Þjóðviljinn - 11.04.1980, Síða 9

Þjóðviljinn - 11.04.1980, Síða 9
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 11. april 1980 Föstudagur 11. aprll 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 á dagskrá Hér verda skynsemin og tilfínningin fyrir módur náttúru að takast á við tvihjóla eða fleirhjóla villimennsku. | Leikaraskapur, orkusóun, landspilling og gengdaríaust auglýsingarskrum á ekki að setjast i öndvegi og visa veginn Reynir Ingibjartsson 16 þúsund hestöfl Nú um páskana hefur þaö ekki farið fram hjá þeim sem leggja eyru við auglýsingum eöa forðast þær ekki af ásettu ráði, að bila- sýning ein mikil hefur átt að hafa ofan af fyrir okkur hér á Suö- vesturhorninu og kannski fleir- um. Til bragðbætis hefur svo aö sjálfsögöu verið tiskusýning, þvi kona og bill eru stundum eitt. Ágóðanum hefur svo sjálfsagt átt að koma fyrir i steinsteypu og þviumliku suöur f Kapelluhrauni, svo betur megi ljóst veröa, hvaöa bill sé fljótastur á landi hér. Það er með ólíkindum hve bila- della á efsta stigi hefur magnast hér á landi á undanförnum árum. Sumir setja þetta i samband við samkeppni siðdegisblaðanna, aðrir kenna bilaumboðunum um. Sjónvarpiö hefur lika þótt gera sitt besta, til að auglýsa aur og drullu i bland við bila og aksturs- hetjur. Sumir hafa jafnvel farið að líta á allt þetta æði sem iþrótt. Nokkuð er til I öllu þessu. Til að kóróna allt saman gerist þetta á sama tima og hvatt er til orku- sparnaðar, og látin falla mörg og gáfuleg orð i þvi sambandi. 1 nágrannalöndum okkar hefur athygli manna einmitt beinst að ýmsu, þar sem oliudropinn og bens'nsopinn þykir fara fyrir lit- ið, og i fyrra las ég þaö, aö I Sviþjóð hefði mjög verið dregiö úr keppni i hraðakstri og kappsigl- ingu svo dæmi séu nefnd. Ástæð- an var ekki einungis beinn orku- sparnaöur heldur lika að gefa for- dæmi á sem flestum sviðum til orkusparnaðar, þar sem hægt væri að koma honum við. Siðdegisblöðin hafa nokkuð komið við sögu bila og bátaralls hér á landi og staðið fyrir keppn- um til að auglýsa sjálf sig i leið- inni. A bakvið hafa svo dyggilega staðið seljendur bila og báta og i nafni framleiðenda um viða veröld. Það er þvi heldur nötur- legt, þegar þessi blöð eru að gagnrýna bruðl og boða sparnað, að þá skuli fáránlegustu sóuninni vera hampað. 1 eina tið voru jeppar nánast landbúnaðartæki. Nú eru þeir meö vinsælli leikföngum borgar- barna. Ég er þannig gerður að lita á bila sem farartæki og þeir eigi að aka á vegum en ekki veg- leysum. Jeppasportið hefur vissulega opnað mörgum dásemdir Islenskra öræfa og margur ökumaðurinn hagar akstri sinum af mikilli gætni með tilliti til umhverfisins. Allt of margir teija sér þó allt fært og allt leyfilegt. Nú er svo komið aö ekki verður lengur unað þessari þróun t.d. á stöðum eins og i Þórs- mörk. Jeppinn sem á slnum tima tók við sem þarfasti þjónninn til sveita er nú að verða að verstu landeyðunni. Ég hef eins og margir aðrir bundist mikilli tryggö við útivist- arlandið upp af Garðabæ og Hafnarfiröi og ósjaldan notiö þar algerrar kyrröar og næðis. En svo hafa skellinöðrur, mótorhjól að ógleymdum jeppunum, komið æöandi meö ýlfri og væii og böðlast um brekkur og bala. Norðan i Valahnjúkum er sér- stakt dálæti aö reyna sig við sandbrekkurnar. Þar má sjá æp- andi andstæöuna viö hinn fagra gróðurreitt farfugla I Valabóli. Ég minnist lika gönguferða i selin i Kapelluhrauni sunnan kvartmilubrautarinnar ,,bless- aðrar”. Þar hefur ilmurinn frá álverinu verið kryddaöur meö hinum ferlegustu drunum og iskurhljóðum frá tryllitækjunum. Og uppi á tJlfarsfelli fannst ekki friður, þvi varla hafði ég tyllt mér á efsta hjalla eitt sinn, þegar jeppinn kom æðandi og upp á topp. Lægra varð ekki lotið. Þannig dæmi um friöarspilla geta allir sjálfsagt nefnt sem unna úti- vist og gönguferðum I kyrrö og ró. Hvað er svo til ráða? Ein bönn- in enn og hömlur á frelsi ein- staklingsins, heyrist sjálfsagt hrópað. Hver segir að hér megi bara ganga en ekki aka og hvaö getur billinn eða skellinaðran gert að þvi þó hljóðin séu ekki fögur? Hér verða skynsemin og tilfinn- ingin fyrir móður náttúru að tak- ast á við tvihjóla eða fleirhjóla villimennsku • Leikaraskapur, orkusóun, landspilling og gegndarlaust auglýsingaskrum á ékki að setjast i öndvegi og visa veginn. Ekki má svo gleyma þvi að billinn er stórtækasta dráps- tækið f dag. Er þorandi að spyrja hvern toll Krossá eða Markarfljót eiga að taka á sumri komanda? Forverar okkar hafa verið ásakaðir fyrir að eyða skógunum af skammsýni. Þá bar eflaust nauðsyn til, en hvað hafa kynslóð- ir dagsins f dag sér til afsökunar, þegar morgundagurinn rennur UPP"? Reynir Ingibjartsson Þrenn ný lög: Sjúkratiyggingargjald l3% af fyrstu 4,5 iiLkr. A siðasta degi þingsins fyrir páska samþykkti Alþingi þrenn lög. Þessi lög eru eftirfarandi: 1) Breytingar á lögum um al- mannatryggingar varðandi sjúkratryggingargjald. Þar er kveðið á um aö gjaldstofn sjúkra- 1 júni n.k. efna Samtök Is- lenskra málakennara og hiiðsteö félög annars staðar á Norður- löndum til ráðstefnu i Reykjavik. Ráðstefnan er haldin i tilefni nor- ræns málaárs, og hefur Norræni menningarsjóðurinn veitt styrk i þeim tilgangi. Aætlað er, að um 200 kennarar hvaðanæva aö á Noröurlöndum muni taka þátt í ráðstefnur.ni, sem hafa verið valin kjöroröin mál — heimur — mannfélagog tryggingargjalds skuli vera sá sami og gjaldstofn álagðra út- svara 1980 þó að frádregnum: a) bótum skv. 2og 4. kafla laga um almannatryggingar öörum en elli- og örorkulífeyri: b) 650.000 krónum í viðbót við veröur einkum tekið fyrir aö rannsaka og ræða mikilvægi málakennslunnar fyrir nemend- urna, jafnt á starfsvettvangi sem i persónulegum viðskiptum. Fyrirlesarar ráöstefnunnar eru meðal færustu sérfræöinga I Evrópu hver á sinu sviöi, og enn- fremur munu koma þar fram full- trúar atvinnulifsins, sem gera munu grein fyrir nauösyn mála- kunnáttu innan hinna ýmsu at- vinnugreina. þær fjárhæðir elli- og örorkulif- eyrisbóta, sem frá eru dregnar samkvæmt 4. mgr. 23. gr. laga nr. 8/1972, með siðari breytingum, hjá þeim mönnum sem orönir eru 67 ára fyrir 1. janúar 1980 eöa nutu örorkulifeyris á árinu 1979. Samkvæmt lögunum er sjúkra- tryggingargjaldiö 1,5% af fyrstu 4.500.000 af gjaldstofni, en 2% af þvi sem umfram er hjá hverjum gjaldenda. Gjald sem ekki nær 4000 kr. skal fellt niður við álagn- ingu. 2) Breyting á lögum um lffeyr- issjóö sjómanna. Lögin kveöa m.a. á um fulla verötryggingu allra elli-, örorku- og makallfeyr- isgreiðslna sjóðsins frá ársbyrjun 1980 tU ársloka 1984. 3) Breyting á lögum um land- flutningasjóð. Lögin kveða á um að 1% gjald skuli lagt á allan rekstur vöruflutningabifreiða, á sama stofn og aöstööugjald er lagt á samkvæmt 5. kafla laga um tekjustofna sveitarfélaga. Þegar lög um landflutningasjóð voru samþykkt vorið 1979 gleymdist að tiltaka hver gjaldstofninn væri sem leggja ætti 1% gjald á til aö fjármagna sjóðinn. — þm. 200 norrænir kennarar hingað á rádstefnu Þannig hafa hollenskir knattspyrnuáhugamenn oft fengið að sjá Pétur, fagnandi marki eftir aö hafa leikiöandstæöingana grátt. Myndin hér að ofan er tekin i sigurleik Feyenoord gegn Roda, 2-1. ekki viö þaö sementið 10 tíma á dag” „Náttúrlega sakna ég vina minna að heiman mjög mikið og einnig alls þess sem maður naut þar. Nu er það alvaransem gildir,jafnt í fótboltanum sem í einkalífinu/ eða ég ætti heldur að segja að viðhorf mín til þessara hluta hafa breyst mjög mikið eftir að ég kom hingað út til Hollands. I atvinnumennskubransanum gildir ekkert nema reglusemi á háu stigi, annars er maður búinn að vera. Þetta var hlutur sem ég gerði mér strax grein fyrir." „Ég sætti mig aö fara aftur í Sá sem þannig mælir er Pétur Pétursson, knattspyrnumaður hjá hollenska stórliðinu Feyenoord I viðtali við Þjv. I Hollandi fyrir skömmu. Pétur býr I útborg Rotterdam, sem heitir Puttershoek. Hann á þar fallega ibúö I raöhúsi og keyrir um á BMW-bil. Þaö má þvl segja aö stórar breytingar hafi orðið á ytri högum stráksins af Skaganum, sem fyrir 2 árum vann sina 10 tima I Sementsverksmiðjunni og sparkaöi fótbolta á kvöldin. Breytingin hefur ekki orðið siðri á innri högum piltsins, ef svo má að orði komast. Pétur hefur tekið stefnuna á hæstu hæöir atvinnu- knattspyrnunnar og þangaö ætlar hann sér hvaö sem tautar og raul- ar. Heimþráin hvarf fljótlega Eftir að hafa hakkaö i sig hangikjöt og kartöflumús heima hjá Pétri og unnustu hans, Petrinu, var sest niöur fyrir framan sjónvarpið og fylgst með iþróttaþættinum. Að honum lokn- um var kominn tlmi til þess að rekja garnirnar úr Pétri. — Mér var tekiö óskaplega vel af öllum er ég kom hingaö út fyrst, haustiö 1978. Þaö vildu allir allt fyrir mann gera. Ég dvaldi fyrst hjá hollenskum strák, en borðaði hjá frænku hans. Heimþráin var mikil fyrst, sér- staklega eftir aö ég kom út aftur eftir að hafa dvalist heima um jólin 1978. Siðan hvarf heimþráin og hefur ekki þjakað mig siðan. — Þaö var hlegiö mikið að mér fyrst þegar ég reyndi að gera mig skiljanlegan á hollensku, en hún er þó ekki mjög erfitt tungumál og lærist fljótt. 1 upphafi talaði maður mest ensku, en sfðan fór fólkið sem ég bjó hjá að tala nær eingöngu hollensku og þá fór þetta smám saman að koma hjá mér. A æfingum var ég I dálitlum vandræðum fyrst, en þetta voru mikið til sömu orðin og setn- ingarnar sem maður heyrði aftur og aftur svo að það gekk vel að ná þvi. En hvernig var þér tekið af strákunum i liðinu? — Þeir tóku mér mjög vel þó svo aö ég væri algjörlega ókunn- ugur öllu hér þegar ég kom og tal- aði ekki orð I málinu. Ég var mjög heppinn þvi Feyenoord var og er að byggja upp nýtt lið frá grunni og þvi var gott fyrir mig aö vera meö frá byrjun. — Mórallinn I liðinu er mjög góður og ég hef t.d. mjög gott samband við Jan Peters og viö erum góðir vinir. Reyndar er hér svo langt á milli húsa að litið er um að fólk bregði sér i heimsókn „Heima geröi maður mikið af þvi að kíkja i hús og fá sér kaffibolla, en slíkt þekkist ekki hér i Hollandi” til kunningja eins og svo mikiö er gert af heima. A Skaganum fór maður I bíóhöllina eða á skemmtanir eftir leiki og æfingar, en hérna þekkist slikt ekki; viöhorfin eru önnur. Ég hef t.d. ekki bragöaö vin 118 mánuöi. Það er semsagt mikill agi i öllu lifi atvinnuknattspyrnumanns- ins? — Já, bæði agi sem kemur utanfrá og innanfrá. Mér fannst lif atvinnufótboltamannsins vera mjög létt i fyrstu, en siöan fór að fylgja þessu andlegt álag einnig og það hefur glfurlega þreytandi áhrif á mann. Ef illa gengur verður maður ósjálfrátt þreyttur, en þreytan hverfur eins og dögg fyrir sólu ef við vinnum leiki. — Ég hef t.d. átt I erfiðleikum með að skora að undanförnu og það hefur haft mjög slæm áhrif á mann sálarlega. Þetta leggst á mann eins og mara og ég hef átt erfitt með svefn. Það góða I þessu er að manni lærist að bregöast við þegar slikt kemur upp, nokkuð sem óhjákvæmilega hendir alla atvinnuknattspyrnumenn. Feyenoord ekki nógu gott lið til þess að sigra í deild- inni Þú minnist á siæman kafla hjá þér. Er ekki sömu sögu að segja með Feycnoord-liðið ailt aö undanförnu? — Það fór að halla undan fæti hjá okkur eftir að viö tókum átt i UEFA-keppninni. Við töpuðum illa fyrir Eintracht Frankfurt og vorum ákaflega óheppnir i þeim leik, t.d. fór ég illa með nokkur góð færi. Nú, alls konar meiösli fóru að setja strik I reikninginn, hollenski landsliðsmaðurinn Wim Jansen meiddist og við það hvarf yfirvegunin i miðjuspilinu. — Ég var búinn aö fá meira en nóg af knattspyrnu um jólin, en þetta lagaðist eftir áramótin. Þó hefur mér gengiö bölvanlega illa að skora I síðustu leikjunum eftir að hafa skoraö 20 mörk i 20 leikj- um. Við Jan Peters náðum alltaf vel saman, en nú hef ég af einhverjum orsökum einangrast úti á vin.itri kantinum. Eins er ég mun stifar dekkaöur en áður, nú þekkja mann allir, en fyrst fékk ég að leika lausum hala þvi það vissi enginn hver ég var né hvernig ég spilaöi. Við þetta vill leikgleöin stundum hverfa, en hún kemur um leiö og sigur vinnst. — Ég vil geta þess að Feynoord vildi fá Asgeir Sigurvinsson I staöinn fyrir Wim Jansen, en Standard setti upp svo geysilega hátt verð fyrir hann að ekkert varö úr samningum, a.m.k. ekki að sinni. A Feyenoord einhverja raunhæfa möguleika á sigri I deildinni I ár? — Nei, það held ég ekki, viö erum einfaldlega ekki nógu góðir til þess. Að visu erum viö með mjög ungt liö, meðalaldurinn 22—23 ár, sem er örugglega hinn lægsti i deildinni. Viö stefnum þess i stað á sigur i bikarkeppn- inni. Pétur ásamt foreldrum sinum og unnustu fyrir utan heimili sitt i Puttershoek, sem er smáborg rétt utan við Rotterdam ...og hann hefur geysilega mikia yfirferð og maðurverður dauðuppgefinn að elta þennan andskota.” ...og svo varð það hægri bakvöröurinn hjá Ever ton. Hann bókstarflega takiaði mig út af vellinum og upp i áhorfendastæðin.” Agi og aftur agi Talið barst nú að vinnu knatt- spyrnumannsins Péturs Péturs- sonar. Viö báðum hann aö lýsa einni viku i stórum dráttum. — Það er leikiö á sunnudögum. A mánudögum er létt æfing seinni hluta dags, nudd og slökun. A þriöjudögum förum við oft I skógarhlaup og æfingar frá 10 til 12. önnur æfing er siðan kl. 15 og þá er mest spilaö og mikiö um alls konar séræfingar. Fyrir hádegi á miðvikudögum er oftast farið i gegn um leikkerfi o.þ.h. Þá er einnig æfing stundum eftir hádegi. A fimmtudögum eru einnig 2 æfingar, fyrir hádegi far- iö yfir myndsegulbandsspólu af siðasta leik og eftir hádegi er leikið gegn C-liöinu. A föstudög- um er fri og á laugardögum er létt æfing fyrir hádegi. Svona liður vikan i stórum dráttum, en ég hef einnig æft lyftingar nokkuð og er miklu sterkari nú heldur en þegar ég var heima. Undanfariö hef ég einnig verið á séræfingum, æft skot o.fl. Hvað með laun fyrir sllka vinnu? — Við fáum ákveöinn bónus fyrir unna leiki, en annars ræði ég ekki peningamál mln, þau eru mitt einkamál. Það er best að láta aðra um að ímynda sér hvaö ég hef i tekjur. — Flestir eldri leikmenn Feyenoord eru meö einhvern bisniss, en félagið er ekkert hrifið af þvi ef leikmenn láta fyrirtækin glepja sig frá knattspyrnunni; menn geta átt það á hættu aö verða sektaðir fyrir slikt kukl. Er mikið um það að menn séu sektaöir hjá félaginu? — Það er kannski ekki hægt að segja þaö, en félagiö er ákaflega strangt gagnvart leikmönnum sinum. Ég lenti t.d. einu sinni i þvi að vera sektaöur fyrir að mæta of seint i myndatöku hjá liðinu. Það er nokkuö skrautleg saga á bak við þaö. Þannig var aö ég mætti til leiks i sparifötunum eins og alltaf. Þegar út á völl var „Mér fannst þetta umtalaða lif atvinnumannsins vera mjög létt i fyrstu, en siðan fór að koma i Ijós hversu gifurlegt andlegt álag fylgir þessu” komiðvar búið að fresta leiknum. Ég fór þvl heim og skipti um föt, en þá komst ég að þvi að þaö átti að vera myndataka af liöinu. Það var ekki um annað að gera en að fara i sparifötin á nýjan leik og þeysa á fullri ferð niður á völl. Ég kom aðeins of seint og var sektaður fyrir vikið, það þótt allir vissu aö ég hefði fariö heim I millitiðinni. — óstundvisi er eitur i beinum forráöamanna félagsins, bæði hér i Hollandi og þegar liöið er á keppnisferöalögum. Þá er einn leikmaður sektaöur um 300 gyllini (um 60 þús isl. kr.) fyrir að sýna grófan leik á æfingu. Dauðuppgefinn við að elta þennan andskota Það er greinilegt á Pétri aö hann hefur staðfastlega ákveðiö að halda sig algjörlega innan þess ramma sem félagiö setur og hann er jafn ákveðinn þegar talið berst að hollensku knattspyrnunni. — Bestu liðin hér eru tvimæla- laust Ajax, Feyenoord og AZ ’67, sem ég tel besta liðið i dag. Þá eru Roda, Twente og PSV ágæt lið, en þessi 6 lið eru algjör atvinnulið. Hin liðin standa þessum langt að baki. Hverjir eru bestu leikmennirnir i hollensku knattspyrnunni að þlnu mati? — I Ajax eru bestir Ruud Krol, Schoenager og Danirnir Lerby og Andersen. Kees Kirst er sá besti i AZ ’67 og Kerkhof-bræöurnir I PSV. Hjá okkur i Feyenoord finnst mér góðir Wijnstekers og van der Korput. — Erfiðasti mótherjinn sem ég hef lent I hérna er Coopmans hjá Go Ahead Eagles. Hann er einn af þessum grjóthörðu varnarmönn- um, sem gefa aldrei tommu eftir. Hann hefur geysilega mikla yfir- ferð og það lendir á mér að elta hann þvl við leikum maöur — á — mann. Maður verður oft dauðuppgefinn að elta þenn- an andskota. Sá grófasti sem ég hef lent i um dagana er hins vegar hægrrbakvöröurinn hjá Everton. Hann bókstaflega taklaði mig út af vellinum og upp I áhorfenda- stæðin þegar Feyenoord og Everton léku fyrr i vetur. Hvernig skýrir þú mun betra gengi hollenska iandsliðsins en félagsliðanna sfðustu ár? — Hollendingar virðast leggja allan sinn metnað I að landsliðið nái góðum árangri. Annars er eins og þeir leggi ekkert á sig nema þegar þeir þurfa nauðsyn- lega á góðum árangri að halda. Landsliðiö fær algjöran forgang, deildaleikjum er frestað og liðið

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.