sinum. Þá kom sér vel sú forna dyggð frá þvi þjóðin hafði ekki i sig né á, nýtnin, hirða það sem á glámbekk lá um viðan völl og bera heim til sin. Þeir kenndu oss þá hagkvæmu reglu að gera aldrei annaö en það sem borgaði sig fjárhagslega. Þeir kenndu oss þau boðorð að hver verði aö sjá um sig, en andskotinn hirði þann aftasta. Siöan hefur hver rikis- stjórn i landinu haft það aö megin stefnumáli að sjá til þess aö enginn yrði aftastur. Þeir opnuðu augu vor fyrir þvi að lifsþarfir vorar væru ekki aðeins til baks og kviðar, sem vér áður héldum, heldur óteljandi og óseðjandi. Þar meö fengum vér mark til að stefna að. Þeir hafa rofið einangrun vora sem hreint var aö drepa okkur. Jafnvel teljum vér oss ekki smáþjóö lengur vegna nálægðar og tengsla við Risann. Enda er það svo að i hvert sinn er hann stillir til friðar i heims- byggðinni.hvort heldur það er i ' Kóreu eða Viet-Nam, gerir hann þaö einnig I voru nafni. En þaö þarf sérstaka lagni til að verða alls þessa aönjótandi og takið nú eftir: Vér þurfum að kunna aö hneigja okkur þegar það á við, jafnvel skriða á fjórum fótum ef þörf krefur, aldrei að kreppa hnefana nema hafa þá I vösunum ef oss mislikar við verndara vora. Aldrei aðkvarta yfir þvi sem vér teljuin miður fara af þeirra völd- um nema lofa þá um leið og prisa fyrir þeirra velgjörðir. Það kost- ar oss hreint ekki neitt að hlita þessum reglum og lærist fljótt. Og þvi, kæru bræður og systur i Afganistan, hlitiö okkar fordæmi og sjá: Yður mun veitast allt þetta. Og þá munum vér, hvorir fyrir sig, lifa og deyja sælir undir vernd hvor sins Risa. Vér segjum deyja, þvi einnig i dauðanum munu þeir ekki yfir- gefa oss. Þvi sjá: Þegar Risar vorir taka að skiptast á þeim dásemdum, sem best vitna um vald þeirra og snilli, Atóm- bombunum, munu þeir ekki gleyma oss sem léð höfum land vort undir atómstöð. Þvert á móti. Vér munum fyrstir njóta blessunarinnar. Og þá munum vér deyja i nafni okkar Risa og af völdum hins.Það köllum vér hetjudauða, sem er hinn sætasti dauðdagi. Og að lokum: Einn af spekingum vorum kost svo aö orði, að leið smáþjóðar til að halda sjálfstæði sinu væri að fórna þvi. Yður mun þykja þetta torráðin speki, en þið skiljið það seinna. Kæru bræður og systur I Afganistan: Vér samfögnum yður aö vera komin i vorn félagsskap. 1 Guðs friöi. Amen.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.