Þjóðviljinn - 11.04.1980, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 11.04.1980, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 11. april 1980 Pétur fyrir utan Ibúð slna I Puttershoek, smáborg rétt utan við Rotterdam. r „Eg sœtti mig ekki... ” fær allan þann tima sem það þarf á að halda. Árangurinn hefur ekki látiðstanda á sér. Skaginn gæti velgt þeim undir uggum Það er oft gaman að velta þvi fyrir sér hvernig islenskt topplið myndi spjara sig 1 deildakeppni útiilöndum. Pétur hefur ákveðna skoðun á þvi. — Sjáðu til, boltinn hér i Hollandi er t.d. miklu hraðari og harðari en heima. Skagaiiðið myndi þó örugglega spjara sig vel I áhugamannadeildinni hérna. Ég er meira aö segja viss um að Skaginn getur unnið sum liðin i 1. deildinni hjá okkur, t.d. Haarlem, og önnur slik prumpliö. Þannig geöur IA staðið I flestum liöunum hérna i Hollandi, en strákana heima vantar bara meiri reynslu i stórleikjum. — Þegar'að Feyenoord lék gegn 1A sl. sumar höfðu strákarnir i liðinu það á orði að Skagaliöið væri mjög sterkt af áhugamanna- liði að vera. Ég verð þó að segja það, að leikurinn gegn B-liðinu var hálfundarlegur, enda við ekki vel upplagöir. Hvað um það, allir hjá Feyenoord voru mjög ánægð- ir með túrinn til Islands og fannst íslenskur fótbolti merkilega góð- ur. Það á að gefa strákunum heima fleiri tækifæri Úr þvi að islensk knattspyrna var komin til umræðu var ekki úr vegi að spyrja Pétur um landslið- iö. — Landsliðið heima sýndi oft mjög góöan leik I fyrri hálfleik, en eftir þvi sem á leið leikina urðu þeir að hálfgerðri martröö. Ann- ars eigum við að geta teflt fram góðu liði, við höfum ágætan mannskap. Timinn fyrir leikina var hins vegar allt of naumur fyrir okkur atvinnumennina og einnig var slæmt að þurfa að vera langtimum saman aleinn i sókn- inni. — Þaðer min skoðun að ef ekki er hægt aö ná i okkur atvinnu- mennina með góðum fyrirvara eigi aö gefa strákunum heima tækifæri. Þeir fá alltof fáa sénsa til þess aö spreyta sig; þeir eru oft sveltir I sambandi viö landsliöiö. Hvernig fannst þér landsliðs- þjálfarinn, Youri Ilitchev, standa sig? — Youri hafði einfaldlega ekki nægan tima með landsliðið. Það er öruggt að karlinn er toppþjálf- ari, þaö sýndi árangur hans hjá Val, þar byggði hann upp gott liö. Hjá landsliðinu var karlinn alltaf i tfmahraki, hann ætlaöi að gera of mikiö á of stuttum tima. — Sum gagnrýnin á Youri var ósanngjörn, en sumt af henni átti hann fyllilega skilið. Það var t.d. hart að Jón Pétursson skyldi vera settur út úr liðinu og ég var hreinlega hneykslaður þegar Teitur var ekki valinn I liðið gegn Hollendingum. — Nú hefur Guöni Kjartansson tekið viö liðinu og mér finnst hann hafa fariö vel af stað. Hann hefur bæði skrifaö okkur strákunum hér úti og eins hefur hann verið að kynna sér spilamennskuna hér undanfarið. Það verður örugg- lega gaman að starfa með þjálfara, sem sýnir svona mikinn áhuga. Nú voru uppi sögusagnir I fyrrasumar að þú vildir ekki leika með landsliðinu. Var eitthvað til I þeim? — Nei, þetta var tóm lygi alltsaman. Staðreyndin var sú að ég var meiddur I nára og komst þ.a.l. ekki heim. Þá var þvi einnig logið að ég vildi ekki leika með Asgeiri Sigurvinssyni, en þaö er einnig lygi, sem á sér rætur á sama staðnum og hinn þvætting- urinn. Sannleikurinn er að ég er allur af vilja gerður til að leika með landsliöinu; þaö er heiður að leika fyrir tsland. Fólkiö hér nægjusamt, þveröfugt við það sem er heima Talið barst nú aftur aö heimþránni og því hvernig fólkið á Skaganum taki stráknum Pétri eftir að hann hefur gert garðinn frægan I útlöndum. — Ég hef ekki fundið breytingu á vinum mlnum heima I minn garð. Ég get gengiö inn I hús á Akranesi eins og áður, sagt hallóð og fengið gamla góða halló-ið til baka. Ég er bara Pétur Pétursson af Skaganum og þannig tekur fólk mér. — Hvaö heimþrána varðar þá er hún að mestu horfin. Petrlna, kærastan min, kom hingað út i september og er allt miklu þægilegra og heimilislegra. Það var verst að vera einn. — Ég er mjög ánægður með lifið hér I Hollandi og langar ekki aftur heim I bráð. Ég hreinlega sætti mig ekki viö að fara að vinna aftur i sementinu 10 tima á dag og æfa fótbolta á eftir. Slikt væri ómögulegt eftir að hafa kynnst þessu hér úti. Er mikill munur á hinu daglega lifi i Hollandi og á tslandi? — Nauðsynjavörur hér eru t.d. ekki dýrar og fólk ákaflega nægjusamt, þveröfugt við þaö sem er heima. Hér býr fólk undantekningalitið I litlum ibúöum, vinnur sina 8 tima og er ekki meö stress eða vesen. Almenningur i Hollandi leggur mikið upp úr velheppnuðum sumarfrium, mun meira en að safna um sig allskyns pjátri og prjáli. Það er sáralitil veröbólga hérna og veitt eru lán til húsa- kaupa I allt aö 30 ár. Eins og þú sérö er mikill munur á þessu llfi og streðinu heima á Islandi. Ég verö í atvinnuknatt- spyrnu eins lengi og ég get. Að lokum, Pétur, hvað tekur við hjá þér eftir að samningnum við Feyenoord lýkur? — Nú, ég geröi 3 ára samning við félagið og mér finnst gott að vera hér. Hvað tekur siöan við er ekki gott að segja til um. — Af einhverri ástæðu hefur mig alltaf langað til að leika i Frakkiandi, það er nánast óútskýranlegt. Ég myndi hins vegar hugsa mig tvisvar um áður en ég færi til Þýskalands. Þá veit ég að ítölsk lið hafa gert fyrir- spurnir um mig. Hvað sem þessu öllu llður þá er ég staöráðinn i að vera eins lengi i atvinnuknatt- spyrnu og ég get og eitthvert liö hefur áhuga á að fá mig I sfnar raðir. - IngH. iþróttir |w íþróttir „Við rassskelltum Norðmennina vel”, sagði Einar Bollason, landsliðsþjálfari eftir að ísland hafði sigrað Noreg á Polar-cup, 83-58 islenska körfuknatt- leikslandsliðinu tókst heldur betur upp i gær- kvöldi þegar liðið lék gegn Norðmönnum á Polar-cup (Norður- landamótinu). Norð- mennirnir voru eins og börn i höndunum á landanum og þegar upp var staðið að leiks- lokum hafði ísland sigrað með 25 stiga mun, 83-57. Norömenn komust yfir i byrj- un, en Island náöi fljótt foryst- unni, 14-5 og þessi munur hélst næstu minúturnar. Jón Sig. og Pétur voru siöan hvfldir um miðbik fyrri hálfleiksins, og á meðan tókst Norömönnum að jafna, 30-30. Sú dýrð stóð þó ekki , lengi hjá þeim þvl landinn setti allt á fulla ferð á ný og náði aft- ur 9 stiga forskoti fyrir leikhlé, 41-32. Sami munur hélst á liðunum framanaf seinni hálfleiknum, 57-48. Þá upphófst einhver æöis- gengnasti leikkafli sem islenskt körfuboltalandslið hefur sýnt. Leikaðferðinni var breytt yfir I maður—á — mann og á næstu 9 min. skoraði Island 26 stig f röð, já, 26-0. Staðan breyttist i 83-48, en lokamínúturnar tókst Norð- mönnum aðeins aö rétta úr kútnum, 83-57. Pétur var frábær I islenska liöinu, hann lék hinn hávaxna miöherja Noregs (2.16 m) oft grátt. Þá átti Jón sannkallaöan gullleik. Guðsteinn lék sinn besta landsleik og einnig voru góðir Jónas, Kristinn og Simon. Stigin fyrir Island skoruðu: Pétur 23, Jón 14, Kristinn 12, Slmon 9, Jónas 8, Torfi 6. Hollensk lið bera viurnar í Pétur Guðm. Eftir hinn frábæra leik sem Pétur Guðmundsson sýndi með islenska landsliðinu I gærkvöldi gengu á hans fund útsendarar hollenskra liða og vildu ganga til samninga við hann. Pétur var ekki alveg á þvl og sagðist skyldu tala við þá að mótinu loknu, fyrr ekki. Njósnarar frá ítölsku liöi eru nú staddir á Polar cup, gagn- gert til þess að horfa á Pétur leika og má gera ráð fyrir því að þeir geri vart við sig innan tið- ar. Pétur Guðmundsson átti frábæran leik I Islenska liðinu 1 gærkvöldi og skoraði 23 stig. Mjög óvæntur sigur Dana gegn Finnum „Þetta var brjálæðislegur leikur, hittni Dananna undir lokin var hreint með ólikind- um,” sagði Einar Bollason, landsliðsþjálfari, en hann var meðal áhorfenda á leik Dan- merkur og Finnlands, sem Dan- ir sigruöu I, 81-79 (35-44). Þetta er fyrsti ósigur Finna á Polar-cup frá upphafi og tóku þeir tapinu mjög illa. Þess má geta að annar dómaranna var Islenskur, Kristbjörn Alberts- son og þótti hann standa sig vel. Gott mark Péturs færði Fram 2 stig Pétur Ormslev, Fram. Framarar sigruðu KR-inga þegar liðin léku I Reykjavlkur- mótinu I knattspyrnu I gær- kvöldi, 1-0. Sigurmark Fram skoraði Pétur Ormslev á 73. min. eftir slæm mistök mark- varðar KR, Stefáns Jóhanns- sonar. Löng sending kom fyrir mark KR, Stefán hikaði I út- hlaupi og það var nóg fyrir Pét- ur Ormslev. Hann var á undan að knettinum og renndi honum I hliðarnetið. I fyrri hálfleiknum var spil beggja liða nokkuð þunglama- legt og sannkallaö jafnræði rikti. I seinni hálfleiknum fór að rofa til og þá voru þaö Framar- arnir sem náðu undirtökunum. Sóknir þeirra voru ákaflega hættulegar og Pétur brenndi áf úr nokkrum góðum færum áöur en honum tókst að skora. Hættu- legasta tækifæri KR féll i skaut Jóns Oddssonar, en skot hans fór framhjá. — IngH.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.